Morgunblaðið - 02.03.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 35
— Meiri hluti loðnu-
flotans farinn á veiðar
Fulltrúar sjómanna bíða eftir ákvörðun yfirnefndar um nýtt fiskverð. Ljósm öi.k.m
Framhald af bls. 36
atkvæðagreiðslu um sjómanna-
samningana var léleg. Má sem
dæmi nefna, að í Sandgerði
greiddu aðeins 12 menn tkvæði,
en þaðan eru gerðir út milli 30 og
40 bátar og á þessum flota eru um
300 menn. 1 Reykjavík greiddu
aðeins 50 menn atkvæði, en í báta-
deild Sjómannafélags Reykja-
víkur er talið að séu 300—400
menn.
Atkvæðagreiðsla um samninga
hófst sums staðar í gærmorgun. 1
Hafnarfirði voru þeir felldir með
40 atkvæðum gegn 12, í Gerða-
hreppi voru jpir felldir með 5
atkvæðum gegn 3, í Reykjavík
með 37 gegn 9, í Sandgerði með 8
gegn 3 og f Keflavík voru þeir
felldir með þorra atkvæða. Þess
má geta að sjómenn í Keflavik
skáru á landfestar Helgu
Guðmundsdóttur BA þegar skip-
verjar ætluðu að landa fullfermi
af loðnu í Njarðvík í gærkvöldi.
Hins vegar voru samningarnir
samþykktir i Vestmannaeyjum
með 45 atkvæðum gegn 37, á
Akranesi voru þeir samþykktir
með 56 atkvæðum gegn 15 og i
Þorlákshöfn með 17 atkvæðum
gegn 2, í Grindavík með 26 gegn
24 og á Eyrarbakka með 11 gegn
5.
Mismunandi launahækkun
Miklar kerfisbreytingar áttu sér
stað með nýju kjarasamningunum
hjá sjómönnum. Stafar það fyrst
og fremst af miklum niðurskurði
sjóðakerfisins með því að fella
niður olíusjóð og hluta vátrygg-
ingasjóðs. Launahækkun sjó-
manna er mjög misjöfn, en á
bátum undir 60 rúmlestum verður
16—20% launahækkun, á bátum
sem eru 100 rúmlestir er hækkun-
in 10% og síðan lækkar hækkunin
niður í 6—8% á stærstu bátunum.
Á minni skuttogurum nemur
hækkunin ekki nema um 2%.
Þessar launahækkanir koma að
hluta af niðurfellingu olíusjóðs og
vátryggingasjóðs og fiskverðs-
hækkun allt að 24% sem stafar af
lækkun útflutningsgjalda.
Fiskverðshækkun, sem er meiri en
24%, bætist síðan ofan á þessar
prósentutölur. Stór þorskur
hækkaði t.d. um 36% eins og fyrr
getur og fá þvi þeir sjómenn, sem
fá mikið af stórum þorski, 12%
hækkun til viðbótar.
Umtalsverð breyting hefur orðið
á kauptryggingu sjómanna. Nú fá
sjómenn kauptryggingu og að auki
aflahlut. Kauptryggingin hækkar
eins og almennt kaupgjald og
verður nú 90—100 þúsund krónur.
Síðan er það ákvæði í samningun-
um, að á aflahlut, sem er umfram
hálfa kauptryggingu, greiðist 25%
álag, þannig að þeir sjómenn sem
eru komnir yfir hálfa kauptrygg-
ingu í hlut fá sérstaka uppbót.
Þegar aflahlutur kauptryggingar
nær orðið 90 þús. krónum, fá sjó-
menn 10 þús. kr. álagsbætur og
getur kauptryggingin hæst komizt
i 105 þús. kr.
Ráðstafanir gerðar
á vettvangi
V erð jöf n unars jóðs
Þó svo að sjómannasamningarn-
ir hafi tekizt á sunnudaginn, voru
þeir ekki undirritaðir fyrr en í
gærmorgun, er nýtt fiskverð lá
fyrir enda voru þeir bundnir um-
talsverðri fiskverðshækkun. Það
var svo um kl. 5 i gærmorgun, sem
nýtt fiskverð lá fyrir frá yfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins.
Samkomulag varð í nefndinni um
nýja verðió, en ákvörðunin var
tekin á þeirri forsendu „að ríkis-
stjórnin beiti sér fyrir ráðstöfun-
um á vettvangi.Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaóarins eða með öðrum
hætti, sem fullnægjandi getur tal-
izt til að tryggja rekstur veiða og
vinnslu".
Fiskverð hækkar
um 13—36%
Nýja fiskverðið gerir ráð fyrii
mestri hækkun á stórum þorski,
þ.e. 70 sm og stærri. Minnst verður
hækkunin á löngu og keilu, urr
13%. Eins og fyrr segir verða nú
greiddar kr. 63.30 fyrir hvert kg.
af þorski en áður en kr. 47. Stór
ufsi hækkar úr kr. 26.50 kílóið i
32.90 kr. eða um 24%. Ýsan
hækkar um 33%. Verða nú greidd-
ar kr. 55.50 fyrir kilóið í stað kr.
38. Að öðru leyti verður prósentu-
hækkunin þessi á helztu fiskteg-
undum:
Þorskur, 43 að 54 sm, 25%,
þorskur, 54 að 70 sm, 31%, þorsk-
ur 70 sm og yfir, 36%, ýsa 33%,
steinbítur um 36%, ufsi um 24%,
karfi um 26%, langa um 13%,
keila um 13%, lúða, 'A til 3 kg. um
25% lúða yfir 3 kg um 30%, grá-
lúða um 25%, skarkoli um 25%,
skata um 25%, háfur um 25%
hrogn um 25% og lifur um25%.
I frétt frá yfirnefndinni í gær
segir, að þegar slægður fiskur eða
óslægður karfi sé ísaður í kassa í
veiðiskipi og fullnægir gæðum í 1.
flokki, greiðist 8% hærra verð en
að framan greinir. Samagildi fyrir
slægðan og óslægðan þorsk, ýsu,
steinbít og löngu, sem veitt sé á
línu og fullnægi 1. flokki, þótt ekki
sé ísað i kassa um borð. Ennfrem-
ur muni ríkissjóður greiða kr. 0,90
á hvert kg framangreinds línu-
fisks.
Þá segir: „Verðákvörðunin er
tekin í framhaldi af setningu
nýrra laga um lækkun útflutnings-
gjalda og gjalda til Stofnfjársjóðs
fiskiskipa. Til þessarar breytingar
á sjóóum sjávarútvegs má rekja
nærri 24% hækkun á fiskverði.
Frávik frá þessari hundraðstölu
ræðst af öðru tilefni."
Stiglækkandi
loðnuverð
Yfirnefndin ákvað einnig í gær
verð á loðnu til bræðslu frá 16.
febrúar til 22. marz n.k. Fyrir
vikuna frá 16.—22. feb. áverðið að
vera kr. 3.70 pr. kg., frá 23. feb. til
29. feb. kr. 3.40, frá 1. marz til 7.
marz kr. 3.10, frá 8. marz til 14.
marz kr. 2.80, frá 15. marz til 21.
marz kr. 2.50 og frá 22. marz til
loka loðnuvertíðar kr. 2.25.
Að auki eiga kaupendur að
greiða kr. 0.10 fyrir hvert kg i
loðnuflutningasjóð frá 16.—29.
febrúar og kr. 0.05 frá 1. til 14.
márz.
Oddamaður nefndarinnar, sem
var Ölafur Davíðsson, hagfræð-
ingur, lét bóka eftir sér, að ákvörð-
un þessi væri tekin á þeirri for-
sendu að rikisstjórnin beitti sér
fyrir ráðstöfunum á vettvangi
verðjöfnunarsjóðs eða með öðrum
hætti, sem fullnægjandi gæti talizt
til að tryggja rekstur veiða og
vinnslu.
Fulltrúar kaupenda létu bóka:
„Meirihluti yfirnefndar hefur við
verðákvörðunina sniðgengið þau
meginatriði, sem lögð skulu til
grundvallar hverri verðákvörðun
samkvæmt lögum um Verðlagsráð
sjávarútvegsins, en þess í stað
samþykkt kröfur sjómanna og út-
vegsmanna um ákveðið lágmarks-
verð á loðnu til bræðslu, er þeir
hafa sett sem skilyrði fyrir undir-
ritun kjarasamninga. Verður að
vita slíka málsmeðferð meirihluta
yfirnefndar, er starfar sem fjöl-
skipaður dómur.
Við mótmælum eindregið þess-
ari verðákvörðun þar sem enn er
aukið á rekstrartap verksmiðjanna
og fjárhagsaðstöðu þeirra stefnt i
algjört öngþveiti, nema þær úr-
bætur sem stjórnvöld hafa gefið
fyrirheit um verði verulegar og
komi skjótt til frantkvæmda."
24 kr. fyrir
loðnu til frystingar
Þá var ákveðið i gær, að lág-
marksverð á loðnu til frystingar
skyldi vera kr. 24 pr. kíló til loka
vertiðar og á loðnuhrognum kr. 50.
Eftir að ljóst varð i gær, að búió
var að fella sjómannasamningana í
Reykjavik, hafði Morgunblaðið
samband við Hilmar Jónsson hjá
Sjómannafélagi Reykjavíkur og
spurði hann hvort stjórn félagsins
myndi ekki fjalla um málið. Hann
sagði, að stjórnin kæmi saman til
fundar árdegis í dag og þá yrði
tekin afstaða til atkvæðagreiðsl-
unnar, sem skammarlega fáir
hefðu tekið þátt i.
15 millj. kr.
veiðitap
Þá hafði Mbl. samband við skip-
stjórana Björn Jónsson á Asbergi
RE og Harald Agústsson á Sigurði
RE og spurði þá hvernig þeim lit-
ist á að þurfa að liggja i höfn
meðan önnur skip mokuðu upp
loðnu.
Haraldur Ágústsson sagði, að
það væri ægilegt, að menn skyldu
þurfa að liggja í höfn og horfa upp
á tekjumöguleika sína sigla fram
hjá sér. „Loðnuflotinn er við
bryggju á kostnað annarra, þvi
tapið er hvergi raunverulegt nema
hjá okkur, sem þessar veiðar
stundum. Ætli veiðitapið hjá
okkur á Sigurði sé ekki orðið
einar 15 millj. kr. ef allt hefði
gengið eins og verið hefur.-'
Björn Jónsson sagði, að þetta
væri ægilegt ástand, en sjómönn-
um virtist ekki litast á samning-
ana. Taka þyrfti upp annað kerfi í
samningaviðræðum sem þessum,
og ennfremur á atkvæðagreiðsl-
unni. — Ef við komumst ekki til
veiða á næstu dögum, verður ekki
farið meir i vetur, sagði Björn.
- Sigurfyrirísland
Framhald af bls. 1
bani verði, sem við vonum að
verði ekki.
Við á íslandi höfum því ekki
önnur úrræði en að halda áfram
okkar baráttu, því að um er að
ræða baráttu fyrir efnahagslegu
sjálfsstæöi okkar. Við metum
skilning okkar norrænu vina og
frænda mikils og væntum þess aó
fá stuðning frá þeim.“
Vinstri sósialistar frá Noregi, Sví
þjóð, Danmörku og Finnlandi höfðu
lagt fram tillögu, sem gerði ráð fyrir
því, að Norðurlandaráð lýsti yfir stuðn-
ingi við baráttu íslendinga með svo-
hljóðandi yfirlýsingu: „Norðurlandaráð
harmar það, að Stóra-Bretland beiti
vopnavaldi í fiskveiðideilunni við ís-
lendinga og styður baráttu íslendinga
fyrir því að tryggja tilverugrundvöll
sinn og vernd fiskauðlinda í hafinu.”
í greinargerð með tillögunni sagði:
„Viðleitni íslendinga til að tryggja lífs-
afkomu sína og vernda fiskstofnana, á
Islandsmiðum hefur leitt til hörmulegr-
ar deilu við Stóra-Bretland, sem ógnar
samstarfi landa við Norður-Atlantshaf
og sem síðar meir stefnir tilraunum til
að vernda náttúruauðæfi fyrir komandi
kynslóðir í hættu.
Þau sjónarmið, sem liggja að baki
því, að íslenzka stjórnin og alþingi
hafa stigið það skref, sem raun ber
vitni, eiga einnig við um hin Norður-
löndin, sem öll eiga lífshagsmuna að
gæta við verndun náttúruauðæfa A
sama hátt hafa öll Norðurlöndin
ástæðu til að harma þær aðgerðir sem
Bretar hafa gripið til í fiskveiðistríðinu
og sem stofna gömlu og vinsamlegu
sambandi á milli Bretlands og Norður-
landanna í hættu
Formsatriði réðu þvi að ekki var
hægt að bera þessa tillögu upp til
atkvæða í ráðinu. Hún hafði komið of
seint fram, en auk þess segir í lögum
um Norðurlandaráð að það skuli ekki
gefa frá sér yfirlýsingar, heldur aðeins
beina tilmælum til rikisstjórna Norður-
landa.
Þar sem almennur vilji virtist meðal
fulltrúa á þinginu fyrir þvi að á
einhvern hátt væri reynt að styðja við
bakið á íslendingum, ákvað forsætis-
nefndin að gefa út eigin yfirlýsingu um
málið í stað þess að þurfa að vísa
tillögu sósíalistanna frá eða hætta á
það að hún yrði felld í ráðinu, en það
getur veitt undanþágur til afbrigði-
legrar afgreiðslu mála ef tveir þriðju
hlutar fulltrúa eru því samþykkir
Eftir r^ðu Geirs Hallgrimssonar
skýrði Trygve Bratteli, fyrrverandi for-
sætisráðherra Noregs, sem var í for-
sæti á fundinum, frá því að forsætis-
nefndin hefði, til að koma á framfæri
þeim sjónarmiðum sem komið hefðu
fram i almennum umræðum, samþykkt
einróma svohljóðandi yfirlýslngu
„Forsætisnefnd Norðurlandaráðs
lýsir þvi yfir, að hinar norrænu þjóðir
hafi með miklum áhyggjum fylgzt með
þeirri deilu sem komið hefur upp milli
Stóra-Bretlands og íslands um veiðar
fyrir innan 200 mílna fiskveiðimörkin.
Forsætisnefndinni er það Ijóst að til-
vera íslendinga byggist á auðæfum
hafsins og að nauðsynlegt er að gripa
til aðgerða svo að koma megi i veg
fyrir að þessum auðæfum verði eytt
Forsætisnefndinni er Ijóst að vera
brezkra herskipa á íslandsmiðum kem-
ur í veg fyrir að friðsamleg lausn geti
náðst, og því ber að kalla þau heim svo
að grundvöllur skapist fyrir því að
deiluaðilar geti náð slíkri lausn ”
Danir mótmæla
Tveir fulltrúar í ráðinu mótmæltu
þessari meðferð málsins Ib Stetter,
þingmaður danska íhaldsflokksins,
sagði að yfirlýsing forsætisnefndar-
innar kæmi Norðurlandaráði í erfiða
aðstöðu „Enginn getur séð núna fyrir
hvernig slikri yfirlýsingu verður tekið i
Bretlandi,” sagði hann „Enginn veit
hvaða afleiðingar það getur haft, að
forsætisnefnd Norðurlandaráðs gefi
yfirlýsingar um mál, sem snerta sam-
bandið milli norræns lands og lands,
sem ekki er norrænt.
Burtséð frá orðalagi yfirlýsingarinnar
verður litið á hana sem hvatningu og
stuðning við islenzku þjóðina Hvaða
áhrif mun það hafa á íslandi og í
Bretlandi? Mun yfirlýsingin bæta
samkomulagsmöguleika eða gera þá
verri? Mun yfirlýsingin skaða varnar-
samstarfið á Norður-Atlantshafi?
Meðlimir forsætisnefndarinnar vita
það ekki og fulltrúar i ráðinu vita það
ekki Enginn veit það, því að einfald-
lega er ekki reynt að svara þessum
spurningum Með tilliti til þessa tek ég
afstöðu gegn því að þessi yfirlýsmg
verði lögð fyrir stjórnir Norðurlanda ”
Kirsten Jacobsen, sem er þingmaður
Framfaraflokksins í Danmörku, sagði
„Ég verð i nafm flokks míns að harma
og mótmæla þvi að forsætisnefndin
gefi út yfirlýsingar um alvarleg vanda-
mál, eins og fiskveiðideilu íslendinga
og Breta Þetta segi ég án tillits til þess
hvar samúðin i málinu kann að vera,
því að um allan heim verður litið á
yfirlýsingu frá forsætisnefnd Norður-
landaráðs sem yfirlýsingu frá Norður-
landaráði Norðurlandaráð er þing-
ræðislegur vettvangur fyrir samnorræn
mál, og Norðurlandaráð á að vera
mjög varkárt og á alls ekki að hafa
stefnu i utanrikismálum, sem hugsan-
lega getur siðar meir gert aðstæður
erfiðari, einnig fyrir ísland ”
Ragnhildur Helgadóttir stóð þvi
næst upp og sagði „Ég þakka fyrir að
fá að koma hér upp með stutt svar
Stetter varpaði nefnilega fram spurn-
ingum, sem varða okkur íslendinga og
sem okkur ber að svara
Það er rétt sem herra Stetter sagði,
að fulltrúum í ráðinu ber að vita hvaða
áhrif þessi yfirlýsing mun hafa á það
andrúmsloft sem fiskveiðideilan hefur
skapað.
Ég get sagt það hér og nú, að
yfirlýsingin hefur haft mjög jákvæð
áhrif á andrúmsloftið á allan hátt. sem
snertir ísland og sambönd þess innan
og utan Norðurlanda, og hún mun
styrkja traust íslendinga á hinum nor-
rænu þjóðunum og Norðurlandaráði
Ég vil einnig lýsa þakklæti mfnu við
félaga mína í forsætisnefndinni og aðra
fulltrúa i ráðinu sem sýnt hafa stuðn-
ing í þessu máli, sem snertir okkur öll,
og einnig þjóðir utan Norðurlanda Það
er hungraður heimur sem við lifum i
og okkur ber siðferðisleg skylda til að
vernda náttúruauðæfin.”
Áhugi á
fiskveiðideilunni
Mikill áhugi rikir hér á fiskveiðideil-
unni og eins og áður sagði hefur hún
gengið eins og rauður þráður i
gegnum umræðurnar Er óhætt að
segja að hún sé mesta málið á þessu
þingi Norðurlandaráðs.
Geir Hallgrimsson mun halda blaða-
mannafund á morgun kl. 1 5 þar sem
fréttamenn hafa sótzt mikið eftir við-
tölum við hann
Kaupmannahöfn 1 marz
Frá fréttaritara Morgunblaðsins
Pétri J Eiríkssyni
MORGUNBLAÐIÐ hafði tal af Odvar
Nordli, forsætisráðherra Noregs í dag,
en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér
um afskipti Norðmanna af fiskveiði-
deilu Islendmga og Breta né yfirlýs-
ingu forsætisnefndar Norðurlanda-
ráðs „Ég held að það þjóni ekki hags-
munum íslands að ég gefi út yfirlýs-
ingar um þetta mál að svo stöddu,”
sagði hann Hann staðfesti þó að hann
hefði, ásamt utanríkisráðherra sinum,
Km?t Frydenlund, átt fund með Geir
Hallgrimssyni i gærkvöldi, en vildi ekki
segja neitt nánar um þann fund