Morgunblaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
11
Otto Jörgensen, fyrrv.
póst- og símstjóri í
Siglufirði, áttrœður
Otto Jörgensen, fyrrv. póst- og
símstjóri í Siglufirði, sem sett
hefur svip á það byggðarlag í
meir en hálfa öld, er áttræður í
dag.
Otto Holger Winther Jörgen-
sen, eins og hann heitir fullu
nafni, er fæddur i Seyðisfirði 13.
janúar 1896, sonur hjónanna
Anders Jörgensens, bakarameist-
ara þar, og konu hans Johanne
Jörgensen. Otto hóf störf hjá
Landsímanum I Seyðisfirði ungur
að árum og lauk símritaraprófi
árið 1914. Að því loknu fór hann
utan til frekara náms í fagi sínu.
Hann hóf kennslustörf i símritun
i Reykjavik á árinu 1919, sem
hann stundaði unz hann var skip-
aður póst- og simastjóri í Siglu-
firði árið 1921. Árið 1925 var
hann skipaður umdæmisstjóri
pósts og síma í Siglufjarðarum-
dæmi, er hann gegndi unz há-
marksaldri íslenzkra embættis-
manna var náð.
Otto er gæddur sterkum per-
sónuleika, víðsýnn og vel látinn
og ávann sér skjótt traust og virð-
ingu samborgara sinna, sem enzt
hefur honum góðan aldarhelm-
ing. Hann var mikill starfsmaður
en Ijúfur húsbóndi og hélt um
stjórnartaumana í stofnun sinni
með þeim hætti, að hann naut
þakklætis og hlýhúgar bæði við-
skiptavina og undirsáta. Slik
stjórnunarsemi, blandin velvild í
garð samstarfsfólks, var hans
aðalsmerki.
Póstmeistarinn tók ríkan þátt f
félagslífi staðarins og bæjar-
málum, meðan þessi söguríki bær
óx úr þorpsnefnu i miðstöð síld-
veiða og síldariðnaðar i landinu;
stóriðjuverstöð, sem um áratugi
var einn helzti hornsteinn verð-
mæta- og gjaldeyrissköpunar í
landinu. Hann var bæjarfulltrúi á
árunum 1937 til 1945, einn af
stofnendum kaupfélags á staðn-
um og virkur þátttakandi í margs
konar félags- og menningarstarf-
semi. Ekki væri rétt frá sagt
þessum þætti i félagsmálaþátt-
töku póstmeistarans, ef þess væri
ekki jafnframt getið, að hann var
róttækur í skoðunum og á vinstri
væng bæjar- og þjóðmála. Að
leikslokum bæjarmálaafskipta
hans átti hann þó ekki síður hlý-
hug og virðingu okkar, sem örlög-
in skipuðu hægra megin mark-
anna í stjórnmálaátökum, sem þó
voru oft hörð og hávaðasöm. Það
var vel gjörlegt að hafa önnur
sjónarmið en Otto Jörgensen á
þessum árum — en hitt var úti-
lokað, að vera persónulegur and-
stæðingur hans. Sllkir voru per-
sónutöfrar hans og samskipti öll
við samborgara, hverjar sem
skoðanir þeirra voru.
Otto Jörgensen kvæntist
Þórunni Þórðardóttur, sjómanns
og bátasmiðs að Mýrarhúsaskóla á
Seltjarnarnesi, Jónssonar, hinn
15. október 1921. Þeirra sonur var
Gunnar Jörgensen, er tók við
embætti póst- og símstjóra i Siglu-
firði, er faðir hann lét af störfum
fyrir aldurssakir. Hann lézt fyrir
nokkrum árum, um aldur fram,
og var að honum mikill sjónar-
sviptir í Siglufirði. Gunnar
heitinn var kvæntur Freyju
Jörgensen, Árnadóttur Kristjáns-
sonar, af Lambanesætt, sem er að
góðu kunn í Austur-Skagafirði og
Siglufirði. Þeirra börn eru: Ottó
Jörgensen flugvirki, Reykjavík,
Árni Jörgensen, blaðamaður á
Morgunblaðinu, Halldóra, Guð-
björg og Gunnar, öll í heimahús-
um.
Á þessum tímamótum í ævi Otto
Jörgensen, fyrrv. símstjóra í
Siglufirði, hugsa allir Siglfirð-
ingar til hans með hlýhug, virð-
ingu og þakklæti. Mér kæmi
heldur ekki á óvart að skips-
stjórnarmenn og aðrir þeir, sem
við hann áttu samskipti á árum
,,sildarævintýrisins“, hugsi til
Patreksfirðingar óska
eftir friðun ákveðinna
veiðisvæða fyrir togurum
Patreksfirði, 8. jan. 1976.
VEGNA þess hve þungiega horfir
með afla á Ifnu og netavertið nú f
vetur og ágang nýju skuttogar-
anna á mið bátanna, þrátt fyrir
útvfkkun landhelginnar f 200 mfl-
ur, hefur hreppsnefnd Patreks-
hrepps sent sjávarútvegsráðu-
nevtinu ályktun um friðun ákveð-
ins veiðisvæðis fyrir togurum
ákveðinn tfma yfir vertíðina.
Fvlgir hún hér á eftir.
Sunnanverðir Vestfirðir,
þ.e.a.s. Bíldudalur, Tálknafjörður
og Patreksfjörður reka ennþá
sína útgerð með hinum gamla
hefðbundna hætti, gera út báta á
línu og net yfir vertíðina og að
sumu leyti allt árið.
A Patreksfirði eru gerðir út 6
stórir bátar, á Tálknaf. 3 og á
Bildudal 1.
Ef þessir bátar fá hvergi frið til
þess aó hafa veiðarfæri sin i sjó
yfir vertíðina er ekki annað sjáan-
legt en rekstur þeirra stöðvist og
breytt verði yfir i skuttogara eins
og allir aðrir hafa gert þó að það
virðist nú ekki vera vel séð eins
og málum er komið i dag.
Skipulagsleysi í veiðum má
ekki vera það algert að bátar í
heilum landshlutum fái aldrei
frið allt árið til þess að stunda
hefðbundnar veiðar á heimamið-
um án þess að eiga það á hættu að
missa veiðarfæri sín í klærnar á
togurunum fyrir nú utan það að
eftir skrap þeirra er veiðivonin
nú ekki mikil.
Páll.
Hreppsnefndarfundur haldinn
6. janúar 1976 á Patreksfirði sam-
þykkir eftirfarandi ályktun til
sjávarútvegsmálaráðuneytisins
og allra þingmanna Vestfjarða-
kjördæmis:
Á undanförnum árum hefur
afla- og veiðarfæratjón íslensku
togaranna verið mjög tilfinnan-
legt. Til þess að komast hjá slík-
um vandræðum á hefðbundnum
neta- og línumiðum bátanna, þá
skorar hreppsnefnd Patreks-
hrepps á sjávarútvegsráðuneytið
að hlutast til um, að friða ákveðið
veiðisvæði fyrir togveiðum, um
takmarkaðan tíma á vetrarvertíð-
inni. Enginn togari er gerður út
frá sunnanverðum Vestfjörðum
og þvi eingöngu treyst á heima-
mið, fyrir linu- og netaveiðar
þeirra báta sem héðan eru gerðir
út og því er hér um llfshagsmuna-
mál Patreksfjarðar, Tálknafjarð-
ar og Bíldudals og reyndar ann-
arra byggðarlaga á Vestfjörðum,
að ræða.
Það veiðisvæði, sem hér um
ræðir eru við Víkurál. Leggur
hreppsnefndin því til að eftirfar-
andi svæði verði friðað fyrir tog-
veiðum á tímabilinu 1. janúar til
15. marz innan línu sem dregin er
milli eftirfarandi punkta:
1. 65 gr. 36 m. N 25 gr. 15 m. V
2. 65 gr. 39 m. N 26 gr. 04 m. V
3. 65 gr. 58 m. N 25 gr. 43 m. V
4. 65 gr. 51 m. N 25 gr. 05 m. V
Að fenginni reynslú álítur
sveitarstjórnin, að friðun sem
þessi, sé ein meginforsendan til
þess að hægt sé að gera út báta á
lfnu og netaveiðar frá sunnan-
verðum Vestfjörðum á þessu
tímabili.
Umhleypingar og hafís
settu svip á haust-
vertíð Vestfirðinga
fyrri tíma, bæði með söknuði og
þakklæti.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
allra Siglfirðinga er ég færi
afmælisbarninu beztu árnaðar-
óskir með einlægri ósk um, að
hann megi enn lifa mörg ánægju-
rík ár í firðinum milli fjallanna,
þar sem mannlíf hefur þróazt frá
landnámsöld fram á okkar daga,
og þar sem nú er hafin ný fram-
sókn og þáttaskil í byggðarsög-
unni. Stefán Friðbjarnarson.
STÖÐUGIR umhlevpingar settu
svip sinn á haustvertíð Vestfirð-
inga að þessu sinni, og f desember
var hafísinn á sffelldri hrevfingu
um alla fiskislóðina út af Vest-
fjörðum, allt frá Horni og vestur
undir Vfkurál. Hefir sjósókn
verið einstaklega erfið af þessum
sökum allt haustið, segir f vfirliti
frá skrifstofu Fiskifélags tslands
á lsafirði.
Linuafli var almennt tregur í
desember, en togararnir fengu
góðan afla fyrri hluta mánaðar-
ins, fyrir hátíðarnar var svo
dauður sjór, en milli hátíðanna
kom svo góður neisti í tvo daga.
Heildaraflinn í mánuðinum
varð 3.592 lestir, en var 3.073
lestir á sama tíma í fyrra. Afli
línubátanna varð nú 1.423 lestir f
355 róðrum eða 4,00 lestir að
meðaltali f róðri, en í fyrra var
desemberafli línubátanna 1.354
lestir í 293 róðrum eða 4,62 lestir
að meðaltali í róðri.
Aflahæsti línubáturinn í mán-
uðinum var Hafrún frá Bolunga-
vík með 94,5 lestir í 20 róðrum, en
í fyrra var Sólrún frá Bolungavik
aflahæsti línubáturinn i desem-
ber með 93,4 lestir í 15 róðrum.
Af togbátunum var Bessi frá
Súðavík aflahæstur með 323,4
lestir, en í fyrra var Guðbjörg frá
Isafirði aflahæst í desember með
305,1 lest.
Heildaraflinn á tímabilinu októ-
ber/desember varð nú 10.847
lestir, en var 9.749 lestir á sama
tímabili í fyrra. Aflahæsti línu-
báturinn á haustvertiðinni var
Víkingur III frá Isafirði með
310,0 lestir í 66 róðrum, en hann
var einnig aflahæstur á haustver-
tíðinni í fyrra með 353,4 lestir í 68
róðrum.
GREIÐENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til aó skila launamiöum
rennur út þann 19. ianúar.
Þaö eru tilmæli embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miöana og
vandið frágang þeirra. Með því
stuðlið þér að hagkvæmni í opin
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI