Morgunblaðið - 13.01.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
27
1976 t
GÓLFTEPPI
vertlsek&un ~ &A
en hve lengi c ^
Tollur
Vörugjald
Þessi tolla- og vörugjaldslækkun kemur þegar fram í VERÐLÆKKUN
ALLRA GÓLFTEPPABIRGÐA
Nýjar sendingar verða að sjálfsögðu á lága verðinu að öllu óbreyttu.
En hver treystir á stöðugt verðlag á þessum tímum?
Hjá okkur getið þér valið á milli 60 LITA í mismunandi gerðum
gólfteppa. Röskir sölumenn eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar við
teppavalið, enda eru kjörorð okkar:
ÞEKKING — REYNSLA — ÞJÓNUSTA
nnreHín'
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
Viö álítum.aö hentugri
vörubílar í léttþungavigt
séu vandfundnir.
Leitiö upplýsinga í Volvo
salnum, eöa hringiö í
Jón Þ. Jónsson
í söludeild.
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
Athugasemd frá land-
lækni vegna skrifa
um sjúkraþjálfara
Herra ritstjóri.
Undanfarið hefur frú Sigriður
Gísladóttir, formaður FtS, rætt
ítrekað við ýmsa fjölmiðla um lög-
gildingu Eðvalds Hinrikssonar
sem sjúkraþjálfara. Af frásögn
frúarinnar má ráða að annarleg-
um aðförum hafi verið beitt við
þá gerð. Tilgangur þesarar grein-
argerðar er að skýra frá raun-
verulegum gangi mála.
í 1. gr. laga um sjúkraþjálfun
nr. 31/1962 greinir svo: „Sjúkra-
þjálfari skal hafa lokið námi í
sjúkraþjálfun við skóla í þeirri
grein sem viðurkenndur er sem
fullkominn sjúkraþjálfaraskóli af
heilbrigðisstjórn þess lands sem
námið er stundað í, og af land-
lækni eða hafi menntun sem því
jafngildir að dómi ráðherra.“
Meðmæli mín sem mjög hafa
verið til umræðu eru byggð á eft-
irfarandi atriðum:
1. Eðvald Hinriksson lauk
iþróttakennaraprófi í Tarku í
Eistlandi 1931 (1 árs nám) og
starfaði síðan sem íþróttakennari.
2. E.H. lauk „saniter Diploma" i
Tallin 1938. Námsefni: Nudd,
þjálfun, hjálp i viðlögum og
hjúkrun sem þótti tilheyra á þeim
tíma. Kennari hans var dr. Bresko
prófessor í bæklinga- og hitalækn-
ingum. Þetta nám var viðurkennt
á þeim tíma sem fullgilt nám i
sjúkraþjálfun í heimalandi hans.
3. Eftir að E.H. kom hingað
1946 sem flóttamaður (en skip
hans strandaði við Austfirði er
það var á leið til Kanada) hefur
hann starfað alla tið við þjálfun
og nudd undir handleiðslu og eft-
ir tilvísun og fyrirmælum lækna.
Árið 1962 var honum veitt tak-
— Minning
Guðmundur
Framhald af bls. 33
að bjóða gesti velkomna inn á sitt
heimili. Guðmundur vann i landi
nokkur ár eftir að hann fluttist til
Ytri-Njarðvikur, en var síðan á
vélbátum og lengstan tíma með
Pétri Sæmundssyni skipstjóra.
Við fráfall Guðmundar er stórt
skarð rofið i hans fjölskyldu og
söknuðurinn mikill hjá eftirlif-
andi konu og börnum, og mikill
verður söknuður litlu ljúfu barna-
barnanna, þegar þau koma að
Hólagötu en afi er ekki heima.
Guðmundur ákvað síðastliðið
sumar að hætta sjómennsku og
var búinn að vinna nokkra mán-
uði í Iandi þegar hann var fluttur
á sjúkrahús þar sem gerðir voru á
honum tveir holskurðir vegna
þess sjúkdóms, sem varð honum
að aldurtila. Ég óska eiginkonu
Guðmundar og fjölskyldu hans
velgengni á ókomnum árum og
votta þeim innilega samúð vegna
„ fráfalls góðs drengs. Eg kveð Guð-
mund með söknuði, en að lokum
hittumst við öll á hinni Gullnu
strönd handan marka lífs og
dauða. Guð blessi hann og varð-
veiti fjölskyldu hans.
Haraldur Jensson.
markað lækningaleyfi sem nudd-
ari.
4. Er E.H. sótti um full sjúkra-
þjálfararéttindi árið 1974 lagði
hann fram hæfnisvottorð frá
fleiri læknum og þar á meðal fyrr-
verandi tryggingayfirlækni og
fyrrverandi landlækni.
E.H. glataði prófgögnum er
hann flýði alls laus frá Eistlandi
undan sovézka hernum til Sví-
þjóðar 1944. Ég hefi kannað
möguleika á því að nálgast próf-
gögn hans, m.a. gegnum Alþjóða
heilbrigðisstofnunina en mér var
tjáð að flóttamenn nytu ekki
slíkrar fyrirgreiðslu valdsmanna í
fyrrverandi heimalandi Eðvalds.
Ótal mörg dæmi eru til m.a. á
Norðurlöndum um að flóttamenn
með fagþekkingu, hafi fengið full
starfsréttindi, er þeir framvísuðu
hæfnisvottorðum. Að mínu áliti
er E.H. ekki „snöggsoðinn sjúkra-
þjálfari" heldur fagmaður sem
hefur líkt nám að baki og ýmsir
sem fengið hafa sjúkraþjálfara-
réttindi hér á landi. í ofanálag
hefur hann lengri starfsþjálfun
en flestir sjúkraþjálfarar hér. Um
hæfni hans votta fleiri læknar og
þar á meðal tveir fyrrverandi
landlæknar og fyrrverandi trygg-
ingalæknir.
Ég treysti mér ekki til þess að
hafa að engu vottorð manna, er
hafa haft faglegt eftirlit með
starfshæfni heilbrigðisstarfs-
manna sl. 40 ár hér á landi. Frú
Sigríður Gísladóttir hefur ekki
haft frammi mótrök sem breyta
skoðun minni. Það er regla að
þegar ný lög eða reglugerðir taka
gildi, þá eru nokkrum hópi
manna veitt full starfsréttindi, þó
að þeir hafi ekki lokið þeim náms-
tíma sem tilgreindur er í lögunum
en vitaskuld er krafizt hæfnis-
mats og tel ég að svo hafi verið
gert nú. Ég er sannfærður um að
hið unga og stælta Félag ísl.
sjúkraþjálfara hefur mikilvægari
málefnum að gegna en meiða ald-
inn flóttamann. Að lokum skal
upplýst, að í meðmælum mínum
um starfsleyfi um Heilsustöðina í
Glæsibæ voru sett þau ófrávíkjan-
legu skilyrði, að þar starfaði full-
gildur sjúkraþjálfari undir stjórn
sérfræðings í orkulækningum.
Ólafur Olafsson landlæknir.
Hérna hefurðu
hann
Léttu F-vörubílarnir frá
Volvo eru komnir á mark-
aðinn.Þetta eru bílar með
ótrúlega burðargetu, hag-
kvæmir í rekstri, og liprir
í akstri.