Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.04.1976, Qupperneq 36
\K.LYSINÍ,ASÍMINN ER: 22480 ALGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Btorcunbte&iíi LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 Saltfiskurinn: 280 þús. kr. útborgunarverð fyrir tonnið 13% hækkun frá því í fyrra lltborgunarverð á saltfiski, stórum fiski nr. 1, er nú krónur 280 þús. fyrir tonnið ok er þá miðað við nýgerða sölusamninga við Portúgali og Spánverja. Verð það sem fæst fyrir blautfisk er 12—13% ha'rra f dollurum talið Tefla Friðrik og Guðmundur saman á móti í HoIIandi? BOf) HKFUR komið til (iuð- mundar Sigurjónssonar um að taka þátt f hinu geysisterka IBM-skákmóti f Amstcrdam f júlf. Friðrik Olafsson hefur þegar fengið boð um að taka þátt f þessu móti svo þarna gæti rætzt langþráður draum- ur þeirra beggja um að taka saman þátt f skákmóti á er- lendri grund, en það hefur ekki gerzt áður. ,,Eg verð að taka mér um- hugsunarfrest, ég á svo skrambi erfiða dagskrá fram- undan," sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið flutti hon- um fregnirnar um boðið í gær- kvöldi, en hann teflir nú í Las Pal nas eins og kunnugt er. Þegar mótinu þar lýkur fer hann beint til Kúbu á mót, og þaðan kemur hann ekki fyrr Framhald á bls. 35 en það sem fékkst í fyrra. Að sögn forráðamanna Sölusambands fsl. fiskframleiðenda telst þetta verð viðunandi og stendur undir fram- leiðslukostnaði þó svo að ekki sé hægt að taka af því í Verðjöfn- unarsjóð. Þeir Tómas Þorvaldsson, stjórnarformaður S.I.F., Helgi Þórarinsson, framkvæmdastjóri, og Friðrik Pálsson, skrifstofu- stjóri, sögðu er Morgunblaðið ræddi við þá í gær, að eins og frá hefði verið skýrt hefði tekizt að selja um 26 þús. lestir af saltfiski. Af þeim væru um 1000 lestir af þurrfiski frá fyrra árs fram- leiðslu og verðið fyrir þann fisk stæði ekki undir framleiðslu- kostnaði, þö svo að það væri heldur hærra en það verö sem fékkst íhaust. Þá væri ennfremur gert ráð fyrir sölu á 1000 lestum af flöttum og söltuðum ufsa og væri það nýlunda. Að sögn þeirra félaga fara tæp- Framhald á bls. 35 Flugfargjöld innanlands hækka um 14% RlKISSTJORNIN staðfesti f gær samþykkt verðlagsncfndar um 14% hækkun flugfargjalda og farmgjalda innanlands. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá Sveini Sæmundssyni blaöafulltrúa Flugfélags Islands í gær, að eftir hækkunina kostaði far til Akureyrar 4000 krónur aðra leiðina, til Vestmannaeyja 3590 krónur, til tsafjarðar 3720 krónur og til Egilsstaða 5370 krónur. Að auki bætist við 200 króna flugvallarskattur. Ljósm. Varnarliðið. FASTIR I ÍSNUM — Þessi mynd var tekin I gær af norsku hvalveiðibátunum tveimur, sem eru fastir 1 fsnum 530 mflur norður af lslandi. Um borð f öðrum bátnum er mjög veikur maður og er brezka birgðaskipið Olven á leið til hjálpar. Sést það á minni myndinni, en hún var einnig tekin í gær. Sjá nánar f frétt á bls. 2. Geirfinnsmálið: Gæzluvarðhald 3ja manna framlengt um 30 daga Bílstjóri hefur gefið sig fram Gæzluvarðhaldsvist þeirra þriggja manna, sem fyrst voru hnepptir í varðhald við sfðari rannsókn Geirfinnsmálsins, hef- ur verið framlengd um 30 daga. Gæzluvarðhald mannanna átti að renna út i dag. Embætti ríkissak- sóknara krafðist framlengingar á gæzluvarðhaldi og var úrskurður um framhald felldur af Sakadómi Reykjavfkur. Réttargæzlumenn mannanna þriggja lýstu þvf yfir við dómsrannsókn í gær, að úr- skurðinum yrði ekki áfrýjað til Hæstaréttar til þess að valda ekki töf á dómsrannsókninni. Stjórnarráðsfólk óánægt með B.S.R.B. samningana: Telur verkfalls- réttinn lítils virði Starfsmannafélag stjórnarráðs- ■ns hélt fund í Þjóðleikhús- kjallaranum f gær um nýgerða samninga B.S.R.B. og rfkisins. A fundinum kom fram, að starfs- menn stjórnarráðsins eru frekar á móti verkfallsréttinum af ýmsum ástæðum og telja hann léttvægan. Erlingur Hansson, fulltrúi í stjórnarráðinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fundurinn hefði hafizt með því að Kristján Thorlacius. formaður B.S.R.B., hefði útskýrt nýju samningana og síðan hefði Örlygur Geirsson út- skýrt þátt stjórnarráðsmanna í samningunum. Að þessu loknu hefðu verið almennar umræður. I almennu umræðunum hefði komið fram, að fólk væri almennt á móti samningsdrögunum og teldi að verkfallsrétturinn væri léttvægur á móti þvi sem menn hefðu misst. Það hefði komið fram hjá fólki, að ekki nema 2—5 Framhald á bls. 35 Frá fundinum f gær. Ljósm. Mbl.: RAX Sakadómur Reykjavíkur lét sfð- degis í gær fara frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: Á morgun (laugardag) rennur út gæzluvarðhaldstimi þriggja þeirra manna sem úrskurðaðir voru í gæzluvarðhald hinn 26. jan- úar og 11. marz s.l. vegna rann- sóknar á hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Af hálfu ákæruvalds var á dóm- þingi i dag krafizt, að gæzluvarð- haldsvist þessara þriggja manna yrði framlengd með úrskurði dómsins í þágu dómsrannsóknar hinna alvarlegu sakarefna máls þessa, sem eigi er lokið, sbr. 1. og 4. tölulið 67. gr. laga nr. 74, 1974. Var gæsluvarðhald framan- greindra manna framlengt með úrskurði dómsins um allt að 30 dögum frá 10. apríl 1976 að telja. Af hálfu allra framangreindra manna var því lýst yfir að úr- skurðir þessir yrðú ekki kærðir til Hæstaréttar Islands til þess að valda ekki töf á dómsrannsókn á sakarefni málsins. Hinn 26. marz s.l. lýsti rann- sóknarlögreglan eftir tveimur bif- reiðastjórum sem ekið hefðu ungri stúlku að morgni þess 20. nóvember 1974, annar frá Kefla- vík að Grindavikurafleggjara en hinn þaðan og til Hafnarfjarðar. Hinn 30. marz s.l. gaf sig fram 40% hækkun hjá Ríkisskip SAMÞYKKT hefir verið 40% hækkun bæði á far- og farmgjöld- um hjá Skipaútgerð rfkisins. Að sögn Guðjóns Teitssonar, forstjóra, var gert ráð fyrir því i fjárlögum að þessi hækkun gengi í gildi um áramót en dráttur hefur orðið á þvi. Sagði Guðjón að efamái væri að hækkunin nægði vegna þess dráttar, sem orðið hefur á gildistöku hennar. maður sem kvaðst hafa tekið upp í bifreið sína unga stúlku í Kefla- vík og ekið henni að Grindavíkur- afleggjara en stúlka þessi kvaðst ætla til Grindavíkur. Maður þessi sem ók Skoda-bifreiða með G- númeri tók eftir því að stúlkan tók sér ekki far með bifreið sem stöðvaði hjá henni þrátt fyrir að sú bifreið héldi áfram í átt til Grindavíkur. Maðurinn kveðst síðan hafa séð þessa sömu stúlku í flutningabif- reið sem ekið var fram úr hans bifreið skömmu síðar á leið til Hafnarfjarðar. Hinn bílstjórinn hefur ekki gef- ið sig fram. Guðmundur enn efstur GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari gerði í gærkvöldi jafntefli við vestur-þýzka stór- meistarann Hiibner á skák- mótinu I Las Palmas. Guðmundur sagði við Mbl. í gærkvöldi, að hann hefði allan tlmann haft betra tafl en lent I tfmahraki og ekki getað inn- byrt vinninginn. Guðmundur hafði hvftt, og varð skákin 26 leikir. Sovétmaðurinn Geller gerði jafntefli við Portisch en Dan- inn Bent Larsen er að reyna að ná vinningi gegn Spánverjan- um Petron. Guðmundur og Geller eru efstir með 314 vinn- ing eftir 5 umferðir en Larsen getur náð þeim að vinningum ef hann vinnur skákina frá í gærkvöldi. I dag teflir Guðmundur með svörtu gegn bandaríska stór- meistaranum Robert Byrne, en á morgun mætir hann Fraguella frá Spáni og hefur hvítt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.