Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 33

Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1976 VELVAKAINIDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- ^ags 0 Gamla fólkið Til Velvakanda hringdi kona, sem kvaðst alls ekki vera ánægð með athugasemd Velvakanda við bréf „Grétu litlu“ i dálkunum s.l. föstudag. Sér hefði að minnsta kosti ekki orðið hún til hugar- ; hægðar. „Það er staðreynd", sagði kon- I an, „að flestir að minnsta kosti vilja gera öldnum ættingjum lífið eins létt og þeim er mögulegt, en aðstaðan til þess er mjög misjöfn — og gamla fólkið er líka mjög misjafnt. Ég tala nú ekki um, ef þáð á við andlega hrörnun að stríða." „En nú er ég með hugmynd, sem ég vildi gjarnan koma á fram- færi,“ sagði konan. „Til munu einkaheimili, þar sem börn eru tekin til gæzlu á daginn eða hluta úr degi, að sjálfsögðu gegn borg- un. Nú var ég að velta því fyrir mér, hvort ekki væri reynandi að kanna, hvort ekki væru til heimili, sem vildu taka að sér „gæzlu" eldra fólks ákveðinn tima á dag. Það gæti orðið gamla fólkinu mikil tilbreyting, það kæmist i nýtt umhverfi, eignaðist nýja félaga — og þá væri bezt að saman veldist fólk með svipuð áhugamál." 0 Greiðum skuldina „Enginn getur neitað þvi, að þjóðfélagið stendur í skuld við gamla fólkið — og á fundum og í umræðum eru allir sammála um að fyrir það verði að gera mikið. En svo þegar til framkvæmdanna kemur verður minna úr þeim. höfðu heðið bana í loftárás á Balham árið 1942 og þá hafði Margaret farið til frænku sinnar, Ethel Marv Ives, sem var gift flugmanni, Geoffrey Ives, og þau bjuggu á St. Johns Road 42 I Balham. Þá hafði einnig verið á heimilinu dóttir Iveshjónanna. Anne Mar.v, sem fædd var 1. febrúar 1932. Ives hafði sfðan verið fluttur til flugstöðvarinnar f Flagford f Sussex 1949 og fór eiginkona hans, dóttir og stjúpdóttir með honum og húsið f St. Johns var leigt. Geoffrev Ives hafði dáið af blóðtappa f hjarta árið 1951 og fluttust þá mæðgurnar og Margaret aftur til Balham og bjuggu þar. Frá því í september 1951 og þar til f júlf 1953 var Margaret á Albert Lake mennta- skólanum f Stoke Newington f Loffdon. Þann 15. ágúst 1952 giftist Anne Ives og skömmu seinna fór hún með eiginmanni sínum, sem hét Wilbur Katz, til Bandaríkj- anna. Margaret Godfrey var skipaður kerjnari við forskóladeild f Bal- ham f september 1953. Persónulega þekki ég þó — t.d. hjá Reykjavíkurborg — að fólk, sem um þessi mál fjallar, gerir allt, sem það getur til að leysa vandræði þeirra, sem verst eru settir. Þá hafa og nokkrir ein- staklingar og félagasamtök sýnt lofsvert framtak. En þegar á heildina er litið gerum við skammarlega lftið.“ „Kannski fylgist ég ekki með gangi tímans," sagði konan, „en oft hefur hvarflað að mér, þegar ég hefi lesið kröfur hópa æsku- fólks um meiri lán og hærri styrki, að þarna væru peningarn- ir, sem við ættum að nota til þess að greiða gömlu skuldina við þá, sem lögðu grundvöllinn að þjóð- félagi okkar." „Ertu á móti menntun æsk- unnar? hrópar ef til vill einhver. Nei, það er ekki — ekki menntun, en fara allir þessir peningar, sem heimtað er, til menntunar. Sumar ályktanirnar bera þess ekki vott. Ég vil menntun en enga gervi- menntun." „Nú er víst nóg komið," sagði konan. „Eg vona að þú hafir náð þessu og birtir það.“ • Rjúpan— litla systir okkar Ingvar Agnarsson skrifar: Fálkinn, sá grimmi ránfugl, veiðir rjúpur sér til matar. Hon- um er það ill nauðsyn. Af ein- hverju verður hann að nærast, eins og aðrir, til að halda lifi. En þjóðtrúin segir, að þegar hann hefur rifið hana á hol og kemur að hjartanu, þá skynjar hann, að þetta er systir hans og tekur þá að væla hátt og ámátt- lega. Hvernig er þessu varið með okkur mennina? Höfum við á til- finningunni, að „blessuð rjúpan hvíta" er einnig okkar systir með nokkrum hætti? Á hún ekki rétt á að lifa frjáls og óáreitt í heim- kynnum sfnum á heiðum og fjöll- um? Við menn teljum okkur hafa rétt til að drepa öll dýr lands og sjávar, sem við þurfum að nota okkur til matar, eða hafa af ein- hverjar nytjar. Þessi skoðun er oft á rökum reist, en oft einnig notuð sem skálkaskjól. Þvi við drepum oft og eyðum miklu meira af lífi en við þurfum á að halda okkur til Iifsframfæris. Svo er með þann fagra fugl, rjúpuna. Segja má, að algjör óþarfi sé að drepa hana, því við höfum nóg af öðrum mat. Hvers vegna erum við þá að drepa hana? Ég held, að þar komi drápsgirni mest til greina. Við drepum hana sjálfum okkur til ánægju og hirð- um eigi, þótt mikill fjöldi rjúpna, sem við ekki náum, særist illa, og kveljist til dauða á löngum tíma. Mig langar til að segja þetta: Hættum öllu rjúpnadrápi. Látum okkur skiljast, að rjúpan hvíta, er litla systir okkar, og að við eigum að halda hlifiskildi yfir henni, en ekki ofsækja hana. Leyfum henni að lifa í friði f faðmi fjalla og heiða. Förum okkur til ánægju og heilsubótar á hennar slóðir, njót- um þess að sjá hana hvíta og lifandi, en ekki blóðuga og sundurskotna. Látum okkur skilj- ast að allt, sem lifir í náttúrunnar ríki er tengt lifi okkar mannanna, og að við getum haft miklu sannari gleði af að vernda þetta lff en að spilla því. HÖGNI HREKKVISI ,Hann er ofsalegur þessi litli í kattargervinu!4 Til sölu Húseignin Bárugata 11. Húsið er tvær hæðir, kjallari og ris, ásamt stórum bílskúr. Eignarlóð. Nánari upplýsingar í síma 15653 hjá húsverði og Tómasi Guðjónssyni í síma 23636. SNOW-TRAC SNJÓBÍLAR Útvegum með litlum fyrirvara hina vinsælu sænsku snjóbila Snow-Trac og Trac-Master. Leitið nánari upplýsinga. Ghbust Lðgmúla 5. Sími 81555 ENNFREMUR HENTUGIR í GANGA, STOFUR, SVEFNHERBERGI OG UTAN DYRA SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA SucHirlandsbraut 12 sími 84488 VERDLÆKKUN VEGNA TOLLALÆKKUNAR NÝ SENDING AF LOFT- OG VEGGLJÓSUM í BÖÐ OG ELDHÚS 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.