Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 36

Morgunblaðið - 20.01.1976, Side 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHargunbUbib Fékkst þú þér tfmjttlfiI&feUk TRPP'EANA ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1976 í pósti til varnarliðsmanns: Sjö kíló af marihuana Merkt manni, sem situr í varðhaldi Sjö kíió af ffkniefninu mari- huana fundust í gær í póstsend- ingu merktri varnarliðsmanni á Keflavíkurflugvelli, en maðurinn er einn þeirra þriggja varnarliðs- manna, sem sitja nú I gæzluvarð- haldi vegna smygls á hassi og öðrum fíkniefnum inn í landið. Var maðurinn handtekinn fyrir nokkrum dögum þegar hann kom til landsins. Sævar Lýðsson fulltrúi lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli tjáði Morgunblaðinu i gærkvöldi að þetta mál væri framhald af stóra fíkniefna smyglmálinu, sem hefði verið í rannsókn af fullum krafti síðan i haust en skömmu fyrir jól voru tveir menn settir í gæzluvarðhald vegna málsins og þar sitja þeir enn auk þess þriðja sem fyrr getur. Sævar kvað þessa þrjá menn hafa staðið að smygli á fíkniefnum. Auk Sævars hafa séð um rann- sókn þessa máls þeir Kristján Pétursson deildarstjóri hjá toll- gæzlunni, en hann hefur stjórnað rannsókn málsins, og Haukur Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaður í Keflavík. Sagði Haukur i sarrttali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að rannsókn þessa máls hefði hafizt í desem- ber, en væri framhald af rann- sókn sém hófst i okt. s.l. „en þá,“ sagði Haukur, „var mönnunum Framhald á bls. 35 t hrfðarkófinu á Hafnar- fjarðarveginum f gær þurfti að kippa mörgum bílum út af akbrautunum, þvf þeir stöðvuðu umferðina þar. Þegar kófinu linnti hófu menn sfðan Ljósmynd Mbl. RAX. að koma bflum sfnum aftur á rétta braut eins og sjá má á myndinni. Jarðskjálftarnir nyrðra: Innheimta fyrirfram- gjalda 60% 7% lækkun frá frá fyrra ári FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð um að fyrirfram innheimta gjalda í ár skuli nema 60% af gjöldum síðasta árs og er hér um lækk- un að ræða þvi s.l. ár nam innheimta fyrirframgjalda 67% af gjöldum fyrra árs. Að sögn Þorsteins Geirs- sonar í fjármálaráðuneytinu er ástæða fyrir lækkuninni sú, að tekjubreyting milli ára nú er minni en áður enda er skatt- vísitalan 125 stig nú en var 151 stig i fyrra. Stórauknar rannsóknir á öllu svæðinu „Reynum að búa okkur sem bezt undir að mæta eldgosi,” — segir Jón Illugason oddviti Reynihlfð 19. jan. frá Ingva Hrafni Jónssyni blm. Mbl. „ÉG tel líkurnar fyrir þvf að eld- gos haldi áfram hafa stóraukizt vegna hinna þrálátu jarð- skjálfta," sagði Guðmundur Sig- valdason jarðfræðingur og for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar f samtali við Morgunblaðið í Reynihlfð f kvöld, en hann kom hingað í gær til að fylgjast með framvindu mála. Svaraði hann aðspurður að hér kynni að vera upphafið að nýju Mývatnseldatfmabili. „Það er ekki hægt að útiloka þann mögu- leika.“ Stöðugar jarðhræringar hafa verið á Kröflu- og Mývatnssvæð- inu alla helgina, en minna um stóra skjálfta. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræð- ings nú i kvöld virtist sem upptök stóru skjálftanna hefðu færzt suður og suðvestur en væru þó enn nær Kröflusvæðinu en Mývatni. Virkni smáskjálfta í og við Leirhnjúk er ennþá mjög mikil. Mjög snarpur kippur kom í morgun, sem mældist 4,9 stig og gekk jörðin við Kröflu þá i bylgj- um, en hús í Reynihlíð nötruðu og hristust, hlutir féllu úr hillum og færðust til. Setti sá skjálfti nokk- urn óhug í sumt fólk. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að stórauka rannsóknir á svæðinu og er m.a. byrjað að smiða hallamæla til að fylgjast með jarðvatnsbreyting- um við Leirhnjúk og tæki til efna- greiningar eru væntanleg. Koma þeir Karl Grönvold og Eysteinn Tryggvason norður næstu daga. Sagði Guðmundur Sigvaldason að hér væri um einstæðan viðburð að ræða, að vísindamenn fengju tækifæri til að fylgjast með aðdraganda hugsanlegs eldgoss. í dag var unnið af fullum krafti við Kröflu og er áætlað að steypa um 200 rúmmetra næstu daga að sögn Gylfi rœddi landhelgismálið við Wilson og Callaghan „ÉG ATTI einkaviðræður við Wilson og Callaghan á sunnu- dagskvöldið og snerust þær nær eingöngu um landhelgisdeil- una við Breta. Ég notaði tæki- færið og skýrði þeim mjög rækilega frá málstað okkar Is- lendinga og vona ég að þessar viðræður hafi komið okkur að gagni þvf þetta eru menn sem koma til með að ráða miklu um framþróun landhelgismálsins“, sagði Gylfi Þ. Gíslason alþm. f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Gylfi sat um helgina Gylfi Þ. Gfslason og Harold Wilson á fundinum fund jafnaðarmannaleiðtoga f Evrópu sem haldinn var f Hels- ingör f Danmörku og gafst honum á fundinum tækifæri til að ræða landhelgismálið við nokkra leiðtoga, þar á meðal Harold Wilson forsætisráðherra Breta, James Callaghan, utan- rfkisráðherra, Walter Schmidt, kanslara Vestur-Þýzkalands, Hans-Jiirgen Wischewski, að- stoðarutanrfkisráðherra Þjóð- verja, og jafnaðarmannaleið- toga Norðurlanda. Gylfi sagði í samtali sínu við Morgunblaðið, að Wilson og Callaghan hefðu hlustað á þau rök sem hann hefði fært fram fyrir málstað Islendinga. Þeir hefðu einnig fært fram sin rök í málinu og á eftir hefðu orðið nokkur skoðanaskipti. Gylfi sagði, að sumt af því sem hann hefði nefnt málstað okkar til framdráttar hefðu þeir Wilson Framhald á bls. 35 Þorgeirs Axelssonar byggingar- stjóra. Veður á þessu svæði fór mjög versnandi í kvöld og spáð var norðaustan stormi og hrfð. I samtali við blm. Morgunbiaðs- ins sagði Ragnar Stefánsson er hann var spurður um þróun hrin- unnar sem nú hefur staðið í 5 daga: „Ég hef svipað um það að segja og áður. Mér virðist að þetta gangi þannig fyrir sig að land hafi gliðnað aðeins í suðurátt og upp- tök meiri jarðskjálfta hafi flutt sig sunnar, en þeir eru þó enn nær Kröflu en Mývatni. Hins vegar er mikil smáskjálftavirkni við Leirhnjúk og mér finnst ýmis- legt benda til að þar smeygi sér hraunkvika nær yfirborðinu. Það hafa þó ekki orðið áberandi breyt- ingar á þessu frá því að skjálfta- Framhald á bls. 35 Loðnubræðsl- an olíulaus Fyrsta loðnan til Vopnafjarðar Vopnafirði 19. jan. GULLBERG VE og Hrafn GK komu til Vopnafjarðar síðdegis á sunnudag með 400 tonn af loðnu hvort skip. Er þetta fyrsta loðnan sem berst til Vopnafjarðar á þessari vertfð. Loðnubræðslan á Vopnafirði er nú tilbúin að hefja bræðslu að öðru leyti en þvf að verksmiðjuna skortir svartolíu. Tafir hafa orðið á afgreiðslu svartolfu til verksmiðjunnar vegna óhapps sem m/s. Skaftafell varð fyrir við Breiðdalsvík s.l. föstudag. Af þeim sökum getur verið að bræðsla hefjist seinna en gert var ráð fyrir. Þróarrými verksmiðjunnar hefur verið aukið um 2500 tonn og er nú þróarrými fyrir tæplega 10 þús. tonn alls. Afkastageta verksmiðj- unnar er 500 tonn á sólarhring. — Gunnlaugur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.