Morgunblaðið - 20.01.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1976
Sæmileg loðnuveiði
úti af Langanesi
Heildaraflinn orðinn 6200 lestir
Heildarloðnuaflinn var á há-
degi f gær orðinn um 6200 lestir,
en í fyrrinótt fengu 8 bátar alls
um 2100 lestir. f upphafi ætluðu
flestir bátanna með afiann til
Raufarhafnar og Vopnafjarðar,
en vegna mjög slæms veðurútlits
á miðum sneru flestir við og
héldu til Seyðisfjarðar. Loðnuna
fengu bátarnir úti af Langanesi.
Andrés í'innbogason, starfs-
maður Loðnunefndar, sagði þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær, að sér virtist byrjun þessarar
vertíðar lofa góðu, sérstaklega
þegar haft er í huga hve norðar-
lega veiðin hófst, en undanfarin
ár hefur skipunum almennt ekki
tekizt að veiða loðnuna fyrr en
hún hefur verið komin á móts við
Glettinganes eða þar suður af.
Kvað Andrés loðnuskipum nú
fara ört fjölgandi á miðunum eft-
ir að verð hafði verið tilkynnt og
Stuttur
sáttafundur
SÁTTASEMJARI hélt fund með
aðilum vinnumarkaðarins í gær.
Klukkan 10 hófst fundur milli
fulltrúa Verkamannasambands-
ins og vinnuveitenda og einnig
voru undirnefndir að störfum
vegna sérkrafna netagerðar-
manna, kjötiðnaðarmanna og
mjólkurfræðinga. Síðan var
fundur með almennu samninga-
nefndunum kl. 4 en þegar
Morgunblaðið ræddi við Torfa
Hjartarson, sáttasemjara, síðdeg-
is taldi hann að þeim fundi lyki
um kvöldverðarleytið.
síðari hluta dags í gær voru 35
skip búin að tilkynna sig til veiða.
Eftirtalin skip tilkynntu um
loðnuafla í gærmorgun: Þór-
steinn RE 240 lestir, Eldborg GK
500 lestir, Huginn 2. VE 220 lest-
ir, Jón Finnsson GK 300 lestir,
Ásgeir RE 240 lestir, Albert GK
180 lestir, Náttfari ÞH 270 lestir
og Kristbjörg VE 150 lestir.
3 jafntefli
hjá Friðrik
AÐ LOKNUM þremur umferðum
af 11 á skákmótinu í Wijk an Zee
er Friðrik Ólafsson f 4.—8. sæti
með V/i vinning. Friðrik hefur
gert jafntefli f öllum skákum
sfnum til þessa. Júgóslavinn
Ljubomir Ljubojevic, sem er að-
eins 25 ára gamall, hefur strax
náð góðri forystu, hefur unnið
allar sfnar skákir og er með
einum vinningi meira en næstu
menn.
Friðrik tefldi við Sovétmann-
inn Tal á laugardaginn, en hann
er fyrrverandi heimsmeistari í
skák eins og flestum er kunnugt.
Friðrik hafði hvítt og leitaði vinn-
ingsleiða en Tal tefldi mjög stíft
til jafnteflis og var jafntefli
samið. í 3. umferðinni tefldi Frið-
rik við Mark Dverecki frá Sovét-
rfkjunum og hafði Friðrik svart.
Skákinni lauk með jafntefli.
Skákmennirnir áttu frí í gær en
í dag á Friðrik að tefla við
Ljubojevic og hefur Friðrik hvítt
f skákinni.
Mikið að gera hjá
björgunarsveitar-
mönnum í Kgndli
ÞEIR höfðu nóg að gera um
helgina félagarnir f björgunar-
sveitinni Kyndli f Mosfells-
sveit. Þeir voru kallaðir út um
matarleytið á sunnudaginn til
leitar að Páli Bjarnasyni sem
týndur var f Bláfjöllum. Þegar
þeir voru að koma heim til sín f
gærmorgun voru þeir aftur
kallaðir út og fleiri útköll
fylgdu í kjölfarið og komust
þeir ekki heim til sfn fyrr en
undir kvöld í gær.
Fyrsta útkallið eftir Blá-
fjallaleitina var upp á Kjalar-
nes þar sem rúta hafði fokið út
af veginum og þrennt slasazt.
Var fólkið flutt á slysadeildina.
Þegar þeim flutningum var
lokið kom beiðni um aðstoð við
að koma skólabörnum í Mos-
fellssveit heim til sín og tók það
nokkurn tíma. Þessu var ekki
fyrr lokið en beiðni kom um að
flytja sængurkonu á fæðingar-
deildina og var það gert.
Erlingur Ólafsson, formaður
sveitarinnar, sagði í gær að
óvenju mörg útköll hefðu verið
síðan um áramót vegna óveðurs
og ófærðar. Björgunarsveitin
er 9 ára og er hún vel búin
tækjum. Til dæmis fóru 12
félagar sveitarinnar á 8 vél-
sleðum til leitarinnar í Bláfjöll-
Ljósm. Mbl. Þórleifur Ól.
Togarinn Lord Jellicoe að veiðum f sfðasta þorskastrfði skammt úti af Hvalbak.
Lord Jellicoe og
Ægir í árekstri
fvrrakvnlH on í fvrrin
Gat kom á salernisklefa togarans
Brezki togarinn Lord Jellicoe
sigldi á varðskipið Ægi kl. 10.10 f
gærmorgun þegar varðskipið
reyndi að klippa á togvfra togar-
ans. Smávægilegar skemmdir
urðu á varðskipinu, aðallega á
þvrluþilfari. Hins vegar kom gat
á togarann, þar sem aðalsalerni
og snyrtiklefar togarans eru.
Allar sturtur og salerni fóru úr
sambandi f togaranum og gátu
skipverjar ekki gengið örna
sinna. Að sögn Landhelgisgæzl-
unnar bað skipstjóri togarans um
leyfi til að sigla heim, af þessum
ástæðum, en fékk neitun. Þegar
áreksturinn átti sér stað voru
skipin stödd 52 sjómílur aust-
norðaustur af Glettinganesi.
Að sögn talsmanns Landhelgis-
gæzlunnar kom varðskipið Ægir
togarahóp að óvörum úti af Glett-
inganesi í gærmorgun. Klippur
varðskipsins voru settar út og átti
að reyna að klippa á togvíra ein-
hvers togarans. Lord Jellicoe varð
fyrir valinu og var sigit i stefnu
fyrir aftan togarann. Þegar skip-
stjóri togarans varð þess var, hvað
verða vildi, bakkaði hann á fullri
ferð aftur á bak og skipti það
engum togum að skutur togarans
skall á bakborðshlið varðskipsins
við þyrluþilfar. Við höggið lagðist
rekkverk aftan til á þyrluþilfari
saman og dekklisti á þyrluþilfari
dældaðist. Þá lyftist þyrluþilfarið
lítillega upp í miðju og fjórir
bitar sprungu frá keis.
Ægir lá fyrir austan Papey í
fyrrakvöld, en í fyrrinótt hélt
skipið þaðan í skjóli náttmyrkurs
til austurs. Var haldið nokkuð á
haf út, þannig að varð-
skipið kom að togurunum úr
austurátt. Áttu togaramenn og
yfirmenn verndarskipanna ekki
von á því. Dráttarbáturinn
Euroman var á þessum slóðum og
fékk skipstjóri hans skömm í hatt-
inn fyrir að uppgötva ekki varð-
Framhald á bls. 35
3.50 kr. fyrir
loðnukílóið
Verksmiðjueigendur mótmæla verðinu
A FUNDI Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins I fyrrinótt var ákveðið að
lágmarksverð á loðnu til bræðslu
frá 17. til 31. janúar 1976 skuli
verða kr. 3,50 pr. kfló. Auk þessa
greiðast 10 aurar fyrir hvert kfló í
loðnuflutningasjóð. Verð á úr-
gangsloðnu frá frystihúsum á að
vera 10% hærra en framangreint
Listaskáldin vondu
fylltu Háskólabíó
LISTASKÁLDIN vondu, sem svo
nefna sig, snarfylltu Háskólabió á
Iaugardaginn var, er þau fluttu
verk sín f um tvær klukkustundir.
Stapafellið tók niðri á
hra»A«ln har spm vprksmióian á
Breiðdalsvík
Litlafellið dró olíuskipið til Akureyrar í slipp
OLlUSKIPIÐ Stapafell tók niðri
við Breiðdalsvík aðfararnótt s.l.
93 kr. meðalverð
í Þýzkalandi
NETABATURINN Arnar frá Þor-
lákshöfn seldi 70 lestir af fiski,
mest ufsa, f Cuxhaven í gærmorg-
un. Fyrir aflann fékk báturinn
98.300 mörk eða 6.5 millj. króna.
Meðalverð var kr. 93 pr. kfló. 5.3
lestir af afla bátsins voru dæmdar
ónýtar.
föstudags með þeim afleiðingum
að stýri skipsins varð óvirkt.
Ömar Jóhannsson hjá skipadeild
SlS tjáöi Mbl. í gær að skinið
hefði rekið hælinn í botn á Breið-
dalsvík og hefði ekki verið hægt
að hreyfa stýri skipsins. Var Litla-
fellið fengið til að draga Stapafell
til Akureyrar þar sem það verður
tekið í slipp, en í gær var ekki
búið að kanna skemmdírnar á
olíuskipinu, sem var með oliu-
farm til hafna á Austurlandi og
m.a. til Ioðnubræðslunnar á
Vopnafirði, sem getur ekki hafið
bræðslu þar sem verksmiðjan
enga svartolíu á staðnum.
Ómar kvað nú unnið að því að
leysa það mál, en ekki kvaðst
hann hafa heyrt að olíuskortur
væri á öðrum stöðum. Litlafellið
er nú að losa gasolíu á Norður-
landshöfnum.
Að sögn listaskáldanna má áætla
áð a.m.k. 1100—1200 manns hafi
sótt samkomuna auk mikils fjölda
barna sem tekin voru í gæzlu á
meðan á henni stóð. „Við vorum
mjög ánægð með aðsóknina, og þá
ekki sfður áheyrendur sjálfa, sem
voru á ýmsum aldri, og stemmn-
ingin var góð,“ sagði eitt lista-
skáldanna, Pétur Gunnarsson, f
samtali við Morgunblaðið í gær.
Listaskáldin vondu eru átta
talsins: Bigir Svan, Guðbergur
Bergssson, Hrafn Gunnlaugsson,
Megas, PéturGunnarsson, Sigurð-
ur Pálsson, Steinunn Sigurðar-
dóttir og Þórarinn Eldjárn.
Kynnir var Sigurður Karlsson.
Ungur drengur fótbrotnaði
UMFERÐARSLYS varð á Rauða-
læk skömmu eftir klukkan 18 í
gærkvöldi. 7 ára drengur, sem þar
var á ferð, hrasaði og lenti með
fótinn undir hægra afturhjóli bif-
reiðar sem ók um götuna.
Drengurinn fótbrotnaði, að þvf er
talið var.
Ökumaðurinn stöðvaði ekki bíl
sinn, hefur líklega ekki orðið þess
var sem gerðist. Vitni voru að
atburðinum, en þeim ber ekki
saman um hvernig bíllinn var.
Annað vitnið segir að þetta hafi
verið gul Cortina með svörtum
toppi, fjögurra dyra, en hitt vitnið
telur gílinn hafa verið hvítan
Peugot. ökumaðurinn er beðinn
að gefa sig fram við slysadeild
lögreglunnar.
verð. Þetta nýja loðnuverð er 70
aurum hærra pr. kfló en var
greitt f byrjun vertfðar í fyrra, en
þá var verðið kr. 2,80 pr. kfló. 1
loðnuflutningasjóö voru þá
greiddir 15 aurar pr. kíló.
Nýja loðnuverðið var ákveðið af
oddamanni og fulltrúum seljenda
í nefndinni gegn atkvæðum full-
trúa kaupenda, en þeir létu bóka
eftirfarandi:
„Með þessari verðlagningu er
sýnt að margar verksmiðjur
munu ekki hafa vínnslutekjur
fyrir breytilegum kostnaði miðað
við fyrri reynslutölur um nýtingu
og miðað við þær sölur á toðnuaf-
urðum, sem þegar hafa farið
fram, og mótmæla því harðlega
þessari verðákvörðun."
Eftir að þessi ákvörðun var
gerð heyrin kunn hafði Morgun-
blaðið samband við nokkra verk-
smiðjustjórnendur. Sögðu þeir að
þeir vildu ekki tjá sig um málið
fyrr en að afloknum fundi í
Félagi íslenzkra fiskmjölsfram-
Framhald á bls. 35
Leiðrétting
I grein Ragnhildar Helgadóttur
í Morgunblaðinu sl. sunnudag féll
niður setning. Sá kafli, sem hér
um ræðir, átti að vera svohljóð-
andi:
„Tilgangur landhelgisbarátt-
unnar er annar en tilgangurinn
með aðild að NATO. Menn þurfa
að gæta þess vandlega, að barátt-
an fyrir stækkun fiskveiðilögsögu
okkar og verndun öryggishags-
muna okkar vegna hugsanlegs
ófriðar milli stórvelda í austri og
vestri eru tvö óskyld mál. Hvort
tveggja er okkur lífsnauðsyn,
verndun öryggishagsmuna og
stækkun fiskveiðilögsögu."
Þetta leiðréttist hér með.