Morgunblaðið - 13.01.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.01.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANL’AR 1976 Eiginkona varðskipsmanns: Hvetur til betri aðstöðu skipsmanna og aðstandenda Landar góðir. Ég er lslendin;>ur að þjóðerni. Ég hef verið alin upp við að vera stolt af því að vera komin af vel- sefinni, velrnenntaðri og jafnvel pennafærustu þjóð í heimi, miðað við fólksfjolda. Þar að auki var mér innprentað að éf; væri komin af huKrökkum víkinfíum, sem námu þetta land, vepna þess að þeir þoldu ekki óréttlátan yfir- gang yfirvalda t heimalandi sínu forðum, Noregí. 1 dag teljum við okkur sjálf- stæð, eftir margra ára hörmungar og yfirgang annarra þjóða. Kn landar góðir. I hverju er þetta sjálfstæði okkar fólgið. og af hverju getum við þessi fámenna þjóð með sjálfstætt alþingi, stært okkur af í dag? A alþingi sitja að mér skilst utn 60 alþingismenn á launum. Við eigum einnig land- helgisgatzlu með 4 skip og 2 báta ( ég get ekki nefnt það stærra nafnij. Við eigum engan her og engin vopn nema 5—6 byssur á skipum þessum, sem Knglending- ar kalla „byssubáta". Einnig eig- um við flugvélakost innan land- helgisgæzlunnar sem er í lág- marki frá mér séð. Eyrir nokkru síðan tókum við höfðinglega á móti þjóðhöfðingja þess lands sem við erum talin vera komin af, Noregskonungi. Hann kom á konungsskipi sínu ásamt 2 herskipum sem fylgdu því. Ég fór ásamt mörgum öðrum Islendingum til að taka á móti þessum tignu gestum okkar. Ekki síst til að taka á móti flaggskipi okkar íslendinga, Ægi, sem hafði farið á móti þessum heiðursgest- um. til að sýna þeim virðingu og fvlgd að landsteinum okkar. Það hafði óskaplega mikil áhrif á mig, þegar þessi skip sigldu inn í höfn okkar Reykvíkinga. Kyrst sigldi konungsskipið inn, virðulegt og fallegt. Á móti því tóku fremstu menn þjóðar okkar, forsetinn og ráðherrar ásamt fylgdarliði sínu, sem allt var með miklum myndar- brag og ekkert til sparað svo að það væri sem glæsilegast. Það hefur áreiðanlega kostað mikið eins og allt annað sem eitthvað er varið í. Eftir hæfilega bið kom svo fyrra herskipið siglandi inn í höfnina. Er herskip þessarar vinarþjóðar okkar sigldi fram hjá okkur, stóð röð af hermönnum fremst á skipinu, önnur röð mið- skips og þriðja röðin á aftasta þilfari og heilsuðu Islendingum. Það sem vakti undrun mfna, var fjöldi þeirra manna sem máttu vera að þessu vegna anna við önn- ur störf í skipinu. Síðan kom hitt herskipið með sama fjölda og með sama hætti. Svo kom varðskipið Ægir, sem þá var stærsta verndar- skip okkar. Kremst á skipinu stóðu þrír menn. SÞ'rimaður og tveir ungir háset" ur Enginn miðsk.ps. Kinn maður stóð aftast. Einn Stói og m.vniiai- legur bátsmaðurinn. Þeir heilsuðu löndum sínum einarð- lega og virðulega. Það brá fleirum en mér illilega við að sjá smæð okkar svo augljóslega. Ég gerði mér þá ljóst hve smæð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar er gífurleg í samanburði við nágranna okkar. Ég gerði mér einnig ljóst hve óskaplega erfitt starf er lagt á þessar fáu herðar, ef sverfur til stáls við þessar nágrannaþjóðir, sem búa yfir sterkum herflota. í dag erum við i stríði við eina af þessum herþjóðum. Af hverju? Vegna þess að við álítum okkur nógu hugrökk og stór til að fara í hörku við þessar þjóðir vegna fiskstofna okkar sem eru í mikiili hættu. Okkur Islendingum er öll- um ljóst, að það er fiskurinn sem heldur liftórunni í sjálfstæði okkar. Stjórn sú sem nú er við æðstu völd, setti það á oddinn fyrir síðustu kosningar að færa út fiskveiðilögsögu okkar í 200 mílur, hvaða erfiðleika sem það kostaði. Þeir náðu kosningu og færðu út í 200 mílur. Á alþingi var algjör samstaða um þetta mál. Það var mjög vel að Iandsmenn skyldu standa saman sem einn maður. Alþingi okkar er æðsta tákn þjóðarinnar. Ég efast ekki um að starf þeirra manna sem þar eru sé mjög erilsamt og erfitt. Ég er samt sannfærð um, að það er ekki lífshættulegt. Ákvörðunin um einhliða útfærslu í 200 mílur, hefur haft þær afleiðingar að það eru fjögur herskip hér við land og mörg önnur skip þeim til hjálpar. Allt er þetta til að vernda togara- flota Englands við veiðar innan 200 mflna. Bretar virðast ekki horfa í neinn kostnað fyrir sína menn. En hvar eru nú íslands- víkingarnir til að taka hörkulega og einarðlega á móti heraflinu og ofuraflinu. Þeir eru í reynd rúm- lega 100 menn. Ég sagði um hundrað menn á 4—5 varðskip- um, sem eru sendir í fremstu víg- línu á móti þessum herafla. Þessir sömu menn sem tóku á móti Noregskonungi og starfsfélagar þeirra. Á hverju herskipi eru aftur á móti um 260 menn, á hverju varðskipi, eru aðeins um 23 menn. Þegar þessar linur eru skrifaðar, er alþjóð orðið ljóst, að þessir menn eru í miklum lífs- háska. Er þá reynt af alþingi og ráðherrum að koma með áþreifan- lega hjálp þeim til handa? Ég sé það ekki. Ég er eiginkona eins þessara manna sem hafa farið einna verst út úr þessari hörku. Hann er starfsmaður á varðskipinu Þór, sem búið er að reyna að sigla niður eða gera ósjófært fjórum eða fimm sinnum. Það er langt frá að ég segi að þeir séu samt nokkuð verr settir en hinir starfs- félagarnír úti á miðunum. Það er bara beðið eftir að röðin komi að þeirra skipum. Kinnst ykkur, Is- lendingar góðir, að þetta sé okkur til sóma eða sýni víkingseðli okk- ar upp til hópa, að sitja aðgerðar- laus þar til þeim tekst að deyða eða misþyrma þessum hugrökku mönnum okkar? Ég persónulega ber orðið enga virðingu fyrir heimsóknum sendiherra hvers til annars með dimplómats- ásökunarbréf á báða bóga. Hvernig er svo búið að þessum fremstu-víglínu-mönnum okkar. Þeir fengu fyrst ekki einu sinni leyfi til að hafa óvilhalla frétta- menn um borð og þurftu að berj- ast við lygar og róg andstæðing- anna ofan á allt annað. Sem betur Selma Júlfusdóttir fer er búið að opna þá leið, að frétta- og sjónvarpsmenn mega vera með. Hvernig er það í reynd? Það eru þrír duglegir blaðamenn fslenzkir um borð í þrem varð- skipum í dag. Það er enginn fslenzkur ljósmyndari og enginn fastur kvikmyndagerðarmaður. Þær ljósmyndir og kvikmyndir sem hafa vakið athygli út um allan heim, eru einnig unnar af varðskips- og flugvélarmönnum landhelgisgæzlunnar sjálfrar, ásamt öllum öðrum störfum sem á þessar herðar er hlaðið. Af hverju? Vegna þess, að mér skilst að það sé of dýrt að kosta svoleiðis lúxus fyrir þessa menn. Það er ekki til mannskapur frá sjónvarp- inu til að taka mann í þetta starf að staðaldri, og þar með þyrfti að ráða duglegan kvikmyndagerðar- mann á föstum launum í þetta starf. Það er bara kák að senda mann einn og einn túr. Hvernig er þetta þá frá Breta hálfu? Þeir eru með fasta frétta- og sjónvarpsmenn á launum, ekki bara á brezkum skipum, heldur einnig á tveim íslenzkum varðskipum. Þar er ekki horft í peningana til að sigra okkur. Þessir fréttamenn bera á borð fyrir heiminn ósannindi af at- burðunum, og ritskoða og klippa úr eftir vild frá þeim mönnum sem kannski vilja segja rétt frá. Hvernig er svo búið að okkar mönnum þegar þeir koma í Iand? Þeir koma örþreyttir eftir vökur og erfitt og lífshættulegt starf. Það eru unglingar allt niður í 17 ára til tvftugs innan um þessa starfsmenn. Ká þeir hvíld þessa daga sem inniveran er í heima- höfn? Nei. Þeir eiga að standa vaktir til skiptis á skipinu í landi. Erum við svo fátæk að við getum ekki einu sinni séð um að það séu tilbúnir menn í landi til að taka það starf að sér, við þær sérstöku aðstæður sem nú eru hjá okkur, og leyfa þessum mönnum að hvílast? Eða er það bara að eng- um dettur í hug að það sé nein þörf á því? Þessir menn allir eiga sem betur fer aðstandendur sem bíða eftir þeim og biðja fyrir þeim. Okkur aðstandendum þess- ara manna er ekki gefinn upp neinn sérstakur sími eða maður sem við gætum snúið okkur til, og fengið upplýsingar um, hvort þeir séu lífs eða liðnir. Við bíðum eftir útvarpsféttum eins og aliir. Það er ekki einu sinni hringt í okkur til að láta vita þegar þeir eru væntanlegir heim. Á öllum öðrum skipum er hægt að fá að tala við menn sína eða syni á sjó. Það megum við ekki. Ég get skilið það, en ég skil ekki að við fáum ekki einu sinni þá þjónustu sem ég var að geta um. Nú langar mig sem tslending, eiginkonu eins þessara varðskips- manna, og þar með barnsmóður hans, að biðja forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra, sem allir lögðu á ráðin að færa út 200 mílurnar, að svara mér og alþjóð, hvort þeir vilji ekki og geti ekki ’.agað að minnsta kosti þessi frumskilyrði sem ég fór fram á fyrir þessa menn og aðstandendur þeirra. Gerum okkur grein fyrir þvi, að með þessu áframhaldandi álagi á varðskipsmennina, sem að mínu áliti ætla ekki að bogna eða hræð- ast, kemur að því að þeir brotna. Það stenst enginn líkami eða sál ofurálag til lengdar án hvíldar. Að endingu langar mig til að beina máli mínu til íslenzku stjómannastéttarinnar. Ég hef alla ævi virt og dáðst að dugnaði þeirra. Á þessum tíma beinist at- hyglin fyrst og fremst að varð- skipum okkar og áhöfnum þeirra. Þeim dugnaði og því hugrekki sem þeir sýna. Ég óska ykkur blessunar og gæfu í starfi ykkar og er sannfærð um að öll þjóðin stendur með ykkur. Ég bið og vona að ykkur verði látin í té öll sú hjálp sem hún er fær um að veita í þessu striði. Selma Júlíusdóttir. Frá Tafl- og bridge- klúbbnum Aðalsveitakeppni félagsins hófst sl. fimmtudag með þátt- töku 20 sveita. Spilað er í tveimur flokkum, meistara- og fyrsta flokki og spila 10 sveitir í hvorum. Urslit fvrstu umferðar: Sveit Bernharðs vann Kristínar Þ. 12—8 Sveit Tryggva vann Braga 17—3 Sveit Þórarins vann Kristínar 0, 19—1 Sveit Erlu vann Sigríðar 14—6 Sveit Kristjáns vann Þórhalls 16—4 Fyrsti flokkur: Sveit Jóseps vann Gests* 12—8 Sveit Rafns vann Gunnars 20—0 Sveit Ragnars vann Karls 20—0 Sveit Arna vann Sigurðar 15—5 Sveit Bjarna vann Guðlaugs 13—7 Önnur umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur og hefst klukkan 20. X X X X X Nýlega hófst Aðalsveitar- keppni Bridgefélags Revkja- víkur og er að þessu sinni spil- að f tveimur flokkum, meistara- flokki og I. flokki. I fyrstu umferð fóru leikar þannig: Meistaraflokkur: Sveit Stefáns — sveit Helga 19—1 Sveit Hjalta — sveit Birgis 13—7 Sveit Jóns sveit Einars 15—5 Sveit Benedikts — sveit Alfreðs 13—7 I. flokkur Sveit Gylfa — sveit Þórðar 19—1 Sveit Esterar — sveit Ólafs H. 13—7 Sveit Þóris — sveit Gísla 15—5 Sveit Gissurs — sveit Sigurjóns 17—3 Röð efstu sveita i hvorum flokki er því þessi: Meistaraflokkur: 1. Sveit Stefáns Guðjohnsen 19 stig 2. Sveit Jóns Hjaltasonar 15 stig 3. Sveit Benedikts Jóhannssonar 13 stig I. flokkur: 1. Sveit Gylfa Baldurssonar 19 stig 2. Sveit Gissurs Ingólfssonar 17 stig 3. Sveit Þóris Sigursteinssonar 15 stig 4. Sveit Esterar Jakobsdóttur 13 stig Næsta umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld kl. 2 og spila þá saman fornir fjendur sveitir Hjalta og Benedikts. A.G.R. ÚTSALA Verðlistinn ÚTS iALA Klapparstíg 27, kápudeild, Verðlistinn v/Laugalæk, kjóladeild, sími 33755. ÚTS iALA Ú1 sími 25275. rSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.