Morgunblaðið - 23.01.1976, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1976
Undanhald
frá Angola
Lusaka, 21. janúar. AP.
SUÐUR-afrískir hermenn og hermenn frelsishreyfinganna FNLA og
Unita, sem eiga f höggi við marxistahreyfinguna MPLA, eru á undan-
haldi f Angola eftir vfðtæka árás MPLA samkvæmt heimildum f
Zambfu.
Bæirnir Cela, Santa Como og
Amboiva í miðhluta landsins hafa
fallið fyrir herliði MPLA undan-
farna daga samkvæmt fréttum,
sem hafa borizt frá Angola, og
liðssveitir hreyfingarinnar munu
nú vera um 150 km frá bænum
Nuambo, sem áður hét Nova
Lisboa og hefur nýlega verið
valin höfuðborg andstæðinga
MPLA.
Talið er að MPLA hyggi á stór-
fellda sókn suður á bóginn og ætli
með henni að gersigra Unita sam-
kvæmt þessum fréttum.
Bandarfskir leyniþjónustu-
starfsmenn segja, að þeir hafi í
„Yfir-
leitt
hvergi
nema
yinsemd
og
skiln-
mgur
— segir Pétur
Thorsteinsson
PtTUR Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri skýrði frá því í
samtali við Morgunblaðið í
gær, að í viðræðum sfnum í
þeim löndum, sem hann hefur
heimsótt til að kynna málstað
lslands, hefði komið fram
„mjög mikil vinsemd og skiln-
ingur — yfirleitt hvergi nema
vinsemd og skilningur“.
Hann kvaðst hafa átt viðtal í
gær ásamt sendiherra Islands í
Paris við Sauvignac, utanríkis-
ráðherra Frakklands, fyrir há-
degi og síðari hluta dags við
ráðuneytisstjórann í franska
utanrikisráðuneytinu, de Cour-
sel, og fara í dag, föstudag, til
Luxemborgar til viðræðna við
forsætis- og utanríkisráðherr-
ann þar.
Síðan kvaðst Pétur Thor-
steinsson halda heimleiðis á
laugardag og ekki fara til
þeirra landa sem eftir væru,
Belgíu og Hollands, vegna
þeirrar breytingar, sem hefði
orðið þegar Bretar ákváðu að
kveðja herskipin burtu af Is-
landsmiðum. Til Parísar kom
Pétur frá Portúgal þar sem
hann sagði að málstaður ís-
lands hefði fengið mjög góðan
hljómgrunn eins og i öllum
þeim löndum sem hann hefur
heimsótt í ferðinni.
„Ég get ekki annað sagt en að
alls staðar rikir mjög mikill
skilningur á málstað okkar.
Ýmsir þeir utanríkisráðherrar,
sem ég hef talað við, hafa sagt
að þeir muni gera það sem þeir
geta í þessu máli,“ sagði Pétur
Thorsteinsson.
dag fengið fréttir um að suður-
afriskum hersveitum hafi verið
skipað að hörfa frá Angola og
telja ástæðuna þá, að almenn-
ingur í Suður-Afríku vilji ekki að
Suður-Afríka dragist meir inn i
borgarastríðið.
1 Suður-Afríku er talið að tefla
verði fram mjög öflugu herliði í
Angola ef takast eigi að vega upp
á móti þeim þúsundum kúb-
anskra hermanna, sem berjast við
hlið MPLA, sem auk þess ræður
yfir fjölda skriðdreka, eldflauga
og þyrlna, sem hafa auðveldað
sókn herliðs hreyfingarinnar.
Tálið er að verðmæti þeirra her-
gagna, sem MPLA hefur fengið
frá Rússum, nemi talsvert meira
en 100 milljónum dollara og að
alls berjist um 10.000 hermenn
frá Kúbu með hreyfingunni.
Umtalsverður árangur hjá
Kissinger og Brezhnev
Moskvu 22. jan. AP — Reuter.
BANDARlSKIR embættismenn skýrðu frá þvf f Moskvu f kvöld, að
umtalsverður árangur hefði orðið f viðræðum Henry Kissingers utan-
rfkisráðherra Bandarfkjanna og Leonids Brezhnevs aðalritara sovézka
kommúnistaflokksins undanfarna tvo daga um nýtt samkomulag f
SALT-viðræðunum, um takmörkun kjarnorkuvopna. Hins vegar mun
Kissinger hafa mistekizt að ná markmiði sfnu um grundvallarsam-
komulag um lausn allra deilumála, sem standa f vegi fyrir staðfestingu
bráðabirgðasamkomulagsins, sem gert var 1974 milli þjóðanna.
hafi byggt nýjar eldflaugar af SS
19 gerð í staðinn fyrir minni
flaugarnar áf SS 11 gerðinni og
þannig stækkað eldflaugar sínar
um 40%, þótt byrgjum hafi aðeins
fjölgað um 15%. Þetta framferði
Sovétmanna hafði sætt harðri
gagnrýni á Bandaríkjaþingi og
Kissinger sakaður um að hylma
yfir brot Sovétmanna á samkomu-
laginu frá 1974. Fundur þeirra
Kissingers og Brezhnevs stóð i 7
klst. A morgun ræðir Kissinger
við Grómýkó utanríkisráðherra
Sovétrikjanna um ýmis mál, áður
en hann heldur til Brússel til að
sitja þar fund utanríkisráðherra
NATO-ríkjanna.
Sagði háttsettur bandarískur
embættismaður, sem var við-
staddur viðræðurnar, að
samningamenn þjóðanna við
SALT-viðræðurnar i Genf myndu
nú hefjast handa við að ganga frá
atriðum samkomulagsins. Sagði
hann að Kissinger og föruneyti
myndu nú snúa heim til Washing-
ERLENT
ton til að skýra Ford forseta frá
gangi mála og sagði hann að óvíst
væri hvort nauðsynlegt yrði að
halda annan fund með Brezhnev
til að ganga frá samkomulaginu.
Sagði embættismaðurinn, að
Kissinger og Brezhnev hefðu náð
samkomulagi um skilgreiningu á
„þungri eldflaug", en ekki var
kveðið á um slíka skilgreiningu i
samkomulaginu frá 1974, þar sem
samþykkt var að hvor aðilinn um
sig mætti ekki búa yfir fleiri en
2400 slíkum eldflaugum og
sprengjuþotum. 1 samkomulaginu
var kveðið á um, að ekki mætti
auka fjölda byrgja, sem geyma
eldflaugar, um meira en 15%, en
bandariska leyniþjónustan
heldur því fram, að Sovétmenn
Níels P. Sigurðs-
son sendiherra:
„Reutersfrétt
ekki alls kostar
rétt eftir höfð”
London 22. janúar. Reuter.
NÍELS P. Sigurðsson, sendiherra
Islands i Lundúnum, sagði 1 sam-
tali við fréttamenn hér í
Lundúnum í dag, að Islendingar
gætu ekki undir nokkrum kring-
umstæðum hækkað tilboð sitt frá
þeim 65 þúsund lestum, sem upp-
haflega hefði verið boðið 1 við-
ræðum við Breta um
veiðiheimildir fyrir brezka fiski-
menn á lslandsmiðum á árs-
grundvelli, en nærri allur þeirra
afli er þorskur.
Hins vegar sagði sendiherrann,
að möguleiki væri á að komast að
málamiðlun um að Bretar fengju
að veiða meira af öðrum fisk-
tegundum en þorski. Ef brezki
markaðurinn tæki ekki við þess-
um tegundum, væri hægt að selja
aflann í Þýzkalandi og íslend-
ingar myndu siðan sjá Bretum
fyrir þeim þorski, sem Bretar
þyrftu á að halda auk þorskafla
eigin skipa. „Hvað það varðar að
auka þorskkvóta Breta, er slíkt
útilokað, það er ekki meiri þorsk
að hafa,“ sagði sendiherrann. Þá
sagði sendiherrann, að nýtt sam-
komulag gæti gilt í að minnsta
kosti 2 ár, en eftir það væri
hugsanlegt að hækka 65 þúsund
tonna markið, en þá myndu
Bretar hafa fengið eigin 200 míl-
ur og hugsanlegt væri að íslend-
ingar biðu upp á auknar veiði-
heimildir á gagnkvæmum grund-
velli. En gagnkvæmt samkomulag.,
þyrfti ekki að vera einskorðað við
fiskveiðar, Bretar gætu t.d.
hjálpað Islendingum við að auka
fjölbreytni efnahagslífs þeirra.
Framhald á bls. 31.
ísland vann
— segir Arbeiderbladet
Frá Guðmundi Stefánssyni,
Asi í Noregi.
„tSLAND vann“ hljóðar fyrir-
sögn á forystugrein 1 Arbeider-
bladet, málgagni norska Vcrka-
niannaf lokksins, og er þar
tekin afstaða með tslendingum
1 landhelgisdeilunni.
Norsku blöðin hafa fjallað
mjög ítarlega um gang málsins
stðustu daga og skrif þeirra
hafa yfirleitt verið vinsamleg
og hagstæð tslcndingum.
Ahugi manna f Noregi á land-
helgismálinu er meiri en áður
eftir sfðustu atburði og samúð
almennings með tslendingum
hefur greinilega aukizt.
Arbeiderbladet segir i for-
ystugrein sinni:
„Fyrra þorskastrfði tslend-
inga og Breta 1973 lauk með
sigri tslendinga, takmörkunum
á veiðikvóta Breta og raunveru-
legri viðurkenningu á 50 mflna
fiskveiðilögsögu tslands. A
þriðjudagskvöld unnu tslend-
ingar aðra þorskastrfðslotu
þegar James Callaghan
utanrfkisráðherra tilkynnti, er
fslenzka rfkisst jórnin hafði
formlega ákveðið að slfta
stjórnmálasambandi við Breta,
að nýjar samningaviðræður
gætu hafizt milli lslendinga og
Breta. Þær viðræður munu án
efa hafa f för með sér skerð-
ingu á veiðikvóta Breta og
raunverulega viðurkenningu
Breta á 200 mflna fiskveiðilög-
sögu tslands.
Brctar sögðu 24. nóvember
þegar þeir ákváðu að veita
togurunum herskipavernd, að
þeir gerðu það með harm f
huga eins og togararnir höfðu
boðið um með gleði f huga og
ákafa. Nú hafa Bretarnir kvatt
freigáturnar burtu en þeir eru
vonandi reynslunni rfkari.
Fiskurinn er tslendingum
langtum mikilvægari en Bret-
um — þar er beinlfnis um til-
veru Islcndinga að tefla.“
Bandaríkin og Spánn gera
nýjan herstöðvasamning
Madrid 22. janúar Reuter AP.
BANDARlKtN og Spánn náðu f
dag samkomulagi um nýjan
samning varðandi herstöðvar
Bandarfkjanna á Spáni. Gildir
samningurinn til 4 ára og er að
sögn spánskra stjórnvalda sfðasti
samningur þessarar gerðar, þar
sem Spánverjar vonast til að hafa
fengið inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið innan f jögurra ára.
Henry Kissinger utanríkisráó-
herra Bandaríkjanna er væntan-
legur til Spánar á laugardag til að
undirrita samkomulagið, en síðan
munu þing beggja landa fjalla um
það til endanlegrar staðfestingar.
Skv. samkomulaginu munu Spán-
verjar fá 1,2 milljarða Banda-
ríkjadollara í hernaðaraðstoð á
gildistíma hins nýja samkomu-
lags. Bandarikjamenn eru nú með
4 herstöðvar á Spáni og hafa þær
Framhald á bls. 31.