Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 7

Morgunblaðið - 03.02.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1976 Viðvörun vísindamanna Síðla janúarmánuðar sl. sendu fjórir sérfræðingar I jarðvísindum við Raunvís- indastofnun Háskóla Is- lands bréf til iðnaðarráð- herra, þar sem m.a. kem- ur fram, að „verulegar lik- ur séu á að eldgos taki sig upp aftur á Mývatns- svæðinu, og sé liklegast að slikt framhald eldsum- brota verði á gossprung- unni sem liggur um Leir- hnúk suður i Bjarnarflag. Telja þeir óráðlegt að halda áfram framkvæmd- um við Kröflu öðrum en þeim, sem stuðla að verndun þeirra mann- virkja sem fyrir eru. Sér- fræðingarnir fjórir, sem hér áttu hlut á máli, eru: Sigurður Þórarins- son. prófessor, Þorleifur Einarsson, prófessor, Eysteinn Tryggvason jarð- skjálftafræðingur og Sig- urður Steinþórsson jarð- fræðingur. Alitsgerðin rædd og kunngerð Iðnaðarráðherra kunn- gerði þegar þessa álits- Sigurður Þórarinsson. gerð rfkisstjórn, Almanna- varnaráði, oddvita Skútu- staðahrepps, orkumála- stjóra, Kröflunefnd, Kísil- iðjunni o.fl. viðkomandi. Áður hafði ráðherra beðið Kröflunefnd og Orku- stofnun og fleiri aðila um greinargerðir og tillögur varðandi framkvæmdir við Kröflu. Framkvæmdir þrátt fyrir náttúru hamfarir Einn af miðlimum Kröflustjórnar, Ragnar Arnalds, ritar grein i Þjóð- viljann, sl. sunnudag, þar sem fjallað er um fram- kvæmdir i Kröflu, þrátt fyrir náttúruhamfarir. Vitnar hann annars vegar i forsendur jarðfræðinga i skýrslum Orkustofnunar frá þvi i júni 1972, þar sem m.a. segir: ,,í Mý- vatnseldum fyrir tæpum 250 árum, voru aðal gos- in á Kröflusvæðinu. Þetta var allmikið gos og má e.t.v. álykta, að hlé verði á gosum um nokkrar aldir þar á eftir." Siðan er þess getið, sem að framan er sagt um viðvörun jarð- fræðinga nú, eftir gos i Leirhnúk og hugsanlegar likur á framhaldi þess; og síðan segir: „Ennþá er þetta hús aðeins fjórir veggir, 20 m háir og 70 m langir á annan veginn, svo og hálfkarað þak. Meðan þak, innveggir og milligólf hafa ekki verið steypt er húsið ekki nægilega traustbyggt til að þola allra hörðustu jarð- skjálfta. Húsið hefur þó ekki látið á sjá við þá skjálfta sem enn hafa komið. Þess vegna er gifurlega mikilvægt, að haldið sé áfram af fullum krafti að vinna við Ragnar Arnalds stöðvarhúsið, en full- steypt á húsið að þola jarðskjálfta. sem eru meira en 7 stig á Richter- kvarða, en það munu vera allra sterkustu jarð- skjálftar, sem orðið hafa hér á landi svo vitað sé." í eldfjallalandi Ragnar Arnalds segir að f eldfjallalandi séum við alltaf að taka vissa áhættu og varla geti verið ágreiningur um það „meðal þeirra, sem til þekkja, að rétt sé að halda f ramkvæmdum áfram við Kröflu fyrst um sinn og styrkja stöðvar- húsið, eins og unnt er." „Hitt er svo annað mál, að hæpið virðist að hefja niðursetningu véla eða vinnu við borun, fyrr en jarðskjálftahrinunni hef- ur slotað. Mikilvægustu ákvarðanir um fram- kvæmdir við Kröflu verða því ekki teknar fyrr en síðar í vetur eða með vori, og verðum við að vona, að þá hafi betur skýrst, hvort úr þessu verður nýtt gos eða ekki. Verði þessi um- brot dottin niður í vor, hljótum við að halda áfram við virkjunina. Það er sama áhættan og tekin var í Vestmannaeyjum. | Sumir segja að vísu, að Mývatnseldar standi lengi, eins og sjá megi af seinasta gosi fyrir hálfri þriðju öld. Hæpið virðist þó að draga miklar ályktanir af þessu eina stóra gosi, sem orðið hefur á þessum slóðum á sögulegum tíma, en talið er víst, að að á seinustu 3000 árum hafi aðeins orðið fimm gos í grennd við Kröflu." í hugleiðingum um hugsanlegt framhald goss á þessu svæði vitnar Ragnar í jarðvlsindamenn og segir: „Margir jarðvfs- indamenn telja, að Kísil- iðjan og Bjarnarflagsfyrir- tækin séu f meiri hættu vegna jarðelda en Kröflu- virkjun. Guðmundur Sig- valdason eldfjalla- fræðingur telur meiri hættu af völdum jarð- skjálfta en eldgoss á Kröflusvæðinu." STJORNUNARFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Aðalfundur SFÍ verður haldinn 5. febrúar n.k. að Hótel Sögu (Bláa sal) og hefst kl. 12:15. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk lagabreytinga. Gestur fundarins verður Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra sem flytur ræðu um hagræðingu í opinberri stjórnun. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og láta skrá nöfn sín á skrifstofu félagsins. Er reksturinn í lagi? Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í frumatrið- um rekstrarhagfræði dagana 9. —13. febrúar. Nám- skeiðið stendur yfir mánud. 9. febrúar kl. 14: —19:00, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15:30—19:00, miðvikudaginn 11. febrúar og föstu- daginn 13. febrúar kl. 14:00 — 19:00. Á námskeiðinu verður þátttakendum gefin innsýn i undirstöðuatriði rekstrarhagfræðinnar, sem fjallar um, hvernig nota megi framleiðslutækin á sem hagkvæmastan hátt. Gerð verður grein fyrir kostnaðarhugtökum, eftir- spurn og þáttum, sem hafa áhrif á hana. Sérstaklega er sýnt, hvernig finna má hagkvæmast verð og magn við mismunandi skilyrði. Leiðbeinandi er Brynjólfur Sigurðsson dósent ÞÁTTTAKA TILKYNNIST í SÍMA 82930. — tryggir nægan sogkrafl ★ Snúruvinda — dregur snúruna inn í hjólið á augabragði * Sjálflokandi — lætur vita þegar pokinn ©r fullur ★ Sjálfvirkur rykhaus rykhaus —- lagar sig að fletinum sem ryksuga á pokar — hreinlegt að skipta um þá. Léttbyggö - Lipur - Stöðug Verð kr. 42.900.— (Gildir til 1. marz). Sértilboð Eignist slíka vél með aðeins 10.000 kr. útborgun og kr. 6.000 á mánuði í sex skipti. V Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvorudeild S-86-111. Vefnaðarv.d. S 86 113 J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.