Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 15

Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 15 Verkföllin kosta skildinginn: LOÐNUAFURÐIR AÐ VERÐMÆH UM 1,3 MILIJ- ARÐAR FÓRU HJÁ GARÐI ÞEGAR það lá fyrir að samkomulag hafði orðið milli samtaka launþega og vinnuveitenda og allsherjarverkfallinu var aflýst seinni hluta dags á laugardag, aflétti dómsmálaráðuneytið vínbanni þvl sem gilt hafði hluta verkfallstlmans. Vlnveitingahúsin gátu þá aftur opnað vlnstukur stnar og almenningur tekið til við að svala verkfallsþorstanum. (Ljósm. „SPURNINGAR um það hvað þjóðin tapar á hverjum degi sem við erum I verkfalli eiga fullan rétt á sér, en eiginlega er það mikil- vægara hvernig niðurstaðan I deilu sem þessari verður, þvl að við það eigum við að búa lengur en hlé fárra daga. En auðvitað höfum við tapað á verkfallinu," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstof nunarinnar, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði hvort nokkuð lægi fyrir um það hvað 12 daga alls- herjarverkfall hefði kostað þjóðar- búið. Jón reyndist sem sagt ófáan- legur að spá I það en Morgun- blaðið reyndi engu að siður að leita sér upplýsinga um fjárhags- legar afleiðingar verkfallsins á nokkra veigamikla þætti þjóð- Kfsins. ALVARLEGUSTU afleiðingar verk- fallsins fyrir þjóðarbúið eru vafalaust fólgnar í hinum mikla samdrætti I loðnuveiðunum af þess völdum Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá loðnu- löndunarnefnd er ekki fráleitt að ætla að andvirði um 130 þúsund tonna af loðnu hafi farið I súginn vegna þess að loðnuveiðarnar stöðvuðust að miktu leyti Miðað við að meðalverð loðnu til bræðslu á þessum tlma var um 3,50 kr. á hvert kíló er hráefnisverðmæti þess sem forgörðum fór í verkfallinu um 455 milljónir króna Hráefnisverðmætið segir þó ekki mikla sögu um tjónið, þvl að raun- veruleg verðmæti verða til við út- flutning á mjöli og lýsi sem úr Mbl. Ól. K.M.) aflanum eru unnin Ætla má að úr þeim 130 þúsund tonnum sem þarna fóru fram hjá garði hefðu verið unnin um 20 þúsund tonn af mjöli og miðað við að útflutnings- verðmæti hvers tonns er um 50 þúsund krónur hefði heildarverð- mæti mjölsins I útflutningi orðið um einn milljarður króna. Þessi 130 þúsund tonn hefðu á sama hátt orðið um 5 þúsund tonn af lýsi og heildarútflutningsverðmæti þess hefði verið um 250—300 milljónir króna, svo að samtals má ætla að þjóðarbúið hafi orðið af um 1,3 milljörðum króna i afurðaverði lýsis og mjöls, sem vinna hefði mátt úr þessum 1 30 þúsund tonnum. Þá er eftir að geta um loðnu til frystingar, en óljóst er hvort nú verður hægt að frysta upp i þá fyrirframsamninga sem gerðir hafa verið við Japani Verulegt tap Flugleiða. Ljóst er að Flugleiðir hafa orðið fyrir verulegu tjóni af völdum alls- herjarverkfallsins, en alla þá 12 daga sem verkfallið stóð lágu allar áætlunarferðir félagsins niðri, bæði I innanlands- og millilandaflugi Beint fjárhagslegt tjón félagsins hefur enn ekki verið metið, að því er Hörð ur Sigurgestsson hjá Flugleiðum, tjáði Morgunblaðinu i gær en unnið er að slikum útreikningi. Sagði Hörður að tjón félagsins væri fyrst og fremst fólgið i hinu beina tekju- tapi af völdum þess að áætlunarferð- ir stöðvast á sama tima og félagið er með dýrasta mannafla sinn, þ.e flugliðið, á fullum launum, en Hörð- ur kvað launagreiðslur til þessa hóps vera mun meiri en til almenna starfsfólksins sem aðild átti að verk- fallinu Meðan starfsemi Flugleiða lam- aðist áttu hins vegar litlu flugfélögin annrikt Vængir héldu uppi ferðum á innanlandsflugleiðum allan timann meðan verkfallið stóð, og Flugstöðin hélt uppi ferðum milli Skotlands og islands Að sögn Ellasar Jónssonar hjá Flugstöðinni flaug Cessna Navaho-vél Flugstöðvarinnar rétt innan við tiu ferðir héðan til Glas- gow á Skotlandi og heim aftur. Voru að meðaltali 9—10 farþegar með vélinni en hún getur flutt 12—14 farþega Var sætið selt á 35 þúsund krónur Gizkaði Eliaser á, að um 30% farþeganna hefðu verið útlend- ingar. Bændur fyrir tilfinnanlegu tjóni Að því er Halldór Pálsson búnað- armálastjóri tjáði Morgunblaðinu er Ijóst að bændur hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af völdum verk- fallsins, þar eð mjólkurvinnslan lam- aðist að miklu leyti Halldór kvaðst þó ekki geta nefnt neinar tölur um tjónið, þar eð mjög erfitt væri að geta sér til um það hversu mikið magn mjólkur hefði skemmzt hjá bændum suðvestanlands Hins vegar hefðu Eyfirðingar betra yfirlit um þetta tjón vegna þeirrar mjólkur er þar hefði verið hellt niður. Morgunblaðið náði tali af Ævari Hjartarsym, búnaðarráðunaut hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sem sagði að þeir ráðunautarnir hefðu sjálfir haft umsjón með því að hellt væri niður um 277 þúsund lítrum mjólkur en áætlaði að áður hefði verið búið að hella niður um 100 þúsund lítrum mjólkur. Alls hefði þvi þar nyrðra verið hellt niður um 360—400 þúsund litrum eða að verðmæti um 20 milljónir króna Fróður maður um þessi málefni sagði Morgunblaðinu hins vegar að hann teldi að í verkfallinu hefði um 7 daga mjólkurframleiðsla farið til spillis hjá mjólkurbúunum á landinu Miðað við að mjólkurfram- leiðslan væri 220 milljónir litra á dag væru þetta þvi um 1.4 milljónir lítra samtals og miðað við að grund- vallarverð á mjólkurlitra til bænda væri 56 krónur mætti áætla tjónið i kringum 80 milljónir króna. Bensínsparnaður — lokun Á.T.V.R. Þá ber þess að geta að verkfallið leiddi til lokunar bensinafgreiðslu- stöðva, sem aftur hefur haft i för með sér einhvern sparnað fyrir rikið i innkaupum á eldsneyti fyrir bif- reiðaeign landsmanna Ekki er þetta þó verulegur sparnaður, að þvi er Ragnar Kjartansson hjá Skeljungi taldi Hann gizkaði á — með tilliti til þess að bifreiðaeigendur hefðu birgt sig upp af bensini fyrir verkfallið og vegna undanþága i sjálfu verkfallinu — hafi afgreiðslustöðvunar á bensini raunverulega ekki gætt nema fimm daga af þeim 1 2 dögum sem verkfallið stóð. Ragnar minnti á að stór hluti bensinverðs til bifreiða- eigenda rynni beint til hins opin- bera, en nærri léti að bensinsalan hér á landi næmi um 5 milljónum króna á dag — miðað við cif-verð, þannig að ætla mætti að sparnaður- inn á innflutningsverðmæti bensins vegna verkfallsins næmi um 25 milljónum króna. Þetta vegur þó nokkuð upp i þá fjárhæð sem rikið varð af vegna þeirrar ákvörðunar dómsmálaráð- herra að láta loka útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins Að sögn Jóns Kjartanssonar, for- stjóra ÁTVR, voru útsölustaðir fyrir- tækisins lokaðir I fimm daga af þessum sökum 'eða sem svarar til einnar söluviku. Ekki hafði Jón handbærar tölur um sölu samdrátt- inn, sem orðið hefði en benti á að næstu viku á undan hefði söluverð- mætið á höfuðborgarsvæðinu num- ið rúmum 58 milljónum króna, og sem kunnugt er rennur mestur hluti þeirrar fjárhæðar beint i rikiskass- ann Torfi Hjartarson, sáttasemjari, ávarpar samningamenn að lokinni yndirskrift. Frá vinstri: Snorri Jónsson, Björn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Torfi, Guðlaugur Þorvaldsson, Jón H. Bergs og Ólafur Jónsson. — Ljósm :ÓI.K M. ársins 1975 væri haldið. Hann kvað fyrirkomulag kauphækkananna ekki óhagstaet og ekki óeðlilegt að þeir, sem lægr launin hefðu, færu fram á hækkanir. „Þvi miður mun þessi kaup- hækkun þó ekki reynast sú kaupupp- bót, sem þetta fólk ætti að fá, þar sem mjög er hætt við að þessi samningur verði verðbólguhvetjandi." Þá sagði Hjörtur, að verzlunin sem slík hefði tiltölulega ófrjálsar hendur um að semja um kauphækkamr vegna harðra verðlagsákvæða. sem riktu i landinu HAUKUR BJÓRNSSON. fram kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrek- enda, sagði að hann væri afskaplega feginn, að samningsgerðinni væri lokið, en hins vegar kvaðst hann vera nokkuð viss um að samningarnir væru verðbólgusamningar og gengisfell- ingarsamningar Hann sagðist ekki geta séð, hvernig fyrirtækin ættu að geta tekið þessum launahækkunum án þess að þeim yrði á einn eða annan hátt velt út I verðlag Sagði hann að það myndi þýða að sagan endurtæki sig „Samkvæmt útreikningum og töl- um, sem við höfum séð, virðist þetta þó stefna I lægri verðbólgu eða minni verðbólgu, en hér hefur verið undan- farin tvö ár. Er það í sjálfu sér gleði- efni," sagði Haukur „en ég veit ekki hvað það hrekkur langt, þegar lækkun- in er kannski úr 50 i 30. Ég veit ekki hvað telja á viðunandi. Mín skoðun er að ekki sé viðunandi efnahagslegt ástand, nema verðbólga sé á sama stigi og hún er i nágrannalöndum okkar." Haukur var þá spurður, hvort kaup- hækkunin ætti ekki að hafa minni verð- bólgu I för með sér, þar sem hún dreifðist á 14 mánaða tímabil Sagði hann þá, að á meðan eðlileg fram- leiðniaukning i fyrirtækjum væri miklu minni en nemur kauphækkununum gæti svo ekki farið „Við gætum trú- lega borið 5% kauphækkun á ári, en ekki þrisvar sinnum 6 + 5 og ýmislegt fleira Þvi miður held ég að þetta sé staðreyndin í málinu og ég lit ekki á þessa samninga sem neina lausn. Vandinn er sá að stækka kökuna, sem er til skipta, en ekki að skipta út köku, sem þegar er búin " EÐVARÐ Sigurðsson, formaður Dags- brúnar, sagði: „Þessir samningar eru viðnámssamningar. Við erum að reyna að sporna við þvi að kaupmátturinn haldi enn áfram niður á við og ég held að samningarnir tryggi það, að svo miklu leyti sem hægt er að tryggja slíkt með samningum Við höfðum sett okk- ur það mark að reyna að endurheimta hluta þeirrar skerðingar sem orðin var frá slðustu samningum en það tókst ekki. Hins vegar náðust ýmis önnur atriði fram, sem skipta verulegu máli. Merk- ast og stærst tel ég það sem gert var varðandi llfeyrissjóðina og skiptir það mestu hvernig til tekst með frambúðar- stefnumörkun þar Einnig má nefna ýmis smærri atriði, sem voru til leið- réttingar kjaraatriðum sem er erfitt að meta beint til peningaverðmæta en er jafnréttismál Á ég þar við það sem sérlega snýr að hinum almennu verka- lýðsfélögum Þegar þetta allt safnast saman tel ég að þessir samningar séu mjög sæmilega viðunandi og ætti ekki að vera hægt að segja um þá að verkalýðshreyfingin hafi spennt bogann of hátt fyrir möguleika atvinnu- veganna og þjóðfélagsins, og ef þessir samningar fá ekki staðist held ég að við verðum að taka til hendinni annars staðar, hvað varðar sjálft kaupgjald verkafólksins I landinu." Guðmundur H. Garðarsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykja- vikur, sagði „Ég vil fyrst segja það, að ég tek undir orð Torfa Hjartarsonar sáttasemjara rikisins, sem hann mælti þegar samningarnir voru undirritaðir á laugardaginn, að þessara samninga mun lengst verða minnst fyrir þann áfanga, sem náðist í því að tryggja öldruðum aukinn elli- og örorkulífeyri. Með þvi bráðabirgðasamkomulagi, sem gildir til tveggja ára var mörkuð sú stefna að allir landsmenn skuli sitja við sama borð varðandi þessi sjálfsögðu mannréttindi. Það var ánægjulegt að rlkisstjórnin tók þátt i lausn þessara mála og hefur heitið að stuðla að þvi að þessu marki verði náð, m a með myndun nefndar sem á að skila áliti fyrir septemberbyrj- un. Um kauphækkanirnar vil ég segja, að ég tel að I þeim efnum hafi orðið um umtalsverðan árangur að ræða sér- staklega fyrir láglaunafólk Ég vona að sjálfsögðu að þessir samningar verði ekki verðbólguhvetjandi og að sá kaup- máttur haldist sem að er stefnt með þessum samningum á þvi tlmabili sem þeir gilda " Bjami Jakobsson, formaður Iðju, sagði: „Ég tel að mestur árangur hafi náðst i lifeyrissjóðamálunum i þessum samningum Það náðist viss láglauna- bót, sem hefði þó mátt vera hærri að minum dómi En það sem ég er helst óánægður með er að atvinnurekendur skyldu fara fram á að visitalan mældist i prósentum en ekki krónutölu eins og upphaflega var ætlunin hjá heildar- samtökunum " Morgunblaðið reyndi ennfremur að ná i formenn verkakvennafélaganna Framtiðarinnar og Framsóknar i gær- kvöldi, en tókst ekki Forystumenn takast I hendur eftir undirritun samninganna, Björn Jónsson og Jón H. Bergs. Hjá standa frá vinstri: Guðlaugur Þorvaldsson, sáttarnefndar- maður, Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Kári Jónasson, fréttamaður (milli Björns og Jóns), og Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri VSÍ. — Liósm ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.