Morgunblaðið - 02.03.1976, Síða 33
ffiorjjiimXiInftifr
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
17
[ Iprðttlr 1
Þórunn Alfreósdóttir setti nýtt Islandsmet I fjórsundi og með-
fylgjandi mynd RAX sýnir þessa bráðefnilegu sundkonu í bak-
sundinu.
Ægir fékk 2 Islands-
met í afmælisgjöf
Þórunn Alfreðsdóttir setti nýtt
íslandsmet I 400 metra fjórsundi
kvenna á afmælismóti Ægis sem
lauk i Sundhöllinni í gær. Þá setti
sveit Ægis sömuleiðis nýtt met i 2
x 200 metra skriðsundi karla.
Unga fólkið sýndi margt sinar
beztu hliðar og þar var fremstur i
flokki Ármenningurinn Brynjólfur
Björnsson. sem setti fjögur ungl-
ingamet.
Yfirleitt var árangur allgóður á
mótinu og árangur sundfólksins
ætti að geta orðið enn betri á
næstunni, en innan skamms er
t.d. bikarkeppni Sundsambands-
ins á keppnisskránni og siðar inn-
anfélagsmót t.d. hjá Ægi, þar sem
reynt verður við Ólympiulágmörk-
in.
Þórunn Alfreðsdóttir synti 400
metra fjórsundið á 5.31.7 og bætti
eldra met sitt um 4 sekúndubrot.
Boðsundsmetið var hins vegar
enn glæstara þvi það var bætt um
tæpar tiu sekúndur. —Þetta var
að sjálfsögðu gott, en við eigum
enn eftir að bæta metið um tiu
sekúndur á næstu mótum, sagði
Guðmundur Harðarson þjálfari
Ægis að sundinu loknu. Metið i 4
x 200 metra skriðsundi karla er nú
8:36.5 og i sveitinni sem setti
metið voru Sigurður Ólafsson,
Bjarni Björnsson, Hafliði Halldórs-
son og Axel Alfreðsson.
Drengjamet sin setti Brynjólfur
Björnsson i 400 m fjórsundi
(5 09.9), 1500 metra skriðsundi
(17:57.9), 200 m skriðsundi
(2:10.1) og 800 m skriðsundi
(9:22.3). Er Brynjólfur mikill
keppnismaður og á örugglega eftir
að láta mikið að sér kveða ef hann
sinnir æfingum I framtiðinni af
kappi. Það sama má reyndar segja
um margt annað sundfólk sem
keppti á mótinu, t.d. Ingibjörgu
Jensdóttur, sem vann bikar Geirs
Þórðarsonar fyrir sigurinn i 100 m
skriðsundinu og Þórunn Alfreðs-
dóttur — sem þó er að visu orðin
meira en efniteg.
Ferðalnið laniSsliðið lenti
Vegna verkfallanna komst is-
lenzka landsliðið ekki af stað i ferð
sina fyrr en á sunnudagsmorguninn,
og kom það til Luxemburgar um
hádegisbilið. Leikurinn fór svo fram
um miðjan dag, og má geta nærri
hvort það hefur ekki setið í íslenzku
landsliðsmönnunum að fá engin
tækifæri til hvildar eftir ferðalagið.
Liðið var lika lengst af ekki sjálfu sér
likt — alltof óákveðið sérstaklega i
sóknarleiknum, enda sætir það
nokkrum tiðindum að það skuli ekki
skora nema 18 mörk gegn slöku liði
Luxemburgara. Skýrt er þó að taka
það fram, að markvarzla Luxemburg-
aranna i leiknum var mjög góð allt
frá upphafi til enda, en það var hún
lika i leik Luxemburgar og Júgóslav-
iu á dögunum, en þann leik unnu
júgóslavarnir 27—11. Sögðu þeir
eftir leikinn að markvörður Luxem-
burgar hefði hreinlega bjargað liði
sinu frá miklu stærra tapi.
íslendingar náðu forystu i leiknum
á sunnudaginn þegar úr fyrstu sókn-
inni með marki Ólafs Einarssonar, en
Luxemburgararnir jöfnuðu og aftur
var jafnt á tölunni 3:3. Eftir það náði
islenzka liðið svo heldur betur tökum
á leiknum og fór að siga fram úr. Um
miðjan fyrri hálfleikinn var staðan
7:3 fyrir island og mátti slikt teljast
eðlilegt. En það sem eftir var hálf-
leiksins skoraði islenzka liðið ekki
eitt einasta mark, og Luxemburgur-
unum tókst að jafna við mikinn fögn-
uðu heimamanna sem fylgdust með
leiknum og fóru þar með að gera sér
vonir um sigur sinna manna. Á þess-
um leikkafla var islenzka liðið rétt
eins og miðlungs annarrar deildar
lið. og ráðleysi einkenndi allan sókn-
arleik þess. Virtist með öllu vera háð
tilviljunum hvað út úr spili þess kom,
og Luxemburgurunum, sem börðust
með miklum ágætum, tókst að
stöðva sóknirnar, eða þá að hinn
ágæti markvörður þeirra varði frem-
ur lin skot islenzku skyttnanna.
I seinni hálfleiknum var hið sama
upp á teningnum til að byrja með.
Islendingar breyttu reyndar vörn
sinni nokkuð og léku hana svipað þvi
og þeir gerðu i seinni hálfleik i leikn-
um i Reykjavik með góðum árangri.
Farið var fram og reynt að trufla
sóknir Luxemburgaranna og stela frá
þeim knettinum. Heppnaðist þetta
bærilega. en sóknir islenzka liðsins
nýttust illa, sem i fyrri hálfleiknum
og erfiðlega gekk að ná afgerandi
forystu. Var staðan þannig 10—8
fyrir Island þegar 10 mínútur voru af
hálfleiknum. En þá tóku dómararnir
sem allt frá til þessa höfðu látið það
átölulaust þótt Luxemburgararnir
spiluðu knettinum lengi á milli sin
án þess að ógna. að dæma töf á
þá, og varð það til þess að
þeir fóru að missa enn frekar
tök á leiknum. Nokkrum sinn-
um náði islenzka liðið hraðaupp
Ólafur Einarsson skoraði flest mörk (slenzku leikmannanna (
leiknum gegn Luxemburg. Meðfylgjandi mynd er úr landsleik frá
þv( fyrr (vetur.
hlaupum og munurinn tók að
aukast. Undir lokin skoraði is-
lenzka liðið svo nokkur mörk sem
Luxemburgurunum tókst ekki að
svara og bjargaði þannig andliti sinu
eins og unnt var, en 18:12 sigur yfir
Luxemburg þykir áreiðanlega ekki
frásagnar- né hólsverður.
Beztu menn islenzka liðsins i
leiknum voru þeir Ólafur Einarsson
og Jón Karlsson, og voru þeir raunar
þeir einu sem léku af eðlilegri getu.
Þá átti Árni Indriðason og Sigurberg-
ur Sigsteinsson einnig allgóðan leik.
MORK ISLANDS SKORUÐU
Ólafur Einarsson 6. Jón Karlsson 3,
Páll Björgvinsson 2, Jón Hjaltalin 2,
Sigurbergur Sigsteinsson 2, Ólafur
Jónsson 1, Friðrik Friðriksson 1,
Ámi Indriðason 1.
í Iröimi með Lnxembnrgara
FEROLÚIÐ (slenzkt handknattleikslandslið lenti í hálfgerðum þrengingum í seinni leik
sinum við Luxemburgara í undankeppni Ólympluleikanna I handknattleik, en sá leikur fór
fram I Luxemburg á sunnudaginn. 18—12 fyrir ísland urðu úrslit leiksins, eftir að staðan
hafði verið jöfn, 7—7, I hálfleik, og framan af fyrri hálfleiknum hafði verið um mikinn
barning að ræða. Varð það ekki fyrr en úthaldið tók að bresta hjá Luxemburgurunum að
íslendingum tókst að sigla sæmilega fram úr og tryggja sér sigurinn.
Allir þeir beztn nú með í
f\T*sta skipti í langan dma!
islenzka landsliðið í
körfuknattleik mun
leika þrjá landsleiki við
Portúgai hér á landi í
byrjun næsta mánaðar
og hefur nú verið valinn
17 manna landsliðshópur
fyrir þá leiki. Úr þeim
hópi verða síðan valdir
10 leikmenn tii keppni á
Polar Cup, sem fram fer
hálfum mánuði síðar.
I viðtali við Gylfa Kristjáns-
son formann landsliðsnefndar f
g<er sagði hann að landsliðshöp-
urinn sem nú væri valinn væri
án efa sá sterkasti sfðan hann
hefði byrjað að hafa afskipti af
málum landsliðsins. —Allir
þeir leikmenn, sem leitað var
til gáfu kost á sér, að Þorsteini
Hallgrfmssyni undanskildum.
Venjan hefur verið sú undan-
farin ár að 4—5 leíkmenn að
minnsta kosti hafi ekki séð sér
fært að leika með landsliðinu
hverju sinni.
Þeir leikmenn sem valdir
hafa verið í landsliðshópinn
munu allir leika gegn Portúgöl-
um — einn leik hver að
minnsta kosti. Landsliðshópur-
inn er skipaður eftirtöldum:
Bakverðir: Jón Sigurðsson
Armanni, Kristinn Jörundsson
IR, Kolbeinn Kristinsson IR,
Kári Marisson UMFN, Guð-
steinn Ingimarsson Armanni,
Kolbeinn Pálsson KR.
Framherjar: Þórir Magnús-
son Val, Torfi Magnússon Val,
Gunnar Þorvarðsson UMFN,
Bjarni Jóhannesson KR, Agnar
Friðriksson IR, Birgir Jakobs-
son IR, Simon Ólafsson Ar-
manni.
Miðherjar: Jónas Jóhannes-
son UMFN, Bjarni Gunnar IS,
Jón Jörundsson IR, Jón Héðins-
son IS.
Af þessum leikmönnum eru
þeir Agnar Friðriksson, Jón
Héðinsson, Birgir Jakobsson og
stórskyttan Þórður Magnússon
nýir í landsliðshópnum —
þ.e.a.s. þeir léku ekki gegn
Bretum á dögunum.
Celtic á toppn-
um eftir toppleik
Með snilldarleik gjörsigruðu leikmenn Celtic eina helztu and-
stæðinga sfna f skozku „útvalsdeildinni" á laugardaginn.
Urslit leiksins urðu 4:0 og það voru ekki ómerkari andstæðingar
en leikmenn Hibernian sem að þessu sinni máttu hfta f súra eplið
á Parkhead — heimavelli Celtic.
Celtic hefur forystu i deildinni um þessar mundir — er með 38
stig að loknum 26 leikjum. Rangers er með einu stigi minna eftir
t jafnmarga leiki. Þessi tvö lið virðast i nokkrum sérflokki i
deildinni, en næstu lið eru Hibernian og Motherwell, sem hlotið
hafa 32 og 31 stig.
Jóhannes Eðvaldsson átti góðan leik með Celtic á laugardaginn
eins og yfirleitt i leikjum liðsins i vetur. Hann skoraði þó ekki i
leiknum, enda lék hann sem aftasti maður í vörninni. Um
markaskorunina sáu þeir Bobby Lennox (2), Paul Wilson og
Kenny Dalglish. Annað kvöld á Celtic að leika gegn a-þýzka
liðinu Sachsenring Zwickau í Evrópukeppni bikarmeistara. Sagði
þjálfari þess liðs að loknum leiknum á laugardaginn að það yrði
erfitt að glima við jafn sterkt lið og Celtic á þeirra eigin
heimavelli.