Morgunblaðið - 03.02.1976, Page 39

Morgunblaðið - 03.02.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 39 — Bæjarstjóri Framhald af bls. 2 fyrra starfs hans, er hann var framkvæmdastjóri fyrir Samband sveitarfélaga á Suöurlandi. Segir blaðiö, að í framkvæmdastjóratíð Sigfinns hafi stjórn sambandsins ákveðið að leggja þrjár og hálfa milljón króna í uppbygginguna í Vestmannaeyjum og hafi Sigfinni verið falið að afhenda það fé. Þeir peningar hafi þó aldrei komið til skila og segir blaðið að menn telji sig hafa ástæðu til að ætla að Sigfinnur hafi notað peningana í eiginhagsmunaskyni, og er vakin athygli á því að Sigfinnur byggi stórt einbýlishús á Selfossi. „Það eru hreinar lygar að ég hafi dregið að mér fé upp á þrjár og hálfa milljón,“ sagði Sigfinnur. „Hið sanna er, að ég var að gera upp og skila af mér nú um ára- mótin fjármálum samtakanna og þar á meðal eftirstöðvum af þeim málum, er þarna um ræðir. Þann- ig liggur í þessu, að söfnunarfé á vegum samtakanna nam 3.542.500 kr. Tvær milljónir voru sendar hvor í sínu lagi nokkurn veginn strax eftir að þetta fé barst inn eftir því sem leið á árið. Bæjar- stjórn Vestmannaeyja, sem þá var, hafði lýst því yfir að hún vildi standa við árleg iðgjöld sín til samtakanna þrátt fyrir erfið- leika vegna gossins, og voru þessi gjöld — kr. 371 þús. fyrir ’73 og 489 þús. fyrir 1974 — millifærð af þessum reikningi, og árið 1975 er greitt til baka 222 þús. krónur, þannig að þá var óskilað frá minni hendi sem fjárhaldsmanni samtakanna 476 þúsund krón- um.“ Sigfinnur kveðst hafa verið að gera upp þá upphæð um daginn, þegar einhverjir menn hafi komizt að þvf og gert úr því þetta mál. „Þessari fjárhæð hefur verið skilað og með vöxtum, sagði Sig- finnur. „Menn geta lagt þetta út á mismunandi hátt, en það vil ég að komi skýrt fram, að ástæðan fyrir þessum málabúnaði nú er sú, að allt frá því að ég réðst til Vest- mannaeyja í ágústbyrjun, hefur verið hatrammur áróður gegn mér og hann stafað af þeim von- brigðum sem vinstri menn urðu fyrir við stjórnarslitin í Vest- mannaeyjum, þegar Sigurgeir Kristjánsson ákvað að slíta vinstrasamstarfinu sem þarna var, og ástæðan var einfaldlega fjármálaóreiða hjá bænum. Ég hef ásamt fjölda annarra reynt að vinna að því að koma reiknings- haldi og fjármálum bæjarins í sæmilegt horf ásamt uppgjörinu við Viðlagasjóð. Það var eftir, þegar ég kom, að færa bókhaldið fyrir árið 1973 og 1974 og það er eftir að samþykkja reikninga allar götur frá 1968. Svo eru menn að tala um óreiðu hjá öðr- um, og sjá ekki bjálkana í eigin augum.“ Auk þess vitnaði Sigfinnur til þess atriðis í frétt blaðsins, að á síðasta bæjarráðsfundi í Eyjum hafi bæjarstjórinn lagt frám beiðini um sérstök leigugjör á tveimur íbúðum, en hann hafi látið brjóta niður veggi milli íbúð- anna áður en bæjarstjórn hafi tekið endanlega afstöðu til málsins. Hafi hann viljað síðan fá forkaupsrétt að íbúðunum að þremur árum liðnum en leigja þær þangað til fyrir 15 þúsund krónur. Sagðist Sigfinnur hafa búið á elliheimilinu í Vestmanna- eyjum i sex mánuði, og það væru nú allar kröfurnar sem hann hefði gert í sambandi við íbúðar- mál á þeim tíma. Hann hafi hins vegar farið fram á að fá íbúð fyrir sig með ekki lakari kjörum en .aðrir þeir sem hann hafi staðið i að útvega húsnæði fyrir, svo sem læknar, hjúkrunarkonur, kennar- ar o.fl. „Þegar bæjarstjóri kemur sjálfur og ætlar að leggja saman tvær litlar íbúðir, sem sam- tals mundu gera 140 fermetra, þá ætlar allt af göflum að ganga og talað um að ég sé með óbilgjarnar kröfur. Menn geta spurt sig sjálf- ir hvort 140 fm ibúð sé of stór fyrir 5 manna fjölskyldu. Ég ætlaði að taka þessa íbúð á leigu þar til ég væri búinn að selja mitt hús á Selfossi." — Rannsókn Framhald af bls. 11 ingur málsaðila, Ingi Ingimundarson, hafi sent ráðuneytinu bréf um sama efni dags. 18 febrúar 1975 Bréf þetta er ekki birt I greinargerð ráðu- neytisins, en ég hef afrit af þessu bréfi undir höndum Er lögmaðurinn öllu ákveðnari I bréfi sínu, en þeir tvímenn- ingarnir, því auk þess að rekja nokkur dæmi um sögusagnir þær, sem ganga milli manna um meinta aðild þeirra að Geirfinnsmálinu segir lögmaðurinn orðrétt, að „einhvers konar stórfelld mistök hafi átt sér stað við meðferð hins svonefnda Geirfinnsmáls og smyglmáls, sem upp kom." Er leitt getum að þvl i bréfinu, að söguburðinn á hendur málsaðilum megi rekja til mistaka við meðferð málsins. Er nauð- synlegt að hafa þetta álit lögmannsins I huga þegar rætt er um viðbrögð dóms- máláráðuneytisins og þær ályktanir, sem rannsóknarlögreglumenn drógu af þeim. Nú líða tæpar fjórar vikur. Þá gerist það, að dómsmálaráðuneytið sendir bæjarfógetanum J Keflavik — þvi embætti einu og á það legg ég áherzlu sem stjórnaði rannsókn málsins — bréf, sem dómsmálaráðuneytið birti á bls 1 i greinargerð sinni I bréfi þessu er lýst efnisatriðum i framangreindum bréfum þeirra málsaðila og lögmanns þeirra til dómsmálaráðuneytisins. I þessu bréfi segir svo orðrétt: „Svo sem fram kemur i umræddum erindum telja hlutaðeigendur litt þol- andi fyrir sig og fjölskyldur sinar að liggja undir þeim söguburði og illmæl- um, er þeir hafi mátt þola vegna mála þessara án þess að eitthvað verði að- hafst af opinberri hálfu, til þess að beina frá þeim grunsemdum, sem ætla verði að beinst hafi að þeim að veru- legu leyti vegna framkvæmdar á rann- sókn ofangreindra mála. yerði hraðað Þetta orðalag er loðið Þessi hugsun óskýr. Er ráðuneytið aðeins með þessu að gera rannsóknaraðila málsins við- vart um, hvaða augum ákveðnir máls- aðilar líta á hvernig hann stendur að rannsókninni? Eða er ráðuneytið með þessum orðum að taka undir það álit? Það kann að orka tvímælis hvort þetta orðalag beri að skilja svo, að dóms- málaráðuneytinu þyki eitthvað athuga- vert við framkvæmdina á rannsókn málsins. Hins vegar var það skoðun þeirra lögreglumanna, sem að rann- sókn málsins störfuðu, að svo væri. Létu þeir því frekari yfirheyrslur yfir viðkomandi manni niður falla m.a vegna fyrri afstöðu ráðuneytisins til rannsóknár þeirrar er á högum sama aðila í sambandi við Klúbbmálið svo- nefnda, er ég rakti hér að íraman. Máli mínu til staðfestingar vil ég nú lesa yfirlýsingu frá Hauki Guðmundssyni, rannsóknarlögreglumanni, sem ég hef undir höndum: Keflavik 31. janúar 1976 Samkvæmt ósk Sighvats Björgvins- sonar, alþingismanns, nú í dag um að ég geri grein fyrir viðbrögðum minum við bréfi dómsmálaráðuneytis, dags. 11. mars 1975, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég var einn af þeim mönnum, sem hafði með höndum rannsókn þess máls sem vitnað er til i bréfi þessu. Ég hafði m.a. talað við annan manninn sem þar er tilgreindur. í Ijósi fyrri afskipta dómsmálaráðu- neytis af máli veitingahúss þessa og vegna þess að mér virtist ráðuneytið vera að taka undir ummæli þess efnis að einhverskonar stórfelld mistök hefðu átt sér stað við rannsókn þessa málsins, túlkaði ég bréfið svo/það má vera röng túlkun: Að ráðuneytið væri að fara þess á leit að draga úr yfir- heyrslum og rannsóknum á þessum þætti rannsóknarinnar. Við létum því yfirheyrslum og athug- unum á þessum manni lokið á þessu stigi rannsóknarinnar. Dómsmálaráðu- neytinu hlýtur að hafa verið um það kunnugt, en þaðan bárust engar frekari athugasemdir, fyrr en með bréfi dags 4. júnf 1975 þar sem ákveðið var að formlegri rannsókn yrði hætt. Virðingarfyllst, Haukur Guðmundsson, ranns.lm. Keflavík. Við þetta hef ég fáu einu að bæta. Þó þessu! Ekki verður séð, að ráðu- neytið hafi óskað eftir umsögn þeirra aðila, sem rannsóknina önnuðust, við þeim umkvörtunum, að framkvæmd rannsóknarinnar hafi með einhverjum hætti verið ábótavant — hvorki eftir að ráðuneytið ritaði bréfið til bæjarfóget- ans í Keflavíkj né á þeim fimm vikum sem liðu frá því ráðuneytinu barst bréf málsaðila þar til það ritaði bæjarfóget- anum til. Ráðuneytinu þóttr sem sé aldrei ástæða til að leita eftir áliti rannsóknarlögreglumannanna sjálfra né heldur að spyrjast fyrir um. Það hjá þeim, hvernig rannsókninni væri hagað. Þá vil ég einnig vekja athygli á því, að í bréfum þeirra málsaðila og lögmanns þeirra er kvartað yfir sögusögnum, sem höfðu orðið til ekki aðeins f um- dæmi Keflavíkurlögreglunnar heldur einnig og jafnvel að meiri mun í öðrum lögsagnarumdæmum. Samt sem áður telur ráðuneytið ekki ástæðu til að skýra neinu öðru lögregluembætti, en því, sem rannsókn málsins hafði með höndum, frá óskum málsaðila um að þeir yrðu hreinsaðir af öllum sögu- burði. Einnig þetta atriði varð til þess að hafa þau áhrif á rannsóknarlög- reglumennina, að þeir túlkuðu bréfið svo, að ráðuneytið væri að fara þess á leit, að dregið yrði úr yfirheyrslum og rannsóknum á þessum þætti málsins, eins og Haukur Guðmundsson kemst að orði í yfirlýsingu sinni — þótt sú túlkun þeirra hafi vissulega getað verið röng, eins og hann einnig tekur fram I frh. af þessu er þó eitt atriði sem ég hefði kosið að fá upplýst hjá rannsókn- arlm. ef tími hefði gefist til — sem sé, hvort margumrætt bréf til bæjarfóg. í Keflavik séu einu afskipti dómsmála- ráðh. af rannsókninni. Ég hefði þá gjarnan viljað spyrja þá hvort þeim hefði nokkuð að auki borizt munnleg skilaboð frá ráðuneytinu — annað- hvort símleiðis eða gegnum 3 aðila — um að ranns.lögrm. aðhefðust eitt hvað eða létu eitthvað ákveðið ógert, i sambandi við rannsókn sína á málinu. Ástæðan fyrir því, að mál þetta kem- ur upp nú er m.a. sú, að við rannsókn á mjög alvarlegu og óhugnanlegu af- brotamáli nýverið bárust lögreglunni nýjar upplýsingar af öðrum málum. Ekki hefur verið skýrt frá neinum máls- atvikum í þvi sambandi opinberlega Þó mun Ijóst vera, að yfirheyrslur hafa m.a. farið fram yfir þeim hinum sömu aðilum — öðrum eða báðum — og hér hefur verið um fjallað í þriðja sinn á fáum árum beinist rannsókn því f þessa átt. Fjölmargar sögusagnir og hvers kyns gróusögur eru uppi um hugsan- lega aðild þeirra að þeim málum, sem rannsóknin nú snýst um, — mun alvarlegri en þær, sem getið var í bréfi til ráðuneytisins frá 3. febrúar 1975 og urðu til þess, að ráðuneytið ritaði bæjarfógetanum í Keflavik bréfið dags 1 1. marz 1 975, sem varð til þess, að frekari yfirheyrslum var hætt. Því kann vel að vera, að viðkomandi aðilar finni hjá sér skiljanlega þörf fyrir að fá þeim söguburði hnekkt og beini því til ráðuneytisins sambærilegum umkvörtunum og undir svipuðum kringumstæðum á s.l. vetri Fari svo er þá liklegt að dómsmálaráðuneytið meðhöndli slikt erindi með sama eða svipuðum hætti og það gerði i fyrra með bréfinu til bæjarfógetans i Kefla- vík dags 1 1. marz 197 5? Virðulegi forseti. Ég fer nú senn að Ijúka máli minu. Ég held það fari vart fram hjá neinum, sem hlýtt hefur á mál mitt, að ég tel afskipti dómsmálaráðu- neytisins af þeim málum, sem ég hef gert hér að umtalsefni, séu vægast sagt mjög óæskileg og hvað fyrra mál- ið snertir — Klúbbmálið svonefnda — mun alvarlegri og raunar ósæmileg með öllu. Ég byggi þessa skoðun mína ekki á sérstakri þekkingu á lögum — slika sérþekkingu á ég ekki frekar en aðrir leikmenn En ég byggi hana á réttlætiskennd minni, á því, sem sam- vizka min og réttsýni segja mér — á þeirri réttlætistilfinningu, sem verður að vera undirstaða þeirra laga, sem þjóðin setur sér og athafna þeirra, sem lögin eiga að framkvæma og laganna að gæta i umboði almennings Ég get ekki talað fyrir munn annarra í þessu máli, en sjálfs mín En ég á þó bágt með að trúa þvi fyrr en þá ég tek á, að í hópi sextiu þingmanna á lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar sé ég sá eini, sem sjái margt athugunar- og ámælisvert við þá málsmeðferð, sem ég hafi hér lýst Það er nóg umhugsunarefni fyrir þessa háttvirtu samkomu að það skuli liða svona langur timi frá því þessi mistök voru gerð heyrum kunn á sín- um tíma þar til ástæða þótti að þau væru gerð að umtalsefni á þeirri sam- kundu sem mætustu synir þjóðarinnar kynslóð fram af kynslóð vörðu starfs- körftum sínum i að endurreisa og bundu bjartastar og glæstastar vonir við. Ég trúi því ekki að ofan á það bætist slíkt áfall, að aðeins einn af sextiu telji sér rétt og skylt að mótmæla og krefjast skýringa. HLJÓMPLÖTUM Rýmingarsalan stendur aðeins yfir í örfáa daga og er í Vörumarkaðnum, Ármúla, 1. hæð t. h. SG-hlj ómplötur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.