Morgunblaðið - 23.01.1976, Side 7

Morgunblaðið - 23.01.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976 Gylfa þáttur Gíslasonar Alþýðublaðið fjallar I leiðara I gær um fund 18 evrópskra jafnaðarmanna- flokka, en forystumenn þeirra þinguðu I Hel- singjaeyri um sl. helgi. Blaðið segir: „Gylfi Þ. Gíslason var fulltrúi Alþýðuflokksins á þessum fundi, og notaði hann tækifærið til að ræða landhelgismálið við Wilson og Callaghan (full- trúa brezkra jafnaðar- manna), auk ráðamanna annarra landa. Lagði Gylfi megináherzlu á einingu þjóðarinnar I þessu máli og rökstuddan ótta ís- lendinga við eyðileggingu fiskstofna, svo og þýðingu þess fyrir afkomu þjóðar- innar. . „ Vafalaust hafa viðræð- ur við Gylfa styrkt Wilson og Callaghan í þeirri ákvörðun, sem tilkynnt var eftir fund þeirra og Joseph Luns í Brussel, þess efnis, að Bretar Gylfi Þ. Gfslason mundu draga herskip sfn út úr 200 mflna fiskveiði- lögsögunni. Þessi ákvörð- un þeirra er, eins og brezka útvarpið sagði, „móralskur sigur" fyrir ís- lendinga, þótt enn sé of snemmt að spá um fram- hald málsins." Brezka jafnaðarmanna- stjórnin hefur verið ís- lendingum óþægur Ijár í þúfu í viðleitni til vernd- unar þverrandi fiskstofna og skynsamlegrar nýting- ar þeirra auðlinda, sem velferð þjóðarinnar f bráð og lengd er undir komin. Ekki vefst fyrir neinum, sem þekkir framvindu mála, að afskipti Joseph Luns og Atlantshafs- bandalagsins, samhliða markvissum og grunduð- um aðgerðum fslenzkra stjórnvalda, hafa mestu ráðið um sfðustu viðbrögð Breta, heimköllun her- skipa og beiðni um nýjar viðræður, og er illskiljan- legt hvers vegna Alfreð Þorsteinsson getur ekki viðurkennt það f Tfman- um f gær, eða er hann Ifka orðinn viðhlægjandi kommúnista? Engu að sfður ber að fagna þeim afskiptum, sem Alþýðu- blaðið segir Gylfa Þ. Gfslason hafa haft af þessu máli. Ekki skal f efa dregið, að hann hefur gert sitt til að hafa jákvæð áhrif á flokksbræður sfna, Wilson og Callaghan. Af- skipti Gylfa Þ. til lausnar deilunni vekja þvf verð- skuldaða athygli. Ábyrgur málflutningur Magnúsar Torfa Vlsir segir I leiðara sl. þriðjudag: „Stjórnmðla- spennan hér innanlands sfðustu vikurnar hefur eðlilega komið ýmsum úr jafnvægi. stjórnmála- mönnum jafnt sem öðr- um. Yfirleitt hafa stjórnar- andstæðingar. hverjir sem þeir eru. reynt að hagnýta sér sllkt ástand með þvl að ala ð æsingum. Sam- kvæmt lögmáli stjóm- málallfsins hefur það verðið talið vænlegast fyr- ir stjórnarandstöðu að bregðast þann veg við. Það vekur þvl óneitanlega nokkra athygli. þegar stjórnmálamenn I stjórn- arandstöðu láta ekki beygja sig undir þetta hefðbundna lögmál. Visir v i II I þessu sambandi benda á yfirlýsingu Magn- úsar Torfa Ólafssonar I út- varpinu sl. sunnudags- kvöld.. . . Það er vert sér- stakrar eftirtektar, að hann taldi ekki rétt að hlaupa til og segja landið út Atlantshafsbandalag- inu, vegna landhelgis- átaka við Breta. Rétt er að taka fram, að hann itrekaði andstöðu slna við aðild fslands að þvl. og þar greinir hann á við þetta blað. En hann vildi að afstaða til þess yrði tekin út frá öðrum for- sendum en landhelgis- átökum." Rök- og háttvísi Þjóðviljans — eða „drullu- , kökubakstur” Alkunn háttvfsi og rök- hyggja Þjóðviljans kemur einkar glöggt fram f leið- ara blaðsins f gær, þar sem segir m.a.: „Geir Hallgrfmsson er einhver óheiðarlegasti og óheil- asti stjórnmálamaður sem setið hefur f ráðherrastóli á íslandi og er þá langt til jafnað. En hann stendur með dyggum stuðningi samráðherra sinna úr Framsóknarf lokknum jafnt sem Sjálfstæðis flokknum." Það er nú svo. Það er e.t.v. munur á að eiga til samanburðar slfka Pravda („sannleikans") menn sem Lúðvfk Jósepsson og Ragnar Arnalds! Þau málefnalegu rök, sem í þessum orðum Þjóðviljans felast, tala skýru máli, hrópa raunar átakanlega staðreynd, sem óþarfi er að undirstrika frekar. Hér er sum sé kominn dæmi- gerður Þjóðvilja málflutningur og „drullu- kökubakstur." Það er hægt að gera stórkostleg ^ kaup á útsölunni í Herrabúðinni næstu 4 daga. Lítið við og takið konuna með. Buxur frá 650.— Blússur frá 990.- Peysur frá 800.- Herraskyrtur frá 700.- Sloppar frá 900.- Náttkjólar frá 595.- Handklæöi frá 345.- Regnkápur frá 1 1500.— Flauelsjakkar frá 995.- BUTASALA Mhuð IISK SKEIFUNN115 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? to Þl Al'GLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIT.LYSIR I MORGLNBLAÐIM Aðalstræti 9, sími 14470 Rýmingarsala Verið að rýma fyrir nýjum vörum. Opið föstudag til kl. 10 e.h. Siðasti dagur laugardagurinn 24. janúar. Allt nýlegar, fallegar vörur. Komið, gerið góð kaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.