Morgunblaðið - 20.01.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
Minnismerki Ólafíu
Jóhannesdóttur af-
hjúpað á ný í Osló
ÁRIÐ 1930 var reist í Vaterland f
Ósló minnismerki um fslenzku
konuna Olaffu Jóhannesdóttur til
að minna á hið merka mannúðar-
starf sem hún innti af hendi
meðal kvenna sem höfðu lent á
villigötum þar f borg. Kristinn
Pétursson myndhöggvari gerði
styttuna.
Árið 1971 var ákveðið að flytja
styttuna á annan stað vegna
skipulagsbreytinga á Vaterland-
borgarhlutanum og var styttunni
komið fyrir til geymslu í Vige-
landsafninu um tima. Nú hefur
styttunni verið komið fyrir á nýj-
um stað, í Sofienbergparken, en
þar nálægt starfaði Ölafía.
Myndastyttan var afhjúpuð við
hátíðlega athöfn að nýju seinni-
part ársins 1975, og gerði það
hinn þekkti Öslóarbúi Rolf
Stranger, núverandi formaður
listaverkanefndar Óslóarborgar
og borgarstjóri um árabil. Flutti
hann við það tækifæri lofsamleg
ummæli um Ölafiu og störf henn-
ar.
Fyrir nokkrum árum voru rit
Ólafiu Jóhannesdóttur gefin út á
tslandi f tveimur bindum og
skrifaði dr. Bjarni Benediktsson
ævisögu hennar framan við útgáf-
una.
Tónlistarverð-
laun Norður-
landaráðs á
næsta leiti
DÖMNEFNDIN um tónlistarverð-
laun Norðurlandaráðs 1976 kem-
ur saman til fundar f Kaup-
mannahöfn nk. þriðjudag til að
ákveða hvaða tónverk skuli hljóta
verðlaun. Verðlaunin eru 50 þús-
und danskar krónur.
Af hálfu tsland er lögð fram
Konsert fyrir flautu og hljómsveit
eftir Atla Heimi Sveinsson og
„Angelus domini“ fyrir sópran,
einleik og kammerhljómsveit eft-
irLeif Þórarinsson.
Af hálfu Danmerkur eru lögð
fram verk eftir Palle Gudmund-
sen-Holmgreen — einleiksverk
fyrir rafmagnsgítar og Ib Nör-
holm — 3ja sinfónía „Day’s night-
mare“ 1. k’rá Finnlandi: Einar
Englund — píanókonsert nr. 2 og
Aulis Sallinen — óperan
„Ratsumies". Frá Noregi: Anton-
io Bibalo: kammeróperan Fröken
Julie of Káre Kolberg: „Hakena
anit“. Frá Svíþjóð: Lars-Gunnar
Bodin — Syner — af hljómbandi
og Svend-David Sandström
„Trough and trough“ fyrir hljórh-
sveit.
Tónlistarverlaununum var út-
hlutað fyrsta sinn árið 1965. I
upphafi var ákveóið að veita þau
þriðja hvert ár, en 1969 var því
breytt í annóa hvert ár. Til þessa
hafa hotið þau eftirtalin tónskáld
fyrir tilgreind tónverk:
1965: Karl-BirK«*r Blomdahl: Operan „Ani-
ara“. 1968: Joonas Kokkonen: ll. sinfónían.
1970: Lars Johan Werle: Kammeróperan
„Drömmen om Therese4*. 1972: Arne Nord-
heim: „Eeo“ (lónverk fyrir hljómsveil og
kór). 1974: Fer Nörgaard: „Oilgamesh**
(kammerópera).
Verðlaununum verður nú út-
hlutað í sjötta skipti.
Rarik 1974:
Orkuaukning 15%
Heíldaraukning orkuöfl-
unar hjá Rafmagnsveitum
rfkisins var 15% á árinu
1974 eða aðeins meiri en á
árinu á undan.
Var framleiðsla eigin orkuvera
á árinu 130 gígawattstundir, borið
saman við 118 gígawattstundir
fyrra ár en 310 gígawattstundir
aðkeyptar. Þetta kemur fram í
nýútkominni skýrsiu Rafmagns-
veitnanna.
Hreinn rekstrarhalli var veru-
legur á árinu 1974. Rekstrargjöld
voru 1.351 millj. kr„ þar með tald-
ar 190millj. kr. afskriftir, en tekj-
ur 1.066 millj. kr. án stofnfram-
lags. Hreinn rekstrarhalli er því
285 millj. Stofnframlög voru 58
millj. kr. af heimtaugagjöldum
notenda og 91 millj. ef framlögum
Orkusjóðs til sveitarafvæðingar.
Segir Valgarð Thoroddsen í
skýrslunni, að rekstrarhallinn
stafi svo sem árið á undan af
auknum tilkostnaði án jafnhliða
hækkunar á söluverði raforkunn-
ar. Meðalhækkanir milli áranna
1973 og 1974 voru 44% launa-
hækkanir, 50% hækkanir á al-
mennu efni, 165% hækkanir á
olíu og 55% á aðkeyptri raforku.
Hins vegar var hlióstæð hækkun
seldrar raforku um 51 %.
Mannvirki Rafmagnsveitna
ríkisins voru í árslok 1974 þessi;
vatnsaflsvirkjanir i rekstri
11.050 kw og olíustöðvar í rekstri
29.780 kw. I byggingu voru 13200
kw vatnsvirkjanir og 360 km af
háspennulínum.
í skýrslunni segir m.a.: Aukning
í dísilframleiðslu er um 11%, en
hefur á undanförnum árum verið
drjúgum meiri. Þetta stafar að
mestu vegna tengingar Norður-
lands vestra við kerfi Laxárvirkj-
unar. Á árinu 1975 verður sam-
dráttur í framleiðslu dísilstöðva
vegna tengingar Snæfellsness við
Landsvirkjunarkerfið og lúkning-
ar Lagarfossvirkjunar, segir í
skýrslunni fyrir 1974, og enn
verður samdráttur árið 1976 meó
tilkomu Mjólkárvirkjunar II og
miðlunar fyrir Lagarfossvirkjun.
Ljósmynd Mbl. Ólafur Ólafssun
Ein af graffkmvndunum þar sem gamalkunn englamynd er f öndvegi.
Listaverk til útlána
í Norræna húsinu
Ljósmynd Mbl. Kristjðn Valsson.
Mannsmyndin f slðlslautnum er speglun af
myndinni sem slauturinn stendur á.
FYRSTA sýning ársins 1976 I
sýningarsölum Norræna hússins
var opnuð laugardaginn 17.
janúar sfðastliðin — og verður
hún jafnframt kynning á nýrri
starfsemi hússins: LISTLÁNA-
DEILD
A sýningunni eru 180 grafík-
verk eftir listamenn frá öllum
Norðurlöndunum, og verða
myndirnar síðan til útlána endur-
gjaldslaust í Bókasafni Norræna
hússins.
Myndir þessar voru valdar á
norrænni grafiksýningu í
Björgvin I maí 1975 og gefnar
Norræna húsinu. Norræni
menningarsjóðurinn veitti styrk
til listaverkakaupanna og til þess
að standa straum af kostnaði við
að koma á fót listlánadeildinni,
þ.e. gerð skrár, ljósmyndun á
verkunum og innrömmun. Félag-
ið Islenzk grafík hefur aðstoðað
Norræna húsið við að setja upp
sýninguna og koma á fót listlána-
deildinni
Myndirnar valdi norræn dóm-
nefnd. Þetta eru samtals 180 verk
eftir 75 listamenn frá öllum
Norðurlöndunum, þ.á m. eru 12
tslendingar: Anna Sigríður
Björnsdóttir, Arnar Herbertsson,
Barbara Árnason, Björg Þor-
steinsdóttir, Einar Hákonarson,
Elías B. Halldórsson, Jens Krist-
leifsson, Jón Reykdal, Ragnheið-
ur Jónsdóttir, Valgerður Bergs-
dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir
og Þórður Hall.
Myndirnar verða svo lánaðar
endurgjaldslaust gegn láns-
skírteini frá bókasafni Norræna
hússins, og verða þá rammaðar
inn i létta skiptiramma. Væntan-
lega verður nokkuð af myndunum
einnig lánað út frá öðrum íslenzk-
um bókasöfnum, er hafa munu
samvinnu við Norræna húsið. Á
sýningunni í Norræna húsinu er
unnt að taka frá myndir fyrir
væntanleg heimalán.
Sýningin verður opin til 25.
janúar 1976 — kl. 13:00—19:00
daglega.
Aðgangur er ókeypis.
15 brunar og eitt bana-
slys af völdum rafmagns
A ÁRINU 1974 er líklegt að 15
brunar hafi orðið af völdum raf-
magns, þar af brann eitt hús
alveg, Valdastaðir f Kjós. Þetta
kemur fram I nýútkominni
skýrslu Rafmagnseftirlits rfkis-
ins. Nfu slys urðu af völdum raf-
magns á árinu, þar af eitt bana-
slys að Svarfhóli f Dalasýslu. Auk
þess fórust fjórar kindur af völd-
um rafmagns undir Reykja-
heiðarlfnu og einn hestur f
Hveragerði en kýr urðu fyrir raf-
losti f Vatnsdal.
I skýrslunni kemur fram, að
einkarafstöðvum sveitabýla fer
stöðugt fækkandi, jafnframt því
sem orkuveitusvæði almennings-
rafveitna verða viðáttumeiri ár
frá ári. Hins vegar fjölgar einka-
rafstöðvum við ýmiss konar at-
vinnurakstur og þjónustufyrir-
tæki. I árslok 1974 var heildar-
fjöldi einkarafstöðva 686 þar af
459 stöðvar fyrir sveitabýli, að
meðtöldum 52 varastöðvum, 41
stöð fyrir skóla, félagsheimili o.fl.
og 186 stöðvar fyrir atvinnutæki.
Einn starfsmaður annast eftir-
lit með einkarafstöðvum, auk
annarra starfa á vegum Raf-
magnseftirlitsins. Og á árinu 1976
störfuðu 6 menn að eftirliti með
lágspennuvirkjum, þar af einn á
Austurlandi.
Tannlækningar 1 Vesturbænum
BLAÐINU hefur borizt eftir-
farandi frá Hagaskóla: Haustið
1974 hófust skólatannlækning-
ar I nýrri tannlæknastofu I
Hagaskóla. Tveir tannlæknar
störfuðu við skólann, annar kl.
8—12 árdegis en hinn kl. 1—5
sfðdegis, alla virka daga. Nem-
endur f 1. og 2. bekk voru tekn-
ir til meðferðar og auk þess
hluti af 6. bekk f Melaskóla.
Reyndist þetta verkefni nægi-
legt til eðlilegrar nýtingar ð
tannlæknastofunni, og var
þetta til mikils hagræðis fyrir
íbúa Vesturbæjar.
t seinni tlð hefur gengið erf-
iðlega, að fá tannlækna til
starfa við skóla borgarinnar og
hefur því einungis verið unnið í
stofunni árdegis, það sem af er
þessu skólaári. Hins vegar hef-
ur nýlega boðist tannlæknir til
starfa síðdegis, og yrði stofan
þá fullnýtt allan daginn eins og
áður var.
Nú hefur það hins vegar
gerst, að borgarlæknir tilkynn-
ir að tannlæknastofu I Haga-
skóla skuli lokað og tækin flutt
upp I Fellaskóla. Má þetta telj-
ast furðuleg ráðstöfun, og ber
margt til þess. I fyrsta lagi var
stofan sett upp að vilja heil-
brigðisyfirvalda borgarinnar. I
öðru lagi hefur hún gegnt
mikilvægu hlutverki í þágu
skólanemenda og væri óeðlilegt
afturhvarf að snúa aftur til
fyrra skipulags. Síðast en ekki
síst má minna á það, að engan
veginn er hægt að sjá öllum
skólanemendum I Vesturbæn-
um fyrir tannlæknaþjónustu,
ef aðeins einn tannlæknastóll
er í skólum hverfisins.
Það er sjálfsagt að fbúar
Breiðholts njóti allrar þjón-
ustu og heilsugæslu sem völ er
á, en það á að gerast án þess að
skerða hag annarra borgarbúa.
Almennur kennarafundur í
Hagaskóla, haldinn 14. janúar
síðastliðinn, samþykkti eftir-
farandi ályktun um þessi mál:
Kennarafundur i Hagaskóla
haldinn 14. janúar 1976 lýsir
yfir megnri óánægju með þá
ákvörðun Borgarlæknis að
leggja-niður nýlega tannlækna
stofu I Hagaskóla sem var I
fullri notkun siðastliðinn vetur
og telja verður nauösynlega
þjónustu fyrir Vesturbæ. Erfið-
leikar hafa verið á að fá tann-
lækna til starfa i haust, og af
þeim sökum var stofan aðeins
notuð að hálfu en nýlega hefur
tannlæknir lýst sig fúsan til
starfa við skólann og yrði þá
stofan fullnýtt. Er vandséð að
flutningur á tannlæknatækjum
milli skóla leysi erfiðleika borg-
arinnar við að fá tannlækna til
starfa í skólunum.