Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 31 Enn ein ást- kona Kennedys gefur sig fram San Francisco, 17. janúar — Reuter. VEIZLUFRU ein velþekkt í San Francisco, Joan Hitchock, staðfesti í gær blaðafrétt um að hún hefði verið ástkona John F. Kennedys, áður en hann varð forseti Bandarfkj- anna og sagði jafnframt að hún hefði orðið ófrfsk af hans völdum en fengið fóstrinu eytt. I samtali við Reuter- fréttastofuna segir frú Hitchcock, sem er 43 ára að aldri, að Kennedy hafi sent henni 400 dollara í pósti þegar hún varð ófrfsk. Þau hefðu verið elskendur frá 1956 til 1958 og Kennedy sleit sam- bandinu endanlega er hann varð forseti 1960. Er frúin var spurð hvort Kennedy hefði verið bezti elskhugi sem hún hefði haft, en hún er fjórgift, svaraði hún: „Það er allt af- stætt og fer eftir því með hverjum maður er daginn eft- ir.“ Eldur í skúr í Laugardal I GÆRMORGUN kom upp eldur í útihúsi hússins Laugardalur við Holtaveg í Reykjavík. I útihúsinu er bifreiðageymsla og geymsla fyrir Skólagarða borgarinnar. Eldurinn kom upp í bílskúrnum, en þar voru menn að vinna. Þeir gátu forðað sér út og sömuleiðis gátu þeir komið bifreið á brott sem var þarna til viðgerðar, en hún mun þó eitthvað hafa skemmzt. Bílskúrinn brann mikið að innan en slökkviliðinu tókst aö mestu aó koma í veg fyrir að geymsla skólagarðanna brynni en ýmislegt sem þar var inni skemmdist af vatni, sóti og reyk, svo sem áburður og fræ. Eldurinn mun hafa kviknað vegna lélegs útbúnaðar á rafmagnsljósi. 60þús. bamajakk- ar til Rússlands FYRIR skömmu var undirritaður í Reykjavík samningur um sölu á 60 þúsund barnajökkum á Rúss- landsmarkað. Aðilar að samn- ingnum eru Iðnaðardeild S.I.S., og Prjónastofan Katla í Vík í Mýr- dal, Dyngja á Egilsstöðum og sam- band sex prjónastofa á Norður- landi. Þetta er fimmti samningur- inn, sem gerður er á milli þessara aðila um sölu á þessari flík, sem upphaflega var hönnuð fyrir Kötlu í Vík í Mýrdal. — Atli Heimir Framhald af bls. 32 sjálfur hér á Islandi veturinn 1973. Verkið samdi ég i Kanada, en þar dvaldi ég sumarið 1972 við gerð eletrónískrar tónlistar. Þá barst það í tal, að ég skrifaði flautu- verk fyrir Aitken, sem er mikill Islandsvinur og hefur oft komið hingaó. Eg vann undir mikilli pressu við að Ijúka við verkið og segja mátti að siðustu nótnablöðin væru blaut þegar hann frumflutti verkið. Hann varð svo veðurtepptur hér og missti af mörgum tónleikum, sem hann hafði verið búinn að ráða sig á.“ Þetta er i sjötta sinn, sem tónlistarverðlaunum Norður- landa er úthlutað eins og fyrr segir. Áður hafa fengið þau: Karl-Birger Blomdahl, Svíþjóð (1965), Joonas Kokkonen, Finnlandi (1968), Lars Johan Werle Svíþjóð (1970), Arne Norheim, Noregi (1972), og Per Norgaard, Danmörku (1974). Að þessu sinni komu verk 10 tónskálda fyrir dómefndina, tveggja frá hverju landi. Auk Atla Heimis Sveinssonar var lagt fram fyrir Islands hönd verk Leifs Þórarinssonar," Angelus Domini", fyrir sópransóló og kammerhljóm- sveit. Fulltrúar Islands í dóm- nefndinni voru Árni Kristjáns- son og Páll Pálsson. — Krafla Framhald af bls. 32 voru jarðskjálftar tiðir, en mestar urðu hrinurnar þegar nýjar eld- stöðvar fóru í gang eða þegar gosvirkni færðist í aukana. I Mý- vatnseldum kom upp 0.7 km1 af gosefnum og hraunin þekja um 35 kml lands. Gos f Leirhnjúk 1746: Hinn 10. júlí 1746 urðu snarpir jarðskjálft- ar í Mývatnssveit samfara litlu eldgosi í Leirhnjúk. Sveinagjárgos 1875: Frá miðj- um desember 1874 varð vart við jarðhræringar i Mývatnssveit með sterkum kippum inn á milli. Litið gos hófst síðan í Sveinagjá 18. febrúar 1875 og stóð sú hrina stutt. Siðan komu stærri goshrin- ur 10. marz, 4. april og 15. ágúst sama ár. Magn gosefna varð 0.3 kmx og flatarmál hrauns 28 km? Jarðskjálftar fundust öðru hverju allan gostimann, en sumir þeirra gætu hafa stafað frá eldsumbrot- um i Öskju í Dyngjufjöllum fyrri hluta árs 1875. Jarðskjálftahrinan, sem hófst 20. desember 1975 samtimis smá- gosi við Leirhnjúk, stendur enn og er mjög sambærileg jarð- skjálftahrinunum, sem fóru á undan gosinu i Sveinagjá 1875 og fylgdu Mývatnseldum 1724— 1729. I Mývatnseldum liðu rúm tvö ár frá fyrstu byrjun gossins í Leirhnjúk þar til mikið hraun- rennsli hófst. í Sveinagjárgosi liðu tveir mánuðir frá því að jarð- skjálftahrinan hófst og þar til gos- virkni byrjaði, en verulegt hraun- rennsli hófst svo þrem vikum síð- ar . . . Langvarandi jarðskjálftahrin- ur eða snarpir jarðskjálftakippir hafa ekki orðið á Mývatnssvæð- inu, svo vitað sé, nema sem und- anfari eldgosa og samtfmis þeim. Hins vegar er vitað um mikla jarðskjálfta í Axarfirði og Keldu- hverfi á liðnum áratugum og öld- um, þótt ekki hafi gosið þar á söglulegum tíma. I ljósi þessara staðreynda verð- ur að telja verulegar Iíkur á því, að gos taki sig upp aftur á Mý- vatnssvæðinu. Liklegast er að slíkt framhald eldsumbrota yrði á gossprungunni sem liggur um Leirhnjúk suður í Bjarnarflag. Við teljum þvi óráðlegt að halda áfram framkvæmdum við Kröflu- virkjum öðrum en þeim, sem stuðla að verndun þeirra mann- virkja sem þegar hefur verið fjár- fest i, meðan jarðskjálftahrinan, sem hófst 20. desember 1975, stendur yfir. Virðingarfyllst Eysteinn Tryggvason, dósent Sigurður Þórarinssoi^ prófessor Sigurður Steinþórsson, dósent Þorleifur Einarsson, prófessor Morgunblaðið ræddi í gær við Gunnar Thoroddsen um álitsgerð sérfræðinganna og spurði hann hver viðbrögð stjórnvalda við henni yrðu. „Mér barst í gærkvöldi þessi álitsgerð frá fjórum sérfræð- ingum i jarðvísindum við Raun- visindadeild Háskóla Islands, þeim prófessor Sigurði Þórarins- syni, prófessor, Þorleifi Einars- syni, prófessor, og dósentunum Eysteini Tryggvasyni og Sigurði Steinþórssyni," sagði iðnaðarráð- herra. „Strax eftir að mér barst þessi álitsgerð ræddi ég málið nánar við Þorleif Einarsson, pró- fessor. Hingað til hefur aldrei legið fyvir álitsgerð um atburðina fyrir norðan, heldur aðeins laus- leg samtöl í fjölmiðlum við ýmsa sérfræðinga, og þá stundum komið nokkuð óljósar umsagnir og spár. Ég taldi þess vegna mikinn feng í þvi að fá þannig skriflega álitsgerð frá þessum fjórum ágætu vísindamönnum." Gunnar kvaðst á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun hafa skýrt ráðherrunum frá þessari álits- gerð. „Ég gerði einnig strax ráð- stafanir til þess, að hún yrði kunngerð þeim aðilum, sem málið skiptir mest, svo sem Almanna- varnaráði, oddvita Skútustaða- hrepps, orkumálastjóra, formanni Kröflunefndar og formanni og framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar. Fyrir nokkru hef ég beðið Orku- stofnun, Kröflunefnd og fleiri aðila um greinargerð og tillögur varðandi framkvæmdir við Kröflu og eru þær væntanlegar næstu daga. I stórum dráttum standa málin þannig' nú, að við Kröflu standa aðeins yfir fram- kvæmdir til að styrkja þau mann- virki sem þar eru fyrir, m.a. ganga frá þaki stöðvarhússins og styrkja sjálft húsið. Vélar eru hins vegar ekki væntanlegar fyrr en með vorinu, og ekki hefur verið áætlað að hefja boranir að nýju fyrr en í vor.“ Ráðherra kvað sama máli gegna um háspennulínu milli Kröflu og Akureyrar. „Þetta er því í sam- ræmi við það sem vfsindamenn- irnir ráðleggja í niðurlagi bréfs- ins, að meðan jarðskjálftahrinan stendur yfir, verði aðeins unnið að þeim framkvæmdum við Kröfluvirkjun, sem stuðla að verndun þeirra mannvirkja, sem þegar hafa verið reist.“ Þá sagði iðnaðarráðherra, að enda þótt Kröfluvirkjun væri mikilvæg vegna hins mikla orku- skorts á Norðurlandi, þá væri aðalatriðið í dag sú hætta, sem steðjaði að byggðinni í Mývatns- sveit og að mannvirkjum í Bjarnarflagi, svo sem Kísiliðj- unni. — Botn Mývatns Framhald af bls. 32 bornir saman kemur þetta greini- lega fram. Vatnshæó Mývatns er alltaf sýnt í ritinu Orkumál og sagði Sigurjón, að þeim sem hana þekkja, ætti að vera ljóst hve vatnsborð Mývatns sveiflast mikið eftir vindstöðu. Getur orðið 80—90 sm mismunur milli norð- ur- og suðurflóans. Heimildamenn Sigurjóns sem lesa á fastamerkin við vatnið, eru Hallgrímur og Einar í Vogum, Steingrímur og Haukur á Gríms- stöðum, Dagbjartur í Alftagerði og Árni Gíslason á Laxárbakka, sem gefur upplýsingar um lokuna við Geirastaði. Sigurjón hefur svo fengið blöðin úr síritandi mælun- um og borið allt saman. — Uppgjöf Framhald af bls. 1 vegi. I fréttinni segir síðan að „Bretar hafi haft alþjóðleg lög mér sér í deilunni en stjórnin hafi ■ gert sér grein fyrir að heimurinn liti svo á að þorska- stríðið væri tilraun stórveldis til þess að níðast á 200.000 manna þjóð — álíka mörgu fólki og býr í einu hverfi Lund- úna.“ Daily Mirror, sem túlkar oft skoðanir Verkamannaflokks- stjórnar Harold Wilsons for- sætisráðherra, birtir fréttina einnig á forsíðu. Fyrirsögnin á fréttinni hljóðar „Flotinn hætt- ir þorskastríði" og í undirfyrir- sögn segir: „Togaramenh for- dæma svik.“ I frétt Daily Mirrors er vitnað i talsmann brezka togarasam- bandsins sem segir: „Mannslíf gætu verið í hættu nema þvi aðeins að Islendingar hafi lofað að ráðast ekki á togarana. Við trúum því ekki að stjórnin mundi ofurselja togarana fall- byssubátunum. Það mundi nán- ast jafngilda því að senda mennina út í opinn dauðann." Blaðið bætir því við að aðrir togaramenn hafi sagt að þetta séu svik af hálfu brezku stjórn- arinnar. Daily Telegraph, sem er hægrisinnað blað, er eitt þeirra blaða sem birtir fréttina sem aðalfrétt en Guardian, sem er frjálslynt, The Times, óháð blað, og Financial Times, einn- ig óháð blað birta fréttina á áberandi hátt á forsíðum. Financial Times segir að Bretar hafi „beygt sig fyrir kröfu Islendinga um brott- kvaðningu brezka sjóhersins frá miðum sínum sem hafi ver- ið fyrirfram skilyrði fyrir því að viðræður gætu hafizt að nýju til að binda enda á „þorska- stríðið“.“ — Forsvarsmenn stéttarfélaga Framhald af bls. 5 engin af brezku togurunum eftir að herskipin voru kölluð út úr landhelginni. Ég hef alltaf óttazt að beiðni um að NATO miðli málum í deilunni leiddi til þess að samið yrði við Breta, en ég er andvígur samning- um við þá vegna þess að við höf- um ekki um neitt að semja eins og alþjóð er kunnugt um. • Ég lft einnig svo á að okkar samningamenn komist aldrei frá tilboðinu um 65 þús. tonn, hvað svo sem þeir segja, en það tilboð var með öllu óafsakanlega hátt á sínum tíma. Ef kemur til samn- inga verður um meira magn að ræða en 65 þús. tonn, en til þess má þó aldrei koma. Að undanförnu hefur starfað nefnd sem sjávarútvegsráðuneyt- ið skipaði til þess að ræða með hvaða hætti sé hægt að minnka sókn í þorskstofninn við landið. Hafi menn gert sér vonir um árangur af því starfi, verður hann enginn ef samið verður við Breta“. „EKKERT TILEFNI TIL UNDANSLATTAR." Björn Jónsson forseti Alþýðu- sambands Islands sagði: „Mér finnst út af fyrir sig ánægjulegt að Bretar skuli fara út fyrir 200 mílurnar með herskip sín, bara að það verði ekki leikinn sami leikur og áður þegar brezku togararnir fengu að fiska í friði. Ef stjórnvöld skipa varnarieysi, þykir mér þróunin miður, en ef varðskipin verða nýtt eins og eðli- legt er til varnar fiskveiðilögsög- unni, þá fagna ég, því án her- skipaihlutunarinnar getum við varið okkar landhelgi." „Var varðskipunum skipað að- gerðarleysi í sfðasta þorskastríði eftir að herskipin voru kölluð út úr landhelginni af Bretum?“ „Það var víst ekki opinberlega í síðasta stríði, en dómsmálaráð- herra þá hefur örugglega gert það, þvf það gerðist ekkert eftir það, ekkert var klippt og enginn togari tekinn. Það er þvf augljóst að skipanir hafa verið gefnar þá. Ég tel þessa ákvörðun Breta ekki gefa okkur neitt tilefni til undansláttar, en að öðru leyti er ákvörðunin ánægjuleg." „ÞORSKMAGNIÐ AÐEINS FYRIR ISLENDINGA." Jón Sigurðsson forseti Sjó- mannasambands Islands sagði: „Mitt álit í sambandi við 200 mílna útfærsluna hefur alltaf verið og er að það eigi enga samn- inga að gera við útlendinga. Sjó- mannasamband Islands gerði i sumar samþykkt þar sem ráðið var frá að gera nokkra samninga um veiðiheimildir við útlenda aðila. Svarta skýrslan var ekki komin fram formlega þá, en menn renndi i grun hvernig komið væri fyrir fiskstofnum okkar og það er ekkert til skiptanna og þvf ekkert um að semja. Það er t.d. álit fiski- fræðinga varðandi þorskinn að nú megi ekki veiða meira magn af honum en íslendingar veiddu sjálfir s.l. ár. Hitt er svo varðandi stöðuna í málinu nú eftir að Bretar hafa tilkynnt að kalla herskipin út, að ef þeir vilja eitthvað tala við okkur og við við þá, þá eiga þeir að koma hingað til viðræðna, en ekki að vera að setja sig á háan hest og kalla okkar menn út.“ — Samningar Framhald af bls. 5 ríkisstjórninni til að ganga frá bráðabirgðasamkomulagi við Breta. Var hún samþykkt á Al- þingi 13. nóvember með 53 at- kvæðum gegn 6, en einn sat hjá. Skv. samkomulaginu máttu Bretar veiða 130 þúsund lestir á ári við Islandsstrendur og frystiskip útilokuð af miðunum svo og 15 stærstu togarar Breta og 15 aðrir miðað vió fjölda brezkra skipa við veiðar hér við land 1971. Þá var samið um friðun fjölda svæða á vissum árstímum. Gerður var listryfir skip, sem veiðar máttu stunda við landið skv. samkomulaginu og samþykkt að strika skip, sem gerðust brotleg við samkomu- lagið, út af listanum. Lauk þar með f bili land- helgisdeilum Islendinga og Breta, en ósamið var eftir sem áður við V-Þjóðverja. — Viðbrögðin Framhald af bls. 19 með aðgerðir flotans. Hann benti á að meirihluti brezku þjóðarinnar, einkum fiskimenn byggi við lakari lffskjör en Is- lendingar. Hann sagði að hvers konar aflarýrnun, sem Bretar yrðu að samþykkja, mundi koma niður á atvinnuöryggi, einkum við Humberside og fleiri svæðum þar sem 25.000 manns ynnu störf tengd sjávar- útvegi. — Mögulegt Framhald af bls. 3 miðað við einn áfanga (uppruna- lega tillagan), tvo áfanga eða þrjá áfanga: 1976 1977 1978 Einn álangi 230 295 376 Tveir áfangar 280 280 360 Þrír áfangar 295 295 345 Ekki er mikill munur á þeim valkostum, sem miða við tvo eða þrjá áfanga, en sé stærð hrygn- ingarstofnsins höfð í huga, þá kemur í ljós, að tveir áfangar eru miklu betri kostur en þrír, þar sem ekki er gengið jafnnærri hrygningarstofninum. Hafrannsóknastofnunin vill þó taka skýrt fram, að hún hefur ekki breytt þeirri skoðun sinni, að hámarksafli sá, sem hún lagði til í skýrslu sinni frá 13. október s.l. og miðar að því að æskileg sóknar- minnkun sé tekin í einum áfanga, er það sem æskilegast er. Það skal ennfremur tekið fram, að þar sem ný vitneskja um styrk- leika árganganna og nýir ár- gangar bætast við stofninn á hverju ári, þá er nauðsynlegt að endurmat á æskilegum hámarks- afla fari fram arlega. Hafrannsóknastofnunin vill að lokum benda á, að ákvæði um hámarksafla er ekki nægjanlegt, ef ekki er samtímis beitt öllum tiltækum ráðum til þess að draga úr veiði smáfisks. Nauðsynlegt er að herða allt eftirlit með veiði- búnaði og má þar sérstaklega nefna klæðningu poka í botnvörp- um. Nýjustu rannsóknir stofn- unarinnar benda til þess að nauð- synlegt muni reynast að stækka riðil í botnvörpu, flotvörpu og dragnót verulega, jafnvel i 165 mm. Virðingarfyllst, Jón Jónsson (sign)“ — Leitað álits Framhald af bls. 3 dregin til baka, og væri það mikill áfangi fyrir Islendinga. Hins vegar ríkti nú algjör óvissa um það hvernig ástandið yrði á miðunum og hvað gerðist í viðræðum forsætisráðherra við Harold Wilson. Benedikt sagði, að um fram- haldið væri ekkert hægt að segja að svo komnu máli. Hann minnti á, að í fyrsta þorska- stríðinu, sem stóð í þrjú ár, hefði það komið fyrir, að Bret- arnir drógu skip sín til baka en þrátt fyrir það hefði deilan ekki leystst fyrr en um síðir. Kvaðst hann því telja rétt að bíða átekta þar til séð væri hvað fylgdi áþreifanlegt í kjöl- far þessarar brezku aógerðar. Benedikt sagði ennfremur, að Alþýðuflokkurinn hefði á sínum tíma tekið afstöðu á móti þýzku samningunum vegna þeirra upplýsinga sem lágu fyrir um ástand fiskstofnanna, og hann sagði að sér þætti afar ólfklegt að sú afstaða flokks hans ætti eftir að breytast meðan vísindamenn breyttu ekki áliti sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.