Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
7
Samskipti APN
og íslenzkra
fjölmiðla
Þegar Þ'ng
kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna hófst á dögunum
flutti Leonid Brezhnev
ræðu þar sem hann gerði
grein fyrir stefnu Sovét-
ríkjanna i utanrikis- og
innanríkismálum næstu
fimm árin, auk þess sem
hann túlkaði hina opin-
beru sovézku skoðun á at-
burðum siðustu fimm ára.
Fjöldi erlendra frétta-
manna var viðstaddur
flokksþingið og flutti
fregnir af þvi, m.a. starfs-
menn þeirra fréttastofn-
ana, sem islenzkir fjöl-
miðlar leita heimilda hjá
að staðaldri.
Það hefur vakið athygli,
að Tíminn hefur að þessu
sinni ekki séð ástæðu til
að hafa fregnir af flokks-
þinginu og ræðu Brezh-
nevs eftir hinum hefð-
bundnu heimildum,
heldur er eina heimild
Timans hin opinbera
áróðursstofnun Kreml-
stjórnarinnar, APN.
Áróðursstofnun þessi
eða dreifimiðstöð getur
að sjálfsögðu ekki kallazt
fréttastofa, þar sem hún
stundar ekki eiginlega
fréttamennsku eins og þá,
sem tiðkast í lýðræðisrikj-
um. Frjáls blaðamennska
þekkist ekki í Sovétrikjun
um, frekar en öðrum ein-
ræðisrikjum. Fjölmiðlar
eru þar undir oki ríkis-
valdsins, eins og öll önnur
starfsemi, og ritskoðun er
þar alger. í samræmi við
þetta er hlutverk APN
ekki að flytja fréttir, held-
ur að dreifa efni, sem
sovézk stjórnvöld telja sig
þurfa að koma á framfæri.
Þetta er í megindráttum
ástæðan fyrir þvi, að
Morgunblaðið hefur ekki
séð sér fært að taka til
birtingar efni, sem APN-
útibúið hér á landi otar
stöðugt að því og öðrum
fjölmiðlum. Morgunblaðið
býður lesendum sinum
ekki upp á það að flytja
þeim lesefni frá hrein-
ræktaðri áróðursmiðstöð,
er hefur það eitt að mark-
miði að útbreiða viður-
kenndar skoðanir ein-
hverrar ríkisstjórnar.
Sakleysi eða
auðsveipni?
Morgunblaðið hefur
blessunarlega haft minni
ama af ýtni APN en átti
sér stað á tímabili, en áð-
ur en flokksþingið í
Moskvu hófst, spurðist
það, að APN hefði gert
fréttastofu útvarpsins
margítrekuð tilboð um
milliliðalausar frétta-
sendingar af flokks-
þinginu. Þessu tilboði sá
fréttastofan sér að sjálf-
sögðu ekki fært að taka.
Tímanum þykir slíkur
þrýstingur hins vegar ekki
mjög hvirnleiður, ef
marka má af því, að dag-
inn eftir að þingið hófst,
birti blaðið formála- og
athugasemdalaust
fjögurra dálka langhund
yfir þvera baksíðu. Þar
var kominn úrdráttur úr
ræðu Brezhnevs, beint úr
verksmiðjunni, og
óspjallaður af
,,andsovézkum" öflum.
Pistill þessi var að sjálf-
sögðu ein samfelld lof-
gjörð um óskalandið
Sovét, með stöku krydd-
korni innan um, þar sem
kvartað var undan
,,heimsvaldastefnu",
maóisma, áhrifaöflum,
fjandsamlegum
„détente" og öðru i líkum
dúr.
Þjóðviljinn hafði
frásögn sina eftir APN, en
helgaði henni mun minna
rúm en Tíminn, og þótti
ekki við hæfi að flenna
hana út á útsíðum. APN-
pistill Þjóðviljans var að
því leyti trúverðugri en út-
gáfa Timans, að þar birtist
vísir að alvörufrétta-
skýringu, þannig að viður-
kennt málgagn
kommúnista virðist ekki
vera jafnsólgið i hráan
áróður Kreml-
stjórnarinnar og málgagn
Framsóknarflokksins,
hvort sem ástæðan er
sakleysi eða auðsveipni
hins siðarnefnda.
Þetta er að vísu ekki ný
bóla. Tíminn hefur verið
allra blaða iðnastur við að
gleypa hrátt og birta efni
það, sem berst i striðum
straumum frá dreifingar-
miðstöðinni APN. Þetta
kjarnmeti er að jafnaði
flatt út um viðáttur
Timans. Oft í viku gefur
að lita þar mergjaðar
lýsingar á Sovétsælunni,
— jafnt í Spegli timans
sem i virðingarsessi við
hliðina á forystugrein
blaðsins. Þannig birtist
itarlegur úrdráttur úr
„fréttaskýringu" APN um
flokksþingið sama dag og
ofangreind frásögn birtist'
á fréttasíðu blaðsins.
Fréttaskýrandi Tímans
gerir ekki minnstu tilraun
til að tjá þar skoðun sina á
hinni opinberu sovézku
skoðun, en skrifar undir
boðskapinn eins og hann
kemur af skepnunni.
Höfundur forystugrein-
ar og fréttaskýringar er
hinn sami ritstjóri Timans,
Þ.Þ.
Þegar formaður utan-
rikismálanefndar Alþingis,
þingmaður Reykvíkinga,
formaður útvarpsráðs og
ritstjóri málgagns Fram-
sóknarf lokksins, sem er
einn og sami maðurinn,
var fjarverandi vegna setu
á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna, brá
svo við, að langt hlé varð
á birtingu efnis frá APN.
Máttarstoðum Fram-
sóknarf lokksins úr
bændastétt og samvinnu-
hreyfingu er ekki láandi
þótt urgur sé í röðum
þeirra vegna þessara sér-
kennilegu tengsla flokks-
málgagnsins við Kreml-
stjórnina, sem vinnur
ötullega að því, Ijóst og
leynt, að kollvarpa þjóð-
skipulagi þvi, sem tíðkast
i lýðræðisrikjum, og lýð-
ræðisflokkar, eins og t.d.
Framsóknarflokkurinn,
hafa átt þátt i að móta.
Mafíuskór
skulu þeir heita
ítalskir leðurskór m/hrágúmisóla.
Svartir og brúnir; 7400. kr Póstsendum
SKÓBÚÐIN SUÐURVERI GRÁFELDUR HF
Stigahlíö 45 sími 83225 Ingólfsstræti 5 sími 26540
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al (iI,VSIN(;.\-
SIMINN F,R:
22480
Þrýstimælar
Hitamælar
i_L
SfliyirDaQiyisxuir
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Vesturgötu 1 6,
sími 1 3280.
<g@
SKIPAUTC.CRÐ RIKISINS
m/s Esia
fer frá Reykjavík miðvikudaginn
3. mars vestur um land til
ísafjarðar. Vörumóttaka: Mánu-
dag og þriðjudaq.
Hver
er
hvað?
Þegar þú þarft aö finna rétta
viðskiptaaðilann til þess að
tala við, þá er svarið að finna
í uppsláttarritinu ”ÍSLENSK
FYRIRTÆKI”
Þar er að finna nöfn og
stöður þúsunda stjórnenda
og starfsmanna í íslenskum
fyrirtækjum, hjá stofnunum
og félagasamtökum og auk
þess starfsmenn stjórnar-
ráðsins og sveitarstjórnar-
menn.
Sláið upp í
’ISLENSK FYRIRTÆKI”
og finnið svarið.
FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. |
OTSOLU-
er að
■KjSSWgS.;
ENN BETRI KJOR,
ENÁ VETRAR
ÚTSÖLUNNI
□ ALLT NÝJAR OG
NÝLEGAR VÖRUR
□ ÓTRÚLEGT
VÖRUÚRVAL
□ LÁTIÐ EKKI HAPP
ÚR HENDI SLEPPA
Laugavegi 66, sími 28155