Morgunblaðið - 20.03.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
17
een us,
duced,
from our lips.
of a million footballs
f a nation
jr narrow mouths
day like a record-arm,
ís in goals,
groove
Það eru rikjandi fordómar
gegn ljóðlistinni, og þá þarf að
brjóta niður. Þessir fordómar
stafa annars vegar af hinum
akademisku viðhorfum og hins
vegar af þurri bókmennta-
kennslu í skólunum. Hún hefur
verið bundin f viðjar ljóða
meistaranna, sem fólk hefur
verið neytt til að læra í svo og
svo stórum skömmtum — og
fengið sig fullsatt af. Núna er-
um við að reyna að brjóta niður
þessa múra innan skólanna. Við
förum þangað og lesum upp,
reynum að sýna að það er til
lifandi ljóðlist fyrir utan
skólana, reynum að sýna
krökkunum fram á hvernig ljóð
verði til, hvetjum fólk til að
reyna að tjá sig.sjálft í orðum.
Við reynum að ná til allra,
ungra sem gamalla. Við förum
meira að segja út á strætin og
torgin og lesum þar upp úr
verkum okkar í von um að ná
eyrum einhverra.
En fyrst og fremst reynum
við að gera þetta þannig að fólk
hafi gaman af og fái það inn í
sig að ljóðlist þurfi ekki að vera
leiðinleg. Við neytum allra
bragða — við lesum upp úr
verkum okkar undir hljóð-
færaslætti hljómlistarmanna,
komum fram í þjóðlagaklúbb-
um sem eru allnokkrii; heima,
og oft og tíðum er heilmikið
,,show“ í kringum þetta hjá
okkur. Við eigum það til að
syngja ljóðin, segjum brandara
og gerum ýmsar aðrar kúnstir.
Við reynum að komast að í út-
varpinu eins oft og við getum,
því að sem fjölmiðill hentar það
ákaflega vel fyrir flutning af
þessu tagi. Það þarf ekki
endilega að vera ljóðaupplestur
eingöngu heldur getur þetta
allt eins verið heimildadagskrá
með ljóðaívafi. Aðalmarkmiðið
> er að ná sambandi við fólkið, að
ikoma ljóðinu út til þess.“
„Bylting Ijóðs
felst í kraft-
birtingu þess"
• PETER Mortimer er 32 ára
að aldri, rauðskeggjaður og
rauðhærður, gengur í síðum
frakka og með svart kaskeiti.
Hress og glaðhlakkalegur ná-
ungi. Borinn og barnfæddur !
borginni Nottingham í Mið-
iöndunum, sinnti lítt bókiðju
lengi framan af, vann til að
mynda fvrir fæði og klæðum
með því að selja falskar tennur
og fínar blúndubuxur á kven-
mannsbotna um nokkurra ára
skeið, fékk nóg af því um síðir,
nam hagfræði við Sheffield-
háskóla og tók þar skáldskapar-
bakteríu, gerðist að námi loknu
fréttamaður í London og síðar í
Newcastle, þar sem hann hefur
búið s.l. sex ár og starfað sem
listablaðamaður og gagnrýn-
andi útbreiddasta héraðsdag-
blaðs Norðaustur-Englands,
The Journal i Newcastle. Þar
er hann jafnframt virkur liðs-
maður skáldagrúppunnar The
Tyneside Poets og ritstýrir
einu af þremur bókmennta-
tímaritum sem sá hópur gefur
út — Iron.
Ljóðaborgin Newcastle: „Jú,
mér virðist svo sem í uppsigl-
ingu sé ný og aflmikil alda
ljóðaáhuga í Newcastle og
héraðinu umhverfis, og mér er
raunar nær að halda að áhug-
inn sé meiri og almennari en
viðast hvar á Bretlandi.
Astæðan fyrir þessu er kannski
ekki sízt sú að Newcastle hefur
alla tíð verið fremur afskekkt,
einangruð borg. Þetta er nyrzta
meiriháttar borgin i Englandi
og munar litlu að við værum i
Skotlandi raunar. Við erum
þannig langa vegu frá London
sem er tiltölulega luktur og
þröngur skáldaheimur, erum
mikið til laus við áhrif höfuð-
borgarinnar. Newcastle verður
að miklu leyti að vera sjálfri
sér nóg menningarlega og því
er hún sennilega jafn rik af
grósku og lifi og raun ber vitni.
Yfirleitt er hins vegar hagur og
staða ljóðskáldsins í Bretlandi
fremur bágborinn. Skáldið er
utangarðsmaður. Fyrir nokkr-
um árum var uppi ljóðlistar-
bylgja í Newcastle með mönn-
um eins og Tpm Pickard, sem
flestir einbeittu sér að þvi að
skrifa á mállýzku þessa héraðs.
Og ég held að megi líta á
Tyneside Poets sem nýja
bylgju."
Starf Tvneside Poets: „Ætli
megi ekki segja að Tyneside
Poets hafi myndazt fyrir svona
þremur árum. Það voru í New-
castle ýmis ljóðskáld að puða
hvert í sínu horni. Eg var t.d.
farinn að ritstýra bókmennta-
tímariti. Síðan gerist það að
nokkrir taka sig til og setja sig i
samband við hina með það fyrir
augum að hefja samvinnu og
sameina kraftana. Og í þessu
var Keith Armstrong, félagi
minn, einn af upphafs-
mönnunum. Tyneside-skáldin
eru vissulega af ólíku sauða-
húsi og vinna að mismunandi
hlutum, en segja má að það séu
um 16 skáld sem taka virkan
þátt í starfi hópsins. Við störf-
um einkum með þeim hætti að
við höldum reglulega ljóða-
lestra, starfrækjum t.d. eins
konar ljóðaverkstæði í gömlum
turni sem er partur af fornum
varnarvegg umhverfis New-
castle, Mordenturninum. Þar
gefst ungum og óreyndum
skáldum tækifæri til að koma
einu sinni í viku og flytja verk
sín og fá gagnrýnin viðbrögð
frá áheyrendum."
Ljóð undir píluspili: „Við
höfum lagt sérstaka áherzlu á
að finna ljóðum greiðan og eðli-
legan farveg að venjulegu fólki,
hinum vinnandi manni sem að
öðru jöfnu hefði aldrei dottið í
hug að eyða tíma í ljóð og skáld-
skap. Enginn okkar er atvinnu-
skáld að sjálfsögðu. Það er ekki
hægt. Og enginn okkar er af
hinum akademíska skóla í
skáldskap. Við erum satt að
segja lítt hrifnir af þeim fírum.
Þeir hafa átt stóran þátt í að
einangra ljóðið, — gert það frá-
hrindandi og framandi. Við
höfum til dæmis gert mikið af
því að fara með ljóðin inn í
bjórkrárnar og verkamanna-
klúbbana. Við höfum gert dag-
skrár fyrir héraðsútvarps-
stöðvarnar og farið í skólana.
Eg hef sjálfur t.d. haft afar
gaman af þvi að flytja Ijóð í
bjórkrám. Það er að vísu erfitt
að flytja ljóð með karla í pilu-
spili allt um kring og bjórkollu-
glamri. En það er engu að síður
skemmtilegt verkefni. Og við
höfum jafnframt beitt tónlist í
talsverðum mæli með skáld-
skapnum, einkum af þjóðlaga-
ættinni, og sum skáldin eru
sjálf hljóðfæraleikarar. Það er
reynslan aó tónlistin eykur
mjög aðdráttaraflið."
Hlutverk tímaritanna: „Við
gefum út þrjú bókmenntatíma-
rit, Ostrich, sem Keith ritstýrir,
og Iron, sem ég ritstýri, og loks
Poetry North East, sem er hinn
opinberi ljóðavettvangur Tyne
side Poets, og birtir eingöngu
ljóð höfunda úr héraðinu. Bæði
Ostrich og Iron birta hins vegar
nýjan skáldskap úr ýmsum
áttum. Iron hefur t.d. birt verk
skálda frá einum 19 löndum,
t.d. Kúbu, Japan, Nýju Guineu,
Afríkuríkjum, auk Bandaríkj-
anna og fleiri vestrænna landa
Það er einmitt mikilvægur
partur í tilgangi þessarar
ferðar til Islands fyrir mig, að
fá til birtingar verk íslenzkra
höfunda í enskri þýðingu. Þessi
tímarit okkar reynum við svo
að selja sem víðast, t.d. á götum
úti, en einnig fara þau til sölu í
London, og þá eru erlendir
háskólar, m.a. í Banda-
ríkjunum, í hópi áskrifenda.
Það er lika rétt að geta þess, að
útgáfan og önnur starfsemi
okkar nýtur fjárhagslegs stuðn-
ings stofnunar sem nefnist
Northern Arts, sem ríki og
sveitarfélög eiga aðild að, og til
dæmis njótum við góðrar
prentunaraðstöðu. Af öðrum
liðum starfs Tyneside Poets get
ég nefnt Ieiksýningar, einkum
úr sögu og bókmenntum
héraðsins, og þá höfum við
tekið þátt í listahátiðum og
skáldaþingum, m.a. erlendis.
Það var slíkt mót í Mölle í
Sviþjóð sem varð rótin að komu
okkar til Islands."
Hin hræðilega bökmennta-
kennsla: „Það sem við erum að
reyna að gera er að eyða því
sjálfkrafa viðnámi sem nútíma-
ljóðlist og skáldskapur mætir
hjá enskum almenningi. Venju-
legt fólk les hreinlega ekki ljóð,
hvað þá nútímaljóð. Við eigum í
höggi við mikla fordóma og
mikinn misskilning. Og þarna
hefur skólakerfið leikið stórt
hlutverk. Unglingar eru látnir
læra Shakespeare og Words-
worth frá orði til orðs utan-
bókar í skólunum og þessi
ítroðsla hefur haft hræðilegar
afleiðingar. Fólk er tortryggið á
ljóð. Það tekur langan tíma að
komast yfir bókmenntakennsl-
una i brezkum skólum. Sjálfur
var ég lengi aó jafna mig.“
Falskar tennur og kvennær-
buxur: „Ég byrjaði að skrifa i
kringum 1965. Bakgrunnur
minn er langt frá þvi að vera
bókmenntalegur. Heima hjá
mér i Nottingham las enginn í
fjölskyldunni bókmenntir. I tvö
ár vann ég fyrir mér með því að
selja falskar tennur en í önnur
tvö hlaut ég smá uppreisn æru
við að selja nærbuxur og undir-
föt fyrir konur. Þá fór ég að
velta því fyrir mér hvern^
fjárann ég væri eiginlega að
gera við lif mitt. Ég var orðinn
tvítugur og innritaðist i hag-
fræðideild Sheffieldháskóla.
Eg gat ekkert í hagfræði. Eg
lauk prófi, en get samt ekkert i
hagfræði. En það var i skólan-
um sem ég kynntist fólki sem
fékkst við skáldskap og m.a
ritstýrði ég ljóðatímariti þar
um skeið. Eg hef verið að þessu
allar götur siðan."
Delluljóð: „Það er ótrúlega
erfitt að fá ljóðabók útgefna í
Englandi. Stóru útgefendurnir
gefa kannski út einn til tvo
höfunda á ári. Þess vegna birta
flestir verk sín í tímaritum, eða
hjá einhverrum smærri útgef-
endanna. Þannig er þetta með
mig. En síðla nú i sumar á ég
von á því að út komi eftir mig
bók hjá forleggjara í Sunder-
land með ljóðum fyrir börn, —
svonefndum „nonsense poems“
eða delluljóðum í ætt við Lewis
Caroll og Edward Lear, og svo í
dag Spike Milligan. Þessi bók
heitir „The Incomplete
Nonsense of Peter Mortimer”
og verður myndskreytt af lista-
mönnum úr héraðinu. Mér
finnst afskaplega gaman að fást
við delluljóð, og ekki siður að
flytja þau fyrir börn, sem ég er
oft beðinn um. Viðbrögðin eru
svo spontan. Hláturinn kemur
strax á móti manni og slíkt er
upplífgandi. Skáldsögu á ég
líka sem ég vona að verði gefin
út á næstunni. En timarit eru
okkar helzti vettvangur fyrir
ljóð og smásögur, og ég get
nefnt sem dæmi að á þeim
þremur árum sem Iron hefur
komið út höfum við birt verk
170 höfunda, sem margir hverj-
ir hefðu annars ekki átt þess
kost að koma skáldskap sínum á
framfæri."
Kraftbirting Ijóðsins: „Eg
get ekki sagt að ég sé dæmigert
Tyneside-skáld, — kannski
fyrst og fremst vegna þess að ég
er ekki ættaður úr héraðinu.
Ljóð mín held ég aó megi segja
að séu skrifuð flest út frá því
sem kallað hefur verið firring.
Ekki endilega minni persónu-
legu firringu, heldur fremur
þessu almenna einkenni á nú-
tímalifi í Bretlandi, þar sem svo
margir lifa vió einangrun og
einmanakennd. Hinir ýmsu
fletir þessa mannlega vanda
eru viðfangsefni mitt. Og ég
reyni að virkja ljóðin með
myndmáli fremur en yfirlýsing-
um, að skirskota fremur en
æpa. Jú, ég geri ráð fyrir að í
þeim séu pólitískir undirtónar.
Eg er vinstri maður i pólitík,
sósíalisti. En ég er dálítið
vantrúaður á blákaldar póli-
tiskar yfirlýsingar í ljóðum.
Meiri pólitik þýðir oft þeirn
mun minni póesíu. Mín ljóð eru
fyrst og fremst mannleg. Sér-
hvert ljóð er byltingarlegt fyrir
mér ef það opnar nýjar dyr.
Ljóð er bylting ef það hefur
kraftbirtingu í för með sér.”