Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 5
5 Aðdragandi samninga 1973 HÉR VERÐUR á eftir rifjaður upp í stuttu máli aðdragandi samninganna við Breta f oktð- ber 1973, sem bundu enda á þorskastríðið sem hafði þá stað- ið yfir f rúmt ár. Áður en samn- ingar voru gerðir hafði þáver- andi rfkisstjórn Islands undir forsæti Ólafs Jóhannessonar lýst þvf yfir að til stjórnmála- slita kæmi yrðu Bretar ekki út úr landhelginni fyrir ákveðinn tfma með herskip sfn og drátt- arbáta. Haustið 1973 gerðust brezku herskipin mjög nærgöngul við íslenzk varðskip i 50 mílna landhelginni og þegar freigátan Lincoln sigldi tvívegis á varð- skipið Ægi útaf Austfjörðum laugardaginn 22. september lá í loftinu að ríkisstjórnin myndi tilkynna stjórnmálsslit en hún hafði látið að því liggja i sam- þykkt hinn 11. september ef Bretar létu ekki af þessari hegðum sinni. Sjópróf voru haldin vegna árekstranna og sérfróðir menn fengnir til að líta yfir niðurstöður þeirra al- veg eins og gert var vegna áreksturs freigátunnar Leand- er og varðskipsins Þórs á dög- unum. Utanríkismálanefnd aj- þingis fjallaði um niðurstöður sérfræðinganna á fundi 26. september en þar var engin ákvörðun tekin heldur lögóu nefndarmenn tillögur fyrir rik- isstjórnina. Fimmtudaginn 27. september tilkynnti svo ríkis- stjórnin þá ákvörðun sína, að ef brezk herskip og dráttarbátar yrðu ekki farin út úr landhelg- inni fyrir miðvikudaginn 3. október kæmu stjórnmálaslit til framkvæmda. Sagði Ólafur Jó- hannesson þáverandi forsætis- ráðherra í viðtali, að með þessu væri spurningin um stjórn- málaslit sett í hendur Breta. Þennan sama dag sigldi freigát- an Withby á Þór útaf Héraðs- flóa. Ennfremur var þessa sömu daga skýrt frá því að Ed- ward Heath, þáverandi forsæt- isráðherra Breta, hefði ritað Ólafi Jóhannessyni bréf og lagt fram tillögur til lausnar deil- unni, þar sem Bretar buðust m.a. sjálfviljugir til að tak- marka sókn á Islandsmið. Þriðjudaginn 2. október rit- aði Heath Ólafi Jóhannessyni bréf þar sem hann tilkynnti að brezk herskip og dráttarbátar yrðu kölluð út úr íslenzkri land- helgi klukkan 15 miðvikudag- inn 3. október og Ólafi Jóhann- essyni boðið til viðræðna við Heath i London. Joseph Luns framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins beitti áhrifum sínum til lausnar deilunni og kom hann m.a. til Islands til viðræðna við íslenzka forystu- menn. Sagði Ólafur Jóhannes- son á fréttamannafundi, að NATO hefði beitt áhrifum sín- um til lausnar. Islendingar sendu nú sendi- herra sinn aftur til London, en hann hafði verið kaliaður heim í maí 1973 og undirbúningur að gerð samkomulags hófst af full- um krafti. Við brottför herskip- anna breyttu brezku togara- skipstjórarnir hegðun sinni, veiddu utar og ef íslenzku varð- skipin komu að þeim hífðu þeir inn vörpurnar og höfðu sig á brott. Virtust báðir aðilar leggja sig fram um að forðast allt, sem gæti orðið til að spilla fyrir samningaviðræðum. Viðræðufundur forsætisráð- herranna stóð síðan 15.—16. október og við komuna til Reykjavíkur sagói forsætisráð- herra að hann teldi að hag- stæðari grundvöllur til samn- inga væri fáanlegur en verið hefði fram til þess tíma. Laugardaginn 20. október var samningsgrundvöllurinn sem Ólafur kom með heim frá Bret- landi birtur og sagðist forsætis- ráðherra vera lilbúinn til að samþykkja hann. Var utanrfkis- ráðherra einum síðan falið að vinna að samningsuppkasti á grundvelli skýrslu forsætisráð- herra. 8. nóvember lagði svo ríkis- stjórnin fram tillögu til þings- ályktunar um heimild til handa Framhald á bls. 31. Blaðamenn álykta um Dagblaðsmálið ALMENNUR félagsfundur f Blaðamannafélagi Islands, sem haldinn var 19. janúar s.I., fjallaði m.a. um síðustu svipt- ingar í fslenzkri blaðaútgáfu og var það gert að beiðni blaða- manna við Dagblaðið. Á fundinum var eftirfarandi álykt- un samþvkkt með atkvæðum þorra fundarmanna gegn einu mótatkvæði. Ályktunin var svo- hljóðandi: „Almennur fundur í Blaða- mannafélagi Islands, haldinn 19. janúar 1976, lýs'ir yfir áhyggjum sínum yfir þeirri þróun í blaðaút- gáfu hér á landi, er atvinnuöryggi blaðamanna er stefnt í hættu vegna baráttu um fjármagn og aðstöðu. Hjálp í viðlögum í Tjarnarbæ NAMSKEIÐ í hjálp í viðlögum á vegum Námsflokka Reykjavíkur hefst fimmtudagskvöld (22.1.) kl. 8,30 í Tjarnarbæ. Byrjað verður á því að sýna kvikmynd um lifgun- artilraunir með blástursaðferð og síðan hafðar æfingar með kennslubrúðum. Kennari verður Jón Oddgeir Jónsson. Innritun fer fram á staðnum. Fundurinn harmar, að sam- komulag það, er tekizt hefur með útgáfufélagi Vísis, Reykjaprenti hf. og Útgáfufélagi Alþýðublaðs- ins skuli hafa leitt til þess, að útgáfu Dagblaðsins er stefnt í tví- sýnu. Blaðamannafélag íslands telur ákvörðun meirihluta stjórnar Blaðaprents um að hætta setn- ingu og prentun Dagblaðsins með stuttum fyrirvara harðneskjulega og andstæða starfshefðum íslenzkrar blaðamennsku. Fundurinn skorar á stjórn Blaðaprents að endurskoða þessa afstöðu sína. Blaðamannafélag Islands minn- ir útgefendur á, með tilliti til hinnar auknu samkeppni á blaða- markaðinum, að þeir hafa í sínum höndum stór fyrirtæki með fjölda starfsmanna. Fundurinn leggur áherzlu á, að atvinnuöryggi þessara starfs- manna sé tryggt, og heitir þeim fulltingi sínu til að svo megi verða. I samræmi við það lýsir fundur- inn yfir fullum stuðningi við þá 18 félagsmenn, sem við Dagblaðið starfa og heitir þeim öllu því lið- sinni, sem félagið getur veitt til að tryggja megi atvinnuöryggi þeirra." Viðbrögð landsbyggðarfólks í landhelgismálinu: Sitt sýnist hverjum MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við nokkra fréttaritara sfna úti á landsbyggðinni I gær til að fá upplýsingar um hljóðið í fólki eftir að fréttir bárust um að Bretar ætluðu að kalla herskip sfn út úr 200 mflna fiskveiðilög- sögu íslands. „FÖLK FAGNAR NVJUM MÖGULEIKUM" Júlfus Þórðarson fréttaritari Mbl., Akranesi: „Menn fagna yfirleitt að her- skipin skuli fara út úr landhelg- inni, sumir tala um að semja eigi við Breta, aðrir vilja enga samn- inga, en þeir sem vilja samninga vilja ekki hærra boð en boðið var, 65 þús. tonn. Fólk fagnar þeim möguleika að unnt verði að semja á hagstæðan hátt fyrir okkur og stríðið hætti. Einnig er talsvert talað um að það sé ekki nóg að koma útlendingum úr landhelg- inni, heldur verðum við að taka okkar hlut alvarlegri tökum og ábyrgari." „BRETAR GETA ÞAÐ SEM ÞEIR VILJA MEÐ VALDI“ Rögnvaldur Ólafsson fréttarit- ari Mbl., Hellissandi: „Umræður fara talsvert eftir pólitískum línum, sumir fordæma Breta i einu og öllu, aðrir vilja ræða málin, en svarta skýrslan hefur auðheyrilega mikil áhrif á hug manna. Þá er það einnig rætt að það sé enginn vafi á því að Bretar geti tekið þann afla sem þeir vilja með valdi af Islands- miðum ef þeir ætla sér það og fólk gerir sér grein fyrir þessu.“ „ENGA SAMNINGA INNAN 50 MlLNA“ Helgi Ólafsson fréttaritari Mbl., Raufarhöfn: „Mér finnst að flestallir séu á þvi að vera ekki að bjóða Bret- anum mikið og flestum finnst ekki rétt að vera með neina samn- inga um veiðar innan 50 míln- anna, m.a. vegna þess að Bretar hafi ekki gefið tilefni til neins slíks með hegðun sinni á mið- unum. Þá vonar fólk að Geir láti ekkert glepja fyrir sér í sinni stefnu ef hann heimsækir þá til London eins og Bretarnir hafa boðið.“ „FÓLK HLYNNTARA SAMNINGUM, EN HITT“ Ólafur Þórðarson fréttaritari Mbl. á Isafirði: „Fólk er almennt heldur hrifn- ara af því að fara út i samninga við Breta, því einhvern endi verði þetta mál að taka, en allir sem einn eru á móti því að samið verði um veiðar innan 50 mflna. Menn fagna því að herskipin skuli fara út úr landhelginni og menn eru hræddir um að semja nema um sem allra minnstan afla og þá til mjög stutts tíma, en það kemur greinilega fram hjá fólki að það telur hyggilegt að fara með gát í þessu máli eins og gert hefur verið." Landhelgisdeilan: „Hvort næst meiri árangur með samningum eða án” Viðbrögð forsvarsmanna stéttarfélaga MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær- kvöldi samband við nokkra for- svarsmenn í atvinnulffi lands- manna og innti þá eftir áliti á breyttri stöðu f landhelgismálinu eftir að Bretar hafa kallað her- skip sfn út fyrir 200 mflna mörk- in. Fara svör þeirra hér á eftir: „TVEIR KOSTIR I DEILUNNI" Jónas Þorsteinsson forseti Far- manna og fiskimannasambands tslandssagði: „Maður er nú ekki alveg búinn að gera sér grein fyrir mögu- leikunum í málinu eftir siðustu fréttir, en hitt er að mér sýnist málið hafa þróazt í þá átt að um tvo kosti sé að ræða. Annars vegar að halda áfram þófinu og hins vegar að gera einhvers konar samkomulag við Breta. Ef til þess kemur hlýtur það að vera mats- atriði stjórnmálamanna og fiski- fræðinga með þá spurningu í huga hvort við náum meiri árangri í verndun fiskimiða okkar með því að semja við Breta eða án samninga. Það vill í raun enginn semja við Breta eins og málin standa og maður hefur litið svo á að við ættum ekki að semja við þá, en ef til vill, af tvennu illu, getur það verið æskilegra en hitt. Það á þó eftir að reyna á hvað Bretum er mikil alvara og hverju við vilj- um fórna. Ef við ætlum okkur að fjölga varðskipum gegn her- skipunum, gætum við alveg eins fengið á okkur fleiri freigátur, svo það tryggir ekki endilega stöðu okkar.“ „HÖFUM EKKI UM NEITT AÐ SEMJA“. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands fslenzkra útvegs- manna sagði. „Ég gleðst yfir því að herskipin skuli fara úr landhelginni, en ég óttast hins vegar að sama ástand skapist og 1973, er afskipti Land- helgisgæzlunnar urðu lítil sem Framhald á bls. 31. ENN eru fðeinir timar lausir fyrir byrjendur 9—11 ára, byrjendur 12—15 &ra og fullorðna byrjendur. INNRITUN þessa viku i skólanum, Miðbæ. Háaleitisbraut, kl. 5—7 dag- lega (nema laugard. og sunnud.), og i sima 37010 á sama tima. Siðasti innritunardagur er n.k. mánudag, 26. jan., kl. 5—7, en kennsla hefst á.7. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.