Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 10
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 w Meö Jömfrú Ragnheiöi og Sigurgeir til Hong Kong... Borg andstæðna og iðandi mannlífs Eftir Árna Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson Sýrland kúrði sig fyrir neðan okkur, um það bil 10 km neðar. Ef maður gefur sér tíma til að horfa ofan i hverapoll, tæran með skörpum formum í gráum leirn- um þá sýnist allt lifvana fyrst, en síðan skynjar maður smátt og smátt þá hreyfingu sem er í um- hverfi hitans. Sýrland var ekki ásjálegt að ofan og það minnti mann á þennan umrædda hvera- poll. Bylgjur af 'auðu landi læddust undir én svo allt í einu kom maður auga á einhverja mis- fellu i landslaginu, einhvern mis- skilning eða sjónskekkju, og viti menn, þar var mannabyggð. Einnig þar var allt grátt, sandur, sandur og aftur sandur. Við félagarnir Sigurgeir Jónas- son bjargmaður og ljósmyndari frá Vestmannaeyjum virtum löndin fyrir okkur þar sem þau liðu hjá og við röbbuðum um það að ef til vill væri það ekki óeðli- legt þótt þessar sandmerkur- þjóðir væru eins uppstökkar og leiftursæknar og raun ber vitni. Þótt sleggjudómur sé og lítið skynsamlegt, fannst manni úr þessari fjarlægð að þarna byggju aðeins skordýr, snákar og önnur dýr sem þola auðnina. Það var erfitt að ímynda sér að í þessum glóandi sandbylgjum væri að finna bros mannlegrar veru. Svo lækkuðum við flugið og lentum í Sýrlandi til að taka eidsneyti. Sorglegt að sjá þar svo til ein- göngu vopnað fólk, hart á svip og maður sá ekki inn úr auga þess fremur en auga eðlunnar. Undar- legt með fólk þessa heimshlut-a, hve erfitt er að skynja tjáningu þess í augunum, allt annað en norrænna manna sem margir geta sagt mestan hluta af máli sínu með augnsvipnum. En auðvitað gætir gleði og sorgar jafn skýrt og nótt sker sig frá degi. Svona velt- um við okkur upp úr vangaveltum og komumst skjótt að því að við værum orðnir allt of háfleygir og dómharðir um hluti sem við viss- um í rauninni ekkert um. Með tilliti til þess að ekkert er eins og allt hefur sinn stíl, veifuðum við til þjóðanna sem lúrðu undir okkur og báðum afsökunar á af- skiptaseminni. Við vorum á leið til Hong Kong. Ferðin hófst reyndar við nokkuð sérkennilegar aðstæður. Við vor- um sem oftar saman á ferli í heimabyggð okkar, Eyjum, á þeim tíma sem hraunkvikan iðaði yfir kærri byggð Austureyjunnar. Við höfðum ætlað okkur að ganga kringum þennan óboðna gest, en i jaðri hraunsins á móts við Yzta- Klett lentum við í sjálfheldu. Gufan frá hrauninu var svo mikil að ekki sá nema metra frá sér og i slíku skyggni var vonlaust aí ferðast um kvikuna og í sjóinn var ekki hægt að fara vegna hita. Það var því hyggilegast að bíða og við komum okkur fyrir uppi á tveggja metra háum steini sem flaut í hraunkvikunni. Þar hófst síðan Uteyjaspjall, bjargfugl, hamrar, friður og ævintýri í bland og í miðju þessu spjalli bar Hong Kong á góma og við ákváðum að skjótast þangað við tækifæri. Karachi var fyrsti áfangastaður okkar á leiðinni og þar gistum við. Þessi borg hefur verið talin ein sú skítugasta I allri Asíu og er þó hægt að gefa mörgum stöðum þar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.