Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976
t
Hjartkær eiginmaður minn
ARNÓR GUÐNI KRISTINSSON
Mosgerði 1
lést i Landspítalanum 1 9 janúar
Sigrún Ólafsdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir
SIGURJÓN JÓNSSON,
Lundi, Ytri-Njarðvfk,
lést 18 þ m í sjúkrahúsi Keflavíkur
Ingunn Ingvarsdóttir,
Gunnar Sigurjónsson
og aðstandendur.
Eiginmaður minn
BERGSTEINN Á BERGSTEINSSON,
frv. fiskmatsstjóri,
Sunnuveg 23,
andaðist í Borgarspítalanum hinn 1 9 janúar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna
Sesselja Sigurðardóttir.
t
Útför móður okkar.
JÓHÖNNU HALLSDÓTTUR,
verður gerð frá Akraneskirkju, fimmtudaginn 22 janúar kl 2
Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Sjúkrahús
Akraness
Sigríður Bjarnadóttir,
Hallur Bjarnason,
Knútur Bjarnason.
t
Konan mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir
MARGRÉT ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Torfufelli 27.
sem andaðlst 14 þ m verður jarðsungin fimmtudaginn 22 1 frá
Fossvogskirkju. kl 1 5
Fyrir okkar hönd,
Guðbrandur Ingólfsson,
Kristján Kristjánsson,
Esther Sigmundsdóttir,
Danfriður Kristjánsdóttir.
Lilja Kristjánsdóttir,
og börn.
t
Eiginkona min,
ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ólafsdal við Einimel,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 22 janúar kl
13 30
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á
líknastofnanir
Karl Á Torfason.
+ Þökkum hlýhug og samúð vegna fráfalls
SNJÓLAUGAR GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR
og virðingu sýnda minningu hennar
Hafnarfirði, janúar 1 976
Gunnlaugur Stefánsson Sigurlaug Gunnlaugsdóttir,
Sigurjóna Jóhannesdóttir Baldur GuSmundsson
Stefán Gunnlaugsson Margrét GuSmundsdóttir
Árni Gunnlaugsson María Albertsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vínarhug við andlát og útför
STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR.
Fláaleitisbraut 155,
Garðar Ólason,
Sigurður Garðarsson, Margrét Dóra Ellasdóttir,
Gfsli Garðarsson, Dorothy Senior,
Ómar Garðarsson, Guðrún Helgadóttir
Jórunn Garðarsdóttir, Ástvaldur Guðmundsson,
Maria Garðarsdóttir,
og barnabörn hinnar látnu.
Minning:
Astríður Stefanía
Sigurðardóttir
Hinn 18. desember s.l. andaðist
í Reykjavík Astríður Stefanía Sig-
urðardóttir, til heimilis að Greni-
mel 43.
Hún var fædd að Harastöðum í
Vesturhópi, 14. marz 1899.
Foreldrar hennar voru hjónin
Helga Guðmundsdóttir og Sigurð-
ur Arnason, sem síðar bjuggu að
Urðarbaki i Vestur-
Húnavatnssýslu.
Árið 1930 giftist Astríður,
Kristni Guðnasyni kaupmanni, og
áttu þau hjónin þrjú börn, þau
Helgu, Asu og Ólaf, sem öll eru
gift.
Ástríður var systir fósturmóður
minnar, og kallaði ég hana ætíð
Ástu frænku. Margar á ég endur-
minningarnar frá æsku minni og
gleðistundum á heimili hennar,
enda var heimilislífið hjá Ástu og
Kristni mjög samlynt og ástúð-
legt.
Ástu frænku var sýnt að um-
gangast börn og tók hún jafnan
ríkan þátt í leikjum okkar og
starfi, og var hún þá bæði
veitandinn og leiðbeinandinn,
sem allir báru virðingu fyrir og
þótti vænt um. Sambandinu við
Ástu og fjölskyldu hennar hélt ég
áfram eftir að ég varð fullorðin og
reyndist hún mér og mfnum sama
góða frænkan, eins og öllum, sem
tii hennar leituðu. Raunar þurfti
ekki til hennar að leita, því það
var eins og hún fyndi á sér hver á
henni þurfti að halda og þá kom
hún reiðubúin til hjálpar. Hugar-
far hennar var ávallt fullt af gleði
og gæzku, og má með sanni segja,
að það hafi verið í fullu samræmi
við glæsileik hennar og fram-
komu.
Sökum fjarveru gat ég þvi mið-
ur ekki fylgt henni síðasta spöl-
inn hérna megin, en með þessum
fátæklegu kveðjuorðum vil ég
þakka henni samfylgdina á lífs-
leiðinni og sendi eftirlifandi
eiginmanni hennar og niðjum
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðlaug Gunnarsdóttir
Baldur Jónsson
úrsmiður
Kveðja frá vinum.
Baldur fæddist 26. júní 1929 á
Hvammstanga. Foreldrar hans
voru sæmdarhjónin Vilborg
Guðmundsdóttir og Jón Ólafsson
úrsmiður.
Baldur var einn þeirra manna
sem maður fékk strax góðan
þokka til, því á gleðistund var
hann manna kátastur, en þegar
miður gekk hjá vinum hans var
hann fyrstur til að koma til hjálp-
ar, bæði í orði og verki. Með þess-
um orðum höldum við að gæðum
+
SVEINN HALLDÓRSSON,
fyrrverandi skólastjóri
lést í Landsspítalanum 19.
janúar
Börn og tengdabörn.
■Minning
manna sé bezt lýst. Þegar við
undirritaðir hugsum aftur i
tímann er það svo ótal margt sem
við vildum hér skrifað hafa um
samverustundir okkar sl. 25 ár, en
hugur og hönd eru ekki alltaf
samhent, svo minningarnar eig-
um við í huga okkar og munum
ylja okkur við. Baldur var úrsmið-
ur og stundaði það starf lengst af,
fyrst með föður sínum, en eftir lát
hans vann Baldur fyrir marga úr-
smiði á sínu eigin verkstæði og
munu þeir nú sakna góðs sam-
starfsmanns. Ekki síst Garðar
Ólafsson, sem Baldur sagði oft við
okkur, að betri drengur væri
vandfundinn.
Það að vera ærlegur, var sá
eiginleiki sem Baldur mat mest
og aðrir þess sama í fari hans.
Lífsförunautur Baldurs til hinstu
stundar var Guðrún Erla Jóns-
dóttir, og stóð hún með honum í
blíðu og stríðu. Þau eiga tvö
myndarbörn, sem eru og verða
þeim alltaf til sóma. Erla og börn-
in hafa misst mest, en við hugsum
Ifka með djúpri samúð til móður
Baldurs, Vilborgar Guðmunds-
dóttur, sem nú með stuttu milli-
bili má sjá á bak báðum sonum
sínum, en Ari bróðir Baldurs
fórst í sjóslysi fyrir um ári sfðan.
Við vottum okkar dýpstu samúð,
Baldur og Ari hafa hitt föður sinn
í betri heimi.
ÓI. S. Alexandersson
Þorsteinn Kristjánsson
— Ný laug
Framhald af bls. 8
Þá hafa lánastofnanir og fyrir-
tæki austan Fjalls verið skilnings-
rík og hjálpleg.
Meðal ræðumanna, sem voru 16
talsins, var íþróttafulltrúinn, Þor-
steinn Einarsson, sem verið hefur
fulltrúi ríkisins og aðalráðgjafi
við framkvæmdirnar. Einnig
fluttu alþingismennirnir Steinþór
Gestsson og Þórarinn Sigurjóns-
son árnaðaróskir. Þeir hafa verið
góðir stuðningsmenn þessa fyrir-
tækis í fjárveitinganefnd. —
Heimamenn voru að vonum glaðir
í ræðum sinum, röktu aðdragand-
ann, en fyrsta hugmyndin um
sundlaugarsmíði kom frá ung-
mennafélaginu árið 1968. Þá voru
rifjaðar upp minningar og sagnir
um sundmennt Biskupstungna-
manna, allt að þvi nokkur hundr-
uð ár aftur í timann, en frumstæð
var aðstaðan þá.
Síðustu 50 árin hafa verið hér í
sveitinni tvær sundlaugar. Við
barnaskólann i Reykholti, aflögð
fyrir þremur árum, og í Haukadal
þar sem áður var íþróttaskóli Sig-
urðar Greipssonar. Sá aldni heið-
\ ursmaður var að makleigheit-
um hylltur af samkomunni, fyrir
giftudrjúga forystu að sund-
mennt og öðrum íþróttum. Mikil
og góð samstaða hefur verið um
að þoka þessari framkvæmd á
leiðarenda. Góðar gjafir hafa bor-
izt i vinnu og peningum. Allir
voru á einu máli um að Reykholts-
laug yrði heilsubrunnur og gleði-
gjafi jafnt ungum sem öldnum.
Veizlustjóri var Sigurður Er-
lendsson á Vatnsleysu, stjórnaði
hann einnig almennum söng.
Björn.
+
Hugheilar þakkir við fráfall og jaðrarfjör
GUNNLAUGS ÁSGEIRSSONAR,
Valgerður Andrésdóttir
og systkini.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns
föður okkar, tengdaföður og afa
EGILS ÁRNASONAR,
Hólagötu 1 9,
Vestmannaeyjum.
Magnúslna Kristjánsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
LAUFEYJAR EINARSDÓTTUR,
Lækjarfit 1,
GarSabæ,
Snorri Jónsson,
Kristján Kristjánsson, Elln Frimannsdóttir,
Reynir Sigurþórsson, Auður Jensdóttir,
Hafsteinn Sigurþórsson, Ingibjörg B. Þorláksdóttir,
SigrlSur Sigurþórsdóttir, Finnbogi S. GuSmundsson.
Gunnar Vilhelmsson, Bjarney Wedholm,
barnaborn og barnabarnabörn.