Morgunblaðið - 02.03.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
29
fclk í
fréttum
Glaðir endurfundir. Orestes (t.h., Richard Johnson) kemur heim
eftir langa f jarveru og er fagnað innilega af Elenu og eiginmanni
hennar (t.v., Frank Wolff).
Það þvrmir yfir Elenu og sektarkenndin er óbærileg, eftir að
elskhugi hennar hefur ráðið eiginmanninum bana.
+ Raquel Welch fór með hlut-
verk ungu konunnar Elenu I
kvikmyndinni „The Beloved",
sem gerð var eftir leikriti
stjórnandans, George Pan
Cosmatos. Myndin var tekin á
Kýpur. Elena er óánægð I
hjónabandinu og leitar til
æskuvinar slns, þegar hann
kemur heim til eyjarinnar eftir
15 ára fjarveru erlendis. Aðal-
leikendur I The Beloved auk
Raquel Welch eru Richard
Johnson, Flora Robson, Jack
Hawkins og Frank Wolff.
+ Menn voru ekki sem
ánægðastir með Anthony
Perkins I hlutverkinu sem
hann fór með á Broadway I
leikritinu Equus. Hann fékk
u.þ.b. fimm og hálfa milljón kr.
fyrir að hafa sig á braut, og
Richard Burton var fenginn f
hans stað.
+ ANDREYKINGAMENN:
Roy Bushfield (t.v.) og Ted
Best, sem sitja I fræðsluráði
Ottawaborgar, bera hér gas-
grímur á fræðsluráðsfundi I
mótmælaskvni við reykinga-
fólk I fræðsluráðinu. Á fund-
inum var rædd sú hugmvnd
Bushfields að banna revkingar
á fundum ráðsins.
+ OVENJULEGUR POPPARI.
Roy Wood (Move, Electric
Light Orcestra, WiZard) þykir
frábær hljómlistarmaður, laga-
höfundur og útsetjari. En hann
virðist aldrei hafa frið I sínum
beinum. Ef til vill er það af þvf
að hann er að upplagi tengdari
klassfskri hljómlist en poppi
eins og hans aðalhljóðfæri,
sellóið. Hann spilar hins vegar
á hvaða hljóðfæri sem er og
hefur gert mörg lög sem náð
hafa miklum vinsældum, bæði
fyrir eigin hljómsveitir og
aðrar.
BO BB & BO
</02-11' w
Una Pétursdóttir
Amœliskveöja
I sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna.
Frú Una Pétursdóttir, Kambs-
vegi 3, verður 80 ára þann 16 þ.m.
Vegna fjarlægðar get ég ekki
heimsótt hana á afmælisdaginn,
en sendi henni örstutta þakk-
lætiskveðju.
Við biðjum henni blessunar á
þessum tímamótum og þökkum
meira en 40 ára kynni. Reynum
öll að meta og muna minninganna
sjóð, gott er við þann eld að una,
eignin/ú er góð. Eins og Austur-
Húnvetningurinn sagði. Una er
mjög vel gefin kona og umfram
allt vel gerð. Hún ólst upp við
kröpp kjör eins og flestir af henn-
ar aldursflokki, en hún lét ekki
baslið smækka sig. Hún stóð uppi
ung ekkja með þrjár dætur, átti
þá kost á að sundra fjölskyldunni
en vissi að það er öllu lífsböli
ömurlegra. Hélt því hópnum sín-
um saman þó örðugt væri.
Hún giftist haustið 1934 ung-
um, fátækum, heilsulitlum en
viljasterkum málarasveini,
Ingþóri Sigurbjörnssyni. Þau
hafa síðan borið byrðar lífsins
saman, „tekist þá tveir vilja“.
Una er óvenjulega nærgætin
við sjúka, og athugul á því sviði
sem mörgum öðrum, þegar eigin-
maður hennar lá sjúkur heima
mikinn hluta úr vetri var það
henni að þakka öllum fremur, að
hann gat sagt:
úr litlu eins og bóndi hennar orð-
aði það einhvern tíman í ræðu, að
húsmæðraefnum íslensku þjóðar-
innar yrði kennt. Skarfakál og
jafnvel fíflablöð urðu hnossgæti í
góðu salati, það get ég borið um.
Nú býr afmælisbarnið við nokkuð
batnandi heilsu, betri fjárhag og
bestu umhyggju ástvina, veitandi
sjálf af góðhug og rausn.
Ég vona þvi að hún geti tekið
undir með skáldinu:
Ég hef glaða og létta lund
ljóð og grín á vörum.
Enginn sækir á minn fund
angurs hreim í svörum
I byrjun sambúðar þeirra
byggðu þau sér lítið sveitabýli,
þar sem nú er nær því miðborg
Reykjavikur. Þá var fjárhagurinn
mjög þröngur en húsfreyjan hlúði
að ungum syni, vöxnum dætrum,
eiginmanni og öllum mállausu
vinunum sínum, allt frá kisunni
og litlu hænuungunum til bjarg-
vættarins í fjósinu, mjólkurkýr-
innar. Og með óvenjulegri nýtni
tókst að seðja marga munna,
skylda og vandalausa, gera mikiö
Jón Olgeirsson
skipaður aðalræð-
ismaður í Grimsby
JÖN Olgeirsson hefur verið skip-
aður aðalræðismaður Islands í
Grimsby segir í frétt frá Mike
Smartt, fréttaritara Mbl. Jón sem
er lesendum Morgunblaðsins að
góðu kunnur, hefur yerið vara-
ræðismaður i Grimsby 's.l. 4 ár og
hann var settur aðalræðismaður á
dögunum þegar Carl Ross sagði
starfinu lausu til að mótmæla að-
gerðum íslenzkra varðskipa gegn
brezkum togurum. Jón Olgeirsson
er 31 árs gamall.
Vilja frumvarp
ráðherra óbreytt
FUNDUR forsvarsmanna
nokkurra almenningsbókasafna
haldinn í Norræna húsinu 15.
febrúar 1976 vekur athygli á
þeirri óvissu, sem nú ríkir í bóka-
safnsmálum þjóðarinnar. Starf-
hæf lög um almenningsbókasöfn
eru ekki lengur til. Fundarmenn
telja mjög varhugavert, ef ríkið
kippir algjörlega að sér hendinni
með fjárframlög, einkum mundi
það bitna illa á bókasöfnum í fá-
mennari byggðarlögum. Þvi skor-
ar fundurinn á Alþingi að sam
þykkja nú þegar óbreytt frum-
varp það um almenningsbóka-
söfn, sem menntamálaráðherra
lagði fram á fyrsta degi yfir-
standandi þings.
Elli þú ert ekki þung
anda af guði kærum.
Og ég vil undirstrika
áframhaldið
Göfug sál er ávallt ung
undir.silfur hærum.
Þau hjón eru félagslynd söng-
vin og góð heim að sækja, hafa
bæði næman smekk fyrir ljóð og
létt mál. Það er með fáum jafn
gaman að hlæja á gleðistund sem
Unu Pétursdóttur.
Þó hefur alvara lífsins að sjálf-
sögóu markað spor þeirra sem
flestra fullorðinna. Una hefur
ferðast um landið sitt opnum aug-
um svo sem ástæður þeirra hjóna
hafa leyft. Hún ann blómum og
gróðri og er minnug á örnefni og
ættartengsl.
Þau hjón hafa líka ferðast
erlendis m.a. heimsótt dótturina
sem er búsett í Noregi og hefur
alltaf verið þeirra óskabarn, þó
þau hafi notið meiri daglegra
samvista við góð börn búsett
hérlendis.
Að endingu sendi ég og fjöl-
skyldu mín afmæliskveðju með
orðum fyrrnefnd Húnvetnings:
Fegri gæfan fjölskyldunnar
vegi
fjölgi ættin þegar
tímar líða.
Brosi gieðin bjart á nótt
og degi
beri lýsigull til næstu hlíða.
Örugg reynist ásta og
vonavígin.
varni engum geislum
þoku skýin.
G. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir
Kollafossi.
Hverfasam-
tök í Laugar-
neshverfi
HVERFASAMTÖK Sjálfstæðis-
manna í Laugarneshverfi halda
spila- og skemmtikvöld að Lang-
holtsvegi 124, annað kvöld,
fimmtudag 26. febrúar kl. 20.30.