Morgunblaðið - 13.01.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.01.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976 7 Skap og skynsemi Framferði Breta á ís- landsmiðum eftir hing- aðkomu vígdreka henn- ar hátignar, er með þeim fádæmum, að jafnvel telst til tfðinda I sam- skiptum „heimsveldis- ins" við þjóðir minni máttar. Sú var raunar tíðin í heimssögunni, að reisn Bretlands kom fram með öðrum hætti en valdníðslu gegn fá- , mennustu þjóð veraldar, vopnlausri, sem á lífs- hagsmuni að verja. Lífs- hagsmuni, sem byggjast á auðlindum sjávar, sem gert hafa landið byggi legt, en er nú stefnt að eyðingu með tækni- væddri rányrkju nútím- ans. Það er engan veginn óeðlilegt, að almenn- ingsálitið í landinu bregðist við með þeim hætti, sem raun er á þegar „heimsveldi" lýt- ur svo lágt sem fram kemur I hegðan breska sjóhersins við strendur landsins. Hins vegar er það skylda ábyrgra stjórnvalda hérlendra að láta skynsemi fremur en skap stjórna ákvörðun- um sínum og gjörðum. Enga ákvörðun má taka sem veikir málstað okk- ar á erlendum vettvangi, eða tekur ekki mið af þvi lokamarki, sem að er stefnt. Imperium Britannicum Þróun hafréttarmála á alþjóðavettvangi hefur verið sú, að 200 sjó- milna auðlindalögsaga, sem alþjóðaregla, er að- eins tímaspursmál. Fjör- brot Breta i þessu efni, eins og þau lýsa sér í valdniðslu við smáþjóð, sem við vissulega erum, geta með engum hætti snúið þessari þróun við. Timans rás verður ekki snúið til baka, aftur til hins liðna, sem betur fer. Þeim bætist e.t.v. „svart blóm" á sögu- spjöld, sem tákn brezku jafnaðarmannastjórnar- innar, sem i framkvæmd færir stefnu sina undir þá gjörð, er i söguskoð- un og réttarvindund al- mennings flokkast undir „að ræna lambi fátæka mannsins". Þegar fram er litið verður árangur ofbeldisaðgerða Breta naumast annar né meiri. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast lokaerindis úr kvæði Steins Steinars: Imper- ium Britannicum: „Og jafnvel þótt á heimsins nyrstu nöf / þú næðir þrælataki á heimskum lýð, / það varð til einsk- is, veldur stuttri töf. / Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð." Stærsta verkefni samtímans og sjálfstæðismál En samhliða átökum út á við varðandi land- helgi okkar, má okkur ekki gleymast sú ábyrgð, sem að okkur snýr sjálfum, um skyn- samlega nýtingu fisk- stofna á íslandsmiðum. Fyrirhuguð löggjöf um nýtingu fiskveiðiland- helginnar þarf að hafa það markmið eitt að leiðarljósi, að nytjafisk- ar okkar nái sem allra fyrst eðlilegri stofn- stærð, sem færi hámarksnýtingu i þjóðarbúið. Þar þarf hvort tveggja að koma til, nauðsynlegar friðunaraðgerðir á hrygningar- og uppeldis- svæðum fiskstofnanna og hæfileg veiðisókn, sem taki mið af skyn- samlegri nýtingu þeirra. Veiðar og vinnslu þarf að samræma þann veg, að hyggindi og hag- kvæmni ráði ferð; full- vinnsla hráefnis fari fram I landinu, og vöru- gæði og verðmæti út- flutningsafurða okkar verði sem mest. Hér er mikið vanda- verk á höndum okkar — og það verður að vinna með þeim hætti, að við getum skilað þessari undirstöðu mannsæm- andi búsetu I landinu óskemmdri I hendur komandi kynslóða. Það er I senn stærsta sjálf- stæðismál samtima sögu okkar og afdrifarík- asta viðfangsefni þeirrar kynslóðar, sem nú lifir i landinu. Karpov er góður, en Fischer er snillingur UNGVERSKI stórmeistarinn Zoltan Ribli vann öruggan og góðan sigur ð svæðismótinu í skák, sem fram fór að Hótei Esju. Hann tefldi af krafti og öryggi og komst aldrei í tap- hættu. f sfðustu umferðinni samdi Ribli jafntefli f 9 leikj- um við Belgfumanninn H. van den Broeck og tryggði sér þar með sigurinn. Þá um kvöldið tókum við Ribli tali: Þetta var stutt skák. Já, ég vildi enga áhættu taka, maður getur alltaf leikið af sér, og mig langaði ekki í aukakeppni við hina stórmeistarana. Ertu ánægður með tafl- mennskuna í mótinu? Ég get ekki verið annað, ég tefldi nokkuð jafnt allt mótið, en hins vegar hef ég oft teflt betri skákir en ég tefldi hér. Hefurðu náð góðum árangri á þessu ári? Ég er bærilega ánægður með hann. Þessi lota hófst í desem- ber á siðasta ári með þátttöku í ungverska meistaramótinu, sem ég vann. Sfðan tefldi ég í alþjóðamóti í Búdapest og varð þar í 1.—2. sæti ásamt Polugajevsky með 10,5 v. af 15. í minningarmóti um dr. Vidmar í Dortoroz varð ég i 3.—5. sæti ásamt Hort og Éur- man. Þar sigraði Karpov, en Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Gligoric varð annar. Telurðu Karpov bezta skákmann heims- ins í dag? Hann er beztur að Fischer undanskildum. Þvi miður kem- ur sennilega ekki til einvígis þeirra í milli. Slíkt einvígi myndi Fischer örugglega vinna, hann er snillingur en Karpov er góður. Heldurðu að Fischer sé hættur að tefla? Það er ég hræddur um, því miður. Þú varst eini þátttakandinn í þessu móti, sem hafði aðstoðar- mann. Var það til bóta? Tvímælalaust. Góður að- stoðarmaður er góður félagi, og auk þess getur hann hjálpað mikið við biðskákir og undir- búning keppni. Verða margir Ungverjar f millisvæðamótunum? Portisch hefur réttindi, og nú hef ég fengið þau. Senniléga Zoltan Ribli. vinnur Csom sér rétt á svæða- móti í Júgóslavíu, en Sax nær líklega ekki tilskildum árangri í Búlgarfu, Adorjan hefði haft dágóða möguleika á Spáni, en það mót fór ekki fram sem skyldi. Hvar verða svæðamótin? Ég er ekki viss, en ég hef heyrt að annað verði í Ziirich en hitt á Filipseyjum. Á hvor- um staðnum vildir þú heldur tefla? I Ziirich. I keppnum i Asíu getur hreinlega ráðið úrslitum, hver hefur sterkasta magann. Þú virtist koma mjög vel undirbúinn til þessa móts. Hvað ,,stúderaðu“ lengi á dag? Svona fimm til sex tíma eftir því hvernig ég er upplagður. Að lokum, hvert verður næsta mót þitt? Ungverska meistaramótið, það verður haldið í næsta mánuði. Við þökkum Ribli fyrir spjall- ið og óskum honum góðs gengis í meistaramótinu og þá ekki síður í millisvæðamótinu, þar sem hann á vafalaust eftir að láta mikið að sér kveða. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í 30 Pl AUGLÝSIR l'M AI.LT LANÐ ÞEGAR M AUG- LYSIR I MORGINBLAÐIM Tamningastöð verður starfrækt að Tungulæk í Borgarhreppi og hefst 1. febrúar n.k. Þeir, sem vilja koma hrossum í tamningu hafi samband við Einar Karelsson, tamningamann sem rekur stöðina, og veitir allar nánari upplýsingar i síma 7236, Borgarnesi. Sölumannadeild Aðalfundur Aðalfundurinn sem vera átti 27. 12. en var frestað verur haldinn 15. janúar n.k. að Haga- mel 4 kl. 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjaramál. Sölumenn mætið vel og stundvíslega. Stjórn sölumannadeildar V.R. burðarfólk Austurbær Miðbær Ingólfsstræti Skólavörðustígur Óðinsgata, Baldursgata Úthverfi Laugateigur Sólheimar, Kirkjuteigur Snæland Austurgerði Vesturbær Ægissíða Lambastaðahverfi Skerjaf.s. flugv. I og II. Uppl. 1 síma 35408i Námskeið Nýtt námskeið í næringafræði hefst mánudaginn 19 janúar Kennt verður: grundvallaratriði í næringarfræði, fæðuval, gerð matseðla, megrunarfæði fyrir þá sem þess óska, uppskriftir Veist þú að góð næring hefur áhrif á: 9 Vöxt og heilbrigði ungviðsins. £ Byggingu beina og tanna. 4) Endanlega stærð. 9 Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. £ Lfkamlegt atgerfi og langlffi. 0 Andlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku. % Utlit þitt. % Persónuleika þinn. 0 Lfkamsþungd þfna, en hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra, sem eru of feitir. Upplýsingar og innritun í síma 44247, eftir kl. 8 á kvöldin Kristrún Jóhannsdóttir manneldisf ræðingur Næringarf ræði. Skóbær Skóbær Laugavegi 49 Simi 22755 Fóöruð kuldastígvél karlmanna. Stæröir 40-46. Verð kl. 3.510.- Póstsendum samdægurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.