Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 21 Ina á fundi Norðurlandaráðs. Við hlið hans situr Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs. mu kröfu til sín irra EBE-ríkja Vemdun fiskstofna í N-Atlantshafi er nor- rænt hagsmunamál — sagði Ragnhildur Helgadóttir fyrir flotaihlutun Breta á yfir- ráðasvæði okkar. Breskir togarar veiða innan 200 mílna markanna undir flotavernd, og síðustu daga hafa þeir einkum sótt á sérgreind og yfirlýst friðunarsvæði, sem eru viðkvæm sem uppeldisstöðvar þorskstofnsins. Bresku togararnir eru einu erlendu togararnir, sem stunda ólöglegar veiðar á Islands- miðum. Viðræðunefndir frá löndum okkar hafa hittst fjórum sinnum til viðræðna, sem allar hafa verið árangurslausar, þar sem Bretar hafa krafist óhæfilega stórs hluta af hinum mjög takmarkaða þorsk- stofni. Af 230 þúsund tonna leyfileg- um hámarksafla, buðum við þeim 65 þúsund tonn 17. nóvember 1975, en þá gerðu þeir ekki annað en að lækka kröfur sinar um 130 þúsund tonn á ári í 10 ár í 110 þúsund tonn, og höfnuðu tilboði okkar. 25. nóvember 1975 kom til íhlutunar breska flotans, og við drógum tilboð okkar til baka. I byrjun janúar setti íslenska rikisstjórnin það sjónarmið skýrt fram, að framhald ásiglinga breskra herskipa á íslensk varð- skip mundi leiða til stjórnmála- slita við Bretland. Á sama tíma var Joseph Luns, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, boðið til Islands til þess að ræða deiluna við íslensku ríkisstjórn- ina. I kjölfar fundar hans með James Cailaghan, utanríkisráð- herra Breta, eftir Islandsförina, voru freigáturnar dregnar til baka. 1 því hléi, sem síðan fylgdi, fór ég til London í boði Harold Wil- son, til þess að kanna allar hliðar deilunnar í því skyni að skil- greina ágreiningsefnin eins nákvæmlega og unnt væri. Eftir fundinn í London — enda þótt Bretar hafi þar lækkað kröfu sína um heildarafla í 85 þúsund tonn — var ljóst, að breska ríkis- stjórnin gerir sér ekki enn nægi- lega grein fyrir þeim mun, sem er á mikilvægi fiskveiða Breta ann- arsvegar og Islendinga hinsvegar, I efnahagsllfi landanna. An tillits til ágreinings Breta og okkar um útfærsluna I 200 sjómíi- ur, er rétt að hafa það i huga, að á jafréttarráðstefnunni i Genf 1958 var samþykkt, að strandríki, sem væri efnahagslega háð fiskveið- um, skyldi hafa forgangsrétt til fiskveiða við strendur sínar. Þessi viðurkenndu og óumdeilanlegu alþjóðalög virða Bretar ekki held- ur með framkomu sinni. Engu að síður lýsti islenska ríkisstjórnin því yfir, að hún væri reiðubúin til þess að taka upp viðræður við Breta um samkomuleg til skamms tíma, t.d. 3 mánuði. Við tilkynntum bresku ríkis- stjórninni þetta 3. febrúar, en 5. febrúar sendu Bretar flotann að nýju inn í lögsögu okkar. íslenska ríkisstjórnin gaf þá út yfirlýsingu þar sem segir, að engar samninga- við ræður komi til greina við nú- verandi aðstæður. Afstaða Breta óraunsæ Allar tilraunir til að koma á vopnahléi á fiskimiðunum hafa mistekist. A meðan samninga- viðræður við Vestur-Þýzkaland fóru fram í október s.I. voru aliir þýskir togarar kallaðir út úr 200 milna lögsögunni. Bretar hafa hagað sér á allt annan hátt og spillt ástandinu enn frekar með því, að halda áfram ásiglingum á fslensk varðskip, og nú er floti 3—4 freigátna, 3—4 dráttarbáta, olíuskipa og annarra aðstoðar- skipa á Islandsmiðum, til þess að verja 25 til meira en 40 togara. Smáríki, sem ræður ekki yfir neinum herafla, hefur fáar leiðir til þess að standast ólögmæta valdbeitingu. I þeirri stöðu, sem Bretar hafa komið okkur í, getum við aðeins brugðist við með stjórnmálaaðgerðum, og þess vegna getum við ekki mótmælt á sterkari hátt en með því að rjúfa stjórnmálasamband okkar við Bretland, eins og nú hefur verið gert. Að mínum dómi er öll afstaða bresku ríkisstjórnarinnar mjög óraunsæ, einkum þegar tekið er tillit til þess, að á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna berst hún fyrir 200 mílna efnahagslög- sögu og i Efnahagsbandalagi Evrópu krefst hún skýrra for- gangsréttinda fyrir breska fiski- menn í þeirri lögsögu við Bret- land. Ég held að það gæti stuðlað að friðsamlegri, tímabundinni lausn á fiskveiðideilunni, ef Bretar gerðu a.m.k. sömu kröfu til sín og þeir gera til annarra Efnahags- bandalagslanda og héldu sér þar með utan 100 sjómílna frá Islandi. Herra forseti, eins og ég sagði áður, bendir ekkert til þess, að deilan við Breta leysist í bráð. A meðan ríkir hættuástand á Islandsmiðum. Mannslíf eru í hættu og til alvarlegra slysa kann að koma, þótt allir voni að svo fari ekki. Við Islendingar eigum þó engra annarra kosta völ en að halda baráttu okkar áfram, því að við berjumst fyrir efnahagslegu sjálf- stæði okkar. Við metum mikils skilning og áhuga vina okkar og frænda á Norðurlöndunum og væntum stuðnings þeirra. I starfi Norðurlandaráðs er kostur, að það hefur engan fastan fundastað. Norðurlandráð á sér vettvang í Finnlandi, Noregi eða á Færeyjum, Svíþjóð, Danmörku eða Islandi. Með þvi að hittast til skiptist i löndum okkar erum við hæfari til að skilja og nánast upp- lifa stöðu hver annars. Örlög eins í samfélagi okkar eru langt frá þýðingarlaus fyrir hina. Á vegi milli vina geta orðið þröskuldar. Það getur verið kafaldsbylur, allsherjarverkföll eins og hafa verið á Islandi upp á siðkastið, það getur grúft þoka yfir Kastrup. En yfir þröskuldana skal stíga, enda þótt það gerist stundum með seinni skipum og orð Hávamáls eru enn í gildi: Veiztu, ef vin þú átt, hann er þú vel trúir, fara að finna oft.“ Þannig er þvi og farið i bróður- hlýrri vináttu okkar. Vinna ráðsins síðustu ár hefur falizt í hefðbundnum málsmeð- ferðum í nefndum og vinnu- hópum, haldnir hafa verið fundir og námskeið. Málaflokkarnir spanna aðskiljanleg svið mann- legra samskipta, sum öðrum stærri, en öll mikilvæg í þing- störfunum. En vinna okkar á síðasta ári hefur einkennzt af meiriháttar máli og á ég þar við aukafund ráðsins í Stokkhólmi. Með þessum fyrsta aukafundi i sögu ráðsins reyndum við nýja vinnuaðferð sem fólst í að vinna markvisst að fáum en mjög þýðingarmiklum málum á einum einstökum fundi. Reynslan af þessari aðferð var að mínum dómi mjög jákvæð fyrir Norðurlandaráð. Samþykkt aukafundarins um stofnun Norræns fjárfestingar- banka er mikilvægur áfangi í sögu ráðsins eftir áralangar um- ræður um efnahagssamvinnu Norðurlandanna. Ákvörðunin leiddi í ljós að áhugi á þessu er lifandi og samræmist þátttöku einstakra Norðurlanda í efna- hagssamvinnu utan þeirra. Afstaða einstakra Norðurlanda varðandi ákvarðanir sem ekki falla undir að vera samnorrænar gæti gefið Norðurlandaráði til- efni til að íhuga á hvaða hátt þetta hefur áhrif á samvinnu Norðurlandanna. Það er ekki nýtt, en engu að síður enn á dag- skrá, að Danmörk er aðili aðEfna- hagsbandalagi Evrópu, afstaða Finnlands gagnvart nágranna- landi sínu í austri, ný viðhorf í sambandi við olíuvinnslu Norð- manna, útfærsla Islendinga á fiskveiðilögsögu sinni, mikilU áhugi Svía á þróunarlöndunum og aðild Danmerkur, Islands og Noregs að Atlantshafsbandalag- inu. I Norðurlandaráði hafa eink- um tvö þessara mála komið til umræðu, þar sem eru olíuvinnsla Norðmanna og EBE-aðild Dana. Sameiginlegt mál Norðurlanda Nærtækt er og frá mínum sjónarhóli, og nauðsynlegt að víkja hér að útfærslu íslendinga á fiskveiðilögsögunni og þeim al- varlega ágreiningi við Breta sem hefur komið í kjölfarið. Þetta er ekki sér íslenzkt mál, þetta er mál sem er mikilsháttar fyrir Norður- löndin sameiginlega. Satt að segja hefur þetta mál ekki verið mikið rætt í beinu norrænu samhengi. Þar á ég við að verndun fiskstofn- anna á Norður Atlantshafi er beinlinis norrænt hagsmunamál. Eins og alkunna er eru ýmsar fisktegundir sem fara millum haf- svæða i Norður Atlantshafi milli landa okkar og áhrifarik leið þeim til verndunar er útfærsla viðkomandi landa á fiskveiðilög- sögu sinni. Norðurlandaráð hefur með um- hverfismálaráðstefnu sinni, fjöl- mörgum tilmælum og yfirlýsing- um iýst vilja sínum til umhverfis- og náttúruverndar. Tilgangur hinnar norrænu umhverfismála- stefnu er ekki sizt efnahagslega eðlis: verndun lifsnauðsynlegra náttúruauðlinda gegn eyðilegg- ingu. Hættan á eyðileggingu náttúruauðlinda stafar ekki síður af ofnýtingu en af mengun. I umræðum á norrænum vett- vangi hefur verið lögð meiri áherzla á mengunarvandamálin. I Norðurlandaráði hafa verið gerðar samþykktir vegna meng- unar á tilteknum svæðum, eins og t.d. árið 1970 um aðgerðir gegn mengun Eystrasalts. Nú eru lifs- nauðsynlegar náttúruauðlindir á Norður-Atlantshafi i hættu vegna ofnotkunar. Sem dæmi til viðvör-. unar get ég nefnt eyðingu atlants- skandinaviska sildarstofnsins á árunum 1967—68. Til að undirstrika hið beina gildi útfærslu fiskveiðilögsögu norrænna landa fyrir Norður- löndin vil ég ennfremur visa til tilmæla ráðsins frá síðasta ári um aukna matvælaframleiðslu og betri nýtingu auðlinda Norður- landanna. Það felur auðvitað i sér skynsamlega nýtingu. Enn þá hefur aðeins eitt norrænt land fært út fiskveiðilög- sögu sína í 200 milur. Um það er rætt meðai sérfræðinga í öllum löndum að mikilvægir fiskstofnar í hafinu umhverfis tsland séu i alvarlegri hættu. Ég hef þegar Framhald á bls. 22 ásamt stóraukinni vernd ungfisks og friðun hrygningarsvæða, sem þeir nú eru að framkvæma í fram- haldi af stækkun lögsögunnar. Þorskstofninum íslenzka verður ekki bjargað með voninni einni um réttláta niðurstöðu hafréttarráð- stefnu S.Þ. Þess vegna áttu Is- lendingar engra annarra kosta völ en taka málin í eigin hendur strax. Hvers vegna er ekki samið? Sem svar við þessari spurningu hvers vegna við semjum ekki við Breta má minna á, að það þarf tvo hið fæsta til þess að samningur verði. Ýmislegt í framkomu Breta gæti bent til að þeim hafi aldrei verið alvara að semja. T.d. hefðu svo þjálfaðir og aðgætnir samninga- menn sem Bretar eru tæplega falið manni á borð við Hattersley, vara- utanríkisráðherra, forystu samn- ingaumleitana á hendur ef þeim hefði verið mikið í mun að ná samn- ingum við Islendinga. Ennfremur benti það ekki til samningsvilja af hálfu Breta þegar þrír brezkir dráttarbátar hófu sameiginlega árás á íslenzkt varðskip innan fjögurra mílna markanna á fyrstu dögum átakanna. 8 milljarðar Eins og ég áðan nefndi er talið að 280 þús. tonn sé algjört hámark þess þorskafla sem veiða megi í ár á Islandsmiðum. S.l. ár veiddu Is- lendingar sjálfir 265 þús. tonn. Ef Islendingar fallast á þá kröfu, sem Bretar gera um þorskveiðar á miðum okkar þá myndi það þýða að erlendar þjóðir veiddu um 100 þús. tonn og er þá meðtalinn umsaminn þorskafli við Vestur-Þjóðverja og Belga og það sem við væntanlega semjum um við Færeyinga og Norð- menn. Þá eru eftir 180 þús. tonn fyrir Islendinga sem er 85 þús. tonnum minna en þeir veiddu árið 1975. 85 þús. tonn af þorski eru 8 milljarðar ísl. kr. í útflutningsverð- mæti. Árið 1975 nam vöruútflutn- ingur Islendinga 47,4 milljörðum ísl. króna, þar af voru 37 milljarðar sjávarafurðir. Miðað við árið 1975 myndi 8 milljarða minni vöruút- flutningur nema nærri 17% af heildarútflutningi okkar. Árið 1975 námu sjávarafurðir 78% af öllum vöruútflutningi Islendinga. Hér er um óvefengjanlegar tölur að tefla. Af þeim má marka hina erfiðu samningsstöðu Islendinga. Sú leið er ekki fær að halda áfram ofveiði þorsks á miðum okkar. 280 þús. tonn Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.