Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
53
síðar tók allar eignirnar og þjóðnýtti
þær.
— Eftir að ég kom heim frá Indlandi,
tók ég kennarapróf og fór að kenna
unglingum f Methodistaskóla, hélt
Maureen áfram útskýringum sínum. Jú,
búddatrú er ríkistrú í landinu, en búdda-
trúarmenn eru umburðarlyndir og leyfa
hverjum og einum að hafa sin trúar-
brögð óáreittir. Hreinir Burmabúar svo-
nefndir eru búddatrúar. Þeir eru stað-
fastir og þeim verður ekki breytt. En
uppi í fjöllunum eru aðrir kynflokkar,
sem trúðu á stokka og steina, og urðu
síðan margir kristnir. Móðir mín var
búddatrúar og mjög trúuð. Þó hún iðkaði
sína trú, þá reyndi hún ekki að ala okkur
þannig upp. Pabbi var kristinnar trúar
og trúaður maður. Sjálf er ég líka mjög
trúuð og sæki hér á tslandi enska messu,
sem er einu sinni í mánuði í Háskólakap-
ellunni. Eins tók ég alltaf mikinn þátt í
kristilegum athöfnum, þegar ég vann
með KFUK. Eftir að sósíalistar tóku
stjórnartaumana í Burma voru allir skól-
ar þjóðnýttir á árunum 1964—1965.
Launin urðu þá ákaflega lág, og ég fór að
vinna hjá KFUK við leiðtogastörf fyrir
unglinga. Við höfðum klúbba af öllu tagi
fyrir börn og unglinga. En 1969 hélt ég
til Nýju-Delhi á Indlandi til að kenna. Og
að tveimur árum liðnum hélt ég svo til
Kölnar í Vestur-Þýzkalandi, og fór að
kenna þar.
— Mig hafði alltaf langað til að sjá
meira af heiminum, sagði Maureen de
Glanville til skýringar. En tímarnir voru
aldrei réttir til þess, ef svo má að orði
komast. Þegar ég hafði peninga, gat ég
ekki komizt frá Burma, en þegar ég gat
það, voru peningarnir horfnir. Pabbi og
mamma voru auðugt fólk. Þú mundir
ekki trúa því, en kringum okkur fjögur
höfðum við í húsinu 10 þjóna. Það er
hræðilegt. En þess vegna hafði maður
tfma til alis, t.d. til að stunda fagrar
hannyrðir og blómaskreytingar. Alltaf
var blómaskreyting á Búddaaltarinu, en
slíkt aldrei haft f stofunni. Allar konur,
frá litlum stúlkubörnum og til gamalla
kvenna, bera blóm við eyrað. Það fyrsta
sem allar konur gera á morgnana i
Burma er að kaupa fersk blóm á altarið
og á höfuðið.
— Jú, blómin eru eitt af því sem gerir
Burma og Island ólíkt. Við höfum þar
dásamleg blóm og stórkostlegar orkideur
af öllum gerðum. Þegar ég kom hingað
fyrst, fór ég að gá að blómum. Menn
hlógu að mér og sögðu: Líttu ekki upp í
loftið heldur niður fyrir tærnar á þér.
Þar eru blómin. En ég hefi nú samt
fundið íslenzku blómin. Ég hefi safnað
blómum hér, þurrkað þau, og búið til
upplimingarmyndir með þeim.
— Ég er ánægð með að hafa komið
hingað. Ég hefi alltaf viljað reyna nýtt,
hafa eitthvað til að kljást við. Þess vegn j
kom ég til Islands, þegar gamall vinur
bað mig um að aðstoða sig. Það var mér
nýtt land og ég vildi reyna. Þig undrar
kannski, að mér líkar veðrið og veturinn
betur en sumarið. Það er svo fagurt,
þegar snjóar úti og ég sit inni í fallegu
herbergi með handavinnu og dreypi
kannski á púnsi. Ég á marga góða vini og
ég vildi gjarnan vera öll jól á Islandi.
Snjór og rck eru mér ný reynsla. I
Burma er hitabeltisloftslag, og með
regni og þrumum og eldingum í maí og
júnf. En það er hlýtt regn. Og lífið er
áhugaverðast, þegar maður upplifir eitt-
hvað nýtt.
— En það er líka ýmislegt lfkt með
Islendingum og Burmabúum. Heima
borðum við fisk á hverjum degi. Burma
á langa strandlengju að sjó. Hafið er
blátt og ströndin sendin og falleg. Við
höfum alltaf nægan fisk, ekki síður
vatna- og fljótafisk, því mikið er um vötn
og ár. Við borðum harðfisk, eins og þið.
Setjum sesaminolíu á hann, eins og þið
borðið hann með smjöri. Hér nota ég ýs .
mest, ef hún er til, annars er nóg af
öðrum fiski. Ef ekki er róið, bý ég til
rétti úr síld, sardínum eða einhverjum
dósamat sem ég fæ. Eg sagði að mér
þætti gaman að elda, gæti gert það allan
daginn. Mest þykir mér gaman, ef
eitthvað fæst ekki sem ég hefi ætlað að
nota. Þá fer ég aó gera tilraunir með r
finna annað f staðinn. Ef ég fer í st( .u
búðirnar í London, þá fæ ég allt sem mér
dettur í hug. Hér þarf ég að hugsa. Og
mér finnst að maður þurfi einhverja
ögrun í lífinu. Ef ekki, þá er ekkert
gaman að þvi.
Að sjálfsögðu nota ég tækifærið til að
spyrja Maureen hvernig hún fari með
fiskinn. Og hún lofar uppskrift af fisk-
rétti frá Burma, sem er auðveldur,
bragðgóður og fæst allt f hér. Birtum við
uppskriftina hér á síðunni. En bágt á ég
með að trúa því, að hún finni allt það
grænmeti, sem hugurinn kýs, en reikna
Framhald á bls, 77
Ágætur rækjuafli báta í
Vestfirðingafjórðungi
— Far vel
Framhald af bls.47
ar samtaka hér í landinu.
Ofbeldið virðist fólgið í því
að aldrei sé talað um
„karladeildir" til mótvæg-
is. Hér er kapp að snúast
uppí hvimleiðustu minni-
máttarkennd, djarfleg
sókn að drattast niður í
karp um einskisverða
hluti, gott málefni að
týnast innf skógi af
fskrandi vindmyllum.
Kannski við höfum það
af að lokum að gera orð
eins og kona og karl útlæg
úr málinu okkar. Kannski
vetrinum lykti með þvf að
við höfum bara „manneskj-
ur“ hér úti á Islandi —
manneskjur með tippi og
manneskjur ekki með
tippi.
Hvílíkur vetur! segi ég
enn.
— Af vestur-
horni landsins
Framhald af bls. 47
sé hvítlitt og á kafi í snjo. Eins og
til dæmis svartfuglinn, sem
farinn er að þekja syllur bjargs-
ins feitur og pattaralegur, en
hefir heldur stutta viðdvöl dag-
lega.
Allt eru þetta vorboðar sem
segja okkur að lífið frá náttúr-
unnar hendi muni ganga áfram
sinn gang, aðeins misjafnlega við-
mótsþýtt, sem okkur er gefinn
kostur á að' jafna. Og víst erum
við að reyna það, þrátt fyrir allt.
Alftahjón komu hér aðeins við
á dögunum, en höfðu stutta við-
dvöl og flugu í suðausturátt. Því
miður gat ég ekki beðið þau fyrir
póst, en ég bað þau fyrir kveðju
suður f menninguna.
Látrum, 31/3. 1976.
Þórður Jónsson.
RÆKJUAFLINN á Vestfjörðum
varð 1.072 lestir f marz, en var 411
lestir á sama tfma í fyrra. Er
heildarafli rækjubátanna frá ára-
mótum nú orðinn 2.174 lestir, en
var 1.727 lestir f lok marzmánaðar
á seinasta ári.
Frá Bildudal ríru 9 bátar, sem
öfluðu 93 lestir. Er aflinn frá ára-
mótum þá orðinn 196 lestir, en
var 216 lestir á sama tíma í fyrra.
Aflahæstu bátarnir voru Vfsir
með 15,7 lestir, Helgi Magnússon
14,7 lestir og Pilot 11,8 lestir.
Rækjan í Arnarfirði hefir verið
mjög smá að undanförnu.
Við ísafjarðardjúp stunduðu 36
bátar rækjuveiðar í marz og var
aflafengur þeirra 250 lestir. Afl-
inn frá áramótum er nú orðinn
1.343 lestir, en var 1.116 lestir á
sama tfma í fyrra. Aflahæstu bát-
arnir í mars voru Gullfaxi með
29,0 lestir, Engilráð 27,7 lestir,
Örn 26,6 lestir, Pólstjarnan 25,3
lestir og Húni 25,0 lestir. Eftir er
að veiða röskar 200 lestir af því
aflamagni, sem leyft hefir verið
að veiða í ísafjarðardjúpi' á þess-
ari vetrarvertið.
Frá Hólmavfk og Drangsnesi
réru 14 bátar í marz og öfluðu
þeir 243 lestir, en f fyrra öfluðu
13 bátar 77 lestir í marz. Aflinn
frá áramótum á Hólmavík og
Drangsnesi er þá 635 lestir, en var
f fyrra 395 lestir.
Tilátta
stórborga
vetursem sumar
Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn
Sumarið er sá tími ársins, sem íslendingar nota
mest til ferðalaga, þá koma einnig flestir erlendir
ferðamenn til landsins. Þess vegna er sumar-
áætlun okkar víðtækari, við fljúgum til fleiri staða
og fjöldi áætlunarferða okkar er meiri en
venjulega.
En ferðalög landsmanna og samskipti við umheim-
inn eru ekki bundin við sumarið eingöngu- þau
eiga sér staö allan ársins hring.
Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráð fyrir
tiðum áætlunarferðum til átta stórborga i Evrópu
og Bandaríkjunum.
Þjóðin þarf aó geta reitt sig á fastar öruggar
áætlunarferðir til útlanda jafnt vetur sem sumar,
það er henni lífsnauðsyn.
Það er okkar hlutverk að sjá um að svo megi
verða áfram - sem hingað til.
FLUGFÉLAG L0FTLEIDIR
LSLAJVDS