Morgunblaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976
Séra Einar Guðnason
í Reykholti - Minning
Fæddur 19. júlí 1903.
Dáinn 14. janúar 1976.
Ég ergöðum vini fátækari. Séra
Einar (iuðnason er látinn og nú er
honum þakkað allt hið göða, sem
hann gaf og kenndi. Frá barn-
æsku til fullorðinsára áttí ég sam-
fylgd með séra Einari í Reykholti.
Annríki hans var mikið á þeim
árum, við prestsstörf og kennslu i
Reykholtsskóla, en aldrei svo að
hann gæfi sér ekki tíma til að
spjalla við og uppfræða ungan
svein, sem oft leitaði samvista við
hann. Ilann hjó vfir miklum fröð-
leik og minnið svo óskeikult að
furðu gegndi. Ilann gaf svo mikið
af sjálfum sér og frá honum fóru
menn ríkari að mannkostum.
Séra Einar var svo övenjulega
góðm maður. Margar minningar
frá samfylgdinni leita á hugann
við fráfall hans, enda var hann
nærri á flestum stundum gleði og
sorgar. Með honum var gott að
gleðjast og auðveldara að mæta
sorginni. Með hljöðlátri virðingu
og þakklæti minnist ég þessa góða
manns og alls þess, sem hann var
mér og mínum, frá fyrstu kynn-
um í Reykholti. Frú Önnu,
Bjarna, Steinunni Önnu og Guð-
munji votta ég dýpstu samúð.
Birgir Þorgilsson.
Séra Einar Guðnason, pröfastur
í Reykholti, lézt á Landspítalan-
um 14. þ.m., 72 ára að aldri.
Hann var fæddur að Öspaks-
stöðum í Húnavatnssýslu 19. júlí
1903. Foreldrar hans voru hjónin
Guðni bóndi Einarsson og Guðrún
Jónsdóttir. Hann lauk embættis-
prófi í guðfræði 1929. Ari síðar
vigðist hann prestur að Reykholti
í Borgarfirði og gegndi því emb
ætti til 1973, er hann lét af störf-
um vegna aldurs.
+
EINAR VESTMANN,
lést í sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 2 1 janúar
María Einarsdóttir
og börn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR
Bólstaðarhlíð 32
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl 1 30
Óiafur Magnússon
Guðmunda Magnúsdóttir Guðmundur Jensson
Magnús Marteinsson Þorbjorg Möller Marteinsson
og barnaborn
+
Jarðarför bróður okkar
MATTHÍASAR MATTHÍASSONAR,
frá Grímsey,
fyrrv. deildarstjóra í Kron,
fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 24 janúar kl 10.30.
Anna Matthiasdóttir, Guðmundur Matthíasson,
Rannveig Matthíasdóttir, Agnes Matthlasdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi okkar
SIGURJÓN JÓNSSON,
Borgarvegi 16, Ytri-Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 24 janúar kl 2
Blóm og kransar afbeðmr.
Gunnar Sigurjónsson,
Hafsteinn Axelsson,
Hjördis Ólafsdóttir,
Reynir Ólafsson,
Ester Sigurjónsdóttir,
Ingunn Ingvarsdóttir,
Jóna Magnúsdóttir,
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Sigurpáll Aðalgeirsson,
Lovisa Guðmundsdóttir,
Haukur Helgason
og barnabörn.
+
Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og útför
ÁRNA ODDSONAR,
frá Refsstöðum.
Sérstakar þakkir til nágranna fyrir alla vinsemd á elliárum hans
Einnig þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun
Sigriður Árnadóttir,
Dagbjartur Dagbjartsson,
Jenný Franklinsdóttir
og systkini hins látna.
Lokað frá hádegi í dag
vegna jarðarfarar
GEIRS ÓLAFSSONAR,
bakara,
HNITBERG H.F.
Þegar sr. Einar hafdi verió eitt
ár í Reykhoiti tók héraðsskólinn
þar til starfa. Varð hann þegar
kennari við skólann og var það
alla sína embættistíð. Hann
kenndi einkum sögu, enda var
hann mikill sögumaðurog reyndar
sjór af fróðleik á svo mörgum
sviðum. Sýndi hann það m.a. i
spurningaþáttum útvarpssins
fyrir nokkrum árum, þegar hann
og félagar hans gengu með sigur
af hölmi eftir harða keppni.
Eftirlifandi kona séra Einars er
Anna Bjarnadóttir. dóttir dr.
Bjarna Sæmundssonar, fiski-
fræðings, hin mikilhæfasta kona.
Hún var kennari við skólann eins
og maður hennar, og samhentari
og samrýmdari hjön hef ég ekki
þekkt.
Þau eignuðust 5 börn, tvö
misstu þau kornung en hin þrjú
eru Bjarni, bæjarstjóri á Akur-
eyri, Steinunn Anna, ensku-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík, eins og móðir hennar
hafði verið áður en hún giftist, og
Gumundur viðskipta-
fræðingur.
Þau hjónin voru frábær-
lega gestrisin. Það var föst venja
hjá þeim að bjóða öllum
kirkjugestum inn á heimili sitt
eftir messu og veita rausnarlega.
Mun slíkt vera fátítt nú á dögum.
1 Reykholti var mikill straumur
ferðamanna á hverju sumri, inn-
lendra og erlendra. Þá er það að
prestshjónin gerast sjálfskipaðir
sendiherrar f Reykholti, séra
Einar var óþreytandi að fræða
gestina um sögu staðarins og
siðan var þeim ævinlega boðið inn
á heimili þeírra hjóna og veiting-
ar þegnar. Aldrei mun séra Einar
hafa fengið neina umbun fyrir
þennan höfðingsskap, enda ekki
farið fram á slfkt, en margur
hefur fengið fálkakross fyrir
minna.
Séra Einar var með afbrigðum
vinsæll af sóknarbörnum sínum,
enda var hann ávallt boðinn og
búinn til að leysa hvers manns
Barbara
Norwieh, 1. janúar 1976.
NÝTT ár hefur göngu sína. Það
bregður skugga fyrir. Ég held á
símskeyti í hendinni. Sfmskeyti
frá íslandi boða alltaf harma-
fregnir. í þetta sinn boðar það
dánarfregn vinkonu minnar;
Barbara Arnason listakona er
dáin. Því meira sem ég hugsa um
vanda ef hann mátti. Um það get-
um við hjónin borið. Þegar yngsta
barn okkar, nokkurra mánaða
gamalt, lá fyrir dauðanum,
hringdi séra Einar til okkar og
sagóist hafa heyrt í útvarpinu að
nýja meðalið penicellin væri
komið til landsins og byrjað að
reyna það á Landspítalanum.
Þetta varð til að bjarga lifi sonar
okkar og fyrir það stöndum við í
ævinlegri þakkarskuld við sr.
Einar.
Margar ánægjustundir áttum
við hjónin á heimili prests-
hjónanna í Reykholti. Síðastliðið
vor vildi svo til að vð vorum öll
samtímis á Heilsuhæli NLFI í
Hveragerði okkur til hvíldar og
hressingar. Þá hittumst við venju-
lega á hverju kvöldi, spiluðum
bridge og rifjuðum upp gamlar
endurminningar úr Borgarfirðin-
um, þar sem kunningsskapur
okkar sr. Einars hófst fyrir 45
árum.
Konu hans og börnum sendum
við hjónin innilegar samúðar-
kveðjur.
Magnús Ágústsson.
Arnason
það, því mun meira fullvissa ég
mig um að Barbara getur aldrei
dáið. List hennar lifir áfram. Um
aldaraðir geta nýjar og nýjar kyn-
slóðir notið verka hennar, en við
sem þekktum hana erum ríkari;
við geymum minninguna um ekki
einungis einstæða listakonu, held-
ur líka heilsteypta persónu,
hógværa, prúða, gáfaðayndislega
Geir Ólafsson
bakari — Kveðja
Fæddur 27. 12. 1909
Dáinn 16. 1. 1976.
Það skiptir aldrei máli hvort
skyldur eða vandalaus á 1 hlut,
þegar manni er sagt að valið góð-
menni sédáið, hafi lokið ævistarfi
sínu. 1 báðum tilvikum vekur slík
fregn sársauka og trega allra er
til þekkja. Ég veit að slik til-
finning gagntekur alia þá mörgu,
er lengri eða skemmri tíma
þekktu og kynntust Geira bakara,
eins og allflestir vinir og
kunningjar hans kölluðu hanr
dagiega.
Þaó er ekki tilgangur minn að
rekja æviferil Geirs Ólafssonar,
en ég er viss um það að vandi er
að finna þann mann. sem ekki
samþykkir þá staðhæfingu mina,
að hann var allt sitt líf og í starfi
sínu öllu, hvaða viðfangsefni sem
hann tók sér fyrir hendur, sér-
stakur maður, sérstæður persónu-
leiki einlægur svo af bar,
heiðvirður og trúr í Iífi og starfi,
hjálpsamur og fórnfús, hann
hugsaði ávallt seinast um sinn
eigin hag. Hann var valið
góðmenni, hans líkar eru þvi
miður alltof fáir meðal vor, þar
sem heiðarleiki trúmennska og
fórnfýsi eru höfuðþættir í lífi og
starfi til síðasta andartaks.
Geir Ölafsson vann undir minni
stjórn síðustu tvö æviár sín, til
síðasta ævidags. Hann sló ekki
slöku við þá frekar en endranær,
vistaskiptin fóru fljótlega fram.
Við kvöddumst glaðlega að
loknum starfsdegi, hinn 15.
janúar s.l., sjávarfalli síðar var
hann ekki lengur í lifenda tölu.
Ég þakka sjálfur og í nafni fjölda
annarra kunningja og vina Geira
bakara fyrir ógleymanleg áratuga
kynni, sem aldrei fyrnast. Ástvin-
um Geira votta ég einlæga samúð
við hið óvænta andlát hans.
Sigurvin Össurarson.
+
Móðir okkar,
GRÓA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR.
lézt að Elliheimilinu Grund, að kvöldi 20 þ m
Fyrir hönd bræðra minna,
Ástrfður Eyjólfsdóttir.
+
GUÐJÓN SIGUROSSON,
Jónshúsi, Garði.
lézt að Vífilsstaðaspitala 20 þ m
Anna Vigfúsdóttir,
Guðbergur Guðjónsson,
Una Guðmundsdóttir.
konu, sem auðgaði líf allra þeirra,
sem hún þekkti.
Það var gæfa Islands, að hún
festi rætur þar, gæfa Magnúsar
Árnasonar listamanns, að hún
felldi ástarhug til hans og valdi
hann sem lífsförunaut, gæfa
Vífils að eiga hana sem móður,
konu hans að eiga hana fyrir
tengdamóður. Ég votta þeim öll-
um mína dýpstu samúð, og mest
af öllu litlu sonarbörnunum, sem
fengu að njóta ömmu sinnar
alltof, alltof stutt.
Barbara stóð við hlið mina á
sorgarstundum og veitti mér
styrk og þrek. Ég þurfti aðeins að
senda henni hugskeyti til þess að
fá bréf frá henni. í þetta sinn
dugði það ekki fyrir jólin, hún
hefur þá háð sitt eigið stríð.
Ég krýp fyrir skaparanum og
þakka honum af alhug fyrir að
hafa skapað svona fullkomna
persónu. Forsjóninni er ég þakk-
lát að leiðir okkar mættust. Braut-
in er greið, framhaldið óhjá-
kvæmilegt. Minning hennar getur
aðeins boðað blessun.
Kristín Boulton
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fvrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fvrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt nteð greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu rnáli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með göðu
lfnubili.