Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 51 tslendingar höfðu bjargað föður hans úr sjávarháska endur fyrir löngu. Þá var karlinn barn að aldri, en hann minntist þess, sem faðir hans hafði ávallt inn- prentað honum: „Hitturðu einhvern tíma tslending, sem þú getur hjálpað á einhvern hátt, þá hikaðu ekki.“ Þeir hikuðu ekki tslendingarnir, þegar þeir björguðu föður mínum úr strandaða togaranum — sagði William Henry Jack- son — en svo hét hótelhaldarinn. Af þessum stuttu kynnum mínum af William Henry Jackson fannst mér hann um margt merkilegur maður. Hann var í mörgu mjög víðsýnn í landhelgismálinu. Hann sagði mér m.a. að hinir rosknu sjómenn frá Grimsby væru margir hverj- ir á bandi íslendinga. Þeir myndu þá daga, er einungis hefði veiðzt stórþorsk- ur á tslandsmiðum. „Nú eru þetta mest þorskkríli, sem berast á land,“ sagði hann og bætti við: „Gallinn við sjómenn eins og veiðimenn yfirleitt er að þeir hugsa aldrei um framtiðina. Þeir eru menn líðandi stundar og hugsa um það eitt að fá sem mest út úr hverri veiði- ferð. Fáist ekki stórfiskur, veiða þeir smælkið." Já og er þetta ekki sannleik- urinn um fiskimennina — hverrar þjóð- ar sem þeir svo eru. Vonin um stundar- gróða er ávallt sterkust og nægir í því efni að minna á, að nú undanfarna daga hafa íslenzkir fiskimenn verið teknir uppi f landsteinum eða á alfriðuðum svæðum. Þetta er ljótur vitnisburður, en styður skoðun hótelhaldarans frá Grimsby — sem sagðist hafa trú á að fiskvernd og fiskfriðun væri eina lausn- in, sem keppa bæri að. Allir, sem ég hitti í Grimsby þessa daga, sem ég dvaldist þar, voru fylgjandi fiskvernd og fiskfriðun. Á sliku byggðist framtfð þessara þjóðfélaga, sem svo háð væru fiski. Don Lister, sem var fram- kvæmdastjóri Consolidated Fisheries, kvað friðunaraðgerðir tslendinga þó hafa skaðað þorskstofninn. Hann rök- studdi þetta með þessum orðum: „Vegpa afskipta varðskipanna, hafa togararnir neyðzt til þess að veiða á mjög tak- mörkuðum svæðum og þar hópast þeir saman. Þetta skaðar þorskinn og veiðarnar í framtíðinni og miðin úti fyrir Austfjörðum og einkum Suðaustur- landi verða uppurin. Dreifðar veiðar um- hverfis allt land myndu ekki gera eins mikinn skaða. 12 mflna lögsagan, sem þið tókuð ykkur í blóra við alþjóðalög 1958, hefur einnig skaðað mjög þorsk- stofnana. Brezkir togarar veiddu upp að 4 milum og þar áður upp að þremur og þeir veiddu ýsu, flatfisk og þorsk. Sfðan hefur þeim smátt og smátt verið ýtt út af þessum miðum og nú geta þeir ekkert veitt nema þorsk. Ýsumiðin og flatfisk- miðin eru miklu grynnra. Þannig hefur útfærslan smátt og smátt aukið álagið á þorskstofnana. Fyrr á tfmum komu brezku togararnir með blandaðan afla nú aðeins þrosk.“ Don Lister sagði að óvinir þorsksins væru ótal margir — hann ætti aðeins tvo vini — vond veður og ísinn. 1 Grimsby hitti ég þann gamla harð- jaxl, Jack Evans. Hann hefur oft og einatt verið gífuryrtur í garð tslendinga, en undir hrjúfu yfirborðinu þóttist ég greina vinsamlegt viðmót, a.m.k. var hann manna hjálplegastur er á reyndi og greiddi götu mfna í hvivetna. Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að snúa mér i landhelgismálinu og ætlaði að sannfæra mig um óbilgirni og vonzku Islendinga í deilu þjóðanna. Hann sagðist eiga marga góða vini á tslandi og nefndi þar til Tryggva Öfeigsson. Annars var hann fremur gleyminn á nöfn, enda maður við aldur. Hann hafði verið togaraskipstjóri við tsland fyrir mörgum mörgum árum og varð dreyminn, er hann talaði um þá góðu gömlu daga. „Ég landaði oft á ts- landi í þá daga,“ sagði hann. „Þegar ég kom með fullfermi, gaf ég fátæklingum fiskinn, sem var á dekkinu. Þá var mikil fátækt á íslandi og ég eignaðist þar marga vini... Já miðin við Vestmanna- eyjar voru dásamleg mið. Ég veiddi þar upp að þremur mílum og það tók enga stund að fylla skipið þetta hræðilega gos hlýtur að hafa skaðað þessi mið. Er það ekki?“ sagði hann og leit spurnaraugum á mig um leið og hann tuggði stóran vindil, sem hann hafði í munnvikinu. En Evans sparaði ekki stóryrðin við mig f þetta skiptið fremur en endranær, er hann ræddi um landhelgisdeilur við Is- lendinga. Hann kvað þá vera eigingjarna og gráðuga. „Þótt bráðabirgðasamkomu- lag verði gert, þá endist það í tvö ár, en hvað tekur svo við?“ spurði hann. Já, vissulega var það stór spurning fyrir þremur árum, sem nú hefur fengizt svar við. Og eitt er víst að það var ekki betra. En hvað skyldu svo margir f Grimsby og Hull vera i fiskiðnaði og skyldum iðnaði? Grimsby er bær á borð við Reykjavík að fbúatölu og sé Cleethorpe talið með er ibúatalan 140 þúsund. Við fiskiðnaðinn í Grimsby vinna um 5 þúsund manns og við frystiiðnaðinn um eittþúsund. Sjómenn eru um 2 þúsund og 500 vinna á smærri fiskiskipum. Sam- tals eru því um 10 þúsund manns beint tengd útgerðinni, sem stunduð er frá bænum, en alls konar tengsl önnur eru þó við borgarlifið. 1 Hull vinna um 6 þúsund manns við fiskiðnað, þar af um 3 þúsund sjómenn. 1 Hull búa um 300 þúsund manns. Samtals eru því um 16 þúsund manns, sem beint tengjast fisk- veiðum og iðnaði tengdum þeim. Mér hefur nú orðið æði tíðrætt um þessa ferð til Grimsby og Hull, en ekki verður þó svo skilið við hana, að ekki minnist ég á heimsókn mína í höfuð- stöðvar Sambands brezkra togara- eigenda, þar sem ég ræddi við Austin Laing, framkvæmdastjóra þess. Laing var raunar eini maðurinn, sem ég heim- sótti, sem ég gat ekki ruðzt inn á, þegar mér sýndist. Ég hringdi til hans og fékk ákveðinn tfma til þess að koma og tala við hann. Eitt hið eftirminnilegasta, sem hann sagði mér var að hann liti svo á að Bretar hefðu tapað þorskastríðinu, þar sem áróður tslands hafi verið sterkari en Breta. Hann sagði að Bretar hefðu átt um tvo kosti að -velja við upphaf deil- unnar, að láta freigátur vernda togarana, eða „láta hið rétta, að okkar mati, sigla lönd og leið, bæði lagalega og siðferðilega stöðu okkar,“ eins og hann orðaði það. Þegar ég benti honum á að ekki væru nú allir sammála um það, brosti hann og sagði: „Nei, einmitt, en sú er skýringin, að áróður tslands fvrir málstað sfnum hefur verið sterkari en okkar. Þetta hefur jafnvel komið fram meðal beztu vinaþjóða okkar Breta. Þessi skortur á skilningi eyðileggur jafn- framt að menn geti dæmt stöðuna á óvilhallan hátt. Ég vona þó að hinar djörfu tilraunir forsætisráðherranna (Ólafs og Heaths — innskot mitt), muni verða til þess að auka skilninginn, sér- staklega á meðal þjóða Atlantshafs- bandalagsins." Þess má geta nú að Aust- in Laing er f dag meðal helztu talsmanna þess, að Bretar sjálfir færi út í 200 sjómílur. Hann sagði árið 1975, er ég ræddi við hann, að tslendingar og Bretar hefðu sömu stefnu í fiskveiðimálum — aðeins aðferðin við að ná sameiginlegu takmarki væri mismunandi og þar væri verulegur ágreiningur. Einu sinni, sem oftar var viðræðu- fundur í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Eftir fundinn leituðu fréttamenn fregna af viðræðum og ráð- herrar, sem þátt tóku í viðræðunum, urðu fyrir svörum. Þá var það að Lúðvík Jósepsson tók orðið af samráðherra sín- um og sagði að ekkert mætti segja. Ef það yrði gert, „yrði logið í fólkið". Var framkoman öll hin furðulegasta hjá þessum ráðherra, sem oft og einatt hefur gagnrýnt aðra fyrir að segja ekki frá gangi viðræðna um landhelgismálið. En Morgunblaðið birti þenna litla „leik- þátt“ ráðherrans og skýrði frá orðaskipt- um eins og þau komu fyrir. Daginn eftir barst bréf frá ráðherrun- um, þar sem því var lýst að þeir myndu ekki — nema Morgunblaðið breytti blaðamennsku sinni — veita blaðinu viðtöl. Þetta gerðist síðast I október 1972. Hótun ráðherranna varð þó aldrei nema hótun, en samt fannst mér þá og finnst enn sem þetta hótunarbréf hafi aðeins lyktað af ritskoðunartilhneiging- um, svo að ekki sé meira sagt. Eftir að hafa fylgzt með tveimur þorskastríðum bæði á landi og á sjó, er margt fleira minnisstætt. Ég minnist t.d. tveggja ferða með varðskipinu Þór, vorið 1973, er klippt var varpan aftan úr Lord Jellico, og síðan ferð í upphafi þessa árs, er Þór lenti í tveimur árekstrum við brezk herskip. Margt mætti tfna til, en þar sem svo stutt er liðið frá því er árekstrarnir urðu og þar sem ég hefi lýst þeim f mörgum orðum hér í Morgunblað- inu, læt ég þessar stuttu endurminning- ar um deilurnar við Breta nægja. I Séð niður að fiskihöfninni f Grimsby Tveir Grimsby-flakarar. — Ekki er fiskurinn stór, sem þeir eru að vinna við,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.