Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 13 Óþekkt inflúensu- veira í Finnlandi 1 Reuters-frétt frá Helsinki segir, að inflúensuvcira, áður óþekkt f Evrðpu, sé komin upp f Finnlandi. Hafi veira þessarar tegundar áður gert vart við sig I Astralfu, á Hawaii og f nokkrum Asfulöndum. Mbl. sneri sér til Ölafs Ólafs- sonar, landlæknis, og spurði hann álits á frétt þessari. Hann kvaðst fá skýrslur um farsóttir erlendis í viku hverri, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði, væri hér um að ræða veiru af A-stofni, sem flestar inflúensu- veirur hérlendis væru af. Því væru fleiri hér á landi ónæmir fyrir veiru þessari en veirum af öðrum stofnum. Hins vegar sagð- ist hann vita til, að veira þessi hefði gert var við sig í Bretlandi, en samkvæmt skýrslum þaðan væru um 40% íbúa ónæm fyrir henni þar. Landlæknir sagði, að menn veiktust ekki alvarlega af veiki þessari, að því er fram kæmi í skýrslum. Unnið áróðursstríð Stokkhólmi 20. jan — Frá fréttaritara Mbl. Baldri Hermannssyni. LANDHELGISMÁLIÐ hefur ver- ið mikið rætt f sænskum fjölmiðl- um að undanförnu. 1 ritstjórnar- grein í Dagens Nyheter f dag er til dæmis lýst áhyggjum vegna fyrirhugaðra sambandsslita Breta og fslendinga, en greinin er rituð áður en Bretar tílkynntu brottför herskipa sinna af ts- landsmiðum. Blaðið tekur sér- staklega fram að fslendingar hafi ekki við alþjóðalög að styðjast f þessu máli, og þess vegna fái sam- Fregnin um brottför flotansvekur athygliDana MORGUNBLAÐIÐ ræddi við Sigurð Bjarnason, sendiherra Islands f Kaupmannahöfn, og spurði um viðbrögð við fregn- inni um brottför flotans af ts- landsmiðum f Danmörku f gær. „Bæði Politiken og Berl- ingske tidende voru með frétt- ina á forsfðu í morgun. Fyrir- sögn Berlingske tidende var „tslenzkur sigur f þorskastrfð- inu“ og f Politiken var fyrir- sögnin „Bretar gefast upp“. Vegna þess hve seint fréttin barst f gærkvöldi var ekki fjallað ýtarlega um málið f blöðunum, heldur komu einungis fram efnisatriði, cn f útvarpinu hefur verið mikið um það rætt f dag og ljóst er, að þetta vekur hér mikla athygli," sagði Sigurður Bjarnason. bandsslitin ekki það mikilvægi, sem þau fengju ella. Auk þess væri hér um að ræða óráðlega og vafasama aðgerð. Gefið er í skyn í ritstjórnar- greininni að fslenzka ríkisstjórnin sé með sambandsslitunum í fyrsta lagi að láta undan pressu frá vinstri öflunum, og sé nú að halda þeim góðum, og ennfremur að með þessum aðgerðum sé verið að þrýsta á Bandaríkin i sambandi við NATO. Annars kemur fram í fréttum í öllum fjölmiðlum — og þetta hefur verið ein aðal fréttin í dag — að sambandsslitin muni hreinlega torvelda lausn deilunn- Landhelgismálið i heild hefur verið ein aðalfréttin í sænsku fjöl- miðlunum að undanförnu, og er það alveg greiniiega komið á dag- inn að Islendingar hafa unnið þetta áróðursstrið. Fréttirnar hafa að visu verið mjög hlutlaus- ar, en bæði orðalag og frásagnar- háttur er þannig að okkar mál- staður hefur verið dreginn fram. Oft er þó bent á að við höfum ekki alþjóðalögin okkar megin, og að útfærslan hafi verið einhiiða, en í fjölmiðlunum kemur greinilega í ljós að stefna íslenzku stjórnar- innar hefur engu að síður komið mjög vel út, hægfara aðgerðir, en þó mjög einbeittar og markvissar. ERLENT ERLENT Fyrsta Concorde-þota British Airways á Heathrow-flugvelli er hún var afhent félaginu fyrir skemmstu. Fyrsta áætlunarflug Concorde í dag í DAG hefst áætlunarflug hinnar hljóðfráu þotu, Concorde, sem Bretar og Frakkar hafa smíðað í sam- einingu. Tvær leggja af stað samtímis — önnur frá Heathrow-flugvellinum í Lundúnum og hin frá Charles de Gaulle flugvell- inum i París. Stjórnir Bretlands og Frakklands gerðu samning um smíði hljóðfrárrar far- þegaþotu árið 1962, og síðan hafa látlausar deilur staðið um hana. Fyrst í stað var deilt á þotusmíð- ina með tilliti til hins gífur- lega kostnaðar, en hann nemur nú um 486 milljörð- um íslenzkra króna. I seinni tíð hefur gagnrýnin einkum beinzt að hávaðamengun, sem þotan er talin valda. Sá aðili, sem hvað ötulast hefur gengið fram í þessari gagnrýni, er EPA, sem eru samtök bandarískra áhugamanna um umhverfisvernd. Samtökin telja lendingu þotunnar i Bandarikjunum „umdeilanlega og óæskilega“, en samgöngumála- ráðherra Bandaríkjanna, William Coleman, stendur nú andspænis ákvörðun um framtíð þotunnar í Bandarikjunum. Sú ákvörðun hefur mikla efnahagslega þýð- ingu. Fjórðungur allra flug- samgangna í veröldinni eru milli Evrópu og Bandaríkjanna, og verði ekki unnt að fljúga Con- corde á þeirri leið, er vafamál hvort smíði hennar skilar nokkurn tíma hagnaði. Búizt er við hörðum viðbrögð- um í Bretlandi og Frakklandi, leggi bandarisk stjórnvöld bann við lendingu þotunnar i Banda- ríkjunum, og nú þegar hefur franska verkalýðshreyfingin boðað sölubann á bandarískum iðnvarningi í Frakklandi, fái þot- an ekki lendingarleyfi. Flugvélaiðnaður Bandarikj- anna hefur yfirburði á heims- markaði, en þrátt fyrir það nemur halli þessarar iðngreinar þar vestra um 17 milljörðum íslenzkra króna á ári. Fái Con- corde lendingarheimild í Banda- ríkjunum er búizt við að hallinn aukizt enn um rúma 3 milljarða. Ýmsar bollaleggingar hafa verið um ástæðuna fyrir baráttu umhverfisverndarmanna gegn Concorde, og nýlega leiddi frétta- maður franska blaðsins Le Monde í Washington likum að þvi, að bandariskar flugvélaverksmiðjur og flugfélög ættu þar hlut að máli og legðu fram fé til baráttustarf- semi þessarar. Málstaður Islands kynntur íBandaríkjunum ogKanada í GÆR hófust umræður í öld- Aðspurður sagði Haraldur bjóði heim hættu varðandi málið væri litið á Islandi, bæði ungadeild Bandarfkjaþings um útfærslu bandarfsku fiskveiði- lögsögunnar f 200 mflur, en sfðastliðið sumar var frumvarp um einhliða útfærslu samþykkt f Fulltrúadeild þingsins. I samtali við Mbl. í gær sagði Haraldur Kröyer, sendiherra í Washington, að fyrir jólin hefði verið talið að mikill meirihluti þingmanna öldungadeildar- innar væri fylgjandi frumvarp- inu, en nú væri talið að ein- hverjir þeirra hefðu skipt um skoðun og teldu ekki heppilegt að Bandarfkin tækju einhliða ákvörðun í málinu. Vist er þó talið að meirihluti þeirra 100 þingmanna, sem sæti eiga i öld- ungadeildinni, greiði útfærsl- unni atkvæði. Kröyer sendiherra: — Það er búizt við að tals- verðar umræður verði í Öld- ungadeildinni um málið, og jafnvel talað um að einhverjir muni hafa uppi tilburði um „fílibuster", eða málþóf, til að tefja afgreiðslu. Ég held að það séu góðar líkur á því ennþá að frumvarpið um útfærsluna verði samþykkt í Öldungadeild- inni í þessari umferð. Síðustu tölur, sem við heyrðum fyrir jól, voru þær að það væru líkur á að allt að því 68 þingmenn greiddu atkvæði með frum- varpinu. En síðan er talið að nokkrir muni hafa helzt úr lest- inni og snúizt á það sveif, sem er sjónarmið utanríkisráðu- neytisins, að einhliða útfærsla möguleika á samkomulagi á alþjóða hafréttarráðstefn- unni.“ Haraldur Kröyer kvaðst hafa átt viðtal við Joseph Sisco að- stoðarutanrikisráðherra Banda- ríkjanna i utanríkisráðuneyt- inu á mánudag samkvæmt áætlun, til að útskýra málstað Islands í landhelgisdeilunni við Breta. Stóðu þær viðræður yfir f þann mund er James Callaghan utanríkisráðherra Breta var að ræða við Joseph Luns framkvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins í Briissel og ákveða heimköllun brezku herskipanna af íslandsmiðum. „Það var nú aðallega til að skýra fyrir Sisco sem bezt hversu alvarlegum augum af stjórnvöldum og almenningi, skýra andrúmsloftið og óska eftir hverjum þeim stuðningi, sem Bandaríkjamönnum væri fært að veita okkur,“ sagði sendiherrann. Hann kvaðst áætla að fara til Kanada síð- degis í dag, miðvikudag, og ræða málið við kanadísk stjórn- völd á fimmtudag, en vera kom- inn aftur til Washington fyrir vikuiokin. I lok samtalsins við sendi- herrann skýrði Þorsteinn Ingólfsson sendiráðsritari frá því að fréttir hefðu borizt um að umræður um útfærslu- frumvarpið væru hafnar i öld- ungadeildinni, en ekki væri búizt við atkvæðagreiðslu fyrr en á fimmtudag. Búizt er við ákvörðun banda- rískra stjórnvalda um lendingar- leyfi Concorde í Bandarfkjunum fyrir 5. febrúar n.k. Fyrsta reynsluflug Concorde fór fram árið 1969 og bæði Air France og British Airways telja flugið í dag fyrsta áætlunarflug hljóðfrárrar þotu, enda þótt hin fljóðfráa þota Rússa hafi verið i förum frá þvi fyrir síðustu ára- mót, en þá hófust reglulegir póst- og vöruflutningar með Tupolev 144 milli Moskvu og Alma Ata, höfuðborgar Kasakhstans. Á Vesturlöndum hafa þessir flutn- ingar þotunnar vakið grunsemdir um að ekki sé allt með felldu, þvf að kostnaðurinn við slfkt flug hljóti að vera of mikill til að skila hagnaði. Þá er talið víst, að undir- búningi að smíði Tupolevþot- unnar hafi seinkað mjög þegar reynsluþota af þeirri gerð hrapaði utan við Paris árið 1973. Því sé hér um reynsluflug að ræða og þotan sé engan veginn fullbúin til notkunar. Concord-þoturnar, sem leggja upp frá Paris og Lundúnum kl. 12.30 i dag, fara til Rio de Janeiro og Bahrein við Persaflóa. Á leið- inni fer hraði þeirra fram úr tvö- földum hraða hljóðsins, þ.e.a.s. 2.200 kilómetra á klukkustund. Búizt er við þvi að mestmegnis verði það önnum kafnir kaupsýslumenn, sem muni fljúga með Concorde-þotunni, að minnsta kosti fyrst í stað, en far- gjöld með þotunni verða 10—15% hærri en fargjöld á fyrsta farrými venjulegra þotna. — Fastaráð NATO Framhald af bls. 1 fastafulltrúinn, David K. Bruce, sem hafi Iagt til að Luns reyndi að miðla málum. Brezkur talsmaður sagði að Tómas Tómasson sendiherra hefði fullvissað ráðið um að Geir Hallgrímsson forsætisráðherra mundi þiggja boðið um að fara til London. Hann bætti því við að formlegt boð yrði sennilega sent síðar um daginn. Brezki talsmaðurinn sagði að Is- lendingar hefðu ekki skuld- bundið sig til að hætta að trufla veiði brezku togaranna en flýtti sér að bæta þvi við að engar slíkar truflanir hefðu átt sér stað að undanförnu. Hann sagði að árekstur varðskipsins Ægis og Grimsby-togarans Lord Jellicoe hefði bersýnilega verið slys. Hann minnti á að Callaghan hefði sagt að ef áreitni yrði haldið áfram mundu brezku herskipin aftur taka upp verndarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.