Morgunblaðið - 20.01.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 20.01.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 11 Nú er sá tími liðinn er tvöfalt bók- hald átti einna helzt við tvær vasa- bækur i sitt hvorum rassvasanum, - önnur fyrir innborganir og hin fyrir skuldir og útborganir. Nú er líka horfin sú trú, að tvöfalt bókhald merki eina dagbók í fyrirtækinu, en aðra heima í skrif- borðsskúffu. Sannleikurinn er sá, að notadrjúgar upplýsingar, til aðstoðar við stjórn- un fyrirtækis, koma aðeins i Ijós, þegar notaðar eru aðgengilegar bækur á réttan hátt. Réttu bókhaldsbækurnar fást hjá Pennanum. HAFNARSTRÆT118 LAUGAVEGI 84 HALLARMÚLA 2 Úr A-Skagafjarðarsýslu t janúar1976 Eftir á margan hátt misviðra- samt ár, held ég að við Skagfirð- ingar megum dável við una. Árið 1975 byrjaði þó ekki vel því að hríðarhamur gekk yfir og snjó- flóð með miklum sköðum voru óvenju mikil. T.d. fór snjóflóð á Ljótsstöðum og olli miklum skaða, einnig á 4 km breiðu belti í Ós- landshlfð, en slfkt snjóflóð hefir ekki farið þar síðan 1648. I Stýfiu í Fljótum tók hús og hlöðu af grunni. Hér eru talin aðeins fá tilfelli af mörgum. Veturinn var yfirleitt misviðrasamur mjög oft 10 til 15 gráða frost, sem gekk mjög nærri útigangshrossum. Urðu á nokkrum stöðum nokkur vandræði með þau. Mikil eftirspurn var eftir heyjum þegar á leið vetur og var það selt á 12 til 15 krónur kg. Tólfta maí voru Siglfirðingar hríðtepptir inni í Skagafirði og þá voru sumstaðar í Austur-Fljótum aðeins um eins metra bútar af símastaurum upp úr fönn. Upp úr þessu fór þó heldur að hlýna, þó frost væri sumar nætur. 15. júní snjóaði í fjöll en var rigning á láglendi sem hjálpaði mikið gróðri sem var talinn mánuði seinni en venjulega enda var ís þá inn með Skaga. Sláttur byrjaði 14.—17. júlí. Um mánaðamót júlí—ágúst var orðið vel sprottið. Gekk hey- skapur vel úr því a.m.k. á úthér- aði. Nokkuð bar þó á skúrum í dölum fram. Hey náðust mikil inn en heysýnishorn, sem rannsökuð hafa verið, gefa ekki æskilegt fóðurgildi. Fyrsta frostnótt kom 5. september og 9. september byrjaði éljagangur og snjókoma. Þá þurfti að taka kýr á gjöf, og var september það erfiður að fé fennti í dölum fram og erfiðlega gekk að koma fé til slátrunar. En október og fyrri hluti nóvember var svo mildur og hagstæður að elztu karlar og kerlingar mundu varla slíka blíðu tíð. Þá voru jafn- vel kýr látnar út aftur til beitar, og heyskapur hafinn á stöku bæ. Seinni hluta nóvember var þó vetur kominn og árið endaði með hríðargusum og nokkrum snjó, sérstaklega var það þó í útsveit- um. Búendaskipti hafa ekki orðið mikil á árinu. Ahyggjum veldur þó að nokkur höfuðbýli gömul eru ekki í ábúð eins og er, og má þar til nefna Hofstaði, Gröf á Höfða- strönd, Fell í Sléttuhlíð og Ysta Mó í Fljótum. Kotbæirnir gömlu verða að höfuðbólum og þannig þróast lifsins saga. I vöxt fer að búskapur er gerður einhæfari, þ.e. að annað- hvort er búið með sauðfé eða nautpening. Veldur það ef til vill nokkru að nú er rætt um tank- væðingu í héraðinu, en þar finna margir bændur vanmátt sinn því að víða vantar góð fjós og rör- mjaltakerfi sem hvorttveggja kostar mikia fjármuni. Á þessu hausti var gert mikið átak í Hofs- hreppi þar sem flestar heim- keyrslur voru byggðar upp og ofaníkeyrðar. Er það einn liður í undirbúningi að tankvæðingu. Nokkuð var gert að byggingum í sveitum og jarðrækt fram- kvæmd næstum á hverjum bæ. A Hofsósi var mikið byggt af fbúð- um og lokið við hafnargarð sunnan við höfnina. Ennþá vantar þó lengingu á hafnar- bryggju og dýpkun inni í höfn- inni. Félagsmál voru með svip- uðum hætti og áður. Lionsklúbb- urinn Höfði starfaði vel að líknar- málum og hyggst nú safna til tækjakaupa í læknastofu á Hofs- ósi. Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi er mikið notað sem mið- stöð fyrir félagslíf á Hofsósi og nærliggjandi sveitum. Vegir hafa verið taldir góðir í héraðinu, enda erum við Skagfirðingar heppnir með vegaverkstjórn. Unnið er nú að nýjum vegi á Siglufjarðarleið sem liggja á af aðalvegi sem nú er um Narfastaði yfir austurvatnaós þar sem nú er verið að byggja volduga brú. En vegur liggur norður undir sjó og yfir Hegranes utanvert. Sjósókn. Allir skuttogarar Skagfirðinga voru gerðir út og björguðu þeir alveg atvinnulífi verkafólks ef frá er talin. mikil byggingarvinna. Rekstur togar- anna er þó talinn erfiður. Trillu- bátar, sem gerðir voru út frá Hofsósi í sumar, öfluðu sára lítið, og þurftu að sækja á fjarlæg mið það lítið sem fékkst. Nokkrir netabátar stunduðu veiðar á Skagafirði i sumar, nokkrir af þeim frá Eyjafirði og víðar að. Talað er um að togveiðibátar stundi ólöglegar veiðar á firð- inum og eyðileggi ungfiskamið. Björn í Bæ. Fréttir frá Patreksfirði Gjöf til Hvamms- tanga- kirkju Á Þorláksmessu barst Hvammstangakirkju gjöf til minningar um frú Elsu Bjarnadóttur á Hvammstanga. Gjöfin er tveir kristalsblómavasar, sem kvenfélagið Björk gaf. Frú Elsa var mikil dugnaðarkona í félags- málum og vann m.a. mikið starf hjá Kvenfé- laginu. Var hún formað- ur þess um arabil og kvennabandsformaður á árunum 1964—1970. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar. Á henni eru talið frá vinstri: Anna Guðmundsdóttir, Ásdís Pálsdóttir og Sigurbjörg Guðmundsdóttir stjórn- arnefndarkonur í Björk, Ríkharð Guðmundsson eiginmaður Elsu heitinn- ar og Birna dóttir henn- ar. 1 aftari röð eru Krist- ján Björnsson sóknar- nefndarmaður, Sigurður Tryggvason safnaðarfull- trúi sr. Gísli H. Kolbeins sóknarprestur og Bjarni Þorláksson faðir Elsu heitinnar. Patreksfirði 12. jan. AÐ VANDA kom hingað um jólin f jöldi fólks til að halda hátlð með ættingjum og vinum. Flestir komu með flugvélum og reyndist það mjög torsótt sökum mikilla umhleypinga og óvenjulega óhag- stæðs tfðarfars, var ekki hægt að fljúga dögum saman vegna veð- urs, en að lokum rættist þó úr á síðustu stundu, þar sem bæði var hægt að fljúga á Þorláksmessu og aðfangadag. Lætur nærri að mun 200 manns hafi komið hingað um hátiðirnar. Prófasturinn, séra Þórarinn Þór, messaði hér bæði á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld og var kirkjusókn góð. Ennfremur hafði hann guðsþjónustur í Tálknafirði, stóra-Laugardal, Haga, Brjánslæk og i Rauðasandshreppi og enn- fremur á sjúkrahúsinu hér. Leikfélag Patreksfjarðar hafði 3 sýningar á „Ertu nú ánægð kerl- ing“ við góða aðsóks. Körfubolti er mikið stundaður hér á Patreksfirði og fóru margir leikir fram hér um jólin milli heimamanna og gesta. Stúlkur æfa hér einnig körfubolta af kappi, en eins og kunnugt er eiga Patreksfirðingar Islandsmeistara í 2. fl. kvenna. íþróttasalur okkar er of lítill til handknattleiks, en blak og badminton er einnig stundað. SJÓSÓKN OG AFLABRÖGÐ: Sjósókn hefur verið með ein- dæmum erfið sl. 3 vikur. Stöðugar ógæftir hafa verið og afli rýr, enda veður oft mjög slæmt þó róið hafi verið. 7 bátar eru gerðir héð- an út og allir á línu. Nýr bátur hefur bæst við vertíðarflotann hér, en það er Birgir GK, sem hét áður Hannes Hafstein, hið þekkta aflaskip frá Dalvík. Von er á m/b Maríu Júlíu heim nú í þessum mánuði eftir gagngerða viðgerð, sem hún hefur fengið eftir brun- ann á sl. vetri, en hún varð þá fyrir miklum skemmdum eins og kunnugt er þegar hún sökk eftir bruna, hér í höfninni. Byggingaframkvæmdir 1975, Samkv. uppl. Ólafs Helgas. bygg- fltr.: 1 smíðum eru 10 einbýl- ishús, fjölbýlishús með 6 fbúðum. Hraðfrystihús Patreks- fjarðar við Patrekshöfn sem er stórbygging um 3000 ferm., er komið undir þak; tvö trésmíða- verkstæði. Lokið er við að múr- húða innan 2. áfanga félagsheim- ilisins. Kaupfél. Patreksfjarðar hefur tekið í notkun stóra vöru- skemmu við höfnina, sem reist var á árinu. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR SEM FYRIRHUGAÐAR ERU A ÞESSU ARI: Úthlutað hefur verið lóðum undir 7 einbýlishús, 4 parhús, ennfremur er áætlað að byrja á dagvistunarheimili fyrir börn. Læknamiðstöð: Menn eru orðn- ir langeygðir eftir að byrjað verði á læknamiðstöðinni, sem byrja átti að byggja á sl. ári og treysta því að bygging hennar hefjist af fullum krafti á árinu sem nú er hafið. Hraðfrystihús Patreksfjarðar h/f hefur selt byggingar sínar á Geirsnesi og er áformað að breyta þeim í sláturhús. Bygging nýja hússins við höfn- ina átti samkv. áætlun að vera tilbúin um þessi áramót, en hefur tafist mikið sökum fjárskorts. Það væri mikill skaði fyrir byggðar- lagið ef bygging þess drægist svo að til rekstrarstöðvunar kæmi ef það yrði ekki tilbúið til vinnslu, þegar slátrun hefst i gamla hús- inu. Nýtt blað hefur göngu sfna: Nú um hátíðirnar hófu Junior Chambers á Patreksfirði útgáfu blaðs, sem þeir gáfu nafnið Pat- rekur. Fyrir rúmum 20 árum var gefið út hér á Patreksfirði blað með sama nafni og kom það út i nokkur ár. Aform útgefenda er að blaðið komi út fyrst um sinn á mánaðar fresti. Blaðið á að vera almennt fréttablað fyrir byggðar- lagið og vera vettvangur hvers konar umræðna, sem stuðlað geta að framförum og betra mannlífi í héraðinu. Páll Tvöfalt bókhald...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.