Morgunblaðið - 13.01.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1976
Götuljós
skemmd fyr-
ir 7 millj. kr.
á sl. ári
BLAÐINU hefur borizt eftir-
farandi frá Rafmagnsveitu
Reykjavfkur varðandi
skemmdarverk á götuljósakerf-
inu:
Götulýsing á orkuveitusvæði
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
hefur verið aukin verulega á
undanförnum árum. Ennfrem-
Myndin sýnir hluta af þeim götuljósabðnaðl, sem eyðilagður hefur
verið og safnast upp f birgðastöð Rafmagnsveitu Reykjavfkur.
Götulýsing í Reykjavfk
ur hefur víða verið sett lýsing
við gangstíga, hjá skólum og á
lóðum fjölbýlishúsa. Flestum
er Ijóst hversu nauðsynleg
þessi Iýsing er. Þó hefur allmik-
ið borið á að unnin væru
skemmdarverk á götuljósunum.
Þessi verknaður er að verulegu
leyti unninn á einstökum stöð-
um, eða í vissum hverfum,
þannig að þar er tæpast unnt að
halda lýsingunni í viðunandi
lagi. Hins vegar verður lítið
sem ekkert vart skemmdar-
verka I öðrum hverfum.
Athugun sem gerð hefur ver-
ið, bendir til, að kostnaður
vegna skemmdarverka á götu-
Ijósakerfinu nemi á s.I. ári yfir
7 milljónum króna. Um miðjan
desember s.l. var öllum skóla-
stjórum barna- og gagnfræða-
skóla sent kynningarbréf um
götuljósakerfið, en þessir
skólar eru um 40 talsins á orku-
veitusvæði Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Samkvæmt beiðni
Rafmagnsveitunnar munu
flestir skólastjórarnir hafa
kynnt þetta mál fyrir nemend-
um sínum, áður en jólaleyfi
hófst. Áformað er að hefja frek-
ari kynningu í skólunum,
næstu daga.
Ekki er með þessu sagt, að
það séu eingöngu nemendur í
barna- og gagnfræðaskólum,
sem valda þessum skemmdum.
Þess eru dæmi að fullorðnir
menn skjóti á götuljósin, auk
þess sem iðulega er ekið á götu-
ljósastólpana og þá stundum
vegna algjörs gáleysis.
1 kynningarbréfinu, sem sent
hefur verið i skólana kemur
m.a. fram, að nú séu um 13 þús.
götuljós af ýmsum stærðum og
gerðum á orkuveitusvæði Raf-
magnsveitu Reykjavikur.
Stofnkostnaður við meðalstórt
götuljós ásamt nauðsynlegum
jarðstrengjalögnum er nú rúm-
lega 100 þúsund krónur.
Ef byggja þyrfti alla þessa
lýsingu upp á einu ári væri
áætlaður kostnaður 1300 millj.
króna. Aðeins perurnar I þessi
ljós kosta um 10 millj. kr.
1 Listasafni tslands: Guðrún Hvannberg til vinstri, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og dr.
Selma Jónsdóttir hjá tveimur mynda Gunnlaugs Schevings. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Lýðveldismálverk Schevings gefin Listasafninu
Vitni vantar
MÁNUDAGINN 5. janúar var
ekið á kyrrstæða bifreið á Reykja-
nesbraut í Blesugróf, en hún
hafði orðið að stöðva þar vegna
ófærðar sem var mjög mikil
þennan dag eins og menn muna
væntanlega. Bifreiðin er Volks-
wagen 1500, skrásetningarnúmer
R-36150. Þarna var röð af kyrr-
stæðum bílum og var þessi bif-
reið aftast í röðinni. Bifreiðin
skemmdist mjög mikið að aftan,
og virðist líklegast að stórvirk
vinnuvél hafi ekið á hana. Margir
voru á ferðinni um þetta leyti, og
eru vitni að atburðinum beðin að
gefa sig fram við rannsóknarlög-
regluna.
Heftum Verð-
launakrossgátu-
ritsins fjölgað
Verðlaunakrossgáturitíð kom
út alls 5 sinnum á síðasta ári og
um þessar mundir er að koma út
fyrsta hefti þessa árs. Auk kross-
gátna hefur Verðlaunakrossgátu-
ritið að geyma ýmislegt léttmeti
til lestrar. Gert er ráð fyrir að
ritið komi út 9 til 10 sinnum á
þessu ári.
5 MYNDIR eftir Gunnlaug Schev-
ing listmálara hafa verið gefnar
Listasafni Islands til minningar
um Jónas Hvannberg kaupmann.
Gefendur listaverkanna' eru
ekkja Jónasar, frú Guðrún
Hvannberg, og synir þeirra hjóna,
þeir Haukur og Gunnar Hvann-
berg.
Myndir þessar úr íslensku at-
vinnulífi eru gerðar í tilefni af
lýðveldisstofnun árið 1944, að
beiðni Jónasar sjálfs.
Jónas Hvannberg var fæddur á
Eyrarbakka 4. nóvember 1893 og
lést í Reykjavík 1. apríl 1972.
Jónas Hvannberg var mikill
listunnandi og eignaðist stórt og
vandað safn íslenskra listaverka.
Studdi hann með listaverkakaup-
um og á annan hátt ýmsa mynd-
listarmenn, sem þá voru enn lítt
þekktir.
Lélegur rækju-
afli fyrir vestan
HAUSTVERTfÐ hjá rækjubátum
við fsafjarðardjúp og Steingrfms-
fjörð hófst f byrjun nóvember og
lauk 12. desember, en Bflddæl-
ingar byrjuðu róðra 27. október.
Á þessu hausti stunduðu 58 bátár
rækjuveiðar frá Vestfjörðum, og
er það 24 bátum færra en á sfð-
asta hausti. Heildaraflinn varð nú
881 lest, en var 1.921 lest á sfðasta
hausti.
Frá Bíldudal hafa róið 7 bátar,
og var desemberafli þeirra 17
lestir. Er aflafengur þeirra á ver-
tíðinni þá orðinn 82 lestir, en var
209 lestir á sama tíma í fyrra.
Frá verstöðvunum við Isa-
fjarðardjúp hafa róið 37 bátar, og
var afli þeirra í desember 151
lest. Vertíðaraflinn er þá 585 Iest-
ir, en í fyrra gaf haustvertiðin 55
bátum 1.220 lestir.
Frá Hólmavík og Drangsnesi
hafa róið 14 bátar f haust, og
öfluðu þeir 101 lest í desember.
Er vertíðaraflinn þá 214 Iestir, en
var 492 lestir i fyrra.
Mokfiskirí hjá Dagnýju
Siglufirði 10. jan.
DAGNÝ er væntanleg inn í dag
með stórfinan afla, 150—160
tonn af fiski eftir aðeins 7 daga
útivist. Hér er leiðindaveður,
norðaustan stórhrið. m.j.
Á f immtudag veróur dregió í 1. flokki.
6.030 vinningaraó fjárhœó 82.170.000 króna
Á morgun er síóasti endnýjunardagurinn.
1. flokkur:
9 á 1.000.000 kr.
9 - 500.000 —
9 - 200.000 —.
153 - 50.000 —
5.832 - 10.000 —
6.012
Aukavinningar:
18 á 50.000 kr.
6.030
9.000.000 kr.
4.500.000 —
1.800.000 —
7.650.000 —
58.320.000 —
81.270.000 kr.
900.000 —
82.170.000.00