Morgunblaðið - 20.01.1976, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976
Guðrún Gísladótt-
ir—Minningarorð
F. 19. ágúst 1901.
D. 12. jan. 1976.
Foreldrar Guðrúnar voru Gísli
Björnsson frá Elliðarvatni og
Jóhanna Þorsteinsdóttir, ættuð úr
Landeyjum. Gísli andaðist 1956
en Jóhanna 1961. Þau voru mestu
myndarhjón. — Til æviloka var
þetta einkabarn þeirra með þeim.
Dásamlegra fjölskyldulíf hef ég
ekki séð; væri því nokkurs vant,
ef ég gengi fram hjá þeim gróður-
reit er þessi æskuvinkona mín er
vaxin úr.
Vegna vináttu milli heímila
okkar var mér komið fyrir hjá
foreldrum Guðrúnar er ég fór í
skóla í Reykjavík. Hjá þeim var
ég í tvo vetur, en þá veiktist
Guðrún, svo ekki gat orðið fram-
hald á veru minni þar meðan ég
var í skóla. Þessi samvera okkar
varð þó til þess að kynnin rofnuðu
ekki í áratugi, og alltaf reyndi ég
hana að því traustara vini, sem
árum fjölgaði; þar var trölla-
tryggð og traustleiki, sem er viða-
mikill þáttur í persónuleika ein-
staklingsins. Heima undi húnglöð
við sitt bæði sem unglingur í skini
ljóss og skugga, þegar heilsan
Ieyfði henni ekki að stíga léttléika
spor með jafnöldrum sínum. Hún
varð að hætta námi og fara á
Vífilsstaðahæli, vegna berkla í
nýrum. Þeir voru ekki auð-
læknaðir. Læknir taldi hana hel-
veika. Foreldrar hennar voru
sterkefnuð og vildu auðvitað allt
fyrir hana gera. Þau áttu Reykja-
torfuna í Ölfusi, eins og hún var
kölluð, margar jarðir. Þar byggðu
þau sérstaklega skemmtilegan
sumarskála á Reykjum, árið 1922.
Hann stóð við hver, sem nefndist
Litli-Geysir. Hveravatninu var
veitt inn í skálann og var það haft
til allskonar nota. Nú tóku þau
Guðrúnu þangað. Man ég vel eftir
því, að hún drakk hveravatnið
eins og það kom fyrir úr hvern-
um, þótt óbragð væri að því, og
hikaði ekki við það. Þetta var föst
regla. Skálinn nefndist Guðrúnar-
skáli og var hitaður með vatninu
úr hvernum. Nokkuð af austur-
hlið hans var samfellt gler og öll
suðurhlið var úr gleri. Ég lýsi
þessu svona gerla, vegna þess að
ég er ekki i vafa um, að góð aðbúð
skapar heilbrigði. Hér var það
íslenskt alþýðufólk, sem tók til
sinna ráða. Hún fékk alveg fulla
heilsu eftir veru sína í Ölfusi, svo
að ekki varð henni misdægurt af
þessum sjúkdómi meir.
Ekki má gleyma móðurhöndum
Jóhönnu og þeirri mjög svo góðu
greind, sem hún var gædd. Hún
hafði lært ljósmóðurfræði og þar
með hjúkrun, en auk þess hafði
hún mikinn áhuga á heilsurækt
t.d. hollu fæði og heilsusamlegum
venjum. Hún aflaði sér bóka og
fróðleiks um þau efni. Margir
nutu góðs af kærleika hennar.
Það óeigingjarna líferni munum
við sem nutum þess og verður
hugsað til þess, að hreinn og góð-
ur innri maður skapar fegurð
lífsins. Þar bregður bjarma yfir
samveruna með foreldrum
Guðrúnar og hana sjálfa, þann
góða félaga og vin.
Ekkert er ákjósanlegra þegar
unglingurinn fer úr heimahúsum,
en að hitta fyrir gott heimili, þar
sem holiráð eru gefin, er bregða
upp skýrum myndum þess besta á
lífsleiðinni. Þau hjón, Jóhanna og
Gísli voru mjög samhent og
heimilislífið til fyrirmyndar eins
og áðurer sagt. Gísli var ráðhollur
og hinn skemmlilegasti maður á
heimili, honum var óhætt að
treysta sem sönnum vini. Við
unglingarnir, sem hjá þeim vor-
um, gátum átt hann að félaga,
vegna glaðlyndis; sama mátti
segja um Jóhönnu. Eitt sinn var
okkur um og ó að segja frá atviki,
sem gerðist. Það fór svo að vió
trúðum þessum hollvinum okkar
fyrir því, samt gátum við átt á
hættu aó fá ekki að fara út að
kvöldlagi, sem þó var ekki títt.
Eitt sinn meiddist ég svo á fæti,
að ég varð að liggja þrjár vikur,
rétt fyrir próf. Þá vék Gísli úr
rúmi og Jóhanna tók mig í rúm
hans, af því að ég gat ekki gengið
stiga, sem ég annars hefði þurft
að fara.
Þetta eru dæmi, sem ég tek af
ásettu ráði um heimilið. Svona
samhentir voru allir í fjölskyld-
unni. Guðrún bað mig eitt sinn að
skrifa um móður sína. Það hefði
mér verið ljúft að gera, en aðstæð-
ur gengu á móti því. Vona ég að
mér fyrirgefist því það sem ég
segi um heimilið. Bregði upp
dæmi um það.
Guðrún var góð dóttir og ástríki
mikið milli hennar og foreldr-
anna. Þar heyrði ég aldrei annað
en háttvisi í orðum, og tilsvör
voru alltaf svo hlý að einstakt var
á að hlýða. Þar var sannarlega
ekki allt í uppnámi út af óhollu
geðslagi. „Glaður og reifur skyli
gumna hverr uns sinn bíður
bana.“ Eftir þessu spaklega orði
lifði Guðrún gerði sér lífið að
góðu og var án hugarvíls. Alltaf
sagði hún við mig, að allt væri í
lagi og það lika eftir að hún tók
dauðamein sitt, sem maður áttaði
sig ekki á hversu fljótt fór með
hana.
Hún var alla tið heimakær,
vinnusöm, nostursöm og gest-
risin. Gamlir heimilisvinir héldu
tryggð við hana, því sá andi lá
t
Móðir okkar, tengdamótir og amma
ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 32,
lézt í Landakostsspftala 17 þ m
Ólafur Magnússon,
Guðmunda Magnúsdóttir, Guðmundur Jensson,
Magnús Marteinsson, Þorbjörg Möller Marteinsson.
og barnabörn.
t
Bróðir okkar
MATTHÍAS MATTHÍASSON
frð Grlmsey. fyrrv. deildarstjóri I Kron,
andaðist í Landspltalanum 1 5 janúar Jarðarförin verður auglýst slðar
Anna Matthlasdóttir, Guðmundur Matthlasson,
Rannveig Matthlasdóttir. Agnes Matthlasdóttir.
t
Móðir okkar
ÞÓRBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Ásvallagötu 29,
andaðist 1 7 janúar á Ellih Grund
Hulda Karlsdóttir,
Heinrich. Hörður og Þórir Karlssynir.
fyrr og síðar I loftinu, að þeir
væru velkomnir, enda mörgum
veitt þar skjól. Guðrún vann sitt
starf innan veggjá heimilisins og
það var vel af hendi leyst, því að
hún annaðist foreldra sína á
þeirra elli- og sjúkdómsárum.
Fyrst föður sinn og síðar móður
sfna. Ekki er sama hvernig verkin
eru af hendi leyst. Hér álít ég að
um afrek hafi verið að ræða. Gott
áttu þau skilið, en vel voru líka
launin af hendi leyst af dóttur-
inni. Ég fylgdist meira með þar
þegar Jóhanna lá sfna síðustu
legu: hún kallaði oft í Guðrúnu og
svörin voru alltaf hin sömu, frá
því fyrsta til hins síðasta: „Já, ég
kem mamma mín.“ Tónninn var
ljúfur og gaf til kynna umburðar-
lyndi og jafnaðargeð. Hér var
unnið verk af heilum huga.
Guðrún gekk ekki til verks með
hálfum huga, heldur með því
hreinlyndi, skapfestu og þeirri
sönnu dyggð, sem hún átti. Mörg-
um fannst hér þurfa á andlegu og
líkamlegu þreki að halda, mann-
kostir voru hér ótvíræðir og ást til
foreldra.
Ekki höfðu foreldrar Guðrúnar
verið lengi með hana í sumar-
bústaðnum, þegar þau tóku til
fósturs sjö ára telpu. Hún var
systurdóttir Gísla: Bergþóra
Halldórsdóttir og kom af Vífils-
staðahæli. Hún fékk fullan bata.
Fastlega minnir mig, að þau hjón
hafi haft samráð við dóttur sína
um þetta, og hún alla tíð slegið
sínum verndarvæng yfir þessa
frænku sína. Betra hefði ekki get-
að orðið, þótt hún hefði verið dótt-
ir Guðrúnar. Ég man vel eftir
þessum litla, Ijóshærða og
skemmtilega telpuhnokka. Hún
var mjög geðþekk og hefur nú
goldið sín fósturlaun með sömu
ástúðinni og henni var sýnd í upp-
vexti sínum, enda sami fjöl-
skyldumeðlimur og Guðrún. Hún
er gift Erlendi Steinari Ólafssyni
byggingafræðingi og búa þau í
Danmörku. Þau eiga fjögur börn.
Tvær dætur þeirra búa hér. Mátti
segja, að Guðrún væri sem amma
allra þessara barna. Allt þetta
ágæta fólk hefur reynst henni
mæta vel, svo að einstæðingur var
hún ekki, þótt hún byggi ein, en
því undi hún, vegna rólegs skaps
og yfirleitt góðrar heilsu, því ekki
telst langur tími, sem hún þurfti á
annarra hjálp að halda. Hún var
þakklát dætrum Bergþóru fyrir
ljúflega af hendi leysta hjálp, sem
þeim fannst sjálfsögð, og öðrum
sem lögðu henni lið.
Vorkunn er Bergþóru að geta
ekki, vegna vanheilsu, verið við
útför frænku sinnar, svo elskar
sem þær voru hvor að annarri.
Ræktarsemi manns hennar lýs-
ir sér í komu hans nú.
Ég sendi Bergþóru og/manni
hennar, ásamt börnum þeirra,
innilegar samúðarkveðjur.
Döprum augum lít ég dimmu í
gluggum á Laugavegi 80 og þögn-
ina þar, sem áður ríkti glaðlyndi.
En i vinar huga er þakklæti og
björt minning um Guðrúnu Gísla-
dóttur.
Aslaug Gunnlaugsdóttir.
Þegar ég sit og velti fyrir mér
kveðjuorðum til Guðrúnar, þá
kemur yfir mig sú tilfinning að ég
sé að færast of mikið i fang.
Hvernig á ég að geta skrifað
kveðjuorð, þar sem ég hef ein-
ungis þekkt Guðrúnu í tæp sex ár
og þekki að auki sáralítið til ættar
hennar og uppruna. Ég vil samt
nú á kveðjustund þakka fyrir sér-
lega góða viðkynningu og lýsa þvi
hver áhrif þessi merkilega kona
hafði á mig.
Þegar fólk kemst á miðjan
aldur, þá hlýtur það oft að velta
fyrir sér ókomnum elliárum og
hljóta þær vangaveltur oft að
vera kvíðablandnar. Hvernig
skyldi heilsan verða, andlega og
líkamlega? Ætli maður verði fóta-
fær og á eigin heimili eða ef til
vill á elliheimili eða bundin við
sjúkrasæng?
Ef ég ætti óskastein og mætti
segja hvernig ég óskaði mér að
lifa síðustu árin, þá myndi ég án
I suðri Stóllinn vió sólu horfir.
Sjálfur Kaldbakur rfs við austur.
Rárurnar faðma fjarðarströnd.
I félagsskap ykkar, fornu vinir,
fagnar mitt hjarta af innsta grunni.
Þar vildi ég una Iffs og liðinn.
Hinn 3. janúar síðast liðinn lést
á Borgarspitalanum í Reykjavik
tengdafaðir minn, Kristján E.
Jónsson frá Nýjabæ á Dalvik.
Hann kom hingað suður fyrir jól-
in ásamt eiginkonu sinni og
ætluðu þau að dveljast hjá börn-
um sínum og tengdabörnum hér
syðra um tíma. En Kristján hafði
ekki gengið heill til skógar um
langt árabil og eftir hetjulega
baráttu, fyrst heima og sfðan á
sjúkrahúsi, varð hann að lúta í
lægra haldi fyrir þeim sem allir
verða að beygja sig fyrir að lok-
þess að hika segja, eins og hún
Guðrún.
Guðrún barðist i æsku við mikil
veikindi. Langan tíma var henni
vart hugað líf. Hún sigraðist á
veikindum sínum, en þau áttu tví-
mælalaust þátt i því að móta
sterka og ákveðna skapgerð. Hún
var sjálfstæð i hugsun, fylgdist
vel með og lét sér fátt vera óvið-
komandi. Hefði hún tekið ákvörð-
un þá varð henni ekki svo létt
haggað. Enda voru allar niður-
stöður byggðar á góðu viti og
langri reynslu. Guðrún var styrk
grein á sterkum stofni aldamótar-
kynslóðarinnar. Þeirrar kynslóð-
ar sem mótað hefur ísland dags-
ins í dag og unnið hörðum hönd-
um myrkranna á milli til að búa
okkur börnum nútiðar allt í hag-
inn.
Guðrún Gísadóttir var barn
borgarinnar. Hún bjó í 48 ár við
Laugaveginn og sat hún drjúgum
stundum við gluggann og horfði á
mannfjöldann og bílana líða hjá.
Borgarniðurinn var sem fagur
hljómur í hennar eyrum. Við
Laugaveginn vildi hún lifa og
deyja.
Guðrún varð þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast óvenju trygga
vini. Hún ræddi aldrei mikið um
sjálfa sig, en tíðrætt varð henni
um vini sína og hún bar hag
þeirra alltaf mjög fyrir brjósti.
Þegar ég nefndi óskasteininn
og þá ósk mina að ævikvöld mitt
yrði sem Guðrúnar, þá átti ég við
það að hún fékk að ríkja á heimili
sínu fram á siðasta dag og hún
fylgdist alltaf jafnvel með.
Nú er ekki lengur hægt að
skjótast inn á Laugaveginum og
hlýja sér við kaffi og hressilegar
umræður, en eftir stendur minn-
ingin um merka konu sem hafði
mætt ýmsu á lffsleiðinni og tekið
því með reisn og dugnaði.
Sveinn H. Skúlason
um. Hann var jarðsettur frá Dal-
vfkurkirkju laugardaginn 10.
janúar síðast liðinn. Þar hafði
hann kosið að vera lagður til
hinstu hvíldar.
Kristján var fæddur að Nýjabæ
á Dalvík hinn 24. september árið
1896 og hefði þvf orðið áttræður á
þessu ári. Foreldrar hans voru
hin mikilhæfu hjón, Jón Stefáns-
son og Rósa Þorsteinsdóttir, sem
bjuggu að Nýjabæ. Kristján var
yngstur og lifði lengst af sjö syst-
kinum.
í þann tíma áttu ungir menn
ekki margra kosta völ, síst af öllu
ef systkinahópurinn var stór. Þótt
hugurinn stæði til mennta og
hæfileikar væru fyrir hendi var
sú braut torsótt og Kristján varð
að sætta sig við að bíða og sjá
hvort ekki gæfist betra tækifæri
síðar. En sjórinn var nærri og
hann hafði lika sitt aðdráttarafl
og sína töfra. Kristján mun tæp-
lega hafa verið fermdur þegar
hann fyrst hóf sjóróðra frá Dalvík
og á fimmtánda ári réðst hann á
t
Eiginkona min,
ÞÓRA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Austurgötu 45, HafnariirSi,
lést á heimili sínu, laugardaginn 1 7. janúar
Helgi Ólafsson.
t
Bróðir okkar
BJÖRN FR. JÓNSSON,
hagfræSingur.
andaðist í Landspltalanum 1 7. janúar
GuSrún Jónsdóttir,
Halldór H. Jónsson,
Selma Jónsdóttir.
+
Föðursystir okkar,
GUÐLAUG H. BERGSDÓTTIR,
Birkimel 10,
Reykjavlk,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21 janúar kl. 3 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
KonráS Adolphsson,
Magnús Jónsson.
Kristján E. Jóns-
son — Minning
útfaraskreytingar
blómouol
Groðurhusió v/Sigtun simi 36770