Morgunblaðið - 20.03.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Rekstraröryggi fyrirtækja
og atvinnuöryggi borgarbúa
tvær hliðar sama hlutar
IMorgunblaðinu í gær er
bírt í heild ræða borgar-
stjóra, Birgis Isleifs Gunnars-
sonar, er hann flutti við aðra
umræðu um frumvarp að fjár-
hagsáætlunum borgarsjóðs og
borgarstofnana 1976 Þá er í
leiðara blaðsins þann dag
fjallað sérstaklega um fjárhags-
áætlunma í heild og þann út-
gjaldaauka, sem annars vegar
stafar af verkefnatilfærslu frá
ríki til borgar og hins vegar af
verðlagsþróun í landinu og nýj-
um kjarasamningum
Hér verður lítillega drepið á
fjórar borgarstofnanir, sem
allar hafa veruleg áhrif í dag-
legu lífí borgaranna: Hitaveitu
Reykjavíkur, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, SVR og BÚR, og
rekstrarstöðu fyrirtækja i borg-
inni almennt
Helzta breytingin á fjárhags-
áætlun Hitaveitu Reykjavíkur,
sem gerð var við aðra umræðu,
var lækkun á tekjuáætlun um
93 m kr Gert hafði verið ráð
fyrir 32% hækkun hitaveitu-
gjalda í fyrri áætlun en nú þykir
sýnt, að þessi hækkun verði
aðeins 27% Þessi hækkun
mun þó gera Hitaveitunni kleift
að halda áfram þeim fram-
kvæmdum, sem þegar eru
hafnar eða verksamningar hafa
verið gerðir um Þegar tekið
hefur verið tillit til útgjaldaauka
hjá Hitaveitunni, vegna nýrra
kjarasamninga, sem nemur um
31 m kr , og hækkunar
greíðslubyrði vaxta og afborg-
ana erlendra lána, vegna
gengissigs, 570 m kr , verða
eftir um 570 m kr til fram-
kvæmda á árinu. Þessu fjár-
magni verður ráðstafað tíl virkj-
ana að Reykjum, íaðveituæðar
þaðan, í dreifikerfi í borginni og
framkvæmdi r í nágranna-
sveitarfélögum. Samvinnan við
nágrannasveitarfélögin færir
þeim fyrr en ella ódýrari húshit-
un en stofnuninni stærri og
traustari markað er dreifir
stofnkostnaði og gerir rekstur
hennar hagkvæmarí og
öruggari í framtíðinni
Helztu breytingar á fjárhags-
áætlun Rafmagnsveitu eru, að
launahækkanir nema 41 5 m.
kr., vegna nýrra kjarasamn-
inga, og lækkar yfirfærsla á
eignabreytingareikningi sem
því nemur. Framkvæmdír hjá
Rafmagnsveitu eru helztar
fyrirhugaðar: lögn þrýstivatns-
pípu fyrir Elliðaárstöðina, þ.e.
efniskaup til þeirrar fram-
kvæmdar, spennistöð við
Korpu og aukning veitukerfis,
aðallega í Reykjavik en að
nokkru í nágrannabyggðum
Fjárhagsáætlun Strætis-
vagna Reykjavíkur helzt
óbreytt, þrátt fyrir fyrirsjáanleg-
an kostnaðarauka, enda í henni
gert ráð fyrir 35% hækkun
gjaldskrár Er það er í samræmi
við markaða stefnu, þess efnis,
að stefnt verði að því í áföng-
um að þessi þýðingarmikla
borgarstofnun geti staðið undir
rekstrarkostnaði sínum að
fullu, eigi siðar en árið 1978.
Framlag borgarsjóðs til strætis-
vagnanna á yfirstandandi ári er
áætlað 255 m kr og hefur
ekki áður verið hærra.
Framlag borgarsjóðs til
Bæjarútgerðar Reykjavikur var
hækkað við siðari ui,. æðu um
fjárhagsáætlun úr 100 i 130
milljónir króna. Gert er ráð fyrir
því að mikill hluti þessa fjár-
styrks verði varið til að brúa
beinan rekstrar- og greiðslu-
halla fyrirtækisins. Rekstrar-
staða hinna stærri togara hefur
verið og er mjög erfið og
aðstaða til fiskvinnslu hjá fyrir-
tækinu óhæg. Útgerðarráð
fjallar þessa dagana um auknar
fjárfestingar. Því hefur verið
heimilað að hefja viðræður um
kaup á litlum skuttogara. Og
nauðsyn á endurbótum fisk-
móttöku í landi er knýjandi
Umræður í borgarstjórn við
lokaafgreiðslu fjárhagsáætl-
unar, varðandi Bæjarútgerð
Reykjavíkur, voru sérlega lær-
dómsríkar Borgarfulltrúar
minnihlutans bentu annars
vegar réttilega á erfiða rekstrar-
stöðu bæjarútgerðarinnar og
nauðsyn frekari fjárstyrks fyrir-
tækisins úr borgarsjóði Hins
vegar töldu þeir þá leið eina
færa til aukinnar tekjuöflunar
borgarsjóðs, að hækka veru-
lega aðstöðugjöld og fasteigna-
gjöld á atvinnurekstri í borg-
inni, m.a. hliðstæðum bæjarút-
gerðinni, sem greiðir skatta og
skyldur af veltu sinni en nýtur
engra opinberra framlaga
Þessi atvinnurekstur er, með
og ásamt bæjarútgerðinni,
undirstaða atvinnu- og afkomu-
öryggis borgarbúa, en býr yfir-
leitt við versnandi rekstrar-
stöðu, á sama hátt og bún
Borgarfulltrúar meirihlutans
lögðu hins vegar áherzlu á þá
meginnauðsyn, að tryggja
rekstrargrundvöll atvinnu-
skapandi fyrirtækja í borginni,
hvert sem rekstrarform þeirra
er, og stemma stigu við þeim
fyrirtækjaflótta, frá borginni til
annarra byggða, sem nokkuð
hefur gert vart við sig. Á tímum
atvinnusamdráttar væri nauð-
synlegt að halda vöku sinni i
þessu tilliti og skapa heilbrigð-
um atvinnurekstri möguleika til
eðlilegs vaxtar, sem væri
meginforsenda atvinnuöryggis
í borginni og þeirra tekjumögu-
leika borgarsjóðs, sem ætlað
væri að mæta framkvæmdum
hennar og þjónustu í þágu
borgarbúa í framtiðinni
Rætt viö brezku Ijóðská
Mortimersem komafrs
##
Áróðurs-
maðuríljóð-
listinni
\WB
% KEITH Armstrong er 28 ára
art aldri og rótgróinn Norðaust-
urlendingur. Mann fram af
manni hafa áar hans verió
bændur og verkamenn þar um
slóðir, og sá jarðvegur sem
Keith er sprottinn úr hefur
markað lífsskoðun hans. Þegar
Ijóðlistinni sleppir eiga mál-
efni vinnandi fólks hug hans
allan, og hann lagði jafnvel
háskólanám sitt á hilluna til að
geta helgað sig málefnum
alþvðufólks. Starfar hann nú
sem félagsmálafulltrúi í verka-
mannahverfum Néwcastle. Iðu-
lega speglast í Ijóðum hans
reynsla hans og kvnni af
högum alþýðunnar en öðrum
þræði leitast hann við að birta f
þeim fornar hefðir og lífs-
viðhorf Norðausturlendinga.
Hann andmælir akademiskum
viðhorfum til Ijóðlistar og
deilir þeirri Ijóðskoðun með
öðrum félögum sínum innan
Tyneside-hópsins að Ijóðið eigi
að koma til fólksins úr því að
fólkið komi ekki til Ijóðsins,
það eigi að vera skemmtilegt og
aðlaðandi, og höfundur skuli
einskis láta ófreistað til að
koma því áleiðis til fólksins. Kn
gefum Keith Armstrong orðið:
Um Tvneside-skáldin: „Þetta
er óformlegur félagsskap-
ur 15—20 manna, sem hafa
það markmið að fara með ljóða-
gerð sína út á meðal fólksins,
við efnum til ljóðakvölda,
komum fram í félagsheimilum
og á listahátíð sem haldin er
reglulega í heimaborg okkar,
Newcastle. Eins gefum við út
tímarit gerum útvarpsdagskrá
og komum fram í sjónvarpi.
Við eigum það yfirleitt sam-
merkt að vera mjög uppteknir
af heimaslóðunum og sækjum
mjög efnivið í ljóð okkar í
næsta nágrenni i kringum
okkur, leggjum jafnvel töluvert
upp úr því að yrkja á mállýzku
landshlutans, sem litur töluvert
öðru vísi út í stafsetningu en sú
enska sem flestir þekkja, og
kannski líkari norrænum
málum.
Samt erum við engir ein-
angrunarsinnar — heldur
þvert á móti. Vió lítum svo á, að
ljóðlistin, þótt hún sé meira
og minna bundin jafnvel hinum
smæstu samfélögum landshluta
eða landa, eigi erindi út fyrir
endimörk þeirra, á sama hátt og
við gerum töluvert af því að
koma t.d. erlendri ljóðlist ýmiss
konar á framfæri í tímaritum
okkar heima fyrir. Til að
mynda ritstýri ég dálitlu tíma-
riti, sem er ætlað að halda uppi
sambandi við umheiminn.
Ostrich nefnist það og það
hefur öðlazt svolitla alþjóðlega
útbreiðslu, t.d. birtum við nýjar
þýðingar á ljóðum Yevtus-
henko í síðasta hefti, og næsta
hefti verður helgað Vietnam.
Er því ætlað að styrkja sjúkra-
hús í Vietnam, sem ýmsir
Bretar hafa einsett sér að reisa.
Pólitik og Ijóð: „Eins og
kannski má sjá af þessu er
þetta rit mitt töluvert politískt
og mjög vinstri sinnað. í því
birtast viðhorf sem verður að
telja mjög róttæk eða lengst á
vinstra væng sjtórnmálanna. A
sama tíma njótum við styrks frá
listaráði ríkisins, og það er
áreiðanlegt að ekki á allt það
sem birtist í ritinu upp á pall-
borðið hjá þeim sem ráða
ríkjum í kerfinu, svo að við
þykjumst geta átt það á hættu
að missaþennan styrk. An hans
er híns vegar útgáfa tímaritsins
og annarra af þessum toga
okkur fjárhagslega ómöguleg.
Við leggjum einnig mjög
míkið upp úr því að koma ljóð-
um okkar á framfæri fyrst og
fremst í þessum tímaritum eða
ljóðabæklingum sem við gefum
einnig út. A þann hátt finnst
okkur auðveldara að koma ljóð-
unum áleiðis til fólksins. við
höfum líka algjöra stjórn á út-
gáfunni og hvernig ljóð okkar
eru þar sett upp auk þess sem
við viljum ekkert undir stóru
bókaútgáfunum eiga, þar sem
þau eru fyrst og siðast
auðvaldsfyrirbæri og hafa þar
af leiðandi harla lítinn áhuga á
ljóðum, sem telst ekki söluvara
í Bretlandi."
Sósíalismanum allt: Lífsskoð-
un Keith Armstrong á rætur
í uppruna hans. „Eg er kom-
inn af alþýðufólki langt fram
í ættir — faðir minn var skipa-
smiður og forfeður móður
Keith Armstrong
National
Tossing idle talk betw
playing ball,
life loses its bounce.
Ourspeech, mass-prc
lacks a centre,
catches dust as it falls
We move from day to
counting our successt
our needles set in the
Hearts call the tune,
the monotonous beat
pounds in the chest o
ENGLAN! ENGLAND!
the worn-out cry of oi
minnar voru bændur og náma-
verkamenn. Ég vil því líta svo á
að ég teljist til verkalýðsstéttar-
innar, enda þótt ég hafi hlotið
langskólanám. Eg fór í háskól-
ann og nam þar bókasaf nsfræði
allt þar til fyrir um ári siðan, að
ég hætti námi og starfa nú sem
félagsmálafulltrúi í verka-
mannahverfunum. 1 þessu
starfi hef ég kynnzt náið
kjörum og högum láglauna-
fólksins, og við þessa reynslu
hef ég fengið hugmyndir og
hluti til að skrifa um. Ég er til
dæmis núna að vinna með og
skrifa fyrir leikhóp um alls-
herjarverkfallið 1926, sem til
stendur að höpurinn fari með
um landið og sýni sem víðast.
Þetta er raunverulega áróðurs-
verk og ég hef tilhneigingu til
að líta á sjálfan mig sem
áróðursmann i list minni. Ekki
vil ég þó kalla mig sósíal-
realista eins og hann er fram-
kvæmdur í Sovétríkjunum
(listastefna stjórnvaida þar
hefur valdið mér vonbrigðum)
heldur tel ég mig vera ein-
hversstaðar á línu Gorkis."
Ljóðið út til fólksins: „Hins
vegar er rétt að taka fram,
að við innan Tynesidehóps-
ins erum ekki allir á sömu
línu í pólitíkinni. Við höfum
töluvert ólíkar skoðanir í þjóð-
félagsmálum en það er sameig-
inleg ljóðskoðun sem bindur
okkur saman. Við viljum öll
vinna að því að koma Ijóðlist-
inni áfram til stærri hóps fólks
en nú er, við viljum koma því
inn hjá öllum að ljóðið sé ekki
leiðinlegt,
Það má kannski segja að í
sameiningu séum við að berjast
gegn hinum akademíska
hugsunarhætti, sem svo lengi
hefur verið allsráðandi innan
ljóðagerðar, já, og berjast gegn
doðanum sem því er samfara
Það er fráleitt að loka sig inn í
herbergiskytru og raða saman
torræðum ljóðlínum, birta þær
einhversstaðar og svo ekki sög-
una meir.