Morgunblaðið - 20.01.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
13
Karami-varð
að gef ast upp
Beirut 19. janúar — Reuter.
RASHID Karami, fyrrum for-
sætisráðherra Lfbanons, sem f
gær sagði af sér embætti I ör-
væntingu yfir borgarastyrjöld-
inni í landinu, hefur verið aðal-
fulltrúi þess hluta landsmanna,
sem er múhameðstrúar, í meir
en 20 ára deilum við kristna
menn. Karami, sem er 55 ára
gamall piparsveinn, hafði áður
verið forsætisráðherra sjö sinn-
um á tveimur áratugum og var
kvaddur til sfðasta sumar til að
vera f forsæti fyrir „björgunar-
stjórn“ til að reyna að stöðva
hinn vaxandi klofning f
Lfbanon.
Það var erfitt verk og í gær
viðurkenndi hann að hann
hefði ekki valdið því, þrátt
fyrir þá stefnu að reyna að fara
meðalveg milli deiluaðila —
kristinna hægri manna annars
vegar og múhameðstrúar-
manna, vinstri sinna, arabískra
þjóðernissinna og Palestínu-
skæruliða hins vegar.
Á sex og hálfs mánaðar
löngum valdatíma sínum átti
Karami stöðuga fundi með
fulltrúum beggja, og fulltrúum
annarra Arabaríkja. Hann gekk
eitt sinn meira að segja svo
Rashfd Karami
langt að taka þátt í átökunum á
vígvellinum.
I nóvember í fyrra, er götu-
bardagarnir voru í hámarki,
dvaldi hann í átta sólarhringa
samfleytt á skrifstofu sinni og
skoraði á helztu stjórnmálaleið-
toga landsins að koma þangað
til samninga unz friður væri
komin á. Karami varð yngsti
forsætisráðherra í Líbanon fyrr
og síðar árið 1955, þá 34 ára að
aldri.
Skipstjóri Ross Resolution:
Á refsingu
i vændum
SKIPSTJÖRINN á Hull
togaranum Ross Resoulution, sem
varðskipið Ægir skar togvírana af
fyrr i þessum mánuði mun verða
yfirheyrður af útgerðarmönnum
skipsins þegar hann kemur heim
að því er blaðið Hull Daily Mail
segir. Skipstjórinn, Jackie Trip,
óhlýðnaðist að sögn varnarmála-
ráðuneytisins i London tilmælum
verndarskipanna á miðunum og
Framhald á bls. 34
Aðeins tvö
lík fundust
Nýju-Delhó 19. janúár — Reuter.
FYRSTU björgunarmennirnir,
sem komust inn í Casnalla-
námurnar i Norðaustur-Indlandi,
þar sem óttazt er að séu lík 400
námamanna eftir að vatn flæddi
inn í námurnar í sprengingum
fyrir þremur vikum, fundu í dag
aðeins tvö hrörnuð lík og eina
höfuðkúpu. Miklar skemmdir
hafa orðið á námunum og m.a.
hefur hluti þaksins hrunið og loft
er af skornum skammti. Málið var
rætt í þinginu í dag, en frekari
umfjöllun um orsök slyssinS bíður
nú niðurstöðu sérstaks rannsókn-
arréttar.
Eim grípur Spánarkon-
ungur tu herkvaðningar
Madrid 19. janúar — AP
JUAN Carlos, konungur Spánar,
kvaddi 200,000 spánska verka-
menn til viðbótar í herinn I dag í
þeim tilgangi að stemma stigu við
Ritstjóridæmdur
fyrir að móðga
lögreglustjóra
Krít 19. janúar — Reuter
DÓMSTÖLL á grísku eynni Krít
dæmdi í gær ritstjóra blaðs á
staðnum i 11 mánaða fangelsi fyr-
ir að gagnrýna lögregluna á Krit.
Manas Haris, sem er ritstjóri dag-
blaðsins Alithia, sem merkir
„sannleikur“, lýsti sig saklausan
af ákæru um að hafa móðgað lög-
reglustjórann. Hann var ennfrem-
ur sviptur rétti til að flytja inn
tollfrjálst hráefni til blaðsins í
næstu þrjá mánuði.
nýjum átökum á vinnumarkaði og
í stjórnmálum og koma í veg fyrir
allsherjarverkfall járnbrautar-
starfsmanna. Andstæðingar
stjórnarinnar, allt frá kommún-
istum til hægfara lýðræðissinna,
brugðust við með þvf að fara f
mótmælagöngu þar sem þeir
kröfðust almennra kosninga um
framtfðarstjórnarfar í landinu.
Talsmenn ríkisstjórnar og lög-
reglu sögðu að mótmælaaðgerð-
irnar væru ólöglegar og vrðu
bannaðar.
Carlos Arias Navarro, forsætis-
ráðherra, sakaði undirróðurshópa
um ólguna f landinu og sagði að
stjórn sfn væri þess reiðubúin að
beita öllu valdi sínu til að brjóta
óeirðir á bak aftur.
Herkvaðning konungs, sem
gerð var að ósk Manuel Fraga,
innanríkisráðherra, setur járn-
brautarstarfsmenn af báðum
kynjum, 18 ára og eidri, undir
heraga. Starfsmennirnir eiga
þannig yfir höfði sér dóm fyrir
herrétti ef þeir mæta ekki til
Framhald á bls. 34
Ah'-mynd.
VERZLUNARFERÐ — Þannig lauk verzlunarferð konu
í Belfast. Hún varð fyrir barðinu á sprengjutilræði sem
kostaði fjóra lífið. 20 særðust. Sprengjan sprakk án
viðvörunar frá hryðjuverkamönnum.
The Observer í forystugrein:
Ofbeldið gegn íslendingum
hættulegt og skammsýnt
London 19. janúar — AP
VIKUBLAÐIÐ The Observer seg-
ir f forystugrein í gær, að ofbeldi
Breta gegn tslendingum sé í senn
hættulegt og skammsýnt. „Vegna
nokkurra mánaða fiskveiða innan
200 mílna marka Islendinga virð-
ist ríkisstjórnin vera reiðubúin
að siíta vináttutengsl, komast í
andstöðu við eigin stefnu varð-
andi auðlindaréttindi á hafsbotni
Um Sir John Troup
— yfirmann flotaaðgerða Breta við Island
SIR John Anthony Troup, vara-
flotaforingi, sem er yfirmaður
aðgerða brezku herskipanna
við togaraverndina á Islands-
miðum, er fæddur árið 1921.
Hann hefur verið yfirmaður
brezka flotans á Skotlandi og
Norður-Irlandi, og yfirmaður
NATO-flotans á Norður-
Atlantshafi frá árinu 1974.
Faðir hans var skipstjóri í
flotanum og hann fór sjálfur til
náms við Royal Naval College í
Dartmouth, sem er útungunar-
staður fyrir upprennandi flota-
foringja. Hann innritaðist í
flota hennar hátignar árið 1936
og var í síðari heimsstyrjöld-
inni að mestu á kafbátum, eða
frá 1941 til 1945. Kom hann á
striðstímunum alloft við sögu í
fréttum og hlaut fyrir frammi-
stöðu sfna þriðju mestu viður-
kenningu Bretlands fyrir hetju-
dáðir — the distinguished
service cross. Eftir strið var
hann tvö ár við frekara nám og
frá árinu 1955 til 1959 yfir-
maður á flugmóðurskipinu
HMS Victorius. Skömmu síðar
varð hann aðstoðarmaður æðsta
yfirmanns flotans en eftir tvö
ár hóf hann að nýju störf um
borð í kafbátum sem yfirmaður
þriðju kafbátadeildarinnar.
Arið 1961 varð hann yfirmaður
herskipsins HMS Intrepid og
1971 varð hann yfirmaður
brezka flotans í Austurlöndum
fjær. Árið eftir varð hann yfir-
maður kafbátadeildar NATO á
Austur-Atlantshafi og gegndi
því unz hann tók við núverandi
stöðu. Hann varð varaflotafor-
ingi árið 1972.
Hann er tvíkvæntur, á tvo
Sir John Troup.
syni og dóttur frá fyrra hjóna-
bandi og tvo syni í hinu siðara.
Áhugamál hans eru siglingar,
skíðaiðkanir, veiðar og málara-
list.
og stofna mannslffum í hættu að
óþörfu.“
Þá segir blaðið að 200 milurnar
hafi þegar áunnið sér sess og
muni halda velli. Fiskveiðar
Breta ættu eftir erfiðleikatímabil
er að því kemur að beinast að
þeim fiski, sem verður innan 200
mílna marka Bretlands eða reyna
að fremsta megni að semja um
veiðar á tslandsmiðum.
„Þetta kann að verða basl fyrir
togaramenn, en hjá því verður
ekki komizt,“ sagði blaðið. „Hin
þunglamalega afstaða sem Bretar
hafa tekið mun ekki auðvelda
samkomulag." Hegðun Breta er
„hræsnisfull“. „Bretland mun
bera meir úr býtum við útfærslu í
Brezkir útgerðarmenn:
200 mílur en flest önnur lönd, en
við getum ekki vænzt þess að fá
allan ávinninginn án þess að taka
á okkur eitthvað af kostnað-
inum."
Milliganga Joseph Luns gæti þó “
komið vitinu fyrir Breta.
ERLENT
Deila á seinagang
ríkisstjórnarinnar
Hull 19. janúar.
Frá fréttaritara Mbl. Mike Smart:
SAMTÖK brezkra útgerðarmanna
fóru nýlega fram á fund með
Fred Peart, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, vegna
hinnar vaxandi óvissu um framtíð
brezkra fiskiðnaðarins, og krefj-
ast skýrrar yfirlýsingar um
stefnu stjórnarinnar í málinu.
Segjast forystumenn samtakanna
hneykslaðir yfir seinagangi
stjórnvalda sem sé í andstöðu við
skjótar aðgerðir annarra Efna-
hagsbandalagslanda. Samtökin
hafa m.a. áhyggjur af stórauknum
innflutningi fiskafurða á lágu
verði, sem í sumum tilvikum er
jafnvel lægra en löndunarverð á
fiski i Hull. Á nýiiðnu ári hafi
orðið 40% aukning á innflutningi
frystra þorskflaka að magni til en
verð hafi hins vegar fallið um
næstum því 12%. Þá hafa sam-
tökin kvartað yfir því að þorsk-
flök hafi verið flutt til Bretlands
undir því lágmarksverði, sem
EBE mælir með, sem sé raunar of
lágt.