Morgunblaðið - 20.03.1976, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
t
Móðir okkar.
KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
Frá Súðavlk
andaðist í Landspítalanum 18 marz
Kristjana Einarsdóttir
Þórunn Einarsdóttir
Guðrún Einarsdóttir.
t
Eigmkona min og móðir okkar
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR
húsfreyja
að Þverlæk í Holtum
andaðist 15 þ.m. Útför hennar fer fram miðvikudaginn 24 þ m kl
1 3 30 frá Fossvogskirkju
Guðmundur Þorleifsson,
Guðni Guðmundsson, Þorleifur Guðmundsson.
t
Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir
ÓLAFURHÁKONARSON
andaðist á heimili sínu Efstasundi 88 Rvk þann 18 marz
Þorbjörg Ólafsdóttir Valur Benediktsson
Hákon Jónsson Agnes Ingólfsdóttir
t
Útför eigmkonu minnar
ÞORBJARGAR MATTHILDAR EINARSDÓTTUR
Norðurbraut 39, Hafnarfirði
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 23 marz kl 2 e h
Blóm og kransar afbeðnir
Fyrir hönd vandamanna
Ágúst Jónsson.
t
Útför eigmmanns míns, föður tengdaföður og afa,
GUÐNA ELÍSSONAR
Njálsgötu 34
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22 marz kl 1 30
Guðrún Halldórsdóttir,
synir tengdadætur og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
ÓLAFUR B. ÓLAFSSON
Hringbraut 1 36
áður Hafnargötu 50, Keflavlk
verður jarðsungin i dag laugardag Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
kl 2 e.h
Blóm og kransar afþökkuð. en þeir, sem vilja minnast hins látna, láti
líknarstofnanir njóta þess
Fyrir hönd vandamanna
Guðrún Ólafsdóttir
Lúlla Marla Ólafsdóttir
Jóna Þ Ólafsdóttir
Ólafur B. Ólafsson
Bergþóra Hulda Ólafsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar tengdamóður og ömmu
EVLALÍU JÓNSDÓTTUR
Hofsvallagötu 1 7
Elfar Sigurðsson Jóna Jóhannesdóttir
Einar Sigurðsson Sigrfður Einarsdóttir.
Hörður Sigurðsson
og barnaborn
+ Þökkum ínnilega auðsýnda samúð við andlát og útför
STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR
Hrafnistu
Sérstakar þakkir til læknis og hjúkrunarliðs á Hrafnistu
Aðatbergur Stefánsson Ragnheiður Gísladóttir
Sigurður Stefánsson Margrét Jónasdóttir
Erla Stefánsdóttir Emil Jónsson
Jón Stefánsson Katrin Guðjónsdóttir
Halla Stefánsdóttir Baldvin Guðjónsson
Rögnvaldur Stefánsson Sólveig Stefánsson
Kristbjörg Stefánsdóttir Róbert Jensson
Stefán Vilbertsson Halldóra Kristmundsdóttir
barnaborn og barnabarnabörn.
Sigríður Kristjánsdóttir
frá Borgarnesi - Minning
Fædd 14. október 1893
Iláin 12. mars 1976.
I daK kveójum vió frá Borf»ar-
nA'sskirkju SÍKriði Kristjáns-
dóttur, fyrrum saumakonu, en
hún lést á Akranesspítala hinn 12.
mars s.l. Hún fæddist í Síðumúla
á Hvítársiðu 14. októher 1893.
Foreldrar hennar voru Kristján
Kristjánsson og Þuríður flelga-
dóttir er bjuj’í'u um árahil í (irisa-
tunpu en siðast i Borgarnesi. Ars-
gömul fór Sigríður í fóstur að
Sámsstöðum, til hjónanna
Guðmundar Guðmundssonar og
(iuðrúnar Þorsteinsdóttur, en
árið 1909 flytur hún að Fröða-
stöðum, og þar átti hún heima til
ársins 1917 hjá Brandi Daniels-
syni og konu hans, Sigríði
Halldórsdóttur. A þeim árum nam
hún barnafræðslu hjá sr. Magnúsi
Andréssyni á Gilshakka, og árin
1911 til 1915 annaðist hún harna-
kennslu i Hvítársíðu. Þá lærði
hún og fatasaum hjá (iuðrúnu
Sveinbjarnardöttur á Hurðar-
haki, verður nánar vikið að því
siðar í þessari grein.
11. október 1914 giftist Sigríður
Sveini Skarphéðinssyni, ættuðum
úr Húnavatnssýslu og hófu þau
búskap á .Jarðlangsstöðum í
Borgarhreppi 1917. Bjuggu þau
þar of> síðar á Hvitsstöðum í Alfta-
nesshreppi, en árið 1924 flytjast
þau svo til Borgarness og áttu þar
heima æ síðan. Þeim varð sex
barna auðið og eru þau: Guðrún,
Aslaug, Guðmundur, Þuríður
Hukla , Þórey, en yngsta barnið,
Agúst, misstu þau aðeins árs-
gamlan. Sveinn stundaði jafnan
litilsháttar búskap auk allrar
almennrar vinnu. Þau byggðu sér
hús ofarlega í plássinu og bjuggu
þar alla tíð. Sveinn lést af
slysförum i september 1955.
En það átti eftir að bera ávöxt,
saumanámið hjá Guðrúnu á
Hurðarbaki, því alla tíð, sem
Sigriður átti heima í Borgarnesi,
stundaði hún heimasaum og
saumaði flest það sem fatnaður
hét. Má nærri geta, að á þessum
tímum kom þessi þjónusta sér vel
hjá mörgum, þvi ekki þekktist að
sækja tilbúinn fatnað í næstu
húð. Þá þóttu og mjög eftir-
sóknarverð öll hennar verk, bæði
hvað snerti verð og vandvirkni.
Að saumum vann hún meðan
hún enn hélt heimili, eða fram til
ársins 1965. Eg, sem þessar línur
rita, átti ekki því lání að fagna að
kynnast Sigríði, fyrr en aldur og
erfiði hafði sett sinn svip á fyrri
reisn hennar og fríðleik, en því
kynntist ég, að áhrifin frá þeim
menningarheimilum, þar sem
hún dvaldi sín æskuár, höfðu
eftirlátið annan glæsileik, sem
ekki var öllu alþýðufólki gefinn á
fyrstu árum þessarar aldar.
Baldur Guðbrandsson
Ólafsvík -
Vertu trúr allt til dauða, og Guð
mun gefa þér lifsins kétrónu.
Þannig hljóða eitt fyrirheita
hins æðsta. Nýlega var héðan
kvaddur einn þeirra sem haga lífi
sínu á þann hátt að á kveðjustund
kemur manni framanskráð
ritnigargrein í hug. Einn þeirra
sem var trúr í stóru og smáu og þá
ekki sist boðorðum skapara síns.
Baldur fædist í Olafsvík 9. des.
árið 1898, sonur sæmdarhjónanna
Jóhönnu Valentínusdóttur og
Guðbrands Sigurðssonar. Olst
hann upp hjá þeim og voru þau
sex systkinin. Eins og títt var í þá
daga þurfti fljótt að taka til
vinnunnar til bjargar sér og öðr-
um. Baldur stundaði sjó í 35 ár og
var m.a. formaður á bátum. Arið
1940 varð hann fiskmatsmaður og
tók viö þeim starfa af föður
sínum. Einnig starfaði Baldur
talsvert við sntíðar og þótti lag-
hentur smiður.
Baldur var kvæntur Þórunni
Þórðardóttur frá Borgarholti,
hinni mætustu konu. Lifir hún
mann sinn. Attu þau heimili að
Hvammi hér i Olafsvík. Þórunn
var manni sinum góður lifsföru-
Minning
nautur og bjó honum og
börnunum hlýlegt heimili. Regla
og nægjusemi var þar í fyrirrúmi.
Þau hjónin eignuðust eina
dóttur, Önnu Þóru sem gift er
Steinari Magnússyni. Einnig ólu
þau upp frá tveggja ára aldri
Jöhann Jónsson kaupmann í
Olafsvík sem kvæntur er Ingi-
björgu Gunnlaugsdóttur og
+
Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför
JÓNS JÓNSSONAR
bónda
Fagurhólsmýri
Guðný Aradóttir
börn og aðrir vandamenn.
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og
vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mlns, föður okkar, sonar og
afa,
PÁLS S. PÁLSSONAR
Geitlandi 39
Sérstakar þakkir færum við Matthíasi Á Mathiesen
Sigrún Elfasdóttir,
Arndfs Pálsdóttir Sigrún Pálsdóttir
Páll R. Pálsson Sigrún Guðmundsdóttir
Páll Ásmundsson
Arnar Pálsson Guðmundur Páll.
Hún hafði einlægan áhuga á
listum og bókmenntum, og gat
hver sá sem þeim unni, notið
mikillar ánægju og gleði í viðræð-
um víð hana. Henni lágu og jafn-
an á tungu heilar setningar úr
leikritum eða Ijóðum, er hún unni
og átti það jafnvel við til síðustu
tíma, þrátt fyrir margra ára erfið
veikindi. Eg veit heldur litið um
tilgang þessa lífs, eða möguleika á
framhaldi þess, en það hefur
lengi verið mín skoðun, að þegar
fólk, sem hefur skilað þjóð sinni
til framtíðarinnar, heilum hópi af
góðum þegrtum, og unnið þeim af
alhug um langa ævi, leggst til
hvildar, þá hljóti það að deyja
hamingjusamt.
Þess vegna kveðjum við nú
Sigríði Kristjánsdóttur með gleði
og þakklæti fyrir allt hið liðna.
II.
dötturdóttur sína, Hafdísi Ara-
dóttur.
Asamt starfi sinu sem fiskmats-
maður vann Baldur almenn fisk-
vinnslustörf, síðustu árin hjá
Hraðfrystihúsi Olafsvíkur. Þar
gekk að starfi hógvært prúð-
menni sem vann verk sín af
ítrustu samviskusemi og hvorki
vinnufélagar né aðrir áttu mis-
jöfnu að mæta hjá Baidri. Er með
fullum sanni hægt að segja að
hann mátti ekki í neinu vamm sitt
vita.
Bróðir Baldurs, Skarphéðinn,
hefir um langt skeið unnið við
hlið hans að fiskmatsstörfum og
öðru. Með þeim hræðrum ríkti
djúp vinátta og bróðurþel svo að
til fyrirmyndar mátti teljast. Hafa
þeir sjálfsagt oft stutt hvor annan
á lífsleiðinni.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Baldur sjúkleika þess sem nú
hefir lokið verki sínu. Hann gekk
þó að störfum fram undir síðasta
dag, en glöggt mátti sjá að hverju
dró. Eg kynntist Baldri vel, enda
vorum við vinnufélagar síðustu
æviár hans. Er honum hér með
þökkuð trúmennska í starfi og
viðkynning öll.
Nú hverfur hvert af öðru það
fólk sem telst til aldamótakyn-
slóðarinnar og hefir með hörðum
höndum byggt upp það velferðar-
þjóðfélag sem við hiji yngri búum
nú við. Væri óskandi að við
gætum sem flest hagað lífi okkar
á þann hátt að við vistaskiptin
ættum við líkt og Baldur von á
efndum á fyrirheitinu góða:
„Guð mun gefa þér lifsins
kórónu".
Aldraðri eiginkonu og öðrum
aðstandendum færi ég innilegar
samúðarkveðjur.
H.K.
+
Eiginmaður minn
ÓSKARM JÓHANNSSON
bif reiðastjóri
Ásvallagötu 69. Reykjavlk
andaðist I Landspitalanum 18
marz
Fyrir hönd eiginkonu dóttur
tengdasonar og stjúpbarna
Sigrún EiSsdóttir.