Morgunblaðið - 23.01.1976, Side 29

Morgunblaðið - 23.01.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1976 29 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags • VIÐHALD HtJSA GAMLA FÓLKSINS. Kona frá Akranesi hringdi i sambandi við skrifin um gamla fólkið hér í dálkunum. Hún sagði að margt gamalt fólk, sem ætti heima i eigin húsnæði, ætti oft i miklum erfiðleikum með viðhald þess, þó ekki væri nema um smálagfæringar að ræða. „Sjálf get ég ekki aðstoðað neitt i þessum efnum,“ sagði hún, „en kem með þá tillögu að einhver félagasamtök skipuleggi sjálf- boðavinnu fólkinu til aðstoðar. Ég er viss um að margir myndu vilja leggja því hjálparhönd. Mörg af húsunum, sem þetta fólk býr í, eru orðin gömul og eru að grotna niður. Það hlýtur að vera gamla fólkinu þung raun að horfa upp á það, auk þess sem verðmæti eru að eyðileggjast. Ég vona að einhverjum þyki þessi tillaga verð íhugunar." • ÖXARFJÖRÐUR I ÖLLUM HEIMILDUM S.Sv. skrifar okkur itarlegt bréf um heitið Öxarfjörður. Vel- vakandi setti enga athugasemd í lokin, eins og hann telur, heldur flutti athugasemd G.Þ. áfram. En úr þessu hafa orðið mikil skrif, sem mikill áhugi er á . Hér er bréf S.Sv. Og er umræðum þá væntan- lega lokið: „I Velvakanda laugardaginn 17. þ.m. eru svo furðuleg skrif um nöfnin Öxarfjörður og Axar- fjörður að þau eru varla svara verð, en vegna lesenda Morgun- blaðsins verður ekki hjá þvi komizt að svara þessum skrifum fjarstæðu og þekkingarleysis. Hvaðan G.Þ. hefur þær upplýs- ingar að í Öxarfirði sé fjall sem heitir Öxi væri fróðlegt að fá vitneskju um, þvi þar er ekkert fjall með því nafni. (Öxi er til milli Skriðdals og Berufjarðar!). G.Þ. gerir tilraun til að færa sönnur á mál sitt með því að beygja- orðið öxi. Undarlegt má það teljast að það skuli hafa farið fram hjá honum að samkvæmt marg endurteknum upplýsingum málfræðinga mun eignarfall orðsins vera jafn rétt hvort heldur er öxar eða axar. Það kemur því að sjálfsögðu ekki til mála annað en nota hið uppruna- lega og rétta nafn á hið nú titt nefnda svæði í Norður- Þingeyjar- sýslu, — Öxarfjörð. 1 tslendingasögum er víða talað um Öxarfjörð — en hvergi Axar- fjörð — og væri freistandi að nefna nöfn þeirra og geta um blaðsiður, en sennilega þætti það Það var þegar ég sá mvndina í hlöðunum. Ég sá eftir að hafa ekki talað við hana, en maður er alltaf að rekast á gamla nemend- ur og ég veit eiginlega aldrei hverjir þeir eru. Og svo getur maður ekki dæmt um hvað þetta er gamalt fðlk. Það er erfitt að dæma um aldur fólks sem er yngra en maður sjálfur, sagði hún og brosti til Kurdens. Burden leit á listann. Nöfnun- um var raðað í stafrófsröð. Hann las: Lvn Anneslev, Joan Bertrant, Ulare Clarke, H'endv Diteham, Margaret Dolan, Margaret God- frey, Mary Henshaw, Jillian Ing- am, Anne Kellv, Helen Laird. Majoire Miller, Hilda Pensteman, Janet Frobyn, Fabia Rogers, Deidre Saehs, Diana Stevens, Winifred Thomas, Gwen Willi- ams, Yvonne Young. Undir nöfnin hafði verið skrif- að ungfrú Clare Clarke. — Mér þadti gantan að tala við ungfrú Clarke, sagði hann. — Hún býr I einbýlishúsi í Neetarine — skammt frá Stower- ton Road, sagði ungfrú Fowler. — Fabia er óvenjulegt nafn. sagði Burden seinmæltur. Myndin er frá Keldunesi f Öxarfirði eftir jarðskjálftann um daginn. Ljósm. Friðþjófur. of löng upptalning, enda auðvelt fyrir hvern og einn að ganga úr skugga um þetta sjálfur. 1 öllum opinberum skýrslum og skrám er að sjálfsögðu notað hið rétta nafn, t.d. í þjóðskrá, búnaðarskýrslum, fasteignaók og símaskrá og í rit- um þeim, sem Öxfirðingar sjálfir gefa út er auðvitað aðeins nótað Öxarfjörður. T.d. Árbók Þing- eyinga, Sagnaþættir Benjamfns Sigvaldasonar, Jökulsárgljúfur, hin nýútkomna bók Theodórs Gunnlaugssonar. í afmælisriti K.N.Þ. (1894—1944) er öxar- fjarðar víða getið og þar er nefnd Öxardeild, sem ein af deildum kaupfélagsins. G.Þ. er dálitið óheppinn þegar hann nefnir Viga-Glúmssögu máli sínu til stuðnings því þar er hvergi minnzt á Öxarfjörð og þá enn siður Axarfjörð. Það voru sár vonbrigði að lesa athugasemd Velvakanda í lok greinar G.Þ. þar sem hann vonar að blaðamenn og aðrir hætti að nefna Öxarfjörð sínu rétta, æva- forna og hljómfagra nafni, en noti heldur nafn það sem danir settu (e.t.v. í ógáti) á landabréf eitt. Ur tslendinga sögum. Land- námabók b.l. 173. Þeir settu öxi i Reistargnúp ok kölluðu því öxar- fjörð. Kristni saga. b.l. 257. Hann skirði marga menn f Þangbrands- læk i Öxarfírði. Grcttis saga. b.l. 28. Á þvi för Flosi útan ok varð aftrreka i Öxarfjörð. Ljós- vctninga saga. b.l. 8. Arnsteinn hét maðr, er bjó 1 Öxarfirði at HÖGNI HREKKVISI „Má ég biðja einhvern áhorfenda að aðstoða mig sem snöggvast?" „Asta og eldgosið í Eyjum” á færeysku og norsku Arið 1973 gaf Isafoldarprent- smiðja út barnabókina Ásta og eldgosið í Eyjum, eftir hjónin Rúnu Gísladóttur og Þóri S. Guð- bergsson. Listamaðurinn Baltasar myndskreytti bókina með 13 mjög fallegum litmvndum. Nú hefur bókin bæði komið út á færeysku og norsku. Haustið 1974 var hún þýdd á færeysku af Hönnu Lisberg, sem reyndar hef- ur þýtt margar ísl. bækur fyrr, en það var færeyska kennarafélagið, sem stóð að útgáfu bókarinnar. Nú í haust kom bókin út i norskri þýðingu Nils Johan Gröttems, en Luther forlag gefur bókina út. Rúna og Þórir hafa skrifað 18 bækur í allt. Ærlæk. Reykdæla saga ok Vfga- Skútu. b.l. 191. Hrói hét maðr. Hann bjó norðr i öxarfirði á þeim bæ, er heitir í Klifshaga. b.l. 194. Þeir Vémundr kögurr fara nú i Öxarfjörð ok yfir Jökulsá að ferju hjá Akrhöfða. Þorsteins saga hvita. b.l. 8. Þorsteinn reið útan eftir Öxarfirði ok í Bolungarhöfn. Vápnfirðinga saga. b.l. 23. Lýtingr var at fóstri i Öxarfirði. Brandkrossa þáttr. b.l. 317. Þor- steinn kvángaðist og þótti inn nýtasti bóndi ok jók sína ætt i Öxarfirði. Njáls saga b.l. 335. Þeir vænta sér ok liðs af Reykdælum ok Ljósvetningum ok Öxfirðing- um. b.l. 378. Guðmundr inn ríki ok Mörður Valgarðsson ok Þorgeirr skorargeirr sóttu þar at, er fyrir váru Öxfirðingar ok Aust- firðingar ok Reykdælir. Var þar allharðr bardagi." • LÍFGUNAR- TILRAUNIR G.F.J. skrifar. Ég minntist þess þegar ég las grein nýlega í Morgunblaðinu um lífgunartilraunir með blástursað- ferð, að ungri stúlku, hjúkrunar- nema auðnaðist fyrir nokkrum ár- um að blása lífi í lítið barn í Aust- urbæjarlauginni, sagði hún i lok samtals við blaðamenn ykkar eitt- hvað á þessa leið: — Mér fannst dásamlegt að þessi litla kunnátta mín skyldi verða að gagni og ég óska þess af einlægni að allir Is- lendingar ættu kost á að læra lífgunartilraunir. Lyklakippur Laugavegi 29, simar 24320 og 24321. 53^ S\G€A V/öGA £ *íiLVtWW LtlKLfóTAK- KIÚ&ÖOR Mó tLÍVA A9 VERA ^ins^ssam! WVlA VlÚN YÁI 6NÚ94 \ ÁLVAVEI6LUUNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.