Morgunblaðið - 13.01.1976, Side 1
36 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
9. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANtJAR 1976___________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins.
£ ISLENDINGAR munu taka
þátttöku sína í Atlantshafsbanda-
laginu til endurskoðunar ef brezk
herskip fara ekki út úr 200 mílna
fiskveiðilögsögu Islands, að því er
fréttastofurnar AP og Reuter
hafa eftir Tómasi Tómassyni,
fastafulltrúa fslands hjá Atlants-
hafsbandalaginu. í Brússel, en
fastaráð bandalagsins hélt sér-
stakan fund í gær að ósk Is-
lendinga um fiskveiðideiluna við
Breta. Eftir fundinn, sem stóð f
tæpar tvær klukkustundir, var
gefin út fréttatilkvnning, þar sem
segir m.a. að „ráðið hafi almennt
lýst áhvggjum sínum vegna deilu
þessarar, sem ekki aðeins skaðar
samband tveggja bandalagsþjóða,
heldur einnig bandalagið í
heild.“ Eru deiluaðilar hvattir til
að gæta stillingar og skýrt frá því
að framkvæmdastjóri NATO, dr.
Joseph Luns, fari til Reykjavíkur
til að reyna að miðla málum og
síðan sennilega til London (Sjá
viðtal við Luns á þessari sfðu)
Lætur ráðið f Ljós „von um að
þessar heimsóknir muni Ieiða til
lausnar sem mjög brýn þörf er á.“
0 Um þá grundvallarkröfu Is-
lendinga að brezku herskipin
færu út fyrir 200 mílurnar sagði
fastafulltrúi Breta, Sir John Kill-
ick, við fréttamenn eftir fundinn,
að slfkt væri ógerlegt nema á
móti kæmi einhver tr.vgging fvrir
„samsvarandi" aðgerð af hálfu ís-
lendinga, þ.e. að varðskip hættu
áreitni við brezka togara, að sögn
AP-fréttastofunnar. Þá hafa AP
og Reuter eftir Sir John, að hann
lfti hótun um úrsögn Islands úr
NATO „mjög alvarlegum augum“
þvf aðild landsins að bandalaginu
sé sérstaklega mikilvæg, — ekki
sízt á sama tíma og „Sovétrfkin
auka flotastvrk sinn á Norður-
Atlantshafssvæðinu“.
^ Aðspurðum um það hvort
David Bruce, aðalfastafulltrúi
Bandaríkjanna, hefði tjáð sig um
hugsanlega úrsögn Islendinga úr
NATO, hefur AP eftir Tómasi
Tómassvni að bandarfski fulltrú-
inn hafi verið einn af þeim sem
töluðu lengi um málið og hafi
hann lýst þungum áhyggjum
Bandarfkjanna af deilunni og
Framhald á bls. 35
• LÖGREGLUSVEITIR í
Madrid beittu í kvöld táragasi
hvað eftir annað gegn miklum
mótmælaaðgerðum verkamanna
og stúdenta, sem æddu um götur
borgarinnar hundruðum saman
og brutu ljósaperur jólaskrevt-
ingar og gerðu talsverðan usla.
Táragasmekkir fvlltu strætin og
vegfarendur urðu að halda vasa-
klútum fvrir vit sér. Mótmælin
beindust að fjármálaráðunevtinu
og kröfðust mótmælendur þess að
ríkisstjórnin sleppti taki sfnu á
kaupgjaldsmálum og vki jafn-
framt stjórnmálaréttindi.
• Ný verkföll og ofbeldisaðgerð-
ir brutust út á Spáni f dag og er
þetta alvarlegasta ögrun sem
fram hefur komið við rfkisstjórn-
ina eftir lát Francos. Lögreglan
beitti táragasi og kvlfum á verk-
fallsmenn í miðborg Madridar, og
gerði áhlaup á háskólasvæðið til
að lumbra á mótmælendum úr
hópi stúdenta sem hvöttu til
lýðræðislegri stjórnarhátta og
allsherjarverkfalls. Meira en
125,000 verkamenn lögðu niður
vinnu í verkföllunum. sem kunna
að valda miklu umróti f efnahags-
málum landsins og ýmissi félags-
legri þjónustu, t.d. samgöngum.
Ennfremur er hætta á, að alls-
herjarverkfall bankamanna
mvndi leiða til þess, að 100,000
Spánverjar til viðbótar legðu nið-
ur vinnu, og lfkur eru á verkfalli
flutningamanna og starfsmanna
raforkuvera í Barcelona. Þessi
nýja kreppa fvlgir f kjölfar verk-
falls starfsmanna neðanjarðar-
brautanna í Madrid sem lamað
hafa höfuðhorgina í fimm daga.
Upplýsingamálaráðuneytið
sagði að margar af vinnúdeilum
þessum væru af löglegum, efna-
hagslegum rótum runnar, en hins
vegar væru vinstri sinnaðir undir-
róðursmenn að baki ýmsum ólög-
legum mótmælaaðgerðum og þar
yrði lögreglan að grípa inn í.
í háskólanum í Madrid hélt
lögreglan sig fjarri til að byrja
með en var svo kvödd þangað að
nýju til að stöðva mótmælaað-
gerðir gegn JuanCarlos, konungi,
og stjórn hans. Leiðtogar
stúdenta sögðu að aðgerðirnar
myndu halda áfram.
A aðeins einum stað náðist
Framhald á bls. 35
Sex nýir
á lista
Nordlis
Ósló 12. janúar — NTB
RAÐHERRALISTI ríkisstjórnar
Odvar Nordlis lá fvrir f kvöld, og
eru f henni sex nýir ráðherrar
sem ekki voru í stjórn Trvgve
Brattelis. Rolf Hansen, stórþings-
maður, verður varnamálaráð-
herra, Hallvard Bakke verður
viðskiptaráðherra, Kjölv Eve-
land, rektor, verður kirkju- og
menntamálaráðherra, Oskar
Öksnes, fvlkisbúnaðarmálastjóri,
verður landbúnaðarráðherra,
Ragnar Christiansen, stórþings-
Framhald á bls. 35
OAU nærri
málamiðlun?
Addis Ababa 12. janúar —
Reuter
LEIÐTOGAR Afríkuríkja sem af
miklum hita hafa rætt leiðir til að
finna aðkallandi lausn á verstu
pólitísku kreppu álfunnar í
langan tíma — borgarastvrjöld-
inni í Angóla — samþvkktu f
kvöld að halda næturfund og voru
vonir um að samkomulag í
málinu væri að takast. „Okkur
hefur miðað áfram. Við erum
nálægt málamiðlun," sagði vara-
forseti Kenýu, Daniel Arap Moi,
fréttamönnum. Fundur æðstu
manna Einingarsamtaka Afrfku-
ríkja. OAU, hafði þá staðið í þrjá
daga og einkennzt af deilum um
stuðning við hreyfingu marxista,
MPLA, eða hinar tvær frelsis-
hrevfingarnar, FNLA og Unita.
Að sögn heimilda á fundinum
var til umræðu málamiðlunartil-
Framhald á bls. 35
„Kem til Reykjavík-
ur á miðvikudaginn”
„ÉG vonast til að verða kominn
til Revkjavfkur upp úr hádeg-
inu á miðvikudag til að revna
að miðla málum f fiskveiði-
deilu vkkar og Breta,“ sagði dr.
Joseph Luns, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
í samtali við Morgunblaðið f
gær. „Ég verð í Reykjavfk fram
á föstudag og vonast til að geta
farið síðan til Lundúna til við-
ræðna við brezk stjórnvöld."
„Nærri öll NATO-löndin létu
í sér hevra á fundi Atlantshafs-
ráðsins í dag og eru þau sér
— sagði dr. Joseph
Luns, í samtali við
Morgunblaðið
mjög vel meðvitandi um hversu
alvarlegt ástandið er,“ sagði
Luns. „Þau létu öll í Ijós þá von
að mér mætti takast að finna
leið sem gerir kleift að finna
skjóta og réttláta lausn á deil-
unni. Hvað það gæti falið í sér
eða hverjar tillögur mfnar
kunna að verða get ég ekkert
sagt um á þessu stigi.“
Laing vongóður um
málamiðlun Luns
Reuter-fréttastofan hefur eft-
ir áreiðanlegum heimildum
Framhald á bls. 35
Fastaráð NATO:
Deilan skaðar Atlants-
hafsbandalagið í heild
Hörð mótmæli og
verkföll á Spáni
Madrid 12. janúar AP
Reuter.