Morgunblaðið - 20.03.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
31
„Að
ganga
ákveðin
til
leiks”
TVEIR neiíiendur Tónlislar-
skólans í Reykjavík leika ein-
leik í Háskólabíói í dag með
skólahljómsveit Tónlistarskól-
ans, en það er liður í námi
þeirra. Ein leikararnir eru
Hrefna U. Eggertsdóttir, sem
leikur á píanó, og Inga Rós
Ingólfsdóttir, sem leikur á
sellö.
Við litum inn á æfingu í
Háskólabíói þar sem skóla-
hljómsveitin og einleikarar
voru að æfa fyrir tónleikana í
dag, en á efnisskránni eru verk
eftir Mozart, þ.e. forieikur að
óperunni „Brottnámið úr
kvennabúrinu". Þá er konsert
nr. 3 í A-dúr fyrir selló og
hljómsveit eftir Carl Ph. E.
Bach. en þar leikur Inga Rós
einleik.
Einnig leikur skólahljóm-
sveitin litla sinfóniu fyrir
blásara eftir C. Gounod og i
verkinu Variations
Symphoniques eftir César
Franck leikur Hrefna einleik á
píanó.
Við röbbuðum við þær skóla-
systur um starfið.
I
Skóla-
fólk
hjá
Morgun-
blaðinu
„HEF HALDIÐMIG
AÐ SELLOINU SlÐAN"
Inga Rós sat hin salla-
rólegasta á hljómsveitarpall-
inum með sellóið sitt, klædd
venjulegum táningaklæðnaði,
gallabuxum og tilheyrandi. en í
Eftir Drífu Kristjáns
dóttur í starfsfræðslu
á Morgunblaðinu frá
Gagnfræðaskólanum
í Vestmannaeyjum
Spjsillað við tvær stúlkur úr Tónlistarskólunum
æfingahléi hittum við hana að
máli. Hún kvaðst hafa lært á
selló I 8 ár. „Eg byrjaði að læra
á fiðlu," sagði hún, ,,en svo
þótti mér það ekkert spennandi
vegna þess að ég á tvær eldri
systur sem báðar voru í fiðlu-
leik og komnar mun lengra en
ég og mér likaði ekki að vera
eftirbátur þeirra með fiðluna
Svo varð það úr að ég prófaði
selló og fannst það nieira
spennandi og síðan hef ég
haldið mig við það".
Aðspurð um frekara nám
kvaðst hún hafa hugsað sér að
halda til Þýzkalands næsta
vetur og dvelja þar 3—4 ár við
framhaldsnám eða kennslu.
„4 KLST. A DAG
VIÐ PlANOlD"
Hrefna kvaðst vera búin að
læra á píanó s.l. 10 ár og hún
ságðist æfa minnst 4 klukku-
tima á dag. Síðastliðið vor tók
hún píanókennarapróf. en í dag
lýkur hún einleikaraprófi á
píanó. Hún kvaðst ávallt hafa
haft sérstakan áhuga á píanó-
leik og ekki hafa haft áhuga á
að læra á önnur hljóðfæri.
Við lögðum fyrir hana þá
samvizkuspurningu hvort hún
væri ekki taugaóstyrk eða
spennt þegar hún ætti að koma
fram opinberlega. Hún hrosti
við og kvaðst ekki viðurkenna
slíkt' fyrir sjálfri sér þegar á
hólminn væri kornið þótt hún
vissi ef til vill svolítið betur,
„en," hélt hún áfram, „það
þýðir ekkert annað en vera
sjálfsörugg ogganga ákveóin til
leiks."
Aðspurð kvaðst Hrefna hafa
hug á að halda til Austurríkis
ti 1' frekara náms, en þó kvað
hún óráðið hvernig þvi yrði
háttað.
Við þökkuðum þeint stölium
spjallið og öskuðum þeim góðs
gengis.
Inga Rós Ingólfsdóttir og Hrefna U. Eggertsdóttir
Veislumatur
við vægu verði
Réttir helgarinnar
í kvöld:
Roast Beef með bordelous-sósu og bök-
uðum kartöflum.
Verð kr. 750.00
I hádegi á morgun:
Glóðarsteikt lambalæri með bernaissósu
og steiktum kartöflum.
Verð kr. 650.00
í kvöldmat á morgun:
Fylltur grísahryggur með rjómasósu,
maukuðum ananas, ristuðum eplum og
rauðkáli.
Verð kr. 800.00.
Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur
Verið velkomin
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
W
Al (ÍLVSINGA-
SÍMINN ER:
22480
GOLFTEPPI
Ullarteppi — Nylonteppi
Ryateppi — Acrylteppi
Stök teppi — Mottur
Sem sagt teppi fyrir alla
Gæði í hverjum þræði
Við sníðum, tökum mál og önnumst ásetningu
Verð fyrir alla — Teppi fyrir alla
rr
\A
TEPPAVERZLUNIN
FRIÐRIK BERTELSEN,
LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266
t.i tt
I í ttli I l i !"l '<(4