Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiSsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið. Sú ákvöröun brezku ríkisstjórnarinnar að kalla flota sinn heim frá íslandsmiðum er fyrst og fremst mikill sigur fyrir málstað Islendinga í land- helgisdeilunni og jafn- framt staðfesting á því, að ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hefur haldið á málum þjóðarinnar í þess- ari hörðu deilu af hyggind- um og festu. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að leita eftir stuðningi fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, dr. Joseph Luns, og annarra aðildar- ríkja Atlantshafsbanda- lagsins til þess að knýja á Breta, að þeir létu af hern- aðarofbeldi sínu á Islands- miðum. Þessi stefna hefur nú borið þann ávöxt, aö hafi einhverjir verið í vafa um, að aðildin að Atlantshafs- bandalaginu væri eitt sterkasta vopn okkar í landhelgisdeilunni við Breta, hljóta allar efa- semdir um það að hafa horfið, þegar Callaghan, utanríkisráðherra Breta, tilkynnti eftir langan fund með dr. Joseph Luns, að brezki flotinn yrði kvaddur heim. Þegar landhelgis- deilan við Breta var leyst haustið 1973 var vitað, að Atlantshafsbandalagið og Joseph Luns áttu umtals- verðan þátt í þeirri lausn, en nú hefur atbeini þess- ara aðila orðið fyrir svo opnum tjöldum, að engar efasemdir þarf lengur að bera á borð um vilja Atlantshafsbandalagsins í þessum efnum, og þann mikla styrk sem við ls- lendingar höfum af aðild okkar að bandalaginu. íslendingar hljóta að færa framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins alveg sérstakar þakkir fyr- ir aðgerðir hans í þessu máli. Það er komið í Ijós, að sú ákvörðun ríkisstjórnar- innar fyrir rúmri viku , að óska eftir því við Joseph Luns, að hann kæmi hingað til lands til viðræðna við íslenzk stjórnvöld, var rétt. Vel- vilji hans í garð íslend- inga, skilningur á sjónar- miðum okkar og lífshags- munum og áhrif hans hjá öðrum aðildarríkjum hafa nú leitt til þess, að per- sónulegt framlag hans til þess að hernaðarofbeldi hefur nú verið aflétt á Is- landsmiðum er slíkt að það verður seint fullþakkað. Þetta er nauðsynlegt, að landsmenn hafi í huga nú, ekki vízt vegna þess, að síð- ustu vikur hafa komið fram háværar raddir um, að við ættum að segja okk- ur úr Atlantshafsbandalag- inu vegna ofbeldis einnar aðildarþjóðar þess við okk- ur. Slíkar raddir munu nú hljóðna, enda öllum ljóst hverjum fyrst og fremst ber að þakka þann mikils- verða árangur, sem nú hef- ur náðst. Fróðlegt er að fylgjast með viðbrögðum í Bret- landi við heimköllun flot- ans. Hún hefur vakið geysi- lega athygli þar í landi og mörg brezk blöð hafa túlk- að hana sem uppgjöf Breta í þorskastríðinu. Þaó er mat brezkra aðila, sem hlýtur að vekja nokkra at- hygli hér á íslandi og er enn ein staðfesting á því, að ríkisstjórn Islands hef- ur haldið vel á málum okk- ar. Á hinn bóginn verðum við að gera okkur grein fyrir því að heimköllun brezka flotans er aðeins áfangi í baráttu okkar fyrir fullum yfirráðum yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni, en þar er vissulega um að ræða mjög mikilsverðan áfanga, sem við hljótum að fagna. Bretar hafa jafn- framt óskað eftir viðræð- um við Islendinga um veiðiheimildir fyrir brezka togara innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Á ’olaða- mannafundi, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, efndi til síðastliðinn föstudag, lýsti hann því yfir, aö íslendingar væru að sjálfsögðu tilbúnir til viðræðna við Breta, ef og þegar floti þeirra hefði verið kvaddur brott af Is- landsmiðum, en hins vegar undirstrikaði forsætisráð- herra, að svigrúm íslenzkra stjórnvalda til samninga væri mjög tak- markað. Þetta er staðreynd, sem þýðingarmikið er, að bæði við sjálfir og brezk stjórn- völd geri sér fyllstu .grein fyrir. Markmið okkar er að sjálfsögðu að takmarka aflamagn erlendra þjóða á íslandsmiðum — og þá fyrst og fremst þorsks — eins mikið og unnt er. Ef við náum því markmiði betur með samningum en án samninga, eigum við að sjálfsögðu að gera samn- inga. En í þessum efnum verður aö hafa í huga, að ástand þorskstofnsins er nú orðið svo alvarlegt að dómi bæði islenzkra og brezkra vísindamanna, að af litlu er að taka. Þess vegna hljótum við að vænta þess, að brezk stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir því, að íslend- ingar geta ekki látið af hendi við Breta nema mjög takmarkað aflamagn í mjög stuttan tíma. Auð- vitað viljum við sýna Bret- um og brezkum sjómönn- um fyllstu sanngirni, og við skiljum aðstöðu þeirra, en við eigum sjálfir ekki margra kosta völ. Lífshags- munir okkar í þessu landi byggjast á fiskstofnunum í hafinu í kring um landið. Án þeirra væri ekki lífvæn- legt á Islandi. Brezkir stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir þessu. Það er því alveg ljóst, að samningaviðræður þær sem framundan eru verða afar erfiðar. En við hljót- um að leita friðsamlegrar lausnar á þessari hörðu deilu, sem samræmist þjóðarhagsmunum okkar. Morgunblaðið tekur undir orð forsætisráðherra í gær- kvöldi, þegar hann hvatti landsmenn til að standa saman, hver sem niður- staðan verður. Mikilsverður áfangi Teiknimyndasamkeppn i fyrir 9 ára MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ efnir í samráði við Umferðarráð til teikni- myndasamkeppni fyrir 9 ára skóla- nemendur. Öll skólabörn fædd 1966 hafa rétt til þátttöku í keppni þessari. Verkefnin heita. 1 Á leið í skólann 2 Hjálpsemi við aldraða 3 Sendiferð Aðferð við myndgerð er frjáls — Fituinnihald Framhald af bls. 32 en á sama tíma í fyrra hefði það verið 12.3%. En þar sem aðeins fjögur sýni hefðu borizt enn, gæfi þetta ekki nákvæma mynd af ástandi stofnsins. Árni Friðriks- son hefði einnig tekið loðnusýni nokkuð vestar en bátarnir hefðu verið að veiðum og þar hefði fitu- innihaldið aðeins reynzt vera 9.3%. Björn kvað margvíslegar orsak- ir geta verið fyrir þessu lága fitu- magni. Ekki væri ósennilegt, að lélegri átuskilyrði hefðu verið í sjónum s.l. sumar og haust en árið á undan. Björn sagði, að minnkun búk- fitu þýddi einfaldlega minna lýsi úr hráefninu, en lýsið væri samt ekki talið eins mikilvæg afurða loðnunnar og var á s.l. loðnuver- tíð, þar sem það hefði nú lækkað töluvert I verði frá s.l. loðnuver- tíð. — Frydenlund Framhald af bls. 1 heimsókn I boði norsku stjórn- arinnar. Frydenlund skoraði á Breta I nóvember að kveðja burtu herskipin til að greiða fyrir nýjum viðræðum. Hattersley mun meðal annars ræða við norska ráða- menn um ráðagerðir Norð- manna um 200 mílna efna- hagslögsögu. skólaböm (teiknað, litað, málað, mótað o s.frv) Æskilegt er að stærð teiknaðra og málaðra mynda sé ekki minm en 30x40 sm Tilgangur með keppni þessari er að vekja nemendur til umhugsunar um umferðina, og til að rifja upp þá 'fræðslu sem þeim hefur verið veitt Kennarar hafa venð beðnir að ræða viðfangsefnið við nemendur áður en vinna við það hefst til að auka skilning og áhuga nemenda. Þar er t d lögð áherzla á umræður um staðbundnar aðstæður sem hver og einn hefur við að glíma. 10 verðlaun verða veitt 1 Reiðhjól, Raleigh 24 ', gef Fálkinn hf , Reykjavík 2 íþróttabúningu/, gef Sportvöru- verzlun Ingólfs Óskarssonar, Rvík 3.— 10 Bækur úr bókafl , gef Bóka- útg Örn og Örlygur, Reykjavík. Lönd og landkönnun; handan við sjóndeildarhring Skilafrestur skólanna er til 1 mars 1976 og skal senda myndir til Guðmundar Þorsteinssonar umsjónar- kennara í umferðarfræðslu, Gnoðar- vogi 44, Reykjavík Dómnefnd skipa Árn i Þór Eymundsson upplýsingá- fulltrúi, Borghildur Óskarsdóttir mynd- listarkennari og Þórir Sigurðsson námsstjóri — Brezki flotinn Framhald af bls. 1 Skipin námu staðar undan noröausturströnd Islands, um 80 mílur frá því veiðisvæði sem hafði verið ákveðið handa brezku togurunum, segir í skeyti frá fréttamanni Reuters um borð í HMS Bacchante, Uli Schmetzer. Skömmu eftir myrkur var skipun- um skipað að halda ferðinni áfram og fara út fyrir 200 mílurn- ar. Búizt var við að skipin yrðu komin út fyrir seint I gærkvöldi. Bacchante var skipað að sigla til Bretlands þar sem skipið á að vera við því búið með 12 tima fyrirvara að sigla aftur á Islands- mið ef í odda skerst á ný, en hin skipin fengu fyrirmæli um að halda sig rétt utan við 200 mílurn- ar. Bacehante tók við verndunar- störfum með brezka togaraflotan- um af freigátunni Leander og í gærkvöldi tilkynnti Leander að báðar stýrisvéiar skipsins væru bilaðar og sigldi með aðeins hálfu vélarafli í ofsaveðri 100 mílur norður af Suðureyjum. Bacchante hraðaði sér á vettvang en her- skipið var ekki væntanlegt til Leanders fyrr en í dögun. Dráttarbáturinn Lloydsman var upphaflega væntanlegur til Is- lands í dag eða á morgun en för hans hefur tafizt þar sem hann varð að koma frönskum togara til aðstoðar í gærkvöldi á svipuðum slóðum og Leander. Togarinn sem er með tíu manna áhöfn, sendi neyðarkall fyrr í gær og bað um aðstoð þar sem eldur hafði komið upp í vélarrúmi togarans þar sem hann var staddur undan Suður- eyjum. Tvö frönsk skip tóku togarann í tog en taugin slitnaði og Lloydsman fór á vettvang en átti í erfiðleikum vegna ofsa- veðurs. Þegar togaraskipstjórunum á Islandsmiðum var sagt frá brott- kvaðningu herskípanna voru fyrstu viðbrögð þeirra þessi: „Er öllu lokið,“ og „getum við veitt hvar sem okkur sýnist núna?“ að sögn milligöngumanns togara- skipstjóranna og herskipanna, Mick Osborne. Við sögðum þeim hins vegar, að þeir yrðu að halda kyrru fyrir innan veiðihólfanna úti af austur- ströndinni," sagði Osborne. Skip- stjórarnir á hinum 45 brezku togurum samþykktu að hlíta þeirri reglu en einn þeirra sagði: „Farið ekki of langt í burtu strákar." I Bretlandi vöruðu talsmenn brezka sjávarútvegsins brezka ríkisstjórnina við því að mörg þúsund menn mundu missa at- vinnuna og þorskverð mundi enn hækka ef gengið yrði að tilboði lslendinga um 65.000 tonna árs- afla. Viðbrögð talsmanna sjávarút- vegsins við ákvörðuninni um brottköllun herskipanna einkenn- ast af efasemdum og gætni. Talsmaður togarasambandsins sagði: „Jafnvel þótt samkomulag takist um 87.000 tonn — sambæri- legt magn og Vestur-Þjóðverjar hafa samþykkt — mundi það jafn- gilda missi rúmlega 12 togara." Talsmaðurinn varaði einnig við því að brezkar húsmæður ættu yfir höfði sér hækkað fiskverð og Bretar yrðu að leggja sér til munns einkennilegar fiskteg- undir. Mike Burton, forseti brezka togarasambandsins, sagði: „Ef is- lenzk varðskip ráðast nú á togarana táknar það að íslend- ingar vilja alls engan samning. Tom Nielsen, ritari félags yfir- manna á brezkum togurum (sem viðtal er við annars staðar í blað- inu), sagði í yfirlýsingu: „Ég mundi ekki treysta Islendingum í neinu. Því hefur ekki verið lofað að áreitni verði hætt og ef heilt byggi undir hefðu fallbyssu- bátarnir verið kallaðir burtu um leið og herskipin.“ Nielsen sagði enn fremur að hann væri hræddur um að áreitni við togara yrði haldið áfram. Hann kvaðst ekki gera ráð fyrir að nokkurt samkomulag tækist og taldi fyrirsjáanlegt að deilan mundi halda áfram þar til haf- réttarráðstefnan kæmi aftur saman,- Bretar gefast alltaf upp, sagði hann ennfremur. Nigel Marsden, framkvæmda- stjóri Consolidadet-togarafyrir- tækisins í Hull, kvaðst fagna ákvörðuninni og telja hana rétta en sagði að Bretar yrðu að semja úr sterkri aðstöðu. ENGIN SKULDBINDING Níels P. Sigurðsson sendiherra vildi engar fullvissanir gefa um aðgerðir fslenzkra varðskipa eftir brottköllun Islenzku herskipanna af tslandsmiðum samkvæmt fréttastofufréttum frá London í gær. Ummæli hans vöktu mikla athygli I Bretlandi. Hann sagði samkvæmt þessum fréttum að hann vonaði að Geir Hallgrímsson forsætisráðherra mundi hitta Harold Wilson að máli í London innan einnar viku en bætti við: „Eina leiðin til þess að togararnir geti forðazt áreitni er að að yfirgefa fiskimiðin." Níels sagði að Islendingar mundu hvergi hvika frá tilboðinu um 65.000 tonna ársafla og ítrek- aði að Íslendingar væru harðir i afstöðu sinni til fiskkvóta þar sem lífsafkoma tslendinga væri háð verndun fiskstofna. BJARTSVNI Reuter-fréttastofan segir i frétt frá Briissel að vonir um að samið verði um endalok „þorskastríðs- ins“ hafi aukizt við það að íslend- ingar hafi sagt að þeir muni ekki slíta stjórnmálasambandi við bandamann sinn í NATO, Breta, og að Bretar kvöddu burtu freigátur sinar af Islandsmiðum. James Callaghan, utanríkisráð- herra Breta, sagði i Brússel að hann vonaðist til þess að Geir Hallgrímsson forsætisráðherra þekktist boðið um að koma til Lundúna til „brýnna viðræðna" um deiluna. Callaghan kvaðst vona að Is- lendingar hættu áreitni nú þegar herskipin hefðu verið kölluð burtu og bætti við: „Ég vænti þess að engar truflanir verði á fiskveiðum okkar meðan á við- ræðurn okkar stendur." I frétt Reuters segir að Geir Hallgrimsson forsætisráðherra hafi gefið í skyn, er hann sagði frá því í Reykjavfk að stjórnmála- sambandi við Breta yrði ekki slitið eins og hann hefði hótað að gera á laugardag ef herskipin og könnunarflugvélarnar yrðu ekki kallaðar burtu, að íslenzku varð- skipin mundu halda áfram störf- um sínum innan 200 mílnanna. Callaghan neitaði þvi þegar hann skýrði frá ákvörðuninni um brottköllun herskipanna og flug- vélanna að Bretar hefðu látið í minni pokann eða gefizt upp vegna hótana Islendinga um að slíta stjórnmálasambandi, segir i frétt frá AP. Ilann sagði að herskipin yrðu aftur send til togaranna ef íslenzku varðskipin héldu áfram að áreita þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.