Morgunblaðið - 10.04.1976, Side 13

Morgunblaðið - 10.04.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 13 Rangæingar vilja Hraun- eyj ar íossvir kj u n fljótt VERKALVÐSFÉLÖGIN, sveitastjórnir og sýslunefnd Rangárvalla- sýslu gengust fyrir almennum borgarafundi í Rangárvallasýslu 3. aprfl s.l. f Hellubíói. Fundinn sóttu hátt á annað hundrað manns vfðsvegar að úr héraðinu. Gunnar Thoroddsen, félags- og orkumálaráðherra, allir þing- menn Suðurlandskjördæmis, nema þingmaður Alþýðubanda- lagsins, mættu á fundinum. 1 fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst, segir, að í framsöguerindi Sigurðar Oskars- sonar hafi komið fram, að heima- menn teldu, að þegar unnið væri að stórframkvæmdum eins og virkjunum þyrfti verkhraðinn að vera minni, því með þvi myndu Pétur Jónsson TóHlistarskólinn í Görðum brautskráir fyrsta nemandann TÓNLISTARSKÓLINN f Görðum (áður Tónlistarskóli Garða- hrepps) efnir til tónleika I Nor- ræna húsinu laugardaginn 10. apríl kl. 14. Tónleikarnir eru þáttur i burt- fararprófi Péturs Jónassonar frá Tónlistarskólanum í Görðum. Pétur er fyrsti nemandinn, sem brautskráður er frá þeim skóla. Kennari hans er Eyþór Þorláks- son gitarleikari. Pétur hóf nám í gítarleik í Tónlistarskóla Garða- hrepps árið 1969 og hefur stundað þar nám síðan. Á efnisskránni eru verk, sem eru lítt kunn hér á landi, og hafa sum þeirra ekki verið flutt hér áður. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Lista- og menningar- vika á Höfn í Hornafirði Höfn, 8. apríl. LISTA- og menningarvika hefst hér á Höfn n.k. sunnudag 11. april og stendur til 16. aprfl, föstudagsins langa. Á sunnudag verður opnuð myndlistarsýning á verkum sem listasafn Alþýðusambands Is- lands lánar og um kvöldið verður kynning á verkum Jónasar Árna- sonar og lýkur henni með sýningu á leikritinu Táp og fjör. Á mánu- daginn verða hljómleikar Karla- kórsins Jökuls. Listaskáldin vondu og Spilverk þjóðanna koma síðan fram á þriðjudaginn og á miðvikudag syngur kór Mennta- skólans i Hamrahlíð. Kórinn mun einnig syngja með kirkjukórnum hér við guðsþjónustu I kirkjunni á skírdag. Á föstudaginn verða hljómleikar Lúðrasveitar Horna- fjarðar og um kvöldið verður upp- lestur. Arni Stefánsson hótelhaldari hefur að mestu séð um uppsetn- ingu og skipulagningu lista- og menningarvikunnar. Gunnar. hinir miklu álagstoppar verða hverfandi. Páll Flygenring frá Landsvirkjun tók í sama streng og Landsvirkjun stefndi að hinu sama. Ingólfur Jónsson alþm. tók í sama streng og þeir félagar og minnti á, að Rangárvallasýsla væri fyrst og fremst landbúnaðar- hérað, og lýsti þeirri skoðun sinni, að með skynsamlegum að- gerðum mætti skapa í héraðinu nægan og traustan vinnumarkað fyrir Rangæinga. Gunnar Thoroddsen orkuráð- herra sagði að áætlanir Lands- virkjunar varðandi virkjun við Hrauneyjarfoss lægju fyrir og mjög fullkomnar rannsóknir hefðu verið gerðar. Taldi ráðherr- ann allan undirbúning og áætl- anagerð Landsvirkjunar til fyrir- myndar. I lok fundarins voru lagðar fram tvær tillögur og þær sam- þykktar. Önnur þeirra er áskorun til orkumálaráðherra um að taka ákvörðun um virkjun Hraun- eyjarfoss næst á eftir Sigöldu, en hin tilmæli til félagsmálaráð- herra um að skipa atvinnumála- nefnd fyrir Rangárvallasýslu. Einleikarar ásamt stjórnendum Tónleikar Tóntístar- skólans íReykjavík Tónlistarskólinn I Reykjavfk heldur tónleika f Háskólabíói laugar- daginn 10. aprfl, og hefjast þeir kl. 17. A efnisskránni verður: Konsert f A-dúr, L. 219 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Mozart, Introduction und Allegro appassionato, op. 92 fyrir pfanó 0g hljómsveit eftir Beethovén. Einleikarar verða þau Kolbrún Hjaltadóttir, Arni Harðarson og Kol- brún Ösk Óskarsdóttir. Stjórnendur verða Marteinn Hunger Friðriks- son og Stanley Hrynuik. Kolbrún Hjaltadóttir iýkur ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í vor, þetta er fyrrihluti prófs- ins. Hún hefur verið nemandi Björns Ölafssonar í 7 ár, en er nú nemandi Guðnýjar Guðmunds- dóttur konsertmeistara. Kolbrún Öskarsdóttir tekur píanókennarapróf í vor. Hún hef- ur verið nemandi í tónlistarskól- anum i Reykjavík í 12 ár. Kennari hennar er Rögnvaldur Sigurjóns- son. Á tónleikunum leikur sem gest- ur Árni Harðarson. Hann verður fyrstur til að ljúka burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs, en þar hefur hann stundað nám i tólf ár. Auk þess að leika með Hljómsveit Tónlistar- skólans í Reykjavík mun hann halda einleikstónleika í næsta mánuði. Kennari hans er Kristinn Gestsson. Glæsilegur kökubazar að Hallveigarstöðum á morgun, sunnudag kl. 2 eftir hádegi Hvöt félag sjálfstæðiskvenna Bátar til sölu Hinn árlegi merkjasöludagur Ljósmæðratélags Keykjavikur er n.k. sunnudag 11. apríl. — Eins og að undanförnu verður ágóða varið til Ifknarmála. Agóði af sfðustu merkjasölu rann til barna með sérþarfir. — Merkin verða afhent frá kl. 10 árdegis f Álftamýrarskóla, Arbæjar- skóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Langholtsskóla, Vogaskóla og Mela- skóla. — Myndin er tekin við undirbúning merkjasölunnar. Blaka sýnir í París GUÐRUN Jónsdóttir — Blaka — sendiráðsritari f Parfs, á tvær vatnslitamyndir á sýningu á veg- um Société des Artistes Indépendants, sem haldin er f Grand Palais um þessar mundir. A sýningu þessari er að finna um 4600 málverk. Sérstök deild er að þessu sinni helguð egypskri nútfmamyndlist. Blöku hlotnaðist og sá heiður að fá að taka þátt f síðustu sýningu hinna frjálsu listamanna er haldin var á sama stað dagana 7.—27. marz í fyrra, og sýndi hún þá tvær vatnslitamyndir. Var önnur myndin i hópi sex litmynda er birtust í sérstöku myndlistar- timariti helguðu sýningunni. Blaka sýndi og eina vatnslita- mynd á sýningu er haldin var í Grand Palais haustið 1975, en á þeirri sýningu voru sýnd rúmlega 1000 olíumálverk og um 170 vatnslitamyndir. Dómnefnd gerir þar mjög strangar kröfur að þvf er segir í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borizt. Blaka hefur og tekið þátt i smærri sýningum, en sýningin í Grand Palais er sú 11. sem hún hefur tekið þátt i í París. Þá hafa Blöku borizt tilboð um að sýna víða um heim, m.a. í Bandarfkjun- um, Kanada, Japan og Þýzka- landi. 18 tonna plankabyggður eikarbátur, endurbyggður. 17.5 tonn nýr plankabyggður eikarbátur í sérflokki it 3.5 tonna trilla (Silla Nk 42) if 3.7 tonna trilla (aðeins skrokkur nýsmíði) gæti einnig fengist afhentur fullfrágenginn 1 1 tonna eikarbátur smíðaður 1 973 Upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson Melagötu 2, Neskaupstað sími 97-71 77 UJWkJ GIIT HÖFDABAKKA9 SiMI85411 í dag og næstu daga seljum viö smágallað keramik. Opið frá kl. 10— 12 og 13—16. GLIT, Höfðabakka 9, (austurenda)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.