Morgunblaðið - 20.01.1976, Síða 35

Morgunblaðið - 20.01.1976, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1976 35 F’ eigátan Brighton á Islandsmiðum — Brezku herskipin burt Framhald af bls. 1 bandaiagsins f heild. Hann kvaðst vera mjög vonsvikinn með ákvörðun íslenzku ríkissljórnar- innar um stjórnmálaslit og hún hefði gert starf hans „mun erfið- ara“ og „flóknara". Hann sagði, að yfirlýsing fslenzku stjórnar- innar um slit á stjórnmálasam- bandi við Breta hefði komið sér f opna skjöldu „og sett Breta upp við vegg“, eins og hann orðaði það. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum, bæði sjálfs mín vegna og Atlantshafsbandalagsins," sagði dr. Luns. SKYNDIFUNDUR I FASTARAÐINATO Viðræður dr. Luns og Callag- hans fóru fram yfir kvöldverði á heimili brezka sendiherrans í Brussel, Sir Donald Maitland, og segir í Reuter-fréttinni að Luns hafi hringt í Geir Hallgrímsson á meðan á fundinum stóð til að lýsa óánægju með yfirlýsingu íslenzku ríkisstjórnarinnar i gær. Callag- han sagði fréttamönnum eftir á, að brezka ríkisstjórnin hefði óskað eftir skyndifundi í fasta- ráði NATO til að fjalla um fisk- veiðideiluna. Yrði fundurinn haldinn kl. 7.30 að isl. tima í dag, þriðjudag. Brezkir embættismenn sögðu að ákvörðun um að bjóða Geir Hallgrímssyni til London hefði verið tekin áður en íslenzka ríkis- stjórnin hefði sett Bretum úrslita- kosti um slit stjórnmálasam- bands. StMTAL LUNS VIÐ GEIR I AP-skeyti í gærkvöldi er haft eftir Callaghan að það hefði verið eftir sfmtal dr. Luns við Geir Hall- grímsson að hann hefði tjáð þeim fyrrnefnda ákvörðun sína um að kalla herskipin út fyrir 200 mílna mörkin og bjóða Geir til London. Hann bætir við að honum hefði skilizt af því sem Luns hefði sagt honum, að ekki yrði um að ræða frekari áreitni varðskipa við tog- —Leiðtogafundur Framhald af bls. 1 hinum norðlægari löndum Evrópu skildu ekki til fulls við- horfin f S-Evrópu, þar sem kommúnistar hefðu mikil ítök. Á fréttamannafundinum, sagði Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, þar sem kommúnistar eiga aðild að rfkisstjórn, að finnskir jafnaðarmenn væru fúsir til samvinnu við kommúnista þegar aðstæður leyfðu, en þó ekki á hugmyndafræðilegum grund- velli. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Dana,, sem er mjög and- vígur nánum tengslum jafnaðar- manna og þeirra kommúnista, sem eru í beinu sambandi við Moskvu, lýsti því yfir að fundin- um loknum, að mikill ágreiningur hefði ríkt á fundinum um að hve miklu leyti jafnaðarmenn ættu að taka upp samvinnu við kommún- ista. Búizt er við þvf, að Jörgen- sen muni fjalla um leiðtogafund- inn við Henry. Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann kemur við í Kaupmanna- höfn á leið sinni til Moskvu á morgun. Morgunblaðið ræddi við Gylfa Þ. Gíslason að fundinum loknum í gær. Gylfi sagði, að miklar um- ræður hefðu orðið um stjórnmála- lega þróun á Spáni og í Portúgal. Felipe Gonzales, leiðtogi spænskra sósíalista, hefði gert að umræðuefni sveitarstjórnarkosn- ingar á Spáni á næstunni. Hefði hann talið, að framkvæmd þeirra kosninga mundi óhjákvæmilega gefa vísbendingu um þróun mála á Spáni á næstunni. Flokkur Gonzalesar er ólöglegur á Spáni, en þrátt fyrir það fékk Gonzales leyfi yfirvalda til að fara til fundarins í Danmörku. ara. Ef um slíkt yrði að ræða þá yrði flotinn sendur á ný til verndarstarfa innan 200 mílna, sagði Callaghan. VIDBRÖGÐ I HULL Talsmaður samtaka brezkra togaraeigenda sagði í Hull í nótt, að þess væri vænzt, að brezka ríkisstjórnin hefði fengið ein- hverja visbendingu um, að íslend- ingar myndu hætta áreitni við brezka togara áður en ákvörðun var tekin um að kalla herskipin af tslandsmiðum. „Við höfum ekki þá trú, að brezka ríkisstjórnin myndi tefla lifi brezkra sjómanna i tvisýnu,“ sagði talsmaðurinn. „Fyrstu við- brögð okkar eru áhyggjur af því, að togararnir verði skildir eftir án verndar. Við verðum að gera ráð fyrir því, að rikisstjórnin hafi fengið einhverja visbendingu um að togararnir verði látnir af- skiptalausir. Guð veit hvað gerist, ef togararnir verða skildir eftir á valdi varðskipanna,“ sagði tals- maður samtaka brezkra togaraeig- enda. TILKYNNING ISL. RlKISSTJÓRNARINNAR Hér fer á eftir tilkynning ís- lenzku ríkisstjórnarinnar sem gefin var út eftir fund hennar síðdegis í gær: „Samkvæmt samþykkt, sem gerð var á fundi ríkisstjórnar ís- lands í dag litur rfkisstjórnin svo á, að ef brezk herskip og Nimrod þoturnar eru ennþá innan 200 mflna fiskveiðilögsögu Islands kl. 12 á miðnætti samkvæmt Green- wich meðaltíma hinn 24. janúar 1976, sé stjórnmálasambandi milli Islands og Bretlands slitið og að loka verði sendiráði Breta í Reykjavík og diplómatiskir starfs- menn þess kvaddir heim.“ — Krafla Framhald af bls. 36 virknin tók að vaxa mjög mikið þann 15. s.l. Ég veit ekki hvernig hraunkvikunni verður ágengt, en ég tel mig hins vegar vita almennt séð, að hún sé að ólmast við að yfirvinna þann þrýsting sem er ofanfrá í jarðskorpunni, en þess ber að gæta að við höfum oft áður orðið varir við slíkt án þess að gos hafi komið upp á yfirborðið. Við getum ekkert sagt um hvort það gerist nú í þessari atrennu." „Er þessi hrina að einhverju leyti frábrugðin þeim hrinum sem þú hefur í huga?“ „Stóra atriðið er að hér er um að ræða svæði þar sem mikið er af fólki og þvi er það sem við bein- um athygli okkar svo eindregið að þróun hrinunnar." „Telur þú að sú viðvörun um hættuástand sem þú gafst út fyrir helgi sé enn í gildi?“ „Hún er ennþá f fullu gildi að því leyti sem eldgos geta talizt hættuleg. Hins vegar veit ég að það er álit margra að hugsanlegt hraungos á sjálfu Leirhnjúks- svæðinu þurfi ekki að vera hættu- legt fólki sem statt er við Kröflu.“ „Hverjir eru helztu erfiðleikar í svona stöðu þegar beðið er eftir gosi?“ „Það er augljóst mál, að þær miklu hamfarir, sem verið hafa á svæðinu frá Kröflu og norður í Axarfjörð, gefa tilefni til að miklu meiri gaumur sé gefinn að hættu er kann að fylgja í kjölfar þessarar hrinu á ýmsum stöðum á svæðinu. Það þarf að fara 250 ár aftur í tímann til þess að finna sambærilegt ástand í jarðskorp- unni hér á þessu svæði. Þetta gefur tilefni til nýrra kannana, sem m.a. byggjast á reynslu, sem þegar hefur fengizt í þessari hrinu, með könnunum sem hafa farið af stað og þurfa að fara af stað. Til þess að vísindamenn geti gefið skýrari svör við þvf sem er að gerast og gæti gerzt á Kröflu- svæðinu þurfa þeir meiri tíma og það er m.a. vegna þess sem ég tel nauðsynlegt að doka við fram framkvæmdir við Kröflu um sinn.“ Þá hittum við að máli Guðmund Sigvaldason sem sagði: „Ég tel stórauknar lfkur fyrir því að gosið í Leirhnjúk haldi áfram þar sem jarðskjálftavirkn- in er svona þrálát. Hitt er svo annað að það er alls ekki víst að gosið komi fyrr en eftir mánuð, eða jafnvel ár ef við eigum að dæma eftir reynslunni 1729. Vegna þeirrar niðurstöðu er eðli- legt að jarðvísindarannsóknir verði stórefldar hér á svæðinu og allt gert til að kanna breytingar á gossprungunni og umhverfi hennar. Þetta er sama gossprung- an og 1725—1729 og ólíklegt að gosupptök verði nálægt byggð, en sprungan liggur hins vegar frá Leirhnjúk gegnum Bjarnarflag að Hverfjalli.“ „Þú talar um stórauknar rann- sóknir?“ „Við höfum í dag sett i gang að koma upp hallamæli til að mæla jarðlagsbreytingu við Leirhnjúk og sömuleiðis að staðsetja hér tæki til efnarannsókna á gasút- streymi og verða menn væntan- lega hér næsta mánuð til daglegra mælinga.“ „Er hér ekki um að ræða einstakt tækifæri fyrir visinda- menn til að fylgjast með gosað- draganda?" „Þetta er í fyrsta skipti sem menn bíða eftir eldgosi og ef við getum fylgzt með atburðarásinni núna fáum við geysilega mikil- væg gögn i hendurnar til að segja fyrir um eldgos á svipuðum svæð- um.“ „Hvert er álit þitt á áframhald- andi starfsemi við Kröflu?" „Það er að sjálfsögðu matsatriði þeirra sem ráða framkvæmdum hversu mikla áhættu þeir vilja taka. Ef við lítum á jarðskjálfta eins og þann sem varð í morgun, tæp 5 stig, hlýtur það að vera þeirra mat hvort stöðvarhúss- byggingin er i þvi ásigkomulagi að áhættulaust sé að starfa þar. Varðandi eldgos hef ég ekki veru- legar áhyggjur af öryggi starfs- manna, svo fremi, að full árvekni sé viðhöfð og ætíð tryggt að koma fólki burt með nánast engum fyrirvara." „Er hér um að ræða hugsanlegt upphaf nýrra Mývatnselda?“ „Það er ekki hægt að útiloka þann möguleika, en telja má að það goshlé sem nú er liðið sé eðlilegt, en meðalhlé milli gosa s.l. 10 þús. ár er talið þótt ónákvæmt sé, vera 250—330 ár.“ Þá hittum við að máli Jón IHugason oddvita Skútustaða- hrepps og spurðum hann hvernig staðan væri hjá þeim Mývetn- ingum og hvernig hugur væri í fólki. „Við reynum að búa okkur sem bezt undir það að mæta eldgosi og höfum verið að vinna að því að útfæra einstök atriði i okkar áætlunum nánar. Ég held að fólk beri sig yfirleitt vel og taki þessu með þolinmæði, en auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig menn þola þessa jarðskjálfta og ég veit að sumir eru viðkvæmir fyrir þessu og hætt við að ef þetta ástand verður langvarandi geti það haft slæm áhrif á einstakl- inga.“ „Þú talar um undirbúning, hefur að þínu mati verið unnið nóg að því að undirbúa ykkur sem bezt undir að mæta hugsanlegu eldgosi?“ „Nei, það hefði þurft að sinna því betur. Við gerðum tillögu um það i almannavarnanefndinni að þessar rannsóknir yrðu samhæfð- ar, að settur ylði upp samstarfs- hópur sérfræðinga, en ég á von á því nú aó þessari hugmynd verði hrint í framkvæmd og veit að verið er að vinna að því.“ „Hér eru nú staddir verkfræð- ingar til að huga að gerð varnar- garða ef til goss kæmi?“ „Já, það er rétt. Strax og gosið varð í Leirhnjúk var byrjað að huga tð því og verkfræðingar frá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen voru fengnir til að gera frumdrög að gerð garða, en nú eru komnir hingað verkfræð- ingar frá Fjarhitun sem annast verkfræðistörf fyrir hreppinn til að vinna nánar að þessari áætlun á ykkar vegum og Almannavarna ríkisins. Við höfum í dag verið að athuga með hugsanlegt hraun- rennsli hér í nágrenninu, en það er svo stutt á veg komið að vart er hægt að segja meira um það á þessu stigi." „Viðvaranir visindamanna um að fólk verði ekki haft við stöu við Kröflu i bráð virðast nokkuð umdeildar, veldur þetta ykkur i almannavarnaráði áhyggjum?" „Þetta er auðvitað nokkuð vandmeðfarið mál og það er öllum ljóst að þarna er tekin nokkur áhætta, en það er ekki i verka- hring almannavarnanefndarinnar að ákveða hvort þarna á að vinna eða ekki. Hins vegar verður nefndin að meta það á hverjum tíma, hvort ástæða er til að fólk yfirgefi einhver ákveðin svæði eins og gert var á föstudagskvöld- ið, að vísu i samráði við ýmsa aðila, hvort um sé að ræða hættu- svæði." „Nú er hér í kvöld spáð norðan- stormi og hríð, skapar það meira hættuástand?" „Það er auðvitað óhagstæðari aðstæður þegar svona viðrar, en það ber að hafa í huga að þarna er mjög góður tækjakostur til að opna veg fyrir bíla.“ „Ert þú sjálfur ánægður með þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið við Kröflu?" „Já, eftir atvikum er ég það, en þó eru viss atriði, sem við viljum láta huga betur að eins og t.d. að dreifa fjölrituðum leiðbeiningum til fólks um það hvernig eigi að bregðast við og hugsanlega nám- skeið í skyndihjálp. Annars er mér sjálfum rórra nú eftir að hafa gengið um svæðið með Guðmundi Sigvaldasyni, því ef maður litur til baka til Mývatnseldanna sér maður að gosin voru öll í sömu sprungunni og þetta gos er ein- mitt á þeirri sprungu. Guðmund- ur telur einnig hverfandi líkur á að það gjósi utan þessarar sprungu og eins er það að tiltölu- lega stuttur tími er frá síðustu Mývatnsgosum eða um 230 ár, en meðaltalið siðustu 10 þús. ár milii gosa er 250—330 ár, þannig að við getum kannski frekar búizt við minna gosi. Auk þess tel ég eftir þessa ferð að litlar líkur séu á hraunrennsli yfir byggðina, t.d. úr Bjarnarflagi." — Gylfi ræddi Framhald af bls. 36 og Callaghan ekki heyrt áður, og ekki sízt þess vegna vonaðist hann til að viðræðurnar hefóu verið gagnlegar. Gylfi kvaðst hafa lagt sérstaka áherzlu á það hve alvarlegt ástand fiskstofn- anna við Island væri orðið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefði fyrir Islendinga ef sóknin i þá yrði ekki minnkuð. „Ég vona að málstaður okkar hafi verið þessum tveimur for- ystumönnum Breta ljósari eftir fundinn en áður,“ sagði Gylfi. Hann sagði að Callaghan hefði verið mjög vel inni i málinu en Wilson fylgdist með framgangi þess og hefðu báðir t.d. vitað um blaðamannafund Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra í siðustu viku og hvað þar kom fram. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að hann hefði átt lauslegan fund með Walter Schmidt, kanslara V-Þýzkalands. Kvaðst Gylfi hafa komið á framfæri við hann og Wischnewski aðstoðarutan- ríkisráðherra sjónarmiðum Is- lendinga í landhelgisdeilunni við Breta. Sagói Gylfi að Schmidt fylgdist með þessu máli og hefði þungar áhyggjur af þvi að það gæti haft spillandi áhrif á varnarsamstarf vestr- ænna þjóða. Loks sagði Gylfi frá þvi, að hann hefði á laugardaginn rætt við flokksleiðtoga jafnaðar- mannaflokkanna á Norðurlönd- um og kom landhelgismálið þar einnig til umræðu. Gylfi sagðist hafa sett þá rækilega inn i málið og hefði komið fram, að þeir hefðu allir fyllsta skilning á okkar máistað. — 3.50 kr. Framhald af bls. 2 leiðenda, sem haldinn verður í Reykjavík kl. 10.30 í dag. Hins vegar gáfu þeir i skyn, að þetta verð gæti engan veginn staðizt ef ekki ætti fara illa fyrir verksmiðj- unum, afurðaverð væri ekki í neinu samræmi við hráefnis- verðið. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna, sagði að lítið væri hægt að segja um þessa verðákvörðun, þar sem þetta verð hefði verið samþykkt af fulltrúa útvegsmanna. Verðið hefði komið á síðustu stundu, en L.í.tJ. hefði óskað eftir því fyrir nokkru að það yrði ákveðið fyrir 18. janúar ella stöðvaðist flotinn. Það að verðið hefði ekki komið fyrr hefði vissulega dregið úr mönnum að halda af stað til vetða, en núna héldu skipin til veiða í stórum stíl. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands Islands, sagði, að hann gæti ekki sagt annað en það að málið hefði verið leyst, en þvi væri ekki að neita, að tals- verður munur hefði verið á því verði sem samþykkt var og þvi sem hráefniskaupendur buðu. I yfirnefndinni, sem ákvað loðnuverðið, áttu sæti þeir Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Páll Guðmundsson fyrir útgerðarmenn, Tryggvi Helgason fyrir sjómenn og Guð- mundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu loðnu- kaupenda. — Ægir Framhald af bls. 2 skipið fyrr en það var komið inn i togarahópinn. Eftir áreksturinn kom freigátan Falmouth á vett- vang og fylgdi hún varóskipinu upp að 12 mílna mörkunum. Ægir hélt til Reyðarfjarðar þar sem franskir sjónvarpsmenn voru settir i land, en þeir hafa verið i nokkra daga um boró i varðskip- inu. Þá er Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður um borð í Ægi. Peter Fenty skipstjóri á Lord Jellicoe sagði i samtalí við fréttamann Reuters i gær, að þegar Ægir hefði birzt hefðu þeir verið að hífa inn veiðarfærin. Varðskipið hefði reynt að komast að togaran- um til að klippa en mistekizt og þá reynt aftur með þeim af- leiðingum, að það hefði siglt á togarann, þar sem veiðarfærin hefðu svo til verið komin inn á dekk, en þessi klippingartilraun hefði líka mistekizt. — Blanda Framhald af bls. 5 ins, Framkvæmdastofnun rikisins og stofnanir iðnaðarins. Það er álit fundarins að nauð- synlegt sé, að nú þegar verði haf- ist handa og dreifilinur styrktar og endurbættar á næstu 5—6 árum, svo að þær geti flutt nægi- lega orku til rafmagnsnotenda. Síðast en ekki síst bendir fundurinn á þá brýnu þörf þjóðarinnar allrar, að byggð skuli raforkuver á þeim svæðum lands- ins, þar sem minnst hætta er talin á eldsumbrotum og jarðhrær- ingum. Virkjun Blöndu væri stórt skref i átt til þjóðaröryggis á þvi sviði, jafnframt þvi að vera sterk- ur þáttur í byggðaþróun. — Sjö kíló Framhald af bls. 36 sleppt eftir yfirheyrslu á Kefla- víkurflugvelli." Haukur kvað Kristján Péturs- son hafa borið hitann og þungann af rannsókn þessara mála, en þess má geta að s.l. ár fann tollgæzlan um 40 kg af eiturlyfjum sem reynt var að smygla inn í landið. Megnió af þeim fikniefnum var hass, en árið 1974 fundust aðeins 3—4 kg af fíkniefnum. Þremenningar sem sitja nú i gæzluvarðhaldi reyndu að smygla yfir 20 kg af þeim 40 sem Toll- gæzlan gerði upptækt s.l. ár en með þessari siðustu sendingu er enn um 30 kg alls að ræða sem vitað er um á vegum þremenning- anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.