Morgunblaðið - 23.01.1976, Side 3

Morgunblaðið - 23.01.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976 3 Miðja gosbeltis Kfvti ■ Myndaðist Island við landrek? Rætt við dr. Guðmund Pálmason jarðeðlisfræðing ,,Það er nokkuð mismunandi eftir því hvers konar rannsókn- ir um er að ræða. Jarðfræðileg kortlagning bætir liklega ekki Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikið verið rætt um hina svonefndu landrekskenningu. Meðal annars hafa verið hér rússneskir vísindamenn, sem hafa reynt að rannsaka hvort Island væri leifar af gömlu meginlandi, sem að nokkru leyti hefði sokkið í sæ eða hvort myndiin þess væri tengd landreki, eins og flestir vísindamenn hallast nú að. íslenzkir jarðeðlisfræðingar og jarðfræðingar hafa fylgzt nokkuð náið með þessum rannsóknum. Þeirra á meðal er Guðmund- „Hvert er mikilvægi þessara ur Pálmason, jarðeðlisfræð- rannsókna fyrir þekkingu ingur, forstöðumaður jarðhita- okkar á íslenzkri jarðfræði?" deildar Orkustofnunar, en hann sótti meðal annars ráð- stefnu sem fjallaði um sprungukerfi jarðar og haldin var i Síberíu á s.l. ári. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðmund sagði hann, að Rússarnir hefðu gefið bráða- birgðaskýrslur jafnóðum eða eftir hvert sumar, en alls voru þeir hérna þrjú sumur, árin 1971—1973. Hafa þeir látið hafa eftir sér, að Grænland og NV-Evrópa hafi verið eitt land fyrir 70 milljónum ára eða þar um bil. Guðmundur sagði i upphafi samtalsins, að í september s.l. hefðu hann og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur sótt ráðstefnu um sprungukerfi jarðar i Irkutsk i Síberiu. „Mér virtist eftir erindum rússnesku visindamannanna um rann- sóknir hér á íslandi, að það væru nokkuð skiptar skoðanir þeirra á meðal um hvor kenn- ingin væri réttari, — hvort Is- land væri leifar af gömlu meginlandi, sem að nokkru hefði sokkið i sæ, eða hvort myndun þess væri tengd land- reki, eins og flestir vísinda- menn hallast nú að.“ milljón árum þessa timabils eða þar um bil.“ „Telur þú, að Island hafi orðið til á þann hátt, sem land- rekskenningin gerir ráð fyrir?“ „Fyrir mitt leyti er ég sann- færður um að Island hafi mynd- azt við landrek á þann hátt sem Iandrekskenningin gerir ráð fyrir. Hins vegar er það ljóst að þetta hefur ekki gerzt á jafn einfaldan hátt hér á landi og það virðist hafa gerzt á sumum úthafssvæðunum. Af einhverj- um ástæðum, sem eru litt þekktar, hefur gosbeltið hér á landi hoppað til hliðar öðru hverju. Þetta á ekki við bara um Island. heldur einnig Tilvist jarðhitasvæðanna tengd landrekinu og nýmyndun jarðskorpunnar í gliðnunarbeltinu miklu við þá þekkingu, sem við höfum frá innlendum jarðfræð- ingum. Hins vegar eru ýmsar mælingar á rannsóknastofum, eins og t.d. mælingar á varma- leiðni islenzkra bergtegunda, isótóparannsóknir og aldurs- ákvarðanir á bergi, að minu mati verðmætar því þær bæta nýjum upplýsingum við það sem fyrir var.“ „Hvað er Island talið vera gamalt og hve gömul eru lönd eins og Grænland og NV- Evrópa?" „Samkvæmt landrekskenn- ingunni byrjuðu Grænland og NV-Evrópa að gliðna í sundur fyrir um það bil 70 milljónum ára og eldgos fylltu jafnóðum upp í gliðnunina. Island er talið hafa myndazt á siðustu 20 svæðið norðan Jan Mayen. Ef gosbeltið væri þar sem ný jarð- skorpa hefur myndazt væri kyrrt á sama stað og ætti það alls staðar að vera miðja vegu milli meginlandanna. Norður af tslandi er núverandi jarð- skjálfta- og gosbelti hins vegar miklu nær Grænlandi en Nor- egi. Ilér á Islandi eru einstæðar aðstæður til að fyigjast í meiri smáatriðum en hægt er að gera annars staðar með þvi hvernig jarðskorpumyndun ásérstað." „Hvar á gliðnunin sér aðal- lega stað?“ „Hún á sér stað meira og minna yfir allt gosbeltið og eld- gos mynda nýja jarðskorpu, annars vegar í formi hrauna á yfirborði og hins vegar i formi innskota undir yfirborði. Sam- fara því að hraun leggjast á yfirborðið sígur jarðskorpan hægt og rólega niður á gosbelt- inu. Þá má það koma fram, að innskot, sem myndast undir yfirborði gosbelta, eru sá orku- gjafi, sem stendur undir varmaútstreymi háhitasvæða landsins, sem öll eru i gosbelt- inu. — Tilvist islenzku jarðhita- svæðanna er því mjög tengd landrekinu og nýmyndum jarð- skorpunnar í gliðnunarbelt- inu.“ „Þýðir landrekið, að Aust- firðir og Vestfirðir hafi eitt sinn náð saman?" „Að vissu leyti gæti svo verið, en þar kemur einnig fleira til greina". „Hvað er langt niður á hraun- kvikuna undir landinu?" „Ég hef gert á þvi nokkra útreikninga hvaða hitastig megi búast við undir ýmsum hlutum landsins, samkvæmt landrekskenningunni. Þessir útreikningar benda til þess, að undir gosbeltinu megi vænta bráðinnar hraunkviku á 5—10 kílómetra dýpi. Þegar fjær dregur gosbeltinu er dýpra á kvikuna, t.d. má búast við henni á 20 km dýpi í 150 km fjarlægð frá gosbeltinu." „Ef við snúum okkur litillega að Kröflusvæðinu. Er sá mögu- leiki fyrir hendi að gosið í Leir- hnúk hafi komið af mannavöld- um?“ „Það er ákaflega ólíklegt að boranir á þessu svæði hafi komið af stað hraungosi. Hins vegar virðist augljóst að gufu- gosið, sem varð síðar á Leir- hnúkssprungunni, hafi haft áhrif á borholurnar. Menn velta því mikið fyrir sér, hvort hætta sé á sprengigosi við Kröflu svipað og var þegar Viti myndaðist þar 1875. Þótt menn viti ekki vel hvernig slíkt sprengigos verður, er liklegt, að það standi i sambandi við upp- hitun vatns í jarðhitasvæðinu með kvikuinnskotum, þannig, að gufuþrýstingurinn getur sprengt leir upp. Ef þessi skýr- ing sprengigosa er rétt má búast við að stóra gufuhoian á svæðinu dragi eitthvað úr þeirri hættu, sem kann að vera á sprengigosi við Kröflu. Þessi stóra gufuhola, sem nú er óbeizlanleg, virkar nú með öðrum orðum sem öryggis- ventill." — Þí). Þróunaraðstoð íslands um hálft promill þjóðartekna Frá blaðamannafundi með stjórn Aðstoðar Islands við þróunarlöndin. STJÓRN Aðstoðar íslands við þróunarlöndin hefur nú birt skýrslu um starf sitt. Þar kemur m.a. fram að áætlað er að aðstoð íslands við þróunarlöndin muni nema um 100 millj. í ár. Eru þá meðtalin framlög til margra stofnana innan Sameinuðu þjóðanna sem mörg hver eru skylduframlög. Á Alþingi árið 1971 voru sam- þykkt lög um aðstoð íslands við þróunarlöndin Kemur þar m.a fram að stefnt skuli að því að ná sem fyrst þvi marki sem S Þ samþykktu, að framlög næmu 1% af þjóðartekjum. Þessu marki hafa íslendingar hvergi nærri náð Fáar þjóðir hafa náð þessu marki alveg Sviar hafa þó komizt svo hátt í ár er áætlað að þjóðartekjurnar nemi amk 15 milljörðum kr Framlag íslands er þvi varla nema um hálft promill Öllu alvarlegra telst þó að íslendingar þiggja jafnan jafnmikið eða meira úr sjóðum S Þ Þeir fjármunir sem veittir hafa verið til Aðstoðar íslands við þróunarlöndin hafa svo til óskiptir runnið til samnorræns verkefnis í Tanzaniu og Kenya. Sú aðstoð sem Norðurlöndin veita þessum löndum hófst um 1960 ísland gerðist þó ekki aðili að sliku samstarfi fyrr én 1973 Sú aðstoð sem Norðurlöndin veita er einkum á sviði hagfræði og við skiptafræði I Kenya starfa nú um 46 manns að verkefninu, þ á m 7 íslendingar í Tanzaniu eru um 30 manns, þ á m tveir íslendmgar Hafa þeir íslendingar er þarna starfa getið sér mjög gott orð fyrir góð störf Stofnunin Aðstoð íslánds við þró- unarlöndm telur að vel hafi til tekist með val á verkefnum og löndum Bmdur stofnunm miklar vonir við að geta haldið áfram á sömu braut en til þess að svo megi verða þarf fjárframlag til aðstoðarinnar að auk- ast Að öðrum kosti næst ekki það takmark að veita 1 % til þróunar- landanna í núverandi stjórn Aðstoðar ís- lands við þróunarlöndin sitja Ólafur Björnssön prófessor, formaður nefndarinnar, Ólafur Einarsson menntaskólakennari, Jón Kjartans- son forstjóri, dr Gunnar Schram prófessor og Pétur Einarsson laga- nemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.