Morgunblaðið - 03.02.1976, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976
Matti vitgranni
hans var ekki blíð, hún bæði reifst og
stundi og andvarpaði, en samt átti nú að
efna til brúðkaups. Og móðir Matta sagði
honum, að hann yrði nú að haga sér
kurteislega við borðið, hann mætti ekki
glápa of mikið á brúðina, heldur gjóta til
hennar auga við og við. Erturnar mátti
hann borða einn, en varð að gefa kon-
unni sinni af eggjunum. Leggina úr
steikinni mátti hann ekki leggja á borðið,
heldur á diskinn sinn.
Jú, Matti gerði það, sem móðir hans
bað hann um, já gerði það heldur en ekki
bókstaflega. Hann tók augun úr hausun-
um af fiskunum, sem átti að borða í
veislunni, sat svo og snéri baki við brúði
sinni en kastaði til hennar fiskauga við
og við. Eggin át hann öll einn, en lét
konuna hafa nokkuð af baunum. Svo
ÞETTA er teikning af einu mesta
Buddhamusteri sem byggt hefur verið. Er það á
eyjunni Java f Indónesfu og er talið ein mesta
bygging f heiminum. t musterinu eru yfir 400
Buddhastyttur og öll er byggingin skreytt
hundruðum lágmynda og munu þær ekki vera
færri en 1500.
kórónaði hann allt saman með því að
setja ekki aðeins beinin á borðið, heldur
og lagði hann bífurnar upp á diskinn.
Um kvöldið, þegar háttatimi kom, var
brúðurin í heldur slæmu skapi eftir öll
axarsköft brúðgumans og var farin að
finnast það heldur lítil framtíðarvon að
eiga svona aula fyrir mann. Svo sagði
hún honum, að hún hefði gleymt dálitlu
og þyrfti snöggvast út. En Matti vildi
endiiega fara með, annars fengi hún ekki
að fara fet, því hann var hálf smeykur
um að hún myndi ekki koma unn aftur.
„Nei, vertu kyrr“, sagði brúðurin.
„Hér er langt snæri, það bind ég utan um
mig og skal svo láta dyrnar standa opnar
og svo getur þú haldið í endann. Og ef
þér finnst svo ég verða of lengi, þá
geturðu bara togað í spottann, þá dreg-
urðu mig inn aftur“.
Já, þetta var Matti ánægður með, en
þegar Salvör kom út á hlaðið, mætti hún
geithafri, leysti af sér snærið og batt það
utan um hafurinn.
Þegar Matta fannst frúin vera of lengi
í burtu, togaði hann í snærið af öllum
kröftum og þar sem hann var háttaður,
endaði það með því, að hann dró hafur-
inn upp í rúmið til sín. Eftir nokkra
stund kallaði hann.
„Mamma, mamma, konan mín er með
horn“.
„Hvaða þvættingur er í þér strákur“,
svaraði móðir hans. „Það eru auðvitað
flétturnar hennar, sem þú heldur í“.
Allt í einu æpti Matti aftur.
„Mamma, mamma, konan mín er loðin
eins og geit“.
„Vertu ekki að þessu bulli strákur“,
svaraði móðir hans.
En það varð enginn friður, því Matti
stagaðist alltaf á að konan sín væri eins
og geithafur. Þegar leið að morgni, sagði
móðir hans.
„Komstu nú upp sonur minn og
kveiktu upp eldinn“.
Matti klifraði þá alveg upp undir þak
og kveikti þar í hálmi, sem stóð niður úr
þekjunni, en þá kom svo mikill reykur að
hann þoldi ekki við inni og varð að hraða
sér út og eins fór fyrir móður hans, en
hafurinn kom kumrandi á eftir. Og þegar
hersingin var komm út, logaði upp úr
þekjunni.
Þegar Matti sá að bærinn brann, hróp-
aði hann. „Til hamingju, til hamingju",
honum fannst þetta besta brúðkaups-
skemmtunin.
váw
MORödKi
KAFFINU
Karlmaóur spyr aldrei stúlku
að þvf, hvort hún elski sig, fyrr
en hann er nærri viss um að svo
sé.
Konan spyr karlmann aldrei
að þvf, hvort hann elski sig,
fyrr en hún er nærri viss um að
svo sé ekki.
Hann: — Ástin mfn, ég hefi
misst alla mfna peninga. Eg á
ekki eyrisvirði eftir.
Hún: — Það gerir ekkert tii,
vinur minn. Eg mun alltaf
eiska þig, jafnvel þó við
sjáumst ekki framar.
X
Tveir blökkumenn voru fyrir
rétti í Bandarfkjunum ákærðir
fyrir brot á umferðarlögunum.
— Hafið þið fengið ykkur
iögfræðing? spyr dómarinn.
— Nei, svaraði annar, við
höfum ákveðið að segja satt og
rétt frá öllu.
X
— Hvernig stóð á þvf að þú
fórst að kaupa fiðlu nágrann-
ans. Ekki getur þú spilað á
hana.
— Nei, en það getur hann
ekki heldur eftir að ég er búinn
að kaupa hana.
X
Gfsli var f fæði hjá frú
Jensen og borgaði 6000 krónur
á viku. Hann borðar stöðugt
meira og meira, þar til frú
Jensen segir:
— Nú má ég til með að
hækka fæðið f 6500 krónur,
Gfsli minn.
— Nei, f guðanna bænum
gerðu það ekki, ég á nógu erfitt
með að borða fyrir 6000 krónur.
X
Kennarinn: — Hvernig fer
með gull, ef það er látið liggja
undir berum bimni?
Nemandinn: — þvf verður
stolið.
Moröíkirkjugaröinum
Mariu Lang
Jóhanna Kristjóns-
dóttir þýddi
37
hann getur sjálfsagt staðfest að
ég vek ekki frá allan daginn.
— Hvenær lokar verzlunin?
— Klukkan hálf se*. Ég reyni
alltaf að komast aðeins fyrr af
stað á þriðjudögum. En ég býst
ekki við að þið munið trúa mér.. .
Við skulum athuga málið,
Drury.
— Ég veit að þið trúið mér
ekki, en konan mín getur staðfest
það og frændi minn lika. Eg fer
alltaf tii Flagford á þriðjudögum
að sækja grænmeti fyrir konuna
mfna. Það er garðyrkjustöð við
Clusterwell Road. Þar er lokað
klukkan hálf sex, og þess vegna
reyni ég að fá að fara fyrr, svo að
ég nái þvf. Stundum get ég lagt af
stað klukkan fimm en ég geri ráð
fyrir að klukkan hafi vcrið orðin
kortér gengin f sex á þriðjudag-
inn, þegar ég komst af stað. Þegar
ég kom á staðinn var enginn þar
og enda þótt ég gegni á milli
gróðurhúsanna og kallaði sá ég
engan mann.
— Svo að þér fóruð heim án
þess að hafa náð í grænmetið?
— Nei, það gerði ég ekki. Jú,
ég gerði það reyndar. En ekki
alveg strax. Þetta hafði verið
mjög annasamur dagur og ég varð
hálffúll yfir þvf að búið var að
loka, svo að ég gekk inn f „Svan-
inn“ og fékk mér drykk. Það var
ung stúlka við afgreiðslu þar og
ég hef ekki séð hana áður. Segið
mér annars, er nauðsynlegt að
konan mfn fái að vita þetta aflt.
Eg er meðþódisti og eins og þér
vitið þá er ekki gert ráð fyrir að
við smökkum vfn.
Burden dró andann djúpt.
Morðmál á ferðinni og hér stóð
maður og hafði áhvggjur af því að
hann hefði laumast tii að fá sér
glas af vfni!
— Ókuð þér þjóðvegínn til
baka?
— Já. Og ég hef farið framhjá
þeim stað þar sem skógarvegur-
inn liggur upp f lundinn, þar sem
hún er sögð hafa fundist.
Drury reis á fætur og þreifaði
fyrir sér á arinhillunni eftir síga-
rettum.
— En ég stansaði ekki. Eg ók
rakleitt til Flagford. Eg þurfti að
flýta mér eins og þér skiljið. Og
svo skal ég segja ykkur annað.
Mér hefði aldrei dottið f hug að
gera Minnu mein. Hún var góð og
indæl manneskja. Mér þótti vænt
um hana. Eg gæti aldrei drýgt
annað eins og þetta. Eg gæti
aldrei drepið neinn!
— Vitið þér hvort einhverjir
fleiri kiilluðu hana Minnu?
— Nei, bara þessi Doon. Eftir
þvf sem ég veit bezt. Hún hefur
aldrei sagt mér hans rétta nafn.
En eins og ég sagði fannst mér
háift f hvoru eins og hún blygðað-
ist sfn fyrir hann. Ekki veit ég
hvcrs vegna. Ég veit að hann var
ríkur. Hún sagði líka að hann
væri duglegur.
Svo rétti hann úr sér og horfði
ögrandi á lögreglumennina tvo:
— En hun kaus mig heldur,
sagði hann og var ekki laust við
að örlaði á stolti f röddinni.
Hann settist niður aftur og
Wexford gaf Burden merki og
þeir gengu fram.
— Hringið í Svaninn og athug-
ið hvort stúikan vill staðfesta
frásögn hans um heimsökn
þangað, sagði Wexford.
Hann kom aftur von bráðar. Þá
hafði Wcxford skoðað sig um og
rekið augun í regnhettu sem var
svipuð þeirri sem sagt var að
Margaret Parsons hefði verið með
þegar hún fór f sfðasta innkaupa-
leiðangur sinn.
— Konan mfn keypti þetta f
fyrri viku, stamaði Drury þegar
Wexford hélt regnhettunni upp
að nefninu áhonum.
— Hvers vegna spyrjið þér að
þvf?
— Vegna þess að hún er sam-
kvæmt lýsingu nákvæmlega eins
og sú regnhetta sem Margaret
Parsons var með þegar hún sást
sfðast. Og regnhettan hefur ekki
fundist.
Drury hneig saman f þögulli
örvæntingu.
— Ég vildi fá leyfi til húsrann-
sóknar, sagði Wexford, og síðan
var hafist handa og Bryant og
Gates kallaðir á vettvang.
— Stúlkan í Svaninum heitir
Janet Tipping, sagði Burden.
— Hún var ekki að vinna núna.
Hefur ekki sfma, en ég er með
heimilisfangið hennar.
— Við biðjum Martin að fara
og tala við hana. Þegar við höfum
kembt húsið hér ætla ég að gera
aðra tilraun til að ræða við Fabiu
Quadrant. Hún hefur viðurkennt
að hún og frú Parsons hafi verið
vinkonur og hún er eiginlega sú
eína sem hefur viðurkennt það ef
frá er talinn vinur vor Dudley
Drury.
Burden dró fram skúffur og
rótaði þvf sem þar var.
— Haldið þér að hann sé Doon?
sagði hann efins í svip og rómi.
— Ég veit það ekki, sagði Wex-
ford eftir nokkra þögn. — Það
gæti sumt bent til þess, en við
höfum ekkert áþreifanlegt til að
fara eftir. Þetta kemur ekki heim
og saman við kenningar mfnar, en
þar sem við getum ekki leyft okk-
ur að láta þær taka af okkur
ráðin.
Hann gáði f hverja einustu bók