Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 26. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Portugalskir smá- bændur létu undan Lissabon 2. febrúar — Reuter LEIÐTOGAR hersins f Portúgal hafa borið sigur úr býtum í viður- eign við þúsundir smábænda sem höfðu hótað að byrja að stöðva matvælaflutninga til Lissabon í dag. A fimm útifundum um landið allt í gær samþykktu bændurnir að hætta við „fæðu- umsátrið" til að gefa byltingar- ráði hersins tóm til að gera um- bætur á landbúnaðaráætlun fyrri ríkisst jórnar, sem hliðholl var kommúnistum, og gerð var fyrir níu mánuðum. En smábændurnir, sem flestir eru íhaldssamir, áskiidu sér rétt til að grfpa til „róttækra aðgerða" ef ekki yrði komið til móts við þá fljótlega, og þjóðnýtingaráform- um varpað fyrir róða. Hins vegar| komu hundruð leiguliða saman í borginni Oporto í Norður- Portúgal í gær og skoruðu á stjórnvöld að gera hið gagnstæða, — þ.e. að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar og afnema „léns- skipulag“ það sem þeir segja að ríkt hafi í landareignamálum Portúgals, fyrir 31. mars n.k. Átök í Sahara: Marokkó vill skióta mál- inu til SÞ, OAU og Arababandalagsins Lundúnum — 2. febr. — Reuter. MIKLAR deilur eiga sér nú stað milli Alsfr, Máritaniu og Mar- okkó vegna tilrauna til að drage úr spennu þeirri, sem rfkir vegna yfirráða yfir Vestur-Sahara og fosfatnámunum þar. Alsfrmenn halda þvf fram, að þeir hafi drepið um 400 manns úr liði Marokkómanna í þriggja daga bardaga f eyðimörkinni í síðustu viku, en Marokkómenn segja þetta staðleysu eina og halda því fram á móti, að þeir hafi unnið á um 200 Alsfrmönn- um áður en þeir hafi rekið lið þeirra á flótta. Forsætisráðherra Saudi Arabíu, Said A1 Feisal, hélt til Máritaníu i dag til fundar við Moktar Ould Daddah, forseta landsins, um málið. Einingarsamtök Afríkurikja (OAU) hafa lagt til að skipuð verði sáttanefnd með aðild Araba og fulltrúa frá samtökunum, að því er sagt var í Kairó í dag. Marokkó og Maritanía hafa tek- ið við stjórn Sahara með sam- þykki Spánverja, sem hafa nú lát- ið af stjórn landsins i andstöðu við Alsír, sem krefst þess að íbúar Sahara eigi að hafa sjálfsákvörð unarrétt um framtið landsins. Þjóðarflokkur Máritaníu, sem er eini stjórnmálaflokkurinn þar i landi, gaf út þá yfirlýsingu í dag, að væringar í Sahara að undan- förnu hefði komið Maritaníu i varnaraðstöðu en þrátt fyrir það mundu Máritaníumenn halda Framhald á bls. 14 Vetur konungur leikur sér að reykvfskum vegfarendum eins og köttur að mús þessa dagana. Þegar bjartsýnisfólk er farið að halda að hlákan sé komin, potar hann f það með hrammi sfnum, svona til að minna á hver það er, sem hefur völdin á þorranum. Berlinguer, leiðtogi ítalskra kommúnista: Þátttaka kommúnista óhjákvæmileg Róm 2. febr. Reuter. ÞATTTAKA kommúnista f ríkis- stjórn er óhjákvæmileg, ef Italfa á að komast yfir stjórnarkrepp- una og efnahagsörðugleika þá, sem við er að stríða, segir Enrico Berlinguer, leiðtogi ftalska kommúnistaflokksins, f viðtali, sem birt verður á morgun. Um leið lýsir hann þeirri skoðun sinni, að þátttaka kommúnista muni ekki leiða til kraftaverks f sjálfu sér, en segir jafnframt, að samvinna við flokk, sem hafi um þriðjung fylgis allra kjósenda f landinu og hafi þar að auki innan vébanda sinna meirihluta verka- fólks, sé óhjákvæmileg, eigi að takast að fleyta landinu í gegnum þann vanda, sem við sé að etja. I viðtalinu, sem birtist i fylgiriti ýmissa stórblaða i Evrópu, segir Berlinguer m.a. að flokkur hans hafi ekki áhuga á að ítalía dragi sig út úr Atlantshafsbandalaginu, þar eð það gæti stofnað „détente“ i hættu, en leggur um leið áherzlu á, að kommúnistar hafni öllum erlendum áhrifum á lif fólks i landinu og á ákvarðanir í innan- landsmálum. Peart, sjávarútvegsmálaráðherra Breta, við togarasjómenn eftir klippinguna í gæn Sýnið stiUingu og farið að fyrir- mælum íslenzku varðskipanna Lundúnum — 2. febr. — einkaskeyti AP til Mbl. 1 AVARPI sfnu til brezkra togarasjómanna á Islandsmiðum eftir togvfraklippinguna f gær, ráðlagði Fred Peart, landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálaráðherra Breta, sjómönnum að sýna stillingu, fara að fyrirmælum fslenzku varðskipanna og hffa, þegar og ef slfk fyrirmæli bærust frá varðskipunum. Hann bað sjómenn að halda ró sinni þar til svar fslenzku rfkisstjórnarinnar við tilboði Breta til lausnar deilMnni hefði borizt, — slfkt væri jafnt f þágu þeirra sjálfra sem brezku þjóðarinnar. I annarri yfirlýsingu ráðherr- I Austin Laing, framkvæmda- ans kom fram, að togvíraklipping- stjóri samtaka brezkra útgerðar- in drægi enn úr horfum á sam- manna, sagði, að atburðurinn á komulagi í fiskveiðideilunni. | miðunum í gær, bryti f bága við hið óskrifaða samkomulag um að- gerðarleysi meðan á samkomu- lagstilraunum stæði. Hann taldi, að víraklippingin kynni að fela í sér óformlegt svar við samnings- tilboði brezku stjórnarinnar. Þá sagði Austin Laing: „Þetta virðist heldur vonlítið ástand. Síðustu atburðir kunna að vera vísbending um synjun ts- lendinga á tillögum okkar og að þeir vilji heldur nota varðskip en venjubundnar diplómatískar Gervihnettir notaðir við gæzlu 200 mílnanna í USA? Washington 2. febrúar. Einkaskeyti til Mbl. frá AP: FRAMKVÆMD 200 mflna fisk- veiðilögsögu undan ströndum Bandarfkjanna krefst notkunar skipa, þyrla og flugvéla, og hugsanlega er fram Ifða stund- ir gervihnatta, að þvf er yfir- maður bandarfsku strandgæzl- unnar segir. Flugvélar, m.a. hæfar til langflugs, munu hafa eftirlitsflug yfir fiskimið og gera skipum strandgæzlunn- ar viðvart um staðsetningu fiskiskipa. Þyrlur frá skipun- um könnuðu sfðan veiðarnar og loks kæmu varðskipin á vett- vang og farið yrði um borð f fiskiskipin ef þurfa þætti til leitar og jafnvel töku. Auk þess héldu flugvélar uppi eftirlits- flugi yfir allri 200 mflna lög- sögunni til að fylgjast með skipum á leið inn fyrir mörkin og breytingum á veiðiháttum. Sfðar kynnu gervihnettir að verða notaðir til eftirlits og sambands. Þetta kom fram í vitnisburði Owen T. Silers, flotaforingja og yfirmanns bandarísku strand- gæzlunnar, fyrir viðskipta- nefnd öldungadeildarinnar á síðasta ári í yfirheyrslum sem voru undanfari atkvæða- greiðslunnar um 200 mflurnar, og fram fór i síðustu viku. Framkvæmd útfærslunnar verður að mestu í höndum strandgæzlunnar, sem gæti með samþykki leitað til allra ann- arra ríkisstofnana um þjónustu og útbúnað, þ.á.m. til flotans. Starfsmenn strandgæzl- unnar hafa heimild til að fara um borð og rannsaka öll fiski- skip innan lögsögunnar, hand- taka hvaða mann sem er með eða án handtökuheimildar og gera allan fisk og veiðarfæri upptæk. Héraðsdómstólar i Bandaríkjunum munu hafa lög- sögu í öllum slíkum málum og geta aðilar ef fundnir sekir átt yfir sér allt aó 100,000 dollara sekt og árs fangelsi. Siler sagði í yfirheyrslunum, að strandgæzlan væri að kanna nýjar aðferðir og ný tæki til notkunar við gæzluna, m.a. af- kastabetri skip, og hugsanlega fjarstýrðar flugvélar. Til að byrja með yrði að taka sex varð- báta úr geymslu og fá sex lang- flugsvélar og fjórar aðrar til gæzlustarfanna og myndi það kosta um 65 milljónir dollara. leiðir. En svo getur líka verið, að dómsmálaráðherrann sé að þessu upp á eigin spýtur. Hann er yfir- maður varðskipanna. Hann sagð- ist i gær ekki telja miklar líkur á samkomulagi. Við verðum að bíða þar til brezka stjórnin fær svar frá hinni islenzku, en þetta lítur ekki vel út.“ Tom Nielsen, talsmaður sam- taka yfirmanna á brezkum togur- um, sagði: „Við vissum hvað ger- ast mundi allan tímann. Þetta er ekkert, sem kemur okkur á óvart. 1 stað þess að segja hreint út að þeir vilji ekki semja, eða að þeir ætli ekki aó ræða samkomulag, hefja íslendingar áreitni. Þetta er fjandanum fáránlegra. Það er ekki nema ein leið og hana höfum við bent á frá upp- hafi, — að senda herskipin inn- fyrir og láta skipin okkar veiða. Við skiljum vel, að stjón- málamenn verði að fá að reyna, en nú er fullreynt að þeir fá engu áorkað. Það, sem við viljum, er að fá ótviræða yfirlýs- ingu islendinga um, að engir samningar séu i bfgerð, og þá er komið að flota hennar hátignar." „TROLLIN FARA INN OG UT, INN OG tJT...“ Lundúnablaðið Daily Mail sagði í gær, að „eftir yfirlýsingu Ölafs Jóhannessonar virðast litlar líkur á (að brezku tillögurnar fái) samþykki". The Sun sagði í leiðara: „Ríkis- stjórnin hefur verið að hika í þorskastríðinu alveg síðan það Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.