Morgunblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 37 VELV/AKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. • „GOLÍATVAR GEYSIHAR“. Fyrir nokkru var deilt um það hér i dálkunum, hver hefði ort vísuna: „Golíat var geysihár og gildur eftir vonum, en Davíð var að vexti lár, vann hann þó á honum.“ Björn Vígfússon frá Gullbera- stöðum kom að máli við blaðið og sagði, að séra Arnór Jónsson frá Ljárskógum hefði ort þessa vísu. Sr. Arnór var kennari við Lærða skólann, en gerðist siðan prestur að Hesti í Borgarfirði og loks i Vatnsfirði til dauðadags. Sr. Friðrik Eggerz frá Ballará lýsir sr. Arnóri sem afburða manni á öllum sviðum. Hvar sem fremstu menn hafi verið saman komnir hafi allir hlýtt á sr. Arnór vegna yfirburða hans í menntun og fræðimennsku. Auk þess hafi hann verið mjög skemmtilegur maður. 0 Opinber þjónusta Skattborgari kom að máli við Velvakanda og ræddi viðhorf opinberra aðila til almennings. í þessu tilfelli var það Skattstofan, sem í hlut átti, og fyrirlitning hennar á viðskiptavinum sinum, sem hún ,,ætti“ að þjóna. Hann sagði: Fyrir jólin hafa kaupmenn opið til kl. 10 á laugardegi og á Þorláksmessu fram eftir kvöldi til að gera viðskiptavinum sínum fært að komast í búðir og ná í það, sem þeir þurfa fyrir jólin — þó þeirra hagur sé það að sjálfsögðu lika. En þegar svo vill til, að siðasti dagurinn til að skila skatt- skýrslunni fellur á laugardag, þá hefur skattstofan lokað — enginn að vinna og enginn til að veita leiðbeiningar eða frest, ef það kemur upp á hjá einhverjum að ekki er hægt að ljúka skattfram- talningunni. Ekkert nema áminningar eða næstum hótanir I útvarpi. Þetta er eitt dæmið um viðhorf þeirra, sem hafa öll ráð borgaranna i hendi sér, til fólks. Engin þjónusta. Hvað kemur okk- ur við þetta fólk virðast menn hugsa, það á bara að skila skatt- skýrslu á ákveðnum degi — og borga skattana sina. Það á engra kosta völ, hvort sem er. % Fleiri fuglum bjargað Bréfið, sem birtist í Velvakanda um hætturnar, sem bíða fugla i opnum skorsteinum, virðist hafa leitt mikið gott af sér. Hér kemur bréf frá fuglavini í Teigagerði, sem sannar það: Skrif í Velvakanda urðu til þess, að við fórum ofan i kjallara og opnuðum lúgu neðst á skor- steininum. Þá komu tveir sprell- fjörugir snjótittlingar í ljós. Sennilega höfðu þeir leitað skjóls ofarlega í skorsteininum en siðan ekki náð að fljúga upp aftur og lent eftir mikla barsmið á botni skorsteinsins. Snjótittlingarnir urðu frelsinu fegnir og flugu út um þvottahúsgluggann. Væntan- lega hafa þeir fljótlega fengið sér brauðmola, sem oftast eru úti i garði þessa dagana. Sá þriðji var ekki eins lánsamur, þvi hann var ekki lífs þegar við opnuðum lúg- una. Nú er ekki annað fyrir okkur að gera en að byrgja skorsteininn eða hafa lúguna opna. Við erum þakklátir fyrir skrif ykkar, sem urðu til þess að við björguðum tveimur fuglum og ömurlegt hefði verið fyrir þá að enda ævina á botni skorsteinsins. # Axar — eldri orðmynd Hreinn Aðalsteinsson skrifar: Nýjasta nýtt i þrasmálum íslendinga er það, hvort eldra sé örnefnið Öxarfjörður eða Axar- fjörður. Af miklum eldmóði, en litlum vísindum, er keppzt við að vitna i fornrit, sem voru rituð löngu eftir landnám, eða sem svarar 250-400árum (?) Þótt ein- hver orðmynd finnist i fornu riti, sannar það ekki neitt um það, að hún sé eldri en samsvarandi orð- mynd i nútiðarmáli. Ef orðmyndin öxar er eldri en orðmyndin axar, þá er ég liklega eldri en faðir minn! Hljóðið ö er að sjálfsögðu komið af a, en ekki öfugt (u-hljóðvarp), enda heitir hið margnefnda vopn Axt á þýzku en axe á ensku (en ritað ax á amerísku), svo að dæmi séu nefnd. Fyrri hluti orðsins kvikindi i nútíðarmáli er eldri en fyrri hluti „forna“ orðsins kykvendi (vi»y). Orðið hefir snúið við á þróunar- brautinni, sbr. fornensku cwic = kvikur, þ.e. lifandi. Axar er með öðrum orðum eldri orðmynd en öxar. En enginn veit hvað Iandnámsmenn kölluðu fjörðinn nerna hann viti, hvenær u-hljóðvarpið varð. Það eru því málfræðingar einir, sem úr þessu geta skorið. Gamalt latneskt máltæki segir: „De gustibus non est disputand- um.“ Ekki á að deila um smekk. I húsinu en fann ekki fleiri sen voru frá Doon til Minnu. Allar bækurnar, sem til voru, stungu mjög f stúf við bókina, sem Drury staðhæfði að Minna hefði gefið sér. Flestar voru sakamálasögur og léttvægar skáldsögur. Wexford bað Bryant að rann- saka húsið nákvæmlega og gekk sfðan út f bifreið sfna. Það helli- rigndi. Klukkan var tíu og farið að skyggja. Ef Drury hefði myrt hana klukkan hálf sex hefði verið hábjartur dagur og engin ástæða til að kveikja á eldspýtu. Að vísu höfðu þeir aðeins fundið eina eld- spýtu en hann var sannfærður um, að þessi eina eldspýta átti að geta sagt honum dálitla sögu, ef hann gæti aðeins áttað sig á hvað það væri. Og hvers vegna hafði hún ekki borgað reikningana, sem hún var vön að greiða á þriðjudögum. llvað hafði hún haft fyrir stafni þann tfma sem lcið frá því hún fór heiman frá sér og þangað til hún hitti Doon? Það lék ekki vafi á þvf, að Drurv var skelkaður. Wexford hafði einnig veitt athygli, að þeir voru ekki óáþekkir Drurv og Ronald Parsons. Það var því eðlilegt að álykta sem svo, að þessi mann- Japanir óttast keðjuverkanir Tokyo, 29. janúar, AP NTB. JAPANSKA stjórnin harmaði f dag samþykkt frumvarpsins um útfærslu bandarfskrar fiskveiði- lögsögu f 200 mflur f öldunga- deild bandaríska þingsins. Embættismenn stjórnarinnar kölluðu samþykkt frumvarpsins „einhliða skref“ og sögðu að Japanir mundi ekki viðurkenna nokkra 200 mflna fiskveiðilög- sögu fyrr en alþjóðleg hafréttar- lög hefðu verið samþykkt. Þeir bentu á að öltíungadeildin hefði samþykkt frumvarpið áður en hafréttarráðstefna Sameinuðu Ný útgáfa af Biblíunni í Sovét Moskvu, 31. jan. Reuter NTB ÞAÐ þykir tiðindum sæta að ný rússnesk útgáfa af Biblíunni er i undirbúningi í Sovétrikjunum. Tass-fréttastofan sagði frá þessu í morgun, en engar upplýsingar voru gefnar um hver annaðist út- gáfuna, en Reuter fréttastofan vekur athygli á að síðustu útgáfur af Biblíunni í Sovétríkjunum hafi verið gefnar út í mjög litlu upp- lagi. þjóðanna kæmi aftur saman til funda.Jafnframt létu þeir í ljós ugg um að samþykkt frumvarps- ins gæti komið af stað keðju- verkunum i öðrum löndum. Japanir eru einkum uggandi vegna þess að fyrirhugaðar veiði- takmarkanir Bandaríkjamanna í hinni nýju fiskveiðilögsögu muni bitna á japönskum fiskibátum sem veiða krabba undan vestur- strönd Bandarikjanna Japanir eru ein mesta fiskveiði- þjóð heims og veiða um 1.6 milljon tonn á ári undan strönd- um Bandaríkjanna og það magn er um 16% ársafla þeirra. Heildarársafli Japana er um 16 milljón lestir og þar af veiða þeir 40 af hundraði innan 200 milna út frá ströndum víðs vegar i heimin- um. VELA-TENGI £Z-WeHe.nkup 'luny Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex. Söybi®Mg]iuiiij • <& «3co> Vesturgötu 16, simi 13280. »• m Utsala — Utsala Mikil verðlækkun. Glugginn, Laugaveg 49. VASAREIKNIVELAR FYRIRUGGJANDI í MÖRGUM GERDUM og (EXP) +/- '/X costan arc sin Tí á augabragdi svar verö kr.:14.600 KGMDÆí^IMS© KJARAN [M k TRYfiGVAGÖTU ft REYKJAVÍ K SÍMI 9A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.