Morgunblaðið - 20.01.1976, Page 5

Morgunblaðið - 20.01.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 5 FRA hinum fjölmenna fundi áhugamanna um virkjun Blöndu, sem haldinn var á Blönduósi s.I. laugardag. Um 400 manns sóttu fundinn. Ljósmynd Unnar Agnarsson. Frumvarp um heimild til virkjunar Blöndu Unnið að undirbúningi málsins, segir iðnaðarráðherra AHUGAMENN um virkjun Blöndu boðuðu til almenns fund- ar um virkjunarmálin og var hann haldinn á Blönduósi 17. þ.m. Fundinn sóttu um 400 manns, alls staðar að úr Húna- vatnssýslu, en einnig nokkrir úr Skagafirði. 1 upphafi fundarins bar Stefán A. Jónsson, bóndi á Kagaðarhóli, fram ályktun fundarboðenda, sem birt er hér siðar f fréttinni. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra i gær og innti álits hans á fundinum. Gunnar sagði: „Ég tel mikil- vægt fyrir framgang þessa merka máls að svo fjölmennur fundur j hefur lýst svo eindregnu fylgi við j málið. I iðnaðarráðuneytinu er nú unnið af kappi við undirbúning frumvarps um heimild til að virkja Blöndu og gerð itarlegrar greinargerðar um málið til þess að leggja fyrir rfkisstjórnina á næstunni." Jakob Björnsson orkumála- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið I gærkvöldi að möguleikar á virkjun í Blöndu hefðu nokkuð verið kannaðir, en mikið væri eftir í því efni. Kvað hann nú komið að því að taka ákvörðun um það hvort leggja ætti meira fjár- magn í rannsóknir t.d. til að hefja borun á svæðinu til að kanna undirstöður, jarðlög o.fl. en áframhaldandi rannsóknir kvað hann mun kostnaðarmeiri en þær sem hefðu verið gerðar. Kvað hann lfklegt að frekari rannsókn- ir á svæðinu myndu kosta um 100 millj. kr., en kostnaðaráætlun virkjunar í Blöndu væri hins vegar um 10 milljarðir króna og væri þá miðað við 800 gígavatta virkjun eða 135 MW. Sigalda er 150 MW og Hrauneyjarfoss um 210 MW eða 925 GWH og Krafla er áætluð 70 MW eða 580 gíga- vattsstundir. Kostnaðaráætlun við Kröflu er 6—7 milljarðar. Jakob kvað virkjun i Blöndu mundu duga fyrir allt Norðurland eins og orkuþörfin væri í dag. Jakob taldi að ljúka mætti við botnsrannsóknir á svæðinu á næstu tveimur sumrum ef ákvörð- un yrði tekin fljótlega og að þvi loknu ætti að vera unnt að hefja undirbúning að hinum ýmsu þáttum í virkjunargerð, en Jakob taldi byggingu slikrar virkjunar taka um 6 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Bergmann fréttaritara Mbl. voru aðrir framsögumenn á fund- inum sem hér segir: Kristófer Kristjánsson bóndi í Köldukinn og formaður Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu, Lárus Ægir Guðmundsson sveitarstjóri, Skagaströnd, Brynjólfur Svein- bergsson oddviti, Hvammstanga, og Sigurður Þorbjarnarson bóndi, Geitaskarði. Alls tóku 17 manns til máls á fundinum og 15 þeirra lögðu ein- dregið til að Blanda yrði virkjuð. Fundurinn stóð f nær 4 klukku- stundir. Ályktunin var samþykkt með 227 atkvæðum gegn 6. Margir voru þá farnir af fundi og nokkrir greiddu ekki atkvæði. Hér fer á eftir ályktun fundar- boðenda: Ályktun lögð fyrir fund áhuga- manna um virkjun Blöndu í Félagsheimilinu á Blönduósi 17. janúar 1976. Rannsóknir hafa sýnt, að virkj- un Blöndu sé hagkvæmasti og öruggasti virkjunarmöguleiki á Norðurlandi vestra og því lýsir fundurinn eindregnum stuðningi við virkjun Blöndu. Ennfremur fagnar fundurinn þeirri yfirlýsingu iðnaðarráð- herra að lagt skuli fram frumvarp um Blönduvirkjun og leggur þunga áherslu á, að þingmenn kjördæmisins fylgi því máli fram af festu og einhug. Þá telur fundurinn mikilvægt, að sem fyrst verði gengið frá samningum við þá hreppa, sem eiga það land, sem fer undir uppi- stöðulón og þeir fái sinn hlut varanlega bættan með raforku og uppgræðslu beitilands að megin- stefnu til eins og samningsdrög milli oddvita og iðnaðarráðu- neytis gera ráð fyrir þannig að framtiðaraðstaða búskapar sé tryggð. Fundurinn leggur á það höfuð- áherslu að orka Blönduvirkjunar verði notuð til alhliða iðnaðarupp- byggingar smærri og stærri þétt- býlisstaða norðurlands vestra og skorar á sveitarstjórnir þeirra að hefja nú þegar samstarf til þess að koma upp orkufrekum iðnaði af viðráðanlegri stærð i þessum sveitarfélögum í samvinnu og samráði við þingmenn kjördæmis- Framhald á bls. 35 Nær 300 manns leitiiðu að týndum manni Maðurinn fannst heill á húfi TÆPLEGA fimmtugur Kópavogs- búi, Páll Bjarnason að nafni, villt- ist af réttri leið er hann var á gangi í Bláfjöllum á sunnudag- inn. Hófst víðtæk leit að Páli um kvöldið og leituðu tæplega 300 manns að honum um kvöldið og nóttina. Um klukkan 5,30 á mánu- dagsmorgun fundu félagar úr björgunarsveit SVFÍ Fiskakletti í Háfnarfirði Pál heilan á húfi i Geitafelli nálægt Þrengslavegi. Var þá Páll orðinn mjög slæptur og hafði lagzt fyrir. Mátti ekki tæpara standa með björgun Páls, að sögn leitarmanna. Páll var á góðum batavegi í gær. 30—40 vél- sleðar voru notaóir við leitina og reyndust þeir mjög vel. Páll sagði i samtali í gær að hann hefði hugsað um það allan tímann að sofna ekki heldur þrauka til morgjuns. Bað hann um sérstakt þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í hinni umfangs- miklu leit við erfiðar aðstæður. Agætur afli línubáta fyrir vestan Isafirði 19. jan. AGÆTUR afli var hjá línubátum við Djúp í seinustu viku og gaf til róðra alla vikuna, sem hefur verið heldur fátítt að undanförnu. Var afli hæstu báta um og yfir 60 tonn eftir vikuna og eru þeir nú komn- ir með 100 tonna afla frá áramót- um. Er það óvenjulega góður afli á línu. Afli togaranna hefur aftur á móti verið sáratregur seinustu daga. — Fréttaritari. Meðmæli í starfi mínu, sem skrifstofustúlka, þarf ég nauðsynlega að nota fljótvirka reiknivél, sem skilar útkomu á strimli, og hefur tvö samlagningarverk, sem geta unnið saman eða sitt í hvoru lagi. Ég hefi ekki fundið vél í neinum verðflokki, sem ég hef verið fyllilega ánægð með — fyrr en ég reyndi Ricomac. Ricomac er lip- ur, fljótvirk og örugg. -4adJor RICOMAC 1. Upphækkun 2. Mínus margföldun 3. Skiftitakki 4. Prentun 5. Hreinsun 6. Kommusetning 7. Minni I: Frádráttur 8. Minni I: Samlagning 9. Minni I: Total 10. Minni I: Subtotal 11. Pappírslosari 12. Aukastafaveljari 13. Minni II: Safntakki 14. Minni II. Total 15. Minni II: Subtotal 16. Minni II: Frádráttur 17. Minni IhSamlagning 18. Minni I: Safntakki 19. Pappírsfærsla 20. Sjálfv. prósentureikn. 21. Venjulegur pappír SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. \ + Hverfisgötu 33 Sími 20560 Sölumenn okkar veita fúslega allar upplýsingar um Ricomac, sem hæfir starfi yðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.