Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 03.02.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 Sighvatur Björgyinsson: Rannsókn verði hraðað eftir föngum — og hvorki sparað fé né fyrirhöfn SIGHVATUR Björgvinsson alþingis- maður kvaddi sér hljóðs útan dag- skrár í neðri deild Alþingis í gær, þar sem hann vék að meintum afskipt- um dómsmálaráðuneytis af rann- sókn svonefnds Klúbbmáls á árinu 1972 og hugsanlegum tengslum þess við önnur og umfangsmeiri mál, sem nú eru efst á baugi. Var ræðu- maður aII harðorður í garð dóms- málaráðherra og dómsmálaráðu- neytis. Ræða hans fer hér á eftir, eftir handriti. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra svaraði máli þingmannsins, lið fyrir lið, og er ræða hans birt á öðrum stað i blaðinu, efnislega. Halldór E. Sigurðsson svaraði og máli þingmannsins, að þvi leyti, er undir hans ráðuneyti heyrði þá (1972) og er orða hans getið á öðrum stað i blaðinu. Ræða Sighvats Björgvinssonar alþingismanns: LOKUN „KLÚBBSINS”. Haustið 1972 hafði lögreglan í Keflavík með höndum rannsókn á umfangsmiklu smyglmáli. Upplýs- ingar, sem lögreglumenn fengu urðu til þess, að athygli þeirra beindist að ákveðnu veitingahúsi í Reykjavík — veitingahúsinu Klúbbnum Fóru lög- reglumennirnir m.a að fylgjast ná- kvæmlega með rekstri veitingastaðar- ins og ferðum í kring um húsið. Eina nóttina uppgötvuðu þeir, að ólöglegir áfengisflutningar áttu sér stað að veit- ingahúsinu frá ríkisverzlun. Kærðu lögreglumennirnir athæfið strax morguninn eftir. Þann 1 2. október þetta haust gerðist það jafnframt, að rannsóknardeild ríkisskattstjóra sendi bréf til sakadóms Reykjavíkur þar sem greint var frá grunsemdum skattrannsóknarstjóra um ýmiss konar misferli i sambandi við starfrækslu veitingahússins að Lækjar- teigi 2, sem rekið var af hlutafélaginu Bæ — en þar er um sama veitingahús að ræða og í daglegu tali er nefnt Klúbburinn Um framhald málsins leyfi ég mér að vitna orðrétt i skýrslu Hallvarðs Einvarðssonar, þáverandi aðalfulltrúa við embætti Saksóknara rikisins, sem dómsmálaráðuneytið hefur af ástæðum, sem því einu er kunnugt, ekki birt með öðrum bréfum í greinargerðinni, sem ráðuneytið sendi frá sér s.l. laugardag þótt þessi skýrsla sé eitt allra mikilvægasta gagnið í þessu máli. í skýrslu — sem ég hef undir höndum — segir svo orðrétt um framhald málsins „Með bréfi rannsóknadeildar ríkis- skattstjóra, dagsettu 12. þ.m., til saka- dóms Reykjavíkur, sbr. meðfylgjandi Ijósrit, var greint frá grunsemdum skattrannsóknastjóra um ýmiss konar misferli í sambandi við starfrækslu veitingahússins að Lækjarteig 2 hér i borg, sem rekið væri af hlutafélaginu Bæ. Var beiðst rannsóknar á máli þessu og jafnframt vakin athygli á tilteknum rannsóknaraðgerðum, sem nauðsynlegar þættu til upplýsinga í máli þessu, enda þótti þá þegar sýnt, að rannsókn málsins myndi verða all umfangsmikil Um upphaf rannsóknar málsins voru samráð milli skatt- rannsóknastjóra, ríkisendurskoðanda, tollgæzlustjóra, rannsóknastjóra, ríkis- endurskoðanda, tollgæzlustjóra, rannsóknardómara og fulltrúa saksóknara auk þeirra lögreglumanna, sem unnið höfðu að frumathugun lögreglu í málinu. Dómsrannsókn málsins hófst svo í sakadómi Reykja- víkur laugardaginn 14 þ.m Þótti fljót- lega sýnt, að þær grunsemdir, sem uppi höfðu verið um misferli í þessu efni, höfðu við veigamikil rök að styðj- ast. Er svo var komið skýrði fulltrúi saksóknara sem fylgdist með rannsókn málsins, lögreglustjóranum í Reykjavík frá rannsókn þessari og jafnframt gerði rannsóknardómari lögreglustjóranum stuttlega grein fyrir því, sem þá virtist fram komið varðandi fyrrgreind kæru- efni í sambandi við starfrækslu þessa veitingahúss Ákvað lögreglustjóri þá að leggja þegar bann við frekari áfengisveitingum í þessu veitingahúsi unz annað yrði ákveðið, og mun hann í því efni hafa stuðst við ákvæði 2 mgr. 14 gr áfengislaga nr. 82, 1969. Sú ákvörðun lögreglustjóra var að áliti saksóknara sjálfsögð og eðlileg eins og á stóð Var það bæði á ýmsan hátt ótvírætt í þágu rannsóknar málsins auk þess sem áframhaldandi starfræksla þessa veitingahúss eins og málum þá var komið var alls endis óviðeigandi frá sjónarmiði almennrar réttarvörzlu. Var tvímælalaust nærtækast, að beita fyrr- greindri heimild lögreglustjóra sam- kvæmt 2. mgr. 14. gr áfengislaganna enda hæpið, að unnt hefði verið að grípa jafnskjótt til annarra réttar- heimilda til slíkra sviptinga eins og málum var háttað í upphafi rannsóknar Eðlilegt var að tekið væri fyrir frekari áfengisveitingar í þessu veitingahúsi meðan rannsókn málsins stæði yfir, eða a.m.k. á meðan hin eiginlega sakadómsrannsókn, svo sem yfirheyrslur, stæði yfir. Efni kynnu hins vegar að hafa getað orðið til endur- skoðunar á þessu banni á síðara stigi rannsóknarinnar, t d. óvíst að bíða hefði þurft loka skattsvikarannsóknar skattrannsóknarstjóra eða loka bók- haldsrannsóknar.” HEIMILUÐ STARFRÆKSLA Á NÝ Þannig stóð málið sem sagt þann 14 október 1972 Veitingahúsinu hafði verið lokað vegna umfangsmikilla meintra lögbrota aðstandenda þess og var ætlunin sú að hafa það lokað á meðan verið væri að Ijúka rannsókn á mikilvægustu þáttum málsins enda það talið mjög brýnt af hálfu allra þeirra, sem rannsóknina höfðu með höndum. Nú líða fram nokkrir dagar og ekki verður séð af þeim gögnum, sem ég hef undir höndum, hvað gerzt hefur á þeim tíma Næst er það vitað í málinu, að hinn 18. október — fjórum dögum eftir að lokunin kom til framkvæmda og örfáum sólarhringum eftir, að rannsóknarlögreglumenn höfðu orðið varir við ólöglega flutninga áfengis að næturlagi til umrædds veitingahúss — ritar veitingamaðurinn dómsmálaráðu- neytinu bréf, þar sem hann áfrýjar ákvörðun lögreglustjóra til dómsmála- ráðuneytisins skv heimild í 14. gr. laga nr 82/1969, eins og segir í greinargerð ráðuneytisins Vek ég athygli á því, að áfrýjunarbréf veitinga- mannsins er ekki birt né heldur rök- stuðningur hans fyrir þeirri beiðni, að ráðuneytið ógildi lokunarúrskurð lögreglustjóra. Er hér um að ræða enn eitt mikilvægt gagn í málinu, sem dómsmálaráðuneytið hefur ekki birt — af hvaða ástæðum sem það nú er — en í bréfinu færir veitingamaðurinn væntanlega rök að þeirri beiðni sinni, að honum verði heimilað að hefja starf- rækslu hússins á ný þótt rannsókn á meintum afbrotum sé nýlega hafin og þeir, sem rannsóknina hafa fneð hönd- um hafi lagt mikla áherzlu á að húsið sé lokað fyrir starfrækslu á meðan. Hvorki rökstuðning veitingamannsins fyrir beiðninni né rökstuðning dóms- málaráðuneytisins fyrir afgreiðslunni er að finna í greinargerð dómsmálaráðu- neytisins. En dómsmálaráðuneytið er ekki lengi að bregða við eftir að umrætt bréf hefur borizt. Strax daginn eftir að bréfið er dagsett hefst ráðuneytið handa. Athöfnum þess er lýst í greinar- gerð þess með tilvitnun í minnisblað þess starfsmanns ráðuneytisins, sem um málið fjallaði Þar segir svo: „19. október 1972. Ræddi við logreglustjóra um vfn- veitingabannið í Lækjarteig 2. Taldi hann rétt að halda banninu áfram á rjieðan rannsóknardómari teldi þess þörf. Rannsóknardómari teldi ekkert gefa tilefni til að falla frá banninu. 20. október 1972 Ræddi við Þóri Oddsson, fulltrúa í sakadómi. Taldi málið alfarið vera ákvörðun lögreglustjóra Hallvarður Einvarðsson, aðalfulltrúi saksóknara, hefði komið upplýsingum um málið til lögreglustjóra, þegar rannsókn var að hefjast. Hefðu menn talið algjörlega óviðeigandi, að starfsemin héldi áfram. Rannsóknin snýst um áfengisinn- kaup, sem fóru fram frá áfengisútsölu utan afgreiðslutíma, og áfengið er ekki merkt VH Þá er bókhald allt f molum, skattframtölum hefur ekki verið skilað, launamiðum o.fl. Ekki taldi hann bannið skipta lengur máli fyrir rannsóknina, en fannst þó rétt að láta það standa áfram. Ekki taldi hann unnt að gera það á grundvelli réttar- farslaga, a m k ekki nú. Hallvarður Einvarðsson taldi rétt, að bannið stæði á meðan meginþungi rannsóknarinnar færi fram, a.m.k. fram i næstu viku.” Þvinæst fjallað ath. á 14. gr. áfengisl. Svo segir: ,,Að svo búnu ræddi ég málið við ráðherra, og vorum við sammála um að líta bæri svo á, að ákvæðið ætti ekki við hér, a.m.k ekki lengur Tilvist ákvæðisins í áfengislögum væri fyrst og fremst með tilliti til öryggissjónar- miða Almenn réttarfarslög yrðu að ákvarða, hvort veitingar yrðu bannaðar framvegis. Því skyldi bannið fellt niður. Ákvæði 12. gr áfengislga um leyfis- sviptingu geta hins vegar komið til skoðunar, þegar niðurstaða Sighvatur Björgvinsson rannsóknar liggur fyrir Baldur Möller var þessu algjörlega sammála. Þetta tilkynnti ég lögreglustjóra, sem kvaðst ósáttur við, að starf- semin héldi áfram, en kvaðst þó mundi tilkynna niðurfellingu sjálfur, án fyrirskipunar ráðuneytisins." Svo mörg voru orðin á minnis- blaðinu. Næsta skref er svo það, að lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson, sendir svohljóðandi bréf dags. 20. október 1972. 20 október 1972. Hér með leyfi ég mér að tilkynna yður, herra veitingamaður, að bann það gegn áfengisveitingum i veitinga- húsinu að Lækjarteig 2 hér í borg, sem gilt hefir frá 14. þ.m., hefir verið fellt niður. Sigurjón Sigurðsson. Þann sama dag sendir lögreglustjóri Saksóknara ríkisins annað bréf, er hljóðar svo: Reykjavík, 20. október 1972. Hér með leyfi ég mér að senda yður, herra saksóknari, afrit af bréfi, er ég hefi að fyrirlagi dómsmálaráðu- neytisins sent Sigurbi/m Eiríkssyni, veitingamanni, varðar.di niðurfellingu á banni við áfengisveitingum í veit- ingahúsinu að Lækjarteigi 2 hér í borg Sigurjón Sigurðsson. „AÐ FYRIRLAGI DÓMSMÁLARÁÐHERRA". Með öðrum orðum: Aðeins tveimur sólarhringum eftir, að bréf veitinga- mannsins til dómsmálaráðuneytisins með óskum um, að ráðuneytið hnekki úrskurði Lögreglustjórans í Reykjavík, er dagseti, hefur veitingamanninum verið heimilað fyrir atbeina ráðuneytis- ins að hefja starfrækslu að nýju. Verður ekki annað sagt, en að þessi snöggi háttur, sem hafður var á af- greiðslu þessa erindis, stangist á við önnur afskipti ráðuneytisins af málum þessum, eins og síðar mun fram koma. Hver urðu svo viðbrögð þeirra manna, sem höfðu haft með höndum rannsókn hinna fjölmörgu meintu lög- brota þeirra aðila, sem hér um ræðir. Menn geta sjálfsagt farið nærri um, hvernig tíðindunum hafi verið tekið af þeim lögreglumönnum, sem höfðu rétt aðeins getað hafið rannsóknir sínar. Viðbrögð annara málsaðila eru til skjal- fest frá þessum tíma. í bréfinu til Saksóknara ríkisins frá 20. október 1 972 komst lögreglustjór- inn í Reykjavík svo að orði um bréf það, sem hann hafði þá um daginn sent viðkomandi veitingamanni, varð- andi mðurfellingu á banni við áfengis- veitingum í Klúbbnum, að það bréf hefði hann sent „að fyrirlagi dóms- málaráðuneytisins'. í greinargerð dómsmálaráðuneytis- ins — bls 8 — segir svo með tilvitn- um í minnisgreinar þess starfsmanns ráðuneytisins, sem um málið fjallaði: „19 október 1972: Ræddi við lög- reglustjóra um vínveitingabannið í Lækjarteig 2. Taldi hann rétt að halda banninu áfram á meðan rannsóknar- dómari teldi þess þörf. . ." Síðar segir í sömu greinargerð — minnisgreinum starfsmannsins frá 20. október eftir að hann hefur greint frá því, að dómsmálaráðherra og ráðu- neytisstjórinn séu þeirrar skoðunar, að lokun hússins beri að aflétta: „Þetta tilkynnti ég lögreglustjóra, sem kvaðst ósáttur við, að starfsemin héldi áfram, en kvaðst þó mundu til- kynna niðurfellingu sjálfur, án fyrir- skipunar ráðuneytisins." Á bls. 7 í sömu greinargerð segir enn fremur orðrétt: „lögreglustjóri felldi niður ákvörðun sína, er hann vissi afstöðu ráðherra." M.ö.o. Þann 19. október 1972 lýsir lögreglustjóri sig andvigan því, að veit- ingahúsið verði opnað á ný til starf- rækslu. Þann 20 október er honum tjáð, að ráðherra og ráðuneytisstjóri hafi úrskurðað að lokun hússins skuli ógilt Lögreglustjóri „kvaðst ósáttur við" en þó muni hann bæyta ákvörðun sinni án þess að bíða eftir „fyrirskipun- um ráðuneytisins”. í bréfi til Sak- sóknara rfkisins þennan sama dag segist hann hafa tilkynnt Sigurbirni Eiríkssyni niðurfellingu á veitingabann- inu „að fyrirlagi ráðuneytisins”. Þetta er afstaða lögreglustjórans í Reykjavík skv skriflegum gögnum frá þessum tima. Þá kemur að þriðja aðila þessa máls — embætti Saksóknara ríkisins. Hver er afstaða þess? Þann 23. október sendi Saksóknari ríkisins dómsmála- ráðuneytinu „til athugunar afrit af skýrslu og umsögn Hallvarðs Einars- sonar, aðalfulltrúa" um mál þetta. Þessa mikilvægu skýrslu hefur dóms- málaráðuneytið EKKI birt, eins og ég sagði áðan, er ég vitnaði í fyrri hluta hennar. Síðari hluti hennar er umsögn saksóknaraembættisins um ákvörðun ráðuneytisins. Hún hljóðar svo, orðrétt: „Er ráðuneytið aflétti þessu banni hinn 20. þ.m. var sakadómsrannsókn málsins hvergi nærri lokið, rann- sóknargögn um rannsókn málsins höfðu eigi heldur borizt embætti sak- sóknara eða dómsmálaráðuneyti og frumskýrslum ríkisendurskoðanda og skattrannsóknarstjóra um þeirra athug- un eigi heldur lokið. Að sögn rann- sóknardómara og skattrannsóknar- stjóra eru hins vegar þegar fram komin veigamikil gögn, sem benda til þess að upplýst verði í málinu um veruleg söluskattsvik og ófullnægjandi launa framtöl, ennfremur um verulega bók- haldsóreiðu svo og um brot á ákvæðum 1. mgr. 3. gr reglugerðar nr. 1 18, 1954, sbr reglugerð nr. 121, 1966, um sölu og veitingar áfengis, og í því sambandi beinist rannsóknin einnig að því hvort um hafi verið að ræða brot í opinberu starfi af hálfu tiltekinna starfsmanna áfengis- verzlunarinnar. Þá er og líklegt, að rannsóknin muni beinast að því að kanna hvort reglur hlutafélagalöggjafar hafi verið haldnar við stofnun og rekstur Bæjar h.f. Þykir því næsta einsýnt, að saksóknara beri að lokinni rannsókn málsins að stefna því til dóms, þ á m. með þeirri kröfu ákæru- valds, að þeir aðilar, sem ábyrgir kynnu að reynast yrðu sviptir þeim opinberu leyfum, sem liggja kunna til grundvallar rekstri þessa veitingahúss, þ.m.t. leyfum til áfengisveitinga. Fyrrgreind niðurfelling dómsmála- ráðuneytisins hinn 20. þ.m. á um- ræddu banni lögreglustjóra frá 14. þ.m. þykir því af hálfu saksóknara hafa verið allsendis ótímabær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarvörzluhagsmun- um." Hvort nú sé ástæða til endurskoð- unar á þessari afstöðu ráðuneytisins — úr því sem komið er — skal ósagt látið, en af ástæðum þeim, sem nú hafa verið raktar, tel ég rétt að gera embættislega grein fyrir viðhorfum saksóknara til þessarar hliðar málsins vegna þessarar ákvörðunar ráðuneytis- in§ að þessu leyti, enda þótt það hafði reyndar þegar verið reifað nokkuð munnlega hinn 20. þ.m. við skrifstofu- stjóra ráðuneytisins er hann hafði sam- band við skrifstofu saksóknara vegna athugunar ráðuneytisins, á þessu máli. Skrifstofu saksóknara ríkisins 23. október 1972. Það var í þessa skýrslu, sem Vil- mundur Gylfason vitnaði í föstudags- grein sinni í Vísi og dómsmálaráðu- neytið lýsti hann ósannindamann að. Orðin, sem Vilmundur vitnaði til hef ég þegar lesið, en les nú aftur til þess að gefa þeim aukna áherzlu „Fyrrgreind niðurfelling dómsmálaráðuneytisins hinn 20 þ.m. á umræddu banni lög- reglustjóra frá 14 þ.m. þykir því af hálfu saksóknara hafa verið allsendis ótímabær og ástæðulaus og ekki studd almennum, opinberum réttarvörzlu- hagsmunum." Halda menn, að þannig sé til orða tekið í umsögn sakadómaraembættis- ins um aðgerðir dómsmálaráðuneytis- ins að ástæðulausu? Hvers vegna valdi ráðuneytið þann kostinn að lýsa Vil- mund Gylfason ósannindamann, en forðaðist jafnframt að birta þá mikil- vægu heimild, sem hann vitnaði f? Nú hefur þvi verið haldið fram að heimildin sé ekki marktæk — ekki sé um að ræða álit embættis saksóknara ríkisins á framferði ráðuneytisins. Nú um helgina spurði ég Hallvarð Einvarðsson, núverandi vararíkissak- sóknara, nánar um þetta mál. Hann leyfði mér að hafa þetta eftir sér: „Skoðun mín á niðurfellingu dóms- málaráðuneytisins á banninu gegn áfengisveitingum í veitingahúsinu við Lækjarteig 2 f Reykjavík, sem tilkynnt var í bréfi Lögreglustjórans í Reykjavík dags. 20 október 1972 kemur fram í „Skýrslu og umsögn Hallvarðs Ein- varðssonar aðalfulltrúa til saksóknara ríkisins um mál nr. 2686/72". Þeirrar sömu skoðunar er ég enn. Skýrslu þessa samdi ég sem starfs- maður embættis saksóknara ríkisins og afhenti hana þáverandi yfirmanni mín- um, Valdimar Stefánssyni, saksóknara ríkisins. Þegar hinn sama dag og ég afhenti rfkissaksóknara umrædda skýrslu sendi hann hana rakleiðis til dómsmálaráðuneytisins með bréfi dags. 23. október 1 972." Þetta sagðist Hallvarður geta staðfest hvenær sem eftir þvi kynni að vera leitað. Skv. þessu er Ijóst. 1. Núver- andi vararíkissaksóknari er enn sömu skoðunar um athafnir ráðuneytisins og hann var er hann samdi marg umrædda skýrslu sína, sem aðal- fulltrúi saksóknari ríkisins 2) Valdimar Stefánsson, saksóknari ríkisins Iftur þeim augum á málið að hann bregð- ur við strax samdægurs og hann fær skýrsluna í hendur og sendir hana ráðuneytinu til athugunar. Valdimar breytir engu í skýrslunni, hvorki efni né orðfæri, en þó er ávallt komist þannig að orði: „saksóknara ber ", „saksóknari álftur" o.s.frv. Fyrrgreind niðurfelling (á lokun) þykir því að hálfu saksóknara: „hafa verið alls endis ótfmabær og ástæðulaus og ekki studd almennum, opinberum réttarvörslu- hagsmunum." Mikið hefur verið um það rætt, hvort þetta hafi verið persónuleg skoðun Valdimars heitins Stefánssonar. Um það veit ég ekki og vil ekkert fullyrða. En mér þykir harla ókíklegt, að hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.