Morgunblaðið - 13.01.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
21
Trnkklansir
töpnðn fyrir
„ÞETTA var kærkominn sigur, og ekki spillti það fyrir að hann var gegn KR, liði
sem við höfum aldrei sigrað áður,“ sagði Hilmar Hafsteinsson þjálfari UMFN eftir
sigurinn gegn KR um helgina. „Þetta var án efa okkar langbesti leikur í mótinu til
þessa, og ég held að strákarnir séu að öðlast meira sjálfstraust en það hefur illilega
skort í vetur. Þá náðum við í þessum leik í fyrsta skipti f mótinu upp góðri hittni og
fannst mörgum tími til kominn.“
Já, það er ekki orðum aukið að
hittni Njarðvíkinganna hafi verið
góð í þessum leik, og sérstaklega
þó í síðari hálfleik. Þá var á
löngum kafla sama hver skaut og
hvaðan — allt hafnaði í körfu KR.
En í fyrri hálfleiknum vai
leikur UMFN ekkert sérstakur,
og hefði ,,Trukkur“ Carter verið
með hefði KR náð góðri forustu í
hálfleiknum. En hálfleikurinn
var jafn og spennandi fyrir þá
mörgu áhorfendur sem sáu leik-
inn, jafnt var á flestum tölum, og
staðan að loknum fyrri hálfleik
var 37:34 fyrir UMFN.
En „martröð" KR-inga hófst
strax í upphafi síðari hálfleiks.
Stefán Bjarkason gaf tóninn fyrir
UMFN með langskotum úr horn-
unum sem rötuðu rétta leið og
hinir fylgdu strax með. Á sama
tíma lék KR-liðið eins og það lak-
ast gerir, og komu nú áhrifin af
fjarveru „Trukks" illilega í ljós.
Ekki nóg með að það vantaði af-
gerandi mann í sóknarleikinn,
heldur voru menn linir í varnar-
fráköstum og höfðu Njarðvík-
ingar oftast vinninginn við körfu
KR ef þeir hittu ekki fyrsta skoti.
Þetta gilti þó ekki um Birgi Guð-
björnsson sem hirti mikið af
varnarfráköstum, en Birgir náði
ekki að fylgja þeim árangri sínum
eftir fram á völlinn.
Það gat því ekki farið nema á
einn veg, UMFN náði um miðjan
sfðari hálfleik 15 stiga forustu
60:45, og var ljóst hvert stefndi.
KR-ingar reyndu að skipta yfir í
maður á mann vörn til að hamla
gegn hittni UMFN, og það bar
þann árangur að þegar þrjár mín.
voru til leiksloka var munurinn 7
stig, 70:63. En lengra komst KR
ekki, og lokatölur urðu 77:69 fyrir
UMFN. Kærkominn sigur sem
var fagnað mjög, og ekki virtust
þeir Ármenningar sem horfðu á
leikinn neitt óhressir með þessi
úrslit, þeir brostu breitt, enda
styrkir þetta stöðu þeirra mjög
mikið.
Maður þessa leiks var án efa
Kári Marísson sem er nú betri en
hann hefur verið áður. Hann
stendur ávallt fyrir sínu í vörn-
inni, og nú kom „neistinn" hjá
honum í sóknarleiknum. Hann
skoraði mikið og gerði marga afar
fallega hluti. Þá voru þeir Stefán
og Gunnar sterkir, og þeir Geir
Þorsteinsson og Jónas Jóhannes-
son með góða kafla. Þessi leikur
UMFN var með þeim hætti, sem
ég vissi að þeir gætu leikið á
heimavelli, en liðið hefur ekki
náð þessu þar fyrr en nú.
Besti maður KR var Bjarni Jó-
hannesson sem gat þó ekki leikið
nema ríflega helming leiksins
vegna villuvandræða. Þá kom
Gunnar Ingimundarson vel frá
leiknum, en hann var ekki not-
aður fyrr en seint í sfðari hálfleik.
Kristinn Stefánsson lék lítið með,
en sýndi þó að hann getur hvenær
sem er styrkt KR liðið, enda ekki
um aðra miðherja þar að ræða f
fjarveru „Trukks". Kolbeinn
gerði allt of mörg mistök í þessum
leik, og Jóakim Jóakimsson var
afar slakur nú.
STIGHÆSTIR HJÁ UMFN: Kári
Marísson 21, Stefán Bjarkason 18,
Gunnar Þorvarðsson 15.
HJÁ KR: Bjarni Jóhannesson 17,
Kolbeinn og Eiríkur Jóhannesson
11 stig hvor.
Góðir dómarar í þessum leik
voru þeir Marinó Sveinsson og
Þráinn Skúlason.
Rk.
IR-ingar aldrei í vandrœðum
með hið kornunga Fram-lið
Segja má að leikur Islandsmeistara IR
gegn nýliðum Fram í 1. deild hafi verið
leikur risans Golíat, við hinn litla Davíð.
Lið Fram virðist heldur hafa dalað að
undanförnu, en eftir byrjun þess á
keppnistímabilinu að dæma reiknaði
maður með þeim nokkuð sterkum í
vetur. Þeirra von um að halda sér uppi í
1. deild er þó nokkuð góð, a.m.k. á meðan
lið Snæfells leikur ekki betur en það
hefur gert fram að þessu. Og þá er ekki
að efa að Framliðið á eftir að verða mun
sterkara strax næsta vetur, enda liðið
örugglega yngsta lið sem hefur leikið í 1.
deild í nokkurri fþróttagrein hérlendis.
Þarf því ekki að orðlengja um
yfirburði ÍR í þessum leik, þeir
voru miklir eins og lokatölurnar
92:55 (43:28) gefa til kynna. IR
liðið náði oft mjög saman, en mót-
staðan var of Iftil til þess að sé
hægt að taka þennan leik alvar-
lega. Þó var greinilegt að hinir
„gömlu“ sterku framherjar IR,
þeir Birgir og Agnar eru báðir að
sækja sig mikið Þegar þeir eru
báðir komnir í „form“ verður
erfitt fyrir önnur lið að sækja stig
í greipar IR.
Framararnir voru nánast allir á
sama „plani“ í þessum leik, þar
skar sig enginn neitt verulega úr,
nema e.t.v. Ömar Þráinsson sem
var þeirra stighæstur. Hann hef-
ur allt til þess að bera að geta
skorað mikið í hverjum leik, en er
of ragur enn sem komið er.
Stighæstir hjá ÍR: Kolbeinn
Kristinsson 24, Birgir Jakobsson
18, Agnar Friðriksson 14.
Hjá Fram: Ómar 13, Héðinn
Valdmarsson og Þorvaldur Geirs-
son 9 stig hvor.
gk—.
Aðrar deildir
Staðan í 2. deild í körfu-
boltanum nú er sú, að lið
Þórs og UMFG eru einu
taplausu liðin þar. UMFG
hefur komið mjög á óvart í
vetur, og liðið hefur unnið
leiki sína nokkuð auðveld-
lega. Þess ber þó að gæta,
að UMFG hefur ekki enn
leikið við lið Þórs og
UMFS, en þessi lið koma til
með að berjast um fyrsta
sætið í 2. deild ásamt
UMFG. UMFS hefur tapað
einum leik, fyrir Þór í
heimaleik Þórs á Akureyri.
í suðurlandsriðli 3.
deildar stendur lið UMFL
best að vígi, og hefur liðið
ekki tapað leik. i liðinu eru
kunnir leikmenn eins og
t.d. þeir Anton Bjarnason
og Birkir Þorkelsson. Lið
I.B.V. hefur komið mjög á
óvart í þessum riðli, t.d.
með sigri sínum yfir I.B.K.
sem margir álitu fyrirfram
sterkasta liðið í suður-
landsriðlinum. 1 Norður-
landsriðlinum kemur
keppnin til með að standa á
milli Tindastóls frá Sauðár-
króki og liðs K.A. — og í
þriðja riðlinum eru lið
U.Í.A. og Harðar frá
Patreksfirði. Þau lið leika
tvo leiki og það lið sem
sigrar fer beint í úrslita-
keppnina. gk.—.
STIGHÆSTIR:
Kristinn Jörundsson
IR 156
Kristján Ágústsson
Snæf. 143
Jimmv Rogers
Ármann 137
Kolbeinn Kristinsson
tR 130
„Trukkur“ Carter
KR 129
Bjarni Gunnar
IS 121
Stefán Bjarkason
UMFN 115
Torfi Magnússon
Val 114
Jón Jörundsson
tR 109
Jón Sigurðsson
Armann 105
Vftaskotanýting: (miðað við
15 skot sem lágmark).
Jón Sigurðsson
Ármann 20:17 — 85%
Steinn Sveinsson
lS 35:29 — 83%
Jón Jörundsson
IR 32:25 — 78%
Kári Marísson
UMFN 24:18 — 75%
Rfkharður Hrafnkelsson
Val 18:13 — 72%
Jón Héðinsson
IS 24:17—71%
Fleiri Jeikmenn ná ekki 70%
af þeim er tekið hafa 15 skot
eða fleiri. Eins og undanfarin
ár verða veitt verðlaun þeim
leikmanni sem sýnir bezta vfta-
skotanýtingu f Islandsmótinu f
heild, og verður þá miðað við 40
skot sem lágmark.
Belgíumaðurinn Emiel Puttemans setti nýtt heimsmet f 5000
metra hlaupi innanhúss á móti sem fram fór f Parfs um heigina.
Hljóp hann vegalengdina á 13:20,8 mfn. Sjálfur átti hann eldra
heimsmetið sem var 13:24,6 mfn„ sett f Parfs f marz 1974.
Bengtson beztnr í Brighton
Sænski borðtennismaðurinn Stellen Bengtsson bar sigur úr
býtum f einliðaleik karla f opna brezka meístaramótinu f borð-
tennis sem lauk f Brighton um helgina. Til úrslita keppti
Bengtsson við Ánton Stipancic frá Júgóslavfu og stóð viðureign
þeirra í 50 mfnútur. Urðu úrslft leiksins þau að Bengtsson
sigraði: 14—21, 21—19, 21—13, 13—21 og 21—16. Bengtson sem
nú er 23 ára að aldri vann heimsmeistaratitilinn f einiiðaleik
1971, en Stipancic sem er 25 ára keppti til úrslita um heims-
meistaratitilinn þegar leikið var um hann f Calcutta f fyrra.
t einliðaleik kvenna sigraðí Hammersley frá Bretlandi
Christín Hellman frá Svfþjóð f úrslitaleik 21—3, og 21—13. og f
tvfliðaieik karla sigruðu D. Douglas og D. Neal frá Bretlandf þá
Z. Kosanovic og Stipancic frá Júgóslavfu f úrsiitaleik: 18—21,
21—15,21—15 og 21—17.
Bandarfski hnefaleikarinn Ken Norton sigraði Argentfnu-
manninn Pedro Lovell f fimmtu lotu f keppni þeirra sem fram
fór f Las Vegas f Bandarfkjunum um helgina. Þótti Argentfnu-
maðurinn koma verulega á óvart til að byrja með, þar sem hann
vann fyrstu þrjár loturnar nokkuð örugglega. I fjórðu lotu kom
Norton hins vegar á hann mjög þungum höggum og hafði Lovell
engan veginn jafnað sig þegar fimmta lotan hófst. Tókst Norton
fljótlega að koma honum út f kaðlana og barði hann þar síðan
sundur og saman. Stöðvaði dómarinn leikinn eftir 1 mfn. og 40
sek. af lotunni og dæmdi Norton sigur á tæknilegu rothöggi.
Varð fyrstrn* - sígraði ekki
Johannes Shoto bar sigur úr býtum f hinu árlega maraþon-
hlaupi sem fram fer í Jóhannesarborg f Suður-Afrfku. TÓk Shoto
forystu f hlaupinu þegar f upphafi og hélt henni til loka. Tfmi
hans var 2 klst. 33,27 mfn. Þrátt fyrir að Shoto kæmi langfyrsíur
að marki var hann ekki vióurkenndur sfgurvegari f hlaupinu.
Ástæðan: Hann er blökkumaður, og hlaupið átti eingöngu að
vera fyrir hvfta menn. Opinberlega var þvf tllkynnt að Kobus
Scott hefði orðið sigurvegari, en hann kom f markið 1 mfnútu og
11 sekúndum á eftir Shoto.
fióðnr snntiárajipr í Montreal
Austur-þýzkt sundfólk var mjög sigursælt á mðti sem fram fór
f Montreal f Kanada um helgina. Roger Pyttel sigraði f 200 metra
flugsundi karla á 2:05,90 mfnútum, 35/100 úr sekúndu á undan
Bandarfkjamanninum Bill Forrester. Kornclia Ender sigraði f
50 metra skriðsundi kvenna á 27,26 sek., Ulrike Tauber sigraði f
400 metra fjðrsundi kvenna á 4:48,54 mfn.; Sigurvegari f 400
metra fjórsundi karla varð Andy Ritchie frá Bandarfkjunum
sem synti á 4:43,05 mfn., Graham Smith frá Bandarfkjunum
sigraði f 100 metra bringusundi karla á 1:08,85 mfn., og Astralfu-
maðurinn Stephen Badger sigraðl f 200 metra skriðsundi karla á
1:56,54 mfn., 66/100 úr sek. á undan Bandarfkjamanninum Tony
Bartle.
Mjrmo siffaði meJ yfirlwnliiin
Norðmaðurinn Magne Myrmo sigraði f 15 kflómetra skfða-
göngu á alþjóðlegu móti sem fram fór f Le Brassus um helgina.
Gekk hann vegalengdina á 42:36,8 mfn. og var þvf vel á undan
næsta manni sem var Jean-Paul Pierrat frá Frakklandi, sem
gekk á 42:48,00 mfn. Þriðji varð svo Alfred Kælin frá Sviss sem
gekk á 42:58,2 mfn. og þriðji varð Tore Gullen frá Noregi sem
gekk á 43:03,0 mfn. Norðmenn binda miklar vonir við frammi-
stöðu Myrmo á Olympfuleikunum f Innsbruch, en Myrmo varð
sigurvegari f 15 km göngu á sfðasta heimsmeistaramóti. AIIs
kepptu 89 göngumenn f Le Brassus, en þar var einnig keppt f
norrænni tvíkeppni og f henni sigraði Urban Hettich frá Vestur-
Þýzkalandi, hlaut 419,70 stig. I öðru sæti varð Stanislav Kavulok
frá Póllandi sem hiaut 416,00 stig og þriðji varð Stefan Hula frá
Póllandi sem hlaut 408,97 stig.
Sovézkt skautafólk sigorsælt
Sovézkt skautafólk vann sigur i ölium greinum á alþjóðlegu
skautamóti sem fram fór f Innsbruck f Austurrfki um helgina.
Meðal úrslita má nefna eftirfarandi: Andrej Malikov sigraði f
500 metra hlaupi karla á 39,19 sek.. og f 1500 metra hlaupi á
2:03,42 mfn. og Ljubov Satshikova sigraði f 500 mctra hlaupi
kvenna á 43,47 mfn. og Taiana Averina sigraði f 1500 metra
hlaupi kvenna á 2:17,53 mfn.
Kasaya fer til Innsbruck
Yukio Kasaya, japanski skfðastökkvarinn sem sigraði f stökki
af 70 metra palli á Olympfuleikunum f Sapporo 1972, hefur verið
valinn f Olympfulið Japana sem keppa mun f Innsbruck. Munu
Japanir sendi 72 þátttakendur á leíkana, 57 skfða- og skauta-
menn og 15 fararstjóra.