Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 7 Afstaða Samtaka frjálslyndra og vinstri manna Leiðari Alþýðublaðsins I gær fjallar um afstöðu hérlendra til aðildar að NATO. Blaðið segir: „Magnús Torfi Ólafs- son, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sat fyrir svörum á beinni Ifnu I hljóðvarpinu á sunnudag. Þótti sumum spyrjendum sem hann hefði skipt um stefnu varðandi brottför varnar- liðsins og aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Magnús svaraði þessum spurningum eitthvað á þá leið, að grundvallarstefna Sam- takanna og hans sjálfs hefði ekki breytzt, en sér þætti ekki vænlegt að rjúka fyrirvaralaust úr bandalaginu vegna annarra mála. Þannig gætu þjóðir ekki hegðað sér, sem vilja teljast sjálf- stæðar og láta taka sig alvarlega á alþjóðlegum vettvangi. Þessi afstaða Magnúsar sýnir, að hann hefur skiln- ing á þvl, hvernig sam- skiptum þjóða er háttað. íslendingar verða að gæta þess, ef við viljum ekki missa alla virðingu sem sjálfstæð menningarþjóð. Vafalaust skilja margir af kommúnistunum, sem ráða ferðinni I Alþýðu- bandalaginu þetta llka. En þeir standast ekki mátið, er þeir telja sig eiga leik á borði I baráttunni við að draga Island út úr vest- rænu samstarfi. gera það fyrst hlutlaust og þoka þvl síðan inn I hring kommún- istarlkjanna. Ályktanir Al- þýðubandalagsins og ýmissa, sem hafa tekið upp orðalag þeirra, bera þessu Ijósan vott." „Langbezti vettvangur okkar í land- helgisdeilunni” Srðan ræðir Alþýðu- blaðið um þá staðreynd, að aðild að NATO geri vlg- stöðu okkar I landhelgis- deilunni mun sterkari en ella. Blaðið segir þar um: Magnús Torfi Ólafsson. .. Bent hefur verið ræki- lega á, að Atlantshafs- bandalagið er vegna hags- muna sinna langbezti vettvangur okkar til að leggja að Bretum að hætta ofbeldi sinu á fs- landsmiðum og viður- kenna 200 milurnar. Ef fsland segir sig úr banda- laginu, versnar aðstaða okkar en Bretar styrkjast að sama skapi. Þeir munu þá halda uppteknum hætti á miðunum og segja við aðrar þjóðir, að fslend- ingar séu fljótráðir og óút- reiknanlegir og ekkert að gera, nema sýna þeim hörku. Það hlýtur hvert mannsbarn, sem ihugar þessi mál af gaumgæfni, að skilja þá meginstað- reynd, að fslendingar mega ekki í hita átakanna gripa til vanhugsaðra ráð- stafana, sem skaða þá sjálfa en ekki and- stæðinga þeirra. Þjóðin má ekki tefla af sér i fljót- ræði." Rær í aðra átt Loks ræðir Alþýðublað- ið um sérstöðu Alþýðu- bandalagsins, sem leggi meira kapp á að draga fslendinga úr Atlantshafs- bandalaginu en styrkja vigstöðu okkar i land- helgisdeilunni. Blaðið segir orðrétt: „Þvi miður er alvar- legur munur á afstöðu I stjórnmálaflokkanna i þessum efnum. Hann er þessi: Alþýðubandalagið reynir að nota landhelgis- málið i þeim pólitiska til- gangi að draga fslendinga út úr vestrænu samstarfi, án þess að bæta aðstöðu okkar i deilunni við Breta. Allir hinir flokkarnir reyna af fremsta megni að nota þátttöku fslands I samstarfi vestrænna ríkja til að bæta aðstöðuna i landhelgisdeilunni við Breta. Það er Ijótur leikur að nota landhelgismálið i pólitísku eiginhagsmuna- skyni. Nú þarf þjóðin að standa saman sem einn maður um þær aðgerðir, sem hverju sinni virðast skynsamlegastar og gera málstað okkar gagn en ekki ógagn. Þegar þorskastriðið er unnið, verður aftur tími til að taka upp deilur um það, hvort fsland eigi að vera í bandalögum, gerast hlutlaust eða tengjast kommúnistaríkjunum." ^^þjónusta Vélaborgar Til að auðvelda bændum og öðrum, sem eiga e.t.v. gamlar og slitnar dráttarvélar, að eignast nýjar og hagkvæmar dráttarvélar, bjóðumst við til að kaupa gömlu vélina um leið og fest eru kaup á nýrri URSUS dráttarvél. Nú rúmlega þremur árum eftir að fyrstu URSUS dráttarvélarnar voru teknar í notkun í íslenskum landbúnaði, teljum við að okkur sé óhætt að segja að vélarnar hafa reynst prýðilega, þær hafa fengið orð fyrir að vera sterkbyggðar, sparneytnar gangöruggar og tiltölulega ódýrar, við höld- um líka að óhætt sé að segja að þjónustan sé í ágætu lagi og varahlutir yfirleitt nægir og verð á þeim hagstætt. Enda eru nú langt á þriðja hundrað vélar í landinu. Við bj'óðum nú URSUS C-335 40 hestöfl á 567.000.— URSUS C-355 60 hestöfl á 749.000 — URSUS C-385 92 hestöfl á 1190.000.— Þessi verð eru endanleg verð með öllu inniföldu. ca. Innan skamms munum við einnig bjóða þá nýju þjónustu á íslandi að leigja út dráttarvélar til stutts eða langs tima. VÉLABORG, Sundaborg, Klettagörðum 1. — Sími 86680. Bæjarstjórn Dalvíkur: Stjórnmálasambandi við Bretland verði slitið A fundi bæjarstjórnar Dalvfkur I fvrradag var samþykkt eftirfar- andi ályktun af öllum viðstöddum bæjarfulltrúum: „Bæjarstjórn Dalvíkur telur, að vegna framkomu brezkra stjórn- valda i landhelgisdeilunni eigi íslenzk stjórnvöld að grípa til eftirfarandi aðgerða! 1. Slíta stjórnmálasambandi við Bretland þegar í stað. 2. Segja upp samningum um herstöðina á Keflavíkurflugvelli og tilkynna lokun hennar innan ákveðins frests, fari herskipin og dráttarbátarnir ekki út fyrir 200 mílurnar. 3. Að semja ekki við Breta um veiðiheimild innan 200 mflna landhelgi, þar sem þeir hafa með ofbeldi sinu fyrirgert öllum rétti til samninga og ástand fiskstofna þannig að ekki er um neitt að semja. Bæjarstjórn leggur áherzlu á nauðsyn þess að efla Landhelgis- gæzluna og skorar á ríkisstjórn að fjölga nú þegar gæzluskipum svo sem kostur er. Þá vill bæjarstjórn tjá starfs- mönnum Landhelgisgæzlunnar þakklæti sitt og aðdáun fyrir vel unnin störf.“ Iðnaðar - og verzlunarhúsnæði Til leigu ca. 250 fm húsnæði á jarðhæð að Auðbrekku 63, Kópavoqi. Upplýsinqar hjá Verk h.f., sími 25600. Komnir aftur SJ No. 26—33 no. 35—41 no. 35—41. Hinir margeftirspurðu dömu og bama trékuldaskór loðfóðraðir, komnir aftur Póstsendum GEíSlPr stólinn, sem stydur vid bakid SniFSflFllflLRR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.