Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 6
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
Veiöimenn eru
menn líöandi stundar
o •
Stutt upprifjun á minnisstœðum atvilmrn úr starfi blaða-
manns, sem fylgzi hefur rneð viðburðum í lávdhelgismálinu
o „ o -
eftir Magnús
Finnsson
SAGNFRÆÐINGAR framtíðarinnar,
sem fjalla munu um þorskastríðin tvö,
1972 til 1973 og núverandi þorskastríð,
sem hófst 1975, munu eflaust í úttekt
sinni rekast á þá skrýtnu staðreynd að i
fyrra striðinu sat við völd á Islandi
vinstri stjórn, sem var fremur róleg í
tíðinni og lengi vel gilti það á miðunum,
að varðskipin voru látin fara sér hægt.
Þá sat við völd í Bretlandi stjórn, sem
ennfremur var fremur róleg i tiðinni.
Hún notaði að vísu freigátur, en það
þótti tiðindum sæta, rækist freigáta á
varðskip. Þetta var hægri stjórn. Á hinn
bóginn munu þeir einnig sjá að i siðara
stríðinu situr við völd á Islandi ríkis-
stjórn, sem kölluð hefur verið hægri
stjórn. Hún hefur sýnt mun meiri hörku
og yfirleitt alls ekki haldið aftur af varð-
skipunum. I Bretlandi situr vinstri
stjórn, sem einskis hefur sVifizt og nú er
svo komið að það þykir naumast ekki
tiðindum sæta, þótt varðskip og freigáta
skelli svo harkalega saman, að bæði
þurfa að leita hafnar. Uti á miðunum
rikir taugaspenna, sem aldrei hefur orð-
ið eins mikil. Menn geta spurt hvar
endar þetta. — Við því höfum við enn
ekkert svar, en kannski gætu þau allt i
einu átt við ummæli gömlu konunnar,
sem sat og hlustaði á styrjaldafréttir í
einni heimsstyrjöldinni og sagði: „Þetta
endar með því að þeir drepa einhvern."
Þegar blaðamaður sezt niður og reynir
að rifja upp minnisverð tíðindi úr tveim-
ur þorskastríðum, er margt sem kemur
upp í hugann. Eftirminnileg er t.d. ferð
til Grimsby og Hull á tímum, er hörð
átök höfðu verið á miðunum, en allir
virtust skvnja þíðu framundan, enda
Ölafur Jóhannesson þá nýbúinn að ræða
við Edward Heath í Downingstræti 10,
þótt efni viðræðnanna hefði ekki verið
gert uppskátt. Eftirminnileg er ferðin til
Helsinki á öryggismálaráðstefnuna sem
þar var haldin. Þar voru ýmis stórmenni
saman komin og alltaf öðru hverju
skutust utae.ríkisráðherrar frá viðræð-
um um afvopnun stórveldanna út í horn
til þess að ræða lifshagsmunamál Is-
lendinga — á hvern hátt mætti koma á
vopnahléi milli minnstu þjóðar Evrópu
og þjóðar, sem eitt sinn réð öllum
siglingum á heimshöfunum. Jafnframt
er eftirminnilegt, er tveir ráðherrar í
rikisstjórn Islands sendu Morgunblað-
inu bréf, þar sem sagði að héldi blaðið
uppi þeirri blaðamennsku, sem þeim
félli ekki, myndu þeir endurskoða af-
stöðu sina til blaðsins og ekki veita því
viðtöl framar.
Sumarið 1973 fór ég til Helsinki, en
þar var þá haldin öryggismálaráðstefna
Evrópu og nokkurra annarra ríkja, m.a.
Bandarikjanna og Kanada. Fyrir tslands
hönd sótti Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra ráðstefnuna og þar sem land-
helgismálið var í brennipunkti og virtist
þá jafn óleysanlegt og það er í dag. Það
var þvi ekki úr vegi að fylgja Einari til
Finnlands, þar sem einnig voru sir Alec
Douglas-Home, utanrikisráðherra Breta,
og Walter Scheel, utanríkisráðherra
Vestur-Þjóðverja. Var viðbúið að þar
mundu þeir ræða saman um þetta við-
kvæma deilumál.
Ráðherrarnir ræddu saman á ráðstefn-
unni, en árangur þeirra varð enginn. Sir
Alec vildi ekkert gefa eftir, sat fast við
sinn keip og neitaði að kalla freigátur
brezka flotans út fyrir 50 milna mörkin
— Einar kvaðst þá ekkert hafa við hann
að tala. Walter Scheel ræddi ekki við
Einar sérstaklega um landhelgismálið og
er ég spurði hann um það mál, þar sem
ég hitti hann í anddyri hins mikla Finn-
landiahúss, gerði hann aðeins að gamni
sinu — og vildi alls ekki ræða málið af
alvöru. Hann kvaðst ekkert vita um fisk-
aðstoðarmaður sinn dr. Hans Apel sæi
um það.
Síðar þetta sama ár — eða í október-
mánuði, fór Ölafur Jóhannesson til
London. Eftir að hafa fylgzt með viðræð-
um hans við Edward Heath lagði ég leið
mína í „óvinabæina", Grimsby og Hull.
Sú ferð var einkar lærdómsrík fyrir Is-
lending. Ég lenti í Grimsby í hálfgerðum
vandræðum fyrsta kvöldið, þar sem ég
hafði ekki pantað mér neitt hótelher-
bergi — hafði talið slíkt óþarft, þar sem i
októbermánuði hlyti að vera auðvelt að
komast í hótel i slikum bæ. En öll hótel
voru yfirfull. Astæðan var að rétt utan
við Grimsby er risinn mikill oliu-
hreinsunariðnaður og verkamenn, sem
við þann rekstur vinna koma víða að og
búa á hótelum. Ég reyndi fyrst að fá
herbergi á Grimsby Crest Motel, en þar
var allt yfirfullt. Stúlkan I hótelaf-
greiðslunni reyndi að útvega mér her-
bergi og hringdi mjög viða. Alls staðar
var yfirfullt af gestum, en loks fann hún
hótel i Cleethorpes, sem er nágrannabær
Grimsby, en samvaxinn henni. Fór ég þá
á stúfana eftir leiðsögn hennar og fékk
uppgefið heimilisfang hótelsins, sem lof-
að hafði að hýsa mig. En er þangað kom
— var útilokað að þar fengi ég inni.
Gestgjafinn eða hótelstjórinn harð-
neitaði að í hann hefði verið hringt, enda
væri hótel hans yfirfullt. Ég bað hann þá
að hringja i dömuna í Grimsby Crest
Motel og ræddu þau eitthvað saman og
lauk samtalinu með því að stúlkan
skellti símanum á karlinn.
Þetta var óskemmtileg staða fyrir Is-
lending I Grimsby og ég fór að bera mig
aumlega — sagðist langt að kominn
o.s.frv. Karlinn vildi þá vita hvaðan ég
væri. Ég sagði honum það og bjóst þá
jafnvel við að verða endanlega sparkað
út fyrir þröskuldinn. En viti menn Is-
lendingur var algjört lausnarorð. „Jæja
Islendingur,“ sagði karlinn og viðmót
hans gjörbreyttist, „fyrir Islending geri
ég allt. Þvi miður hef ég ekkert rúm
handa þér að sofa í, en ef þú vilt gera þér
að góðu sófann í stofu okkar hjónanna
þá er þér velkomið að sofa þar.“ Þar svaf
ég um nóttina og át morgunmat morgun-
inn eftir, sem ég fékk ekki einu sinni að
greiða fyrir. Islendingur átti allt gott
skilið I augum þessa manns. Ástæðan var
sú og það sagði karlinn mér, þegar við
ræddum saman fram eftir nóttu um
landhelgismálið og sitthvað fleira, að