Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 197fi
Guðfinna Björnsdóttir:
Hún er á níræðisaldri og vinnur enn fullan vinnudag
og þó rlflega það, en það sem er enn forvitnilegra, hún
vinnur á trésmíðaverkstæði almenn störf og hefur
gert það síðastliðin 30 ár, 9—10 tíma á dag.
Guðfinna Björnsdóttir heitir þessi galvaska kona,
sem þó hefur átt við heilsufarsleg vandamál að stríða
allan sinn starfstíma í trésmiðinni, en slikt lítur hún
smáum augum og forsjóninni er hún þakklát fyrir
lífstréð.
Mitt í allri skipulagningunni vestur í bæ þar sem
mannlifið fær að njóta sin i þægilegu umhverfi, dólar
lítið trésmiðaverkstæði í fbúðarhúsi og það hefur
dólað þarna sfðustu áratugina og sannað að ekkert er
eðlilegra en saman fari á einhvern hátt sambúð
atvinnuhúsnæðis og heimila.
Hagamelur 47 heitir húsið samkvæmt götuskránni,
en upp á gamla mátann heitir það Mávahlfð og þar
sem fyrrum var fjós og hlaða þarna i Vesturbænum er
nú trésmíðaverkstæðið sem Guðfinna átti og rak
ásamt manni sínum Magnúsi F. Jónssyni um árabil og
þar vinnur hún dag hvern, en húsið Mávahlfð reisti
upphaflega Hólmfríður Gfsladóttir. Árið 1948 hlaut
hún slæmt lærbrot og síðan hefur hún átt í þvi meira
og minna, þvi fóturinn styttist og siðustu 6 árin hefur
hún gengið við staf úti og inni, en vinnuna stundar
hún eins og unglamb, þótt hún sé á nfræðisaldri.
„Æ, ég hef ekki frá neinu að segja, þetta hefur allt
gengið svo ágætlega og ég hef aldrei hitt nema gott
fólk", sagði Guðfinna þegar ég rabbaði við hana
stundarkorn vestur i Mávahlíð.
Fædd er hún 18. júlí 1895 i Núpsdalstungu i
Núpsdal í Fremri Torfustaðahreppi i einum af Mið-
fjarðardölum. Þar var hún til 24 ára aldurs er hún
fluttist á næsta bæ og giftist Magnúsi F. Jónssyni.
Þau bjuggu saman i 55 ár, en hann lézt á s.l. ári. Þar
bjuggu þau siðan til 1 944 er hún lenti í lærbrotinu og
veður skipuðust. Þau höfðu átt um 100 kindur, en eitt
árið í kreppunni drápust 40 þeirra úr árans mæðiveik-
inni og það var dýrt, þvi litlar voru bæturnar.
Þegar Guðfinna lenti i slysinu varð hún að liggja í
16 mánuði á sjúkrahúsi, fyrst á Hvammstanga, siðan
Á níræðisaldri og vinnur
fullan vinnudag á tré-
smíðaverkstæði og
hefur gert í 30 ár____
Oll gæruskinnsmerkin eru stimpluð í þess-
ari gömlu prentvél og Guðfinna sér um það.
Merkjafjöldinn sem þau búa til þarna á
verkstæðinu er um 1 milljón á ári og hver
stimplun þarf eitt handtak. Þarna er Guð-
finna að taka eitt af sínum milljón handtök-
um á ári sem fara aðeins í þennan lið
framleiðslunnar.
Horft á sjónvarpið að loknum vinnudegi.
„Þótt ég sé
örþreytt að
kvöldi er
égstáislegin
aðmorgni”
á Landakoti. Um þetta leyti brugðu þau Guðfinna búi
og fluttu suður. Magnús hafði áður fengist nokkuð við
smiðar hjá Sigfúsi i Fjölni í Reykjavík. en þegar þau
komu suður byrjuðu þau með tvær hendur tómar og
meira en það. En Magnús kom af stað smíðaverkstæði
í hlöðukompu á Bjargi á Seltjarnarnesi þar sem þau
fengu inni fyrst um sinn hjá Jóhönnu systur Guðfinnu
og ísak Vilhjálmssyni mági hennar. Þau urðu nú í
rauninni að byrja upp á nýtt.
Veturinn 1919 hafði verið þeirra fyrsti búskapar-
vetur nyrðra, þá voru þau i húsmennsku, en allir lentu
i skuldum eftir þennan erfiða vetur og það var ekki
hægt um vik til athafna, en búskaparbaráttan stóð i
24 ár „og þar var lánið okkar," sagði Guðfinna, „eins
og alltaf, að við höfðum gott fólk með okkur."
Húsið Mávahlið við Hagamel er eitt af fáum húsum
á þessu svæði sem er inni i skipulaginu án þess að
vera sett þar á teikniborðinu og það er jafnframt eitt
af fáum húsum sem setur sérlega mannlegan svip á
umhverfið. Við austurhlið þess er fjölbýlishús og
annað er að rísa við vesturhliðina. Ég spurði Guðfinnu
hvort hún væri ekkert orðin fyrir i skipulaginu:
„Kannski húsið fái að tóra meðan ég tóri, annars veit
maður aldrei hvað blessuð yfirvöldin gera," svaraði
hún.
„Hvað réð því upphaflega að þú fórst í smíðarnar?"
„Það var til að reyna að vinna eitthvað og um leið
til að styrkja mig eftir leguna. Því fór ég nú í dútlið, en
það er nú ef til vill ekki hægt að kalla það smiðar, ég
spila svona inn i og hérna höfum við Salómon unnið.
Hann er Hafliðason, uppeldisbróðir Magnúsar heitins
og það vil ég segja án þess að niða nokkurn að betri
starfsmann en Salómon er ekki hægt að hafa. Það
getur verið hægt að hafa eins góðan starfsmann, en
ekki betri. Hann er á áttræðisaldri og hefur unnið
liðlega 20 ár hér á verkstæðinu. Sjálf er ég búin að
vera 30 ár í trésmiðinni og alltaf réttindalaus að öllu
leyti. Ég skal segja þér, ég held að ég hafi verið léleg
húsmóðir, við höfðum litið heimili og það var alltaf
fátækt meðan við bjuggum, við komumst svona af og
það var ekki sultur."
Þarna vissi ég að Guðfinna hafði skrökvað að mér,
þvi mér var kunnugt um myndarskap hennar og
dugnað i heimilishaldi, enda oft gestkvæmt hjá henni
þótt henni þyki aldrei neinn lita inn. Á borðinu var
hangikjöt, kleinur, pönnukökur og súkkulaði.
É spurði hana um vinnudaginn.
Ég hef alltaf unnið fullan vinnudag frá kl. 7.30 og til
klukkan 5 og geri enn. Ég er nú kannski ekki seinust á
verkstæðið. en það er nú ekki til að hafa orð á ."
Hins vegar hafði Salómon sagt mér að ávallt þegar
hann liti út um gluggann kl. 7 á morgnana, en hann
býr i næsta húsi, þá væri búið að kveikja Ijós á
verkstæðinu oft löngu fyrir sjö og Guðfinna væri tekin
til starfa af fullum krafti þegar þeir karlmennirnir
kæmu siðan á venjulegum vinnutima.
„Ég vinn svona almenn verkstæðisstörf," svaraði
Guðfinna, „við bútsögina, bandsög, heflun og slíkt,
en það er ein vél sem ég hef ekki unnið við og það er
stóra vélsögin. Við vinnum mikið af alls konar kúst-
sköftum, rimlum og ýmislegt, t.d. burstatré fyrir
Burstagerðina og Blindravinnustofuna, gærumerki
fyrir allt landið og s.l. ár smiðuðum við upp undir
milljón gærumerki úr tré. Fyrr smíðuðum við ákaflega
mikið amboð, hrífur og orf, en það hefur minnkað í
seinni tið þótt við bregði.
Afköstin hafa ekki alltaf verið mikil, en þetta hefur
verið dægrastytting. Maður hefur verið hjálparkokkur
við það sem lítils þarf með. Æ, nú er þetta orðið
blessað raup, maður má aldrei segja neitt á þessum
aldri, það verður raup. En það er líka satt að mér hefur
líkað öll ævin vel, hef ekki haft yfir neinu að kvarta og
allt hefur einhvern veginn slampast af. Að slepptu því
sem fótameinið hefur bagað mig hef ég alltaf verið
ákaflega heilsugóð og þótt ég sé dauðþreytt að kvöldi
eftir vinnudaginn, er ég stálslegin að morgni og til í
tuskið. Það er þó ekki mér að þakka með heilsuna,
auðvitað þeim sem hjálpar manni alltaf og það veizt
þú nú IFklega hver er, en góði, eigum við nú að vera að
hafa þetta meira, það er af svo litlu að smíða.
Ég skil ekkert F þér að vera að þessu, það eru svo
Framhald á bls. 25
Texti: Ární Johnsen
‘Myndir: Friðþjóður Helgason
Guðfinna Björnsdóttir með trésmiðaverkstæðisskupluna.
Það þarf einnig öryggi til að nota bandsögina.
Salómon Hafliðason er á áttræðisaldri og hefur unnið á
verkstæðinu í um það bil 20 ár.